Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 49 f 1 I J 5 i I .1 I i I 1 5 I : < : i i i I < ( i i ( Fræðslu- erindi um fjölskyldu og heimili ÞRIÐJA fræðsluerindi af fjórum á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, þar sem fluttir eru fyrirlestr- ar um heimilið og fjölskylduna verð- ur í kvöld, fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30 í Breiðholtskirkju í Mjódd. Að þessu sinni fjailar sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir, presturvið Seljakirkju, um efnið: Vinnan og heimilið. Fræðslufundundunum lýkur síðan fimmtudaginn 20. mars með því að sr. Gunnar Siguijónsson, sóknar- prestur í Digranesprestakalli fjallar um efnið: Ijölskyldan og frístundirn- Að fyrirlestrunum loknum gefst fólki tækifæri til að beina fyrirspurn- um til fyrirlesaranna og taka þátt í umræðum um umfjöllunarefni þeirra. Þátttaka í þessum fræðslu- stundum er ókeypis og ekki þarf að skrá sig sérstaklega. --------------- Rætt um bók- menntir í há- skólafyrirlestri FRANSKI rithöfundurinn og há- skólakennarinn Daniéle Sallenave heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Lögbergi í dag, fimmtu- daginn 13. mars kl. 17.15. Fyrirlest- urinn verður fiuttur á frönsku en ágripi á íslensku verður dreift til áheyrenda sem þess óska. Fyrirlesturinn nefnist Le don des morts eða Gjafir hinna látnu og ijall- ar um nauðsyn og vanda þess að miðla þekkingu á bókmenntum og ánægju af lestri þeirra til nýrra kyn- slóða. -----♦ ♦ ♦----- Listasmiðja sunnudagaskól- ans í Hvaleyrar- skóla í ALLAN vetur hefur verið starfandi sunnudagaskóli á vegum Hafn- arfjarðarkirkju í Hvaleyrarskóla. Hefur starfið gengið vel og verið vel sótt. Eftir jól hefur verið unnið með ýmis þemu sem krakkar, foreldrar og leiðbeinendur hafa útsett saman. Eitt þemað var tónlistarsköpun. Bjuggu börnin þá til hljóðfæri og stofnuðu hljómsveit. Annað þema sem unnið hefur verið undanfarna sunnudaga er listsköpun. Næstkomandi sunnudag, 16. mars kl. 11, munu börnin sýna af- rakstur listastarfsins. Öllum sem áhuga hafa er boðið að koma og sjá hvað börnin hafa skapað. Á eftir er boðið upp á kaffi, safa og smákök- ur. Leiðbeinendur eru sr. Þórhallur Heimisson, Bára Friðriksdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir. -----♦_♦_♦----- Borgarafundur um umferðarmál BORGARAFUNDUR um umferð- armál í Kópavogi verður haldinn í dag, fimmtudaginn 13. mars, kl. 20.30 í íþróttahúsinu Smáranum. Þar gefst Kópavogsbúum og öðru áhugafólki tækifæri til þess að fylgj- ast með starfí umferðarnefndar, skipulagi umferðarmannvirkja, þ.á m. lagningu göngu- og hjólreiða- stíga og umferðaraðstæðum skóla- bama. Einnig verður rætt um umferðar- löggæslu framtíðarinnar í bænum og loks verða pallborðsumræður þar sem fólki gefst gott tækifæri til fyr- irspurna, en forystumenn Kópavogs- bæjar og umferðarmála verða fyrir svörum. FRÉTTIR Snjóbrettamót í Bláfjöllum SNJÓBRETTAMÓT Týnda hlekksins og KRÍM verður hald- ið í Bláfjöllum laugardaginn 15. mars. Keppt verður í svokölluð- um „Big Jump“ en þá stökkva keppendur af stórum stökkpalli og framkvæma ýmsar kúnstir í loftinu áður en lent er aftur. Að venju verður keppt í þremur flokkum, stráka 15 ára og yngri, stráka 16 ára og eldri og svo í stúlknaflokki. Ef veður og að- stæður leyfa verður einnig keppt í „boardercrossi", en þá fara nokkrir keppendur í einu í þrautum lagða tímabraut, og er keppni þá með útsláttarfyrir- komulagi. Skráning keppenda fer fram í snjóbrettaverslunun- um Týnda hlekknum, Hafnar- stræti 16, og í KRÍM, Laugavegi 12. Kaupir land fyr- ir indversk börn GÖTUBÖRN í Kalkútta á Indlandi. ABC hjálparstarf leit- ar nú eftir stuðningi landsmanna við björg- un kornabarna á Ind- landi en tilgangur hjálparstarfsins er að gefa þeim börnum líf sem annars væru borin út og deydd en það eru fyrst og fremst stúlku- börn sem hljóta þau örlög. Samstarfsaðilar ABC á Indlandi hafa fengið flöldann allan af beiðnum um að taka við nýfæddum börnum sem hafa verið yfirgef- in. ABC hjálparstarf er um þessar mundir að kaupa land fyrir nauð- stödd börn 44 km utan við Madras á austur- strönd Indlands en auk kornabarnastarfsins mun einnig barna- heimili sem samtökin reka í Madras með 60 börnum flytjast á þetta nýja land. Það hefur hingað til verið í þröngu leigu- húsnæði sem þarf að rýma í vor og mun því strax verða hafist handa við byggingarframkvæmdir á land- inu bæði fyrir barnaheimilið og fyrir kornabörn ef fjármagn gefst. Þetta er í annað skiptið á rúmu ári að ABC hjálparstarf kaupir land á Indlandi fyrir nauðstödd börn. í september 1995 var keypt land fyrir Heimili litlu ljósanna þar sem rúm- lega 600 böm dvelja. Landið fékk nafnið ísland og er þar nú verið að byggja skóla með tuttugu skólastof- um og hreinlætisaðstöðu fyrir heim- iiið. Auk þess að byggja upp aðstöðu til að hýsa nauðstödd börn sér ABC hjálparstarf nú fyrir 2000 börnum með hjálp íslenskra stuðningsaðila. Það vantar nú stuðningsaðila fyrir rúmlega hundrað börn á Heimili litlu ljósanna en það kostar ekki nema 1450 kr. á mánuði að sjá fyrir hverju barni, segir í fréttatilkynningu. ABC hjálparstarf er eingöngu unnið í sjálfboðavinnu og fer hver króna sem gefin er til starfsins óskert til hjálpar nauðstöddum börn- um. Söfnunarreikningur hjálp- arstarfsins er í íslandsbanka 537- 26-151, en einnig er tekið við fram- lögum á skrifstofu starfsins að Sól- túni 3. -------»' ♦'■♦------ ■ FÉLAGARNIR Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson halda Tvi- höfðakvöld í Rósenberg-kjallaran- um í kvöld, fímmtudagskvöldið 13. mars. Munu þeir fara með gaman- mál fyrir gesti. Húsið verður opnað klukkan 21.30. ÚTI fyrir ströndum Patagoníu. Póstkorta- röð og veggspjald LAXAKORT hf. hafa gefið út syrpu átta póstkorta með myndum af ham- förunum í Vatnajökli í fyrra. Á kort- unum er rakin saga eldgossins, allt frá því að sigkatlar mynduðust yfir gossprungunni undir jöklinum og þar til að Skeiðarárhlaupið mikla var hjaðnað. Kortin eru sérstaklega merkt og númeruð og með skýring- um á ensku og íslensku á bakhlið. Einnig hafa Laxakort hf. gefið út veggspjald með myndum frá gosinu í Vatnajökli og Skeiðarárhlaupinu. Myndirnar á kortunum og vegg- sjíjaldinu tóku Ragnar Axelsson, Árni Sæberg og Þorkell Þorkelsson. Kortin og veggspjaldið eru að öllu leyti unnin hér innanlands. Litgrein- ing og filmuvinna var í höndum Lit- mynda og Offsetmyndir sf. önnuðust prentun. Myndasýning í Mörkinni 6 „HANDAN við sjóndeildarhring- inn“ er heiti á myndasýningu sem haldin verður í Mörkinni 6 (Ferð- afélagssalnum), fimmtudaginn 13. mars klukkan 20.30. Sigríður Ragna Sverrisdóttir sýnir þar myndir frá leiðangri (Sea, Ice, Mountain) sem hún tók þátt í. Leiðangurinn stóð í fimmt- án mánuði en siglt var eftir endi- löngu Kyrrahafi og upp Atlants- hafið. Komið var við á m.a. Hawaii, Polynesíu, Páskaeyju, Eldlandi, Úrúgvæ og Azoreyjum svo eitthvað sé nefnt. Markmið leiðangursins var að kanna óþekkt svæði í Patagóníu en þar aðstoðuðu þau chileska sjó- herinn við kortagerð. Siglt var á 18 metra löngu segl- skipi (kútter) sem byggt var árið 1931 og ber nafnið Dagmar Aaen. EITT kortanna í Vatnajökulsröðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.