Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 64
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HpVectrí *Y0unfclfifrifr \m\ <T£> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag <33> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðræður íslenska ríkisins og fulltrúa Elkem taldar á lokastigi Líkur á stækk- un og breytt- um eignarhlut VIÐRÆÐUR eru á lokastigi milli fulltrúa ríkisins og Elkem í Nor- egi um að Elkem eignist meiri- hluta í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og að hún verði stækkuð um einn ofn. Niðurstöð- ur viðræðna síðustu daga verða í dag kynntar starfsmönnum Járnblendiverksmiðj unnar. Tveir fulltrúar frá Elkem og þrír fulltrúar ríkisins hafa síðustu daga haldið áfram viðræðum um aukinn hlut Elkem í Járnblendi- verksmiðjunni. Nú á íslenska rík- ið 55%, Elkem 30% og Sumitomo 15%. Eigendur hafa ekki verið sammála um verð á hlutabréfum fyrirtækisins en í gærkvöld voru yfirgnæfandi líkur á að takast mætti að jafna þann ágreining. Er rætt um að hlutur Elkem verði 51%, að hlutur ríkisins minnki á móti og hlutur Sumi- tomo myndi einnig minnka lítils háttar. Jafnframt var ákveðið að ráðast skyldi í stækkun verk- smiðjunnar um einn ofn sem hef- ur í för með sér að kaupa þarf meiri raforku af Landsvirkjun. Hætt við frestun Sultartangavirkjunar? Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að enduðu þessar viðræður með samkomu- lagi um stækkun væri ekki ólík- legt að Landsvirkjun myndi hætta við að fresta hluta Sultar- tangavirkjunar. Yrði þá gripið til fyrri áætlana og stefnt að því að báðar aflvélar hennar yrðu teknar í notkun haustið 1999 í stað þess að fresta gangsetningu annarrar um nokkur ár. Verkfall við höfnina ÓTÍMABUNDIN verkfóll á þriðja hundrað félagsmanna Dagsbrúnar hjá Eimskipi, Samskipum og Lönd- un og félagsmanna Hlífar hjá Eim- skipi í Hafnarfirði hófust á mið- nætti i nótt og hefur öll skipaaf- greiðsla í höfnum á höfuðborgar- svæðinu því lagst niður um ófyrir- sjáanlegan tíma. Skipafélögin lögðu mikla áherslu á að koma Hutningskipum frá landi í gær. Áður en verkföllin hófust héldu Dettifoss, Brúarfoss, Amarfell og Mælifell úr höfn í Reykjavík. ■ Úrslit kosninga/2 ■ Verkfallsvörðum/6 .Missti fram- an af fjór- um fingrum VINNUSLYS varð um miðjan gær- dag í álverinu í Straumsvík. Smiður missti þá framan af fjórum fingrum. Maðurinn var við vinnu við hjólsög á staðnum þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysa- _ -rleild en ekki er vitað um líðan hans nú. Vinnueftirlitið rannsakar slysið. Óhöpp í umferðinni Einn maður var fluttur á slysa- deild þegar árekstur varð við álverið um sjöleytið í gær. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður blindaðist af kvöldsólinni og ók bíl sínum aftan á bíl fyrir framan sig. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með dráttarbíl. Flutningabíll lenti út af á gatna- mótum Snæfellsnesvegar og Stykk- ishólmsvegar í mikill hálku í gær- kvöldi. Við óhappið valt tengivagn sem var aftan í bílnum á hliðina og lokaði veginum um tíma. Enginn farmur var í vagninum. Bílstjórinn mun hafa sloppið án meiðsla. Morgunblaðið/Árni Sæberg FLUTNINGASKIP lögðu úr höfn hvert á eftir öðru í gærkvöldi og á miðnætti leystu starfsmenn Reykjavíkurhafnar landfestar Mælifells. Morgunblaðið/Golli BJARNI Torfason gerði í gær fyrstu hjartaskurðaðgerðina með aðstoð sérútbúinnar hjarta- og lungnavélar fyrir börn. Hjartaaðgerðum á bömum mun íjölga MEÐ tilkomu sérútbúinnar hjarta- og lungnavélar verður unnt að gera um 75% skurðað- gerða á börnum með hjartagalla hér á landi í stað 25% áður, að sögn Bjarna Torfasonar, hjarta- skurðlæknis og yfirlæknis á skurðdeild Landspítalans. Fyrsti hjartauppskurðurinn hér með aðstoð hjarta- og —^lungnavélar var gerður á tæp- ~lega 8 ára stúlku með algengan hjartagalla í gær og tókst að- gerðin vel. Þá er í undirbúningi hjá hjarta- skurðlæknum á Landspitalanum að gera vissar kransæðaaðgerðir með speglunartækni. Myndu þær einkum koma til viðbótar eða í stað svokallaðra blástursaðgerða sem gerðar eru í dag við vægari kransæðaþrengslum. ■ Þáttaskil/33 Þróun launa og lífskjara á síðastliðnum sex árum Tekjur og skuldir fara ört hækkandi KAUPMÁTTUR launa og ráðstöf- unartekjur hafa aukist umtalsvert á undanförnum tveimur árum, samkvæmt skýrslu sem forsætis- ráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Jafnframt hafa skuldir heimila aukist um tæplega 110 milljarða á föstu verðlagi frá árinu 1990 eða um 41% af ráðstöfunartekjum. Þá hefur nauðungaruppboðum og gjaldþrotum einstaklinga fjölgað á síðustu árum og vanskil hjá Hús- næðisstofnun hafa aukist. Skattbyrði hefur aukist á síðustu árum Miðað við árið 1990 hefur kaupmáttur aukist hjá öllum þeim stéttum sem Kjararannsóknar- nefnd fjallar um, nema iðnaðar- mönnum, og hefur sú aukning einkum átt sér stað á síðustu tveimur árum. Mest hefur kaup- máttur vaxið hjá skrifstofukon- Kaupmáttur hefur aukist hjá flestum hópum um, eða um 26% frá 1990. Kaup- máttur atvinnuleysis-, elli- og ör- orkubóta hefur hins vegar ekki aukist í sama mæli. Einnig kemur fram í skýrsl- unni, að ráðstöfunartekjur stóðu að mestu í stað árin 1991-1994 en hafa aukist talsvert á síðustu tveimur árum, þó einkum hjá hjón- um með börn og einstæðum ‘for- eldrum. Jafnframt hefur skattbyrði sem hlutfall af tekjuskattstofni aukist jafr.t og þétt á undanförnum sex árum, eða úr 11,7% í 18,3% að jafnaði hjá hjónum með 2 börn, og úr 9,6% í 13,3% hjá einstakling- um. Fram kemur m.a. að hlutdeild lyfjakaupenda í kostnaði hefur hækkað úr 18% í 32% frá 1991 og lyfjaverð hefur hækkað langt umfram almennt verðlag, eða um 44% umfram hækkun neysluvísi- tölu. Sjónhverfingar Það var þingflokkur Alþýðu- bandalagsins, sem óskaði eftir skýrslunni. í umsögn sem þing- flokkurinn sendi frá sér í gær, segir að skýrslan sýni, að stjórnar- stefna tveggja ríkisstjórna Davíðs Oddssonar hafi þrengt að hag ein- staklinga og heimila. Útspil rík- isstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum væri því ekkert annað en sjónhverfingar og að- gerðir hennar skiluðu aðeins broti af því til baka, sem lagt hefði verið á heimilin á undanförnum sex árum. ■ Kaupmáttur/32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.