Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
HLJÓÐIN
í ÞÖGNINNI
Slagverksleikarinn Evelyn Glennie, einn
eftirsóttasti einleikari Breta, verður
gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll
Ormarsson ræddi við listakonuna um
sérstöðu hennar, sem er umtalsverð,
listina og vinkonu hennar, Björk.
Morgunblaðið/Ásdís
„TÓLF ára gömul kynntist ég pákunum og slagverkinu í Konung-
lega tónlistarháskólanum í Lundúnum og upp frá þvi varð mér
ljóst að ég hafði fundið mína ástríðu í lífinu,“ segir Evelyn Glennie.
EVELYN Glennie hefur öll ein-
kenni mikils listamanns. Hún er
hæfileikarík, hugrökk og hógvær.
Andspænis listinni er hún auð-
mjúk, svo auðmjúk að manni ligg-
ur við að segja að hún beiji ekki
bumbur en lætur þá myndlíkingu
vera þar sem hún er slagverksleik-
ari. Að einu leyti er þessi skoska
stúlka þó frábrugðin öðrum tónlist-
armönnum í fremstu röð - hún
hefur verið heyrnarlaus frá tólf ára
aldri.
Ekki svo að skilja að það liggi
í augum uppi. Hún les fyrirhafnar-
laust af vörum og mál hennar er
lýtalaust - skoski hreimurinn er
meira að segja til staðar. Skyldi
engan undra að Evelyn Glennie sé
af mörgum talin ráðgáta.
Sjálf gerir hún lítið úr fötlun
sinni - heymarleysið hái henni
ekki í tónlistinni. Hvemig má það
vera? Lyklarnir eru nótnalestur og
tónskynjun, sem í tilfelii Evelyn
er ákaflega góð. Þannig heyrir hún
tóna í höfðinu og setur þá í sam-
hengi við aðra tóna. Hins vegar
verður hún að læra öll tónverk sem
hún flytur með hljómsveit í heild
til þess að vita hvað er á seyði í
kringum hana.
En var hún alltaf staðráðin í að
leggja tónlistina fyrir sig? „Nei,
alls ekki. í æsku var tónlistin bara
mikilvægt áhugamál í mínum huga
og ástæðan fyrir því að ég lærði
á píanó og klarinettu var öðru
fremur forvitni," segir Evelyn en
bætir við að hún hafi samt alltaf
verið staðráðin í að verða listamað-
ur. „Tólf ára gömul kynntist ég
síðan pákunum og slagverkinu í
Konunglega tónlistarháskólanum í
Lundúnum og upp frá því varð
mér ljóst að ég hafði fundið mína
ástríðu í lífinu - ekki yrði aftur
snúið.“
120 tónleikar á ári
í liðlega áratug hefur Evelyn
ferðast um sem einleikari og kom-
ið fram með helstu hljómsveitum
vestan hafs sem austan. Alls held-
ur hún á bilinu 110-120 tónleika
á ári hveiju. Hefur leikur hennar
hvarvetna vakið mikla athygli og
gagnrýnendur hælt henni á hvert
reipi. Þá hefur fjöldi geislaplatna
með leik hennar verið gefinn út
og margar hveijar hlotið eftirsótt-
ar viðurkenningar. Evelyn Glennie
hefur með öðrum orðum lagt heim-
inn að fótum sér.
En hvernig gengur listamanni í
þessari stöðu að halda einbeitingu,
halda sér við efnið? „Það er hægur
vandi enda er metnaðargjam lista-
maður aldrei fyllilega ánægður -
mér finnst ég til dæmis alltaf geta
gert örlítið betur. Þess vegna held
ég áfram að leggja hart að mér
enda þekkir maður verk sín og
takmörk best sjálfur. Listamanns-
ins bíða líka stöðugt nýjar áskoran-
ir, svo sem alnetið sem ég hef á
undanförnum misserum verið að
taka í ríkari mæli í mína þjónustu.
Þá er ég nýbyijuð að læra á sekkja-
pípu, afar skemmtilegt hljóðfæri
sem færir mig nær rótunum."
Aukinheldur kveðst Evelyn seint
þreytast á því að kanna nýjar lend-
ur í félagi við aðra tónlistarmenn
- af ýmsum toga. Einn þeirra er
handhafi tónlistarverðlauna Norð-
urlandaráðs, Björk. „Björk er
yndisleg manneskja - einlæg og
kraftmikil. Við höfum átt margar
skemmtilegar stundir saman enda
líður okkur báðum vel sitjandi á
gólfinu, maulandi súkkulaði," segir
Evelyn sposk á svip. „En að öllu
gríni slepptu er Björk gædd ein-
stökum tónlistarhæfileikum sem
hún kann að færa sér í nyt. Að
vísu á hún erfitt með að lesa nótur
en þótt ótrúlegt megi virðast hefur
það ekki staðið samvinnu okkar
fyrir þrifum. Sennilega segir það
meira en flest orð.“
Hafa stöllurnar samið fáein verk
í sameiningu sem þegar hafa verið
hljóðrituð. Var eitt þeirra á plötu
Bjarkar Telegram en tvö tii viðbót-
ar verða á næstu plötu Evelyn sem
væntanleg er á markað með vor-
inu. „Hin bíða síns tíma.“
Verðskuldar
tónlistarhús
Annar íslendingur sem Evelyn
þekkir vel er Áskell Másson tón-
skáld sem samið hefur fyrir hana
slagverkskonserta sem hún hefur
flutt víða um lönd. Þá hefur hún
miklar mætur á Sinfóníuhljómsveit
íslands. „Hún er mjög góð og verð-
skuldar svo sannarlega tónlistar-
hús sem er henni samboðið."
Tónleikunum í kvöld stjórnar
Jerzy Maksymiuk. Hann er fæddur
í Póllandi og lagði stund á tónsmíð-
ar, hljómsveitarstjórn, fiðlu- og
píanóleik við Tónlistarháskólann í
Varsjá. Maksymiuk stofnaði
Pólsku kammersveitina sem getið
hefur sér gott orð víða um heim
og síðastliðin fjórtán ár hefur hann
verið viðriðinn skosku BBC hljóm-
sveitina, fyrst sem aðalhljómsveit-
arstjóri og frá 1993 sem heiðurs-
stjórnandi.
Verkið sem Evelyn mun leika
með hljómsveitinni er eftir landa
hennar James McMillan og nefnist
Veni, veni Emmanuel en auk þess
eru á efnisskrá tónleikanna,
Bjarkamál eftir Jón Nordal og Inn-
gangur og allegro eftir breska tón-
skáldið Edward Elgar. Bjarkamál
var samið í tilefni af komu Friðriks
9. Danakonungs hingað til lands
árið 1956 og frumflutt undir stjórn
Páls ísólfssonar á tónleikum í Þjóð-
leikhúsinu sem haldnir voru kon-
ungi til heiðurs. Inngangur og ali-
egro var á hinn bóginn samið þeg-
ar fimm ár voru af öldinni og til-
einkað Yale-háskóla í Bandaríkj-
unum sem skömmu áður hafði
sæmt Elgar doktorsnafnbót. Er
verkið samið fyrir strengjakvartett
og strengjasveit.
Hvers vegna að lesa til tæknifræðings
(diplomingenior) eða útflutnings- \
tæknifræðings (eksportingenior) ^ >
í Horsens í Danmörku? -
■vi ,vU hijiomorhejski
pp á sériitvinar
Kní i
1 IngomvtruojS:
.vknitr.vDisko!
nnu'
i Isionumgnm ivtur a
Kn'scns.
imsn.Vi
Monntun sem diplomingonior
Mannvirkiasxid
lnih\ ortissx id
i lonnunarsvið
Buh\vðis\'ið
Siaitvirkni bi ma ðss v i ð
l.0iisuðus\'ið
nntökushUyrði -
Eksporthigenwr"
Menntun som eksportingonior
Kyimingarfundttr í Rci/kjavtk
á Grand Hótcl, Sigtún 3S
mánudaginn 17. mars kl. 19:30.
aJsl
\ síngaba'kling, eða raaðið við námsráðgjatann
ukí við okkur i stma 0045 75 u2 SS í í milli
aO eða moð e-mail; phn@cph.ih.dk
Ou. M. k'steigaartí- ð'cjtt
S7Ö 0 rsens . .jamtoi a 1 ;j