Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Endurhæfingadeild FSA á Kristnesi Þjálfun á hestbaki EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. NÝR áfang'i í starfsemi endur- hæfingardeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er hafinn, með þjálfun á hestbaki fyrir fatlaða. Af því tilefni færði söðlasmiðjan Hnakkvirki á Akureyri deildinni sérsmíð- aðan hnakk að gjöf. Notkun hesta í endurhæf- ingu á sér langa hefð víða um heim og hefur einnig verið stunduð hér á landi. Þjálfun á hestbaki hefur margvíslegt notagildi, m.a. góð áhrif á jafn- vægi og vöðvastyrk auk góðra áhrifa á vöðvaspasma og verki. Þannig geta sjúklingar með margskonar fötlun haft gagn af slíkri þjálfun. Þjálfunin fer fram einu sinni Morgunblaðið/Benjamín FEÐGARNIR Egill Stefánsson og Stefán Pétursson afhentu forsvarsmönnum á Kristnesi sérútbú- inn hnakk sem notaður verður við þjálfun fatlaðra á endurhæfingardeild spítalans. Stefán Yngva- son, Halldór Jónsson og Catharina Gros veittu gjöfinni viðtöku. ' í viku í reiðskemmu að Hóls- og Birna Björnsdóttir lána þjálfari en Ólafur Svansson húsum í Eyjafjarðarsveit, sem endurgjaldslaust. Þjálfunina útvegar hesta og ýmsan annan hjónin Hólmgeir Valdimarsson annast Catharina Gros sjúkra- búnað. Einkavæðing á fjármagnsmarkaði rædd á morgunverðarfundi Betri og ódýrari þjónusta FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að atvinnulífið muni eiga kost á betri og ódýr- ari þjónustu en veitt er nú í kjölfar stofnunar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem til verð- ur eftir að búið er að slá saman fjórum sjóð- um, Fiskveiðasjóði, Iðnlánasjóði, Iðnþróunar- sjóði og Útflutningslánasjóði í eina bankastofn- un. Stjórnarfrumvörp um stofnun hlutafélaga um ríkisviðskiptabankana, stofnun Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins voru lögð fram á Alþingi í síð- ustu viku og gerði Finnur á morgunverðar- fundi Verslunarráðs íslands, sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í gær, grein fyrir frumvörpunum. Vænti hann þess að þau verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Róttækar breytingar Viðskiptaráðherra sagði að með frum- vörpunum væri verið að boða róttæka breyt- ingu á íslenskum fjármagnsmarkaði, en minnk- andi þörf væri fyrir starfsemi á vegum ríkisins í þessum geira. Fjárfestingabanki atvinnulífs- ins og Nýsköpunarsjóður myndu án efa styrkja stöðu íslensks atvinnulífs með ódýrari fjárfest- ingalánum. Skortur hefði verið hér á landi á greiðum aðgangi að áhættufjármagni, en það myndi breytast með tilkomu Nýsköpunarsjóðs- ins en hans hlutverk væri að styðja og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. „Sumir telja þetta of skammt gengið, en þó eru þetta róttækustu skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á íslenskum fjármagnsmarkaði. Eg tel að við séum að stíga fyrsta skrefið í mjög skynsam- lega átt,“ sagði Finnur. Mikil samkeppni framundan Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur, sagði löngu tímabært að auðvelda aðgang að fjármagni og veita betri og ódýrari þjónustu. Lengstum hefðu rík- isafskipti verið mikil og lítið frelsi einkennt markaðinn en á síðustu misserum hefði breyt- ing orðið á og mikið frelsi færst yfir á markað- inn. Guðmundur sagði mikla samkeppni fram- undan í bankamálum og væri mikilvægt að ná fram skilvirkari stjórn innan þeirra. Vænt- anlegir eigendur myndu gera skýlausa kröfu um að skera niður kostnað, m.a. við útibúanet bankanna. Nefndi Guðmundur ýmis atriði sem taka þyrfti á, m.a. stimpilgjöld sem væru ósann- gjarnasti skattur sem til væri og þá væri fýsi- legt að færa húsbréfakerfið inn í bankakerfið. Það hefði vaxið mjög hratt og væri engin þörf að hafa um það sérstaka ríkisstofnun. Hlynntur stærri einingum Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- og þróunarsviðs Samheija, sagðist almennt hlynntur því að stækka einingar í bankakerfinu, en það gæfi meiri möguleika á að þjónusta stærri fyrirtæki. Fjármálastofnanir innanlands yrðu að vera samkeppnisfærir á við erlenda banka. Sagðist Björgólfur sjá mikla möguleika á hagræðingu í bankakerfínu innan- lands og furðaði sig á að menn skyldu ekki nýta tækifærið og ganga lengra en að gera Lands- og Búnaðarbanka að hlutafélögum. Hægt væri að spari milljarð í reksti þeirra með því að sameina þá. Kvaðst Björgólfur vænta þess að starfsemi Fjárfestingarbankans yrði öflug og myndi skila sér í framtíðinni. Ekki væri raunhæft að svara því nú hvort atvinnulífinu yrði betur þjónaði með tilkomu hans, en hann væri hræddur um að svo yrði ekki. Einingarfélagar Eyjafir&i! Almennir félagsfundir veréa haldnir á félagssvæðinu á eftirtöldum stööum. Föstudaginn 14. mars: Ólafsfjöréur, Sandhóli kl. 20.00. Laugardaginn 15. mars: Hrísey, Brekku kl. 13.00. Dalvík, í Safnaðarheimilinu kl. 16.00. Sunnudaginn 16. mars: Akureyri, í Alþýðuhúsinu 4. hæö, kl. 13.00. Grenivík, í Gamla skólanum kl. 16.30. Fundarefni: 1. Staðan í samningamálunum. 2. Önnur mál. Félagar! Sýnum samstöáu og mætum öll á fundina! Fundur stjórnar o g trúnaðarráðs Verkalýðsfélagsins Einingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls STJÓRN og trúnaðarráð Verka- lýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði kom saman til fundar í vikunni, þar sem samþykkt var að efna til at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna um boðun verkfalls. Fundinn sátu 35 manns og greiddu allir atkvæði með tillögunni. Verði verkfallsboð- un samþykkt kemur hún til fram- kvæmda 2. apríl nk. Um 3.700 félagsmenn eru í Ein- ingu á svæðinu frá Grenivík í austri til Ólafsfiarðar í vestri. Að sögn Sigrúnar Lárusdóttur, skrifstofu- stjóra Einingar á Akureyri, taka ekki allir félagsmenn þátt í at- Rannsóknaþjónusta Háskólans efnir til námstefnu í tilefni af Ári símenntunar að Hótel Sögu Ársal, föstudaginn 14. mars kl. 13-17 SJÁ auglýsingu aftar í blaðinu Lífið er rétti tíminn til að læra kvæðagreiðslunni. Þeir sem ekki taka þátt eru starfsmenn sveitarfé- laga og fyrirtækja sem samið hafa um sérkjaraviðræður eftir gerð að- alkjarasamnings. Hún segir það hins vegar ljóst að komi til verk- falls muni það hafa mjög víðtæk áhrif á félagssvæðinu. Enn ber mikið í milli Félagsmenn sem taka þátt í at- kvæðagreiðslunni fá atkvæðaseðil sendan heim og verða þeir póstlagð- ir nk. mánudag. Atkvæðaseðlinum þarf að skila til baka föstudaginn 21. mars og er ráðgert að niður- staða liggi fyrir þriðjudaginn 24. mars. Verkamannasambandið er með samningsumboð fyrir Einingu en Sigrún segir að enn beri mikið í milli og að í raun sé staðan nokkuð óljós sem stendur. Samninganefnd Einingar hélt suður yfir heiðar í gær og mætti til fundar hjá ríkis- sáttasemjara eftir hádegið. W&? STUTT Námskeið í kristilegu barnastarfi CHILD Evangelism Fellows- hip, CEF, námskeið í kristi- legu barnastarfi, verður hald- ið í húsakynnum KFUM og K að Holtavegi í Reykjavík næstkomandi laugardag, 15. mars frá kl. 15 til 21. Á námskeiðinu verða Roy Harrisson og Henry Eskelund fulltrúar frá CEF. Þeir munu kynna samtökin, vera með námskeið fýrir fólk í kristi- legu barnastarfi og einnig verða þeir með ýmislegt efni til sýnis og sölu. Þessi samtök starfa í 130 löndum, þetta er óháður kristilegur félagsskapur sem einbeitir sér að því að börn í sem flestum löndum fái að heyra fagnaðarerindið. CEF stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og framleiðir einnig kennsluefni. Nám- skeiðið verður túlkað yfir á íslensku. Námskeiðsgjald er ekkert og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á skrifstofu KFUM og K að Holtavegi í Reykjavík. Kristniboðs- samkomur DAGANA 13. til 16. mars verða haldnar kristniboðs- samkomur á hveiju kvöldi í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð. Ræðumaður öll kvöldin verður sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði og fyrrum sóknar- prestur í Hrísey. Síðustu 10 ár hefur Helgi verið kristni- boði í Afríku, í Eþíópíu og Senegal. Samkomurnar hefj- ast kl. 20.30. öll kvöldin og eru allir velkomnir. Samvera eldriborgara SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morg- un, föstudaginn 14. mars, kl. 15. Góðir gestir koma í heim- sókn, Jónína Elísabet Þor- steinsdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Norður- landi, og sr. Helgi Hróbjarts- son kristniboði. Þá verður sungið og einnig verður boðið upp á kaffiveitingar. Stofnfundur Leigjenda- samtaka STOFNFUNDUR Leigjenda- samtaka Norðurlands verður í kvöld, fimmtudaginn 13. mars, í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri og hefst hann kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.