Morgunblaðið - 13.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 13.03.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Endurhæfingadeild FSA á Kristnesi Þjálfun á hestbaki EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. NÝR áfang'i í starfsemi endur- hæfingardeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er hafinn, með þjálfun á hestbaki fyrir fatlaða. Af því tilefni færði söðlasmiðjan Hnakkvirki á Akureyri deildinni sérsmíð- aðan hnakk að gjöf. Notkun hesta í endurhæf- ingu á sér langa hefð víða um heim og hefur einnig verið stunduð hér á landi. Þjálfun á hestbaki hefur margvíslegt notagildi, m.a. góð áhrif á jafn- vægi og vöðvastyrk auk góðra áhrifa á vöðvaspasma og verki. Þannig geta sjúklingar með margskonar fötlun haft gagn af slíkri þjálfun. Þjálfunin fer fram einu sinni Morgunblaðið/Benjamín FEÐGARNIR Egill Stefánsson og Stefán Pétursson afhentu forsvarsmönnum á Kristnesi sérútbú- inn hnakk sem notaður verður við þjálfun fatlaðra á endurhæfingardeild spítalans. Stefán Yngva- son, Halldór Jónsson og Catharina Gros veittu gjöfinni viðtöku. ' í viku í reiðskemmu að Hóls- og Birna Björnsdóttir lána þjálfari en Ólafur Svansson húsum í Eyjafjarðarsveit, sem endurgjaldslaust. Þjálfunina útvegar hesta og ýmsan annan hjónin Hólmgeir Valdimarsson annast Catharina Gros sjúkra- búnað. Einkavæðing á fjármagnsmarkaði rædd á morgunverðarfundi Betri og ódýrari þjónusta FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að atvinnulífið muni eiga kost á betri og ódýr- ari þjónustu en veitt er nú í kjölfar stofnunar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem til verð- ur eftir að búið er að slá saman fjórum sjóð- um, Fiskveiðasjóði, Iðnlánasjóði, Iðnþróunar- sjóði og Útflutningslánasjóði í eina bankastofn- un. Stjórnarfrumvörp um stofnun hlutafélaga um ríkisviðskiptabankana, stofnun Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins voru lögð fram á Alþingi í síð- ustu viku og gerði Finnur á morgunverðar- fundi Verslunarráðs íslands, sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í gær, grein fyrir frumvörpunum. Vænti hann þess að þau verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Róttækar breytingar Viðskiptaráðherra sagði að með frum- vörpunum væri verið að boða róttæka breyt- ingu á íslenskum fjármagnsmarkaði, en minnk- andi þörf væri fyrir starfsemi á vegum ríkisins í þessum geira. Fjárfestingabanki atvinnulífs- ins og Nýsköpunarsjóður myndu án efa styrkja stöðu íslensks atvinnulífs með ódýrari fjárfest- ingalánum. Skortur hefði verið hér á landi á greiðum aðgangi að áhættufjármagni, en það myndi breytast með tilkomu Nýsköpunarsjóðs- ins en hans hlutverk væri að styðja og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. „Sumir telja þetta of skammt gengið, en þó eru þetta róttækustu skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á íslenskum fjármagnsmarkaði. Eg tel að við séum að stíga fyrsta skrefið í mjög skynsam- lega átt,“ sagði Finnur. Mikil samkeppni framundan Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur, sagði löngu tímabært að auðvelda aðgang að fjármagni og veita betri og ódýrari þjónustu. Lengstum hefðu rík- isafskipti verið mikil og lítið frelsi einkennt markaðinn en á síðustu misserum hefði breyt- ing orðið á og mikið frelsi færst yfir á markað- inn. Guðmundur sagði mikla samkeppni fram- undan í bankamálum og væri mikilvægt að ná fram skilvirkari stjórn innan þeirra. Vænt- anlegir eigendur myndu gera skýlausa kröfu um að skera niður kostnað, m.a. við útibúanet bankanna. Nefndi Guðmundur ýmis atriði sem taka þyrfti á, m.a. stimpilgjöld sem væru ósann- gjarnasti skattur sem til væri og þá væri fýsi- legt að færa húsbréfakerfið inn í bankakerfið. Það hefði vaxið mjög hratt og væri engin þörf að hafa um það sérstaka ríkisstofnun. Hlynntur stærri einingum Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- og þróunarsviðs Samheija, sagðist almennt hlynntur því að stækka einingar í bankakerfinu, en það gæfi meiri möguleika á að þjónusta stærri fyrirtæki. Fjármálastofnanir innanlands yrðu að vera samkeppnisfærir á við erlenda banka. Sagðist Björgólfur sjá mikla möguleika á hagræðingu í bankakerfínu innan- lands og furðaði sig á að menn skyldu ekki nýta tækifærið og ganga lengra en að gera Lands- og Búnaðarbanka að hlutafélögum. Hægt væri að spari milljarð í reksti þeirra með því að sameina þá. Kvaðst Björgólfur vænta þess að starfsemi Fjárfestingarbankans yrði öflug og myndi skila sér í framtíðinni. Ekki væri raunhæft að svara því nú hvort atvinnulífinu yrði betur þjónaði með tilkomu hans, en hann væri hræddur um að svo yrði ekki. Einingarfélagar Eyjafir&i! Almennir félagsfundir veréa haldnir á félagssvæðinu á eftirtöldum stööum. Föstudaginn 14. mars: Ólafsfjöréur, Sandhóli kl. 20.00. Laugardaginn 15. mars: Hrísey, Brekku kl. 13.00. Dalvík, í Safnaðarheimilinu kl. 16.00. Sunnudaginn 16. mars: Akureyri, í Alþýðuhúsinu 4. hæö, kl. 13.00. Grenivík, í Gamla skólanum kl. 16.30. Fundarefni: 1. Staðan í samningamálunum. 2. Önnur mál. Félagar! Sýnum samstöáu og mætum öll á fundina! Fundur stjórnar o g trúnaðarráðs Verkalýðsfélagsins Einingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls STJÓRN og trúnaðarráð Verka- lýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði kom saman til fundar í vikunni, þar sem samþykkt var að efna til at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna um boðun verkfalls. Fundinn sátu 35 manns og greiddu allir atkvæði með tillögunni. Verði verkfallsboð- un samþykkt kemur hún til fram- kvæmda 2. apríl nk. Um 3.700 félagsmenn eru í Ein- ingu á svæðinu frá Grenivík í austri til Ólafsfiarðar í vestri. Að sögn Sigrúnar Lárusdóttur, skrifstofu- stjóra Einingar á Akureyri, taka ekki allir félagsmenn þátt í at- Rannsóknaþjónusta Háskólans efnir til námstefnu í tilefni af Ári símenntunar að Hótel Sögu Ársal, föstudaginn 14. mars kl. 13-17 SJÁ auglýsingu aftar í blaðinu Lífið er rétti tíminn til að læra kvæðagreiðslunni. Þeir sem ekki taka þátt eru starfsmenn sveitarfé- laga og fyrirtækja sem samið hafa um sérkjaraviðræður eftir gerð að- alkjarasamnings. Hún segir það hins vegar ljóst að komi til verk- falls muni það hafa mjög víðtæk áhrif á félagssvæðinu. Enn ber mikið í milli Félagsmenn sem taka þátt í at- kvæðagreiðslunni fá atkvæðaseðil sendan heim og verða þeir póstlagð- ir nk. mánudag. Atkvæðaseðlinum þarf að skila til baka föstudaginn 21. mars og er ráðgert að niður- staða liggi fyrir þriðjudaginn 24. mars. Verkamannasambandið er með samningsumboð fyrir Einingu en Sigrún segir að enn beri mikið í milli og að í raun sé staðan nokkuð óljós sem stendur. Samninganefnd Einingar hélt suður yfir heiðar í gær og mætti til fundar hjá ríkis- sáttasemjara eftir hádegið. W&? STUTT Námskeið í kristilegu barnastarfi CHILD Evangelism Fellows- hip, CEF, námskeið í kristi- legu barnastarfi, verður hald- ið í húsakynnum KFUM og K að Holtavegi í Reykjavík næstkomandi laugardag, 15. mars frá kl. 15 til 21. Á námskeiðinu verða Roy Harrisson og Henry Eskelund fulltrúar frá CEF. Þeir munu kynna samtökin, vera með námskeið fýrir fólk í kristi- legu barnastarfi og einnig verða þeir með ýmislegt efni til sýnis og sölu. Þessi samtök starfa í 130 löndum, þetta er óháður kristilegur félagsskapur sem einbeitir sér að því að börn í sem flestum löndum fái að heyra fagnaðarerindið. CEF stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og framleiðir einnig kennsluefni. Nám- skeiðið verður túlkað yfir á íslensku. Námskeiðsgjald er ekkert og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á skrifstofu KFUM og K að Holtavegi í Reykjavík. Kristniboðs- samkomur DAGANA 13. til 16. mars verða haldnar kristniboðs- samkomur á hveiju kvöldi í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð. Ræðumaður öll kvöldin verður sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði og fyrrum sóknar- prestur í Hrísey. Síðustu 10 ár hefur Helgi verið kristni- boði í Afríku, í Eþíópíu og Senegal. Samkomurnar hefj- ast kl. 20.30. öll kvöldin og eru allir velkomnir. Samvera eldriborgara SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morg- un, föstudaginn 14. mars, kl. 15. Góðir gestir koma í heim- sókn, Jónína Elísabet Þor- steinsdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Norður- landi, og sr. Helgi Hróbjarts- son kristniboði. Þá verður sungið og einnig verður boðið upp á kaffiveitingar. Stofnfundur Leigjenda- samtaka STOFNFUNDUR Leigjenda- samtaka Norðurlands verður í kvöld, fimmtudaginn 13. mars, í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri og hefst hann kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.