Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 53
j
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 53
I DAG
p'rvÁRA afmæli. Fimm-
tMJtugur er í dag, 13.
mars, Siguijón Sigurðsson,
Eskjubraut 11, Akranesi.
Hann mun ásamt fjölskyldu
sinni taka á móti gestum nk.
laugardag, 15. mars, í Odd-
fellowhúsinu, Kirkjubraut
54-56, kl. 17-19.
BRIPS
llnisjón Guómundur l’áll
Arnarson
FJÓRIR spaðar, einn niður,
var algeng útkoma úr spil-
inu hér að neðan, sem kom
upp í annarri umferð Is-
landsmótsins. En nokkrir
spilarar báru gæfu til að til
að stansa í þremur gröndum
og fengu þar með tækifæri
til að láta ljós sitt skína.
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
♦ G10873
y ák
♦ 94
♦ G942
Vestur
♦ 4
y D1042
♦ 8765
♦ ÁD63
Austur
♦ Á965
y 873
♦ KG32
♦ 87
Suður
♦ KD2
y G965
♦ ÁDIO
+ K105
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 grand
Pass 2 hjörtu* Pass 2 spaðar
Pass Pass 3 grond Pass Pass
Norður yfirfærir í spaða
og sýnir síðan jafna skiptingu
til hliðar með stökki í þrjú
grönd. í raun er ástæðulaust
fyrir suður að breyta í fjóra
spaða, þrátt fyrir þrílitinn,
því hann á sterkar grandfyr-
irstöður í öllum hliðarlitum.
Þeir sem breyttu í Ijóra spaða
áttu eftir að iðrast þess: Þeg-
ar austur komst inn á tromp-
ásinn, spilaði hann laufi þar
sem vestur tók tvo slagi og
gaf makker síðan stungu:
Einn niður.
En þijú grönd eru spenn-
andi spil. Ut kemur hjarta
og sagnhafi fer strax í spað-
ann, enda allt of áhættusamt
að svína fyrst tígultíu, þótt
það leiði til vinnings í þessari
legu. Austur drepur á spaða-
ás í þriðju umferð og spilar
hjarta. Nú er sagnhafi inni í
borði í síðasta sinn og tekur
því fríslagina á spaða. Hann
hendir laufi og tígultíu
heima, en vestur tveimur
laufum og tveimur tíglum.
Staðan er þá þessi:
Norður
♦ -
y -
♦ 94
* G942
Vestur
♦ -
y dio
♦ 87
♦ ÁD
Austur
♦ --
f 3
♦ KG32
+ 8
Sudur
♦ -
y G9
♦ ÁD
* K10
Nú er tígli svínað og tígul-
ás tekinn. Laufi síðan spjlað.
Vestur fær tvo slagi á ÁD í
laufi og einn á hjartadrottn-
ingu, en síðasta slaginn fær
suður á hjartagosa.
Árnað heilla
ÞESSI duglegu börn söfnuðu til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum. Ágóðinn var kr. 7.014. Þau
eru frá vinstri: Jökull Viðar Gunnarsson, Anna
Marsy, Kristjana Ósk Kristjánsdóttir, Arna Diljá
Guðmundsdóttir, Valdís Ingimarsdóttir og Hafdis
Birna. Á myndina vantar Þórunni Guðmundsdóttur.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót o.fl. lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329 eða sent á net-
fangið:
gusta@mbl.is. Einnig er
hægt að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
HOGNIIIREKKVISI
, Eg var ob dást cá smeÁ±a,-saJn)nu harts?
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í þýsku
Bundesligunni fyrr á þessu
ári. Stórmeistarinn Philip
Schlosser (2.560) var
með hvítt, en alþjóðlegi
meistarinn Thomas Cas-
per hafði svart og átti
leik.
25. - Hxg2+! 26. Kxg2
- Dg6+ 27. Kh3 - Hg8
28. Hxa6 (Hvítur gat taf-
ið mátið aðeins lengur
með því að leika 28. Db8
eða 28. Hgl) 28. - Dg2+
og hvítur gafst upp, því
29. Kh4 - Dxh2 er mát.
Um helgina í félags-
heimili TR, Faxafeni 12:
Skákkeppni framhalds-
skóla, föstudag-sunnudag.
Lokaskráning í kvöld kl.
20-22 í símum TR.
Skákkeppni grunnskóla í
Reykjavík, föstudag-
sunnudag. Lokaskráning í
dag hjá íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur.
SVARTUR mátar
í sjöunda leik
HVER bað um símavakn-
ingu alla virka daga kl.
16.30 í síðasta mánuði?
. að syngja saman í kðr.
TMReg U.S. Pal Ofl. — all rlghts reserved
(c) 1996 Los AngelesTlmes Syndlcate
STJÖRNUSPA
cftir I'rances Drakc
FISKAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert drifkraftur
íflestu, sem þú tekurþér
fyrir hendur. Hæfilega
jarðbundinn með
ímyndunaraflið í lagi.
Hrútur [21. mars - 19. apríl) Óvænt vinarboð setur skemmtilegan svip á daginn. Farðu þér hægar í skemmt- analífinu.
Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að taka þig á í vinn- unni og kappkosta að koma meiru í verk. Ræktaðu þína nánustu.
Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú hefur góð áhrif á um- hverfi þitt. Þótt vinamargur sért, skaltu ekki gleyma að eiga stund með sjálfum þér.
Krabbi (21. júní — 22. júlí) >“10 Gættu þess að vinnuafköst drukkni ekki í málæði. Óvænt boð berst og nú er rétti tíminn til að hlú að ást- inni.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ‘ef Þú átt auðvelt með að fá aðra á þitt band. Farðu var- lega í peningamálum og mundu að í þeim efnum skar- ar hver eld að sinni köku.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Samskiptin við yfirmenn þína ganga vel, sem vekur öfund einhverra samstarfs- manna. Notaðu kvöldið til að líta í eigin barm.
Vog (23. sept. - 22. október) Þú bíður spenntur eftir nið- urstöðum mála í vinnunni. Gættu þess að láta það ekki bitna á vinnufélögunum.
Sporðdreki (23.okt. - 21. nóvember) ^íjfS Þú ættir enn um sinn að hafa ákveðna hluti fyrir sjálfan þig og blanda ekki öðrum í málið. Peningamálin virðast í góðu lagi.
Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) $0 Mundu að ekki er allt gull sem glóir. Nú er tímabært að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ráðgjöf annarra er þér út og suður. Treystu á sjálfan þig. Ferðalag er í sjónmáli. Láttu verða af því.
Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Þú færð tækifæri í vinnunni, sem krefst allrar þinnar at- hygli og hugkvæmni. Ein- beittu þér að því.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) '<£* Nú er rétti tíminn til að láta til skarar skríða og taka upp nýja og heilbrigða lífshætti.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ókeypis lögfræ&ia&stoö
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, fébg laganema.
Karlakórinn Heimir í Skagafirði
Tónleikar í
Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 21.00,
félagsheimilinu Flúðum föstudaginn 14. mars kl. 21.00
og í Háskólabíói laugardaginn 15. mars kl. 17.00.
Söngstjóri: Stefán R. Gíslason
Undirleikarar: Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason.
Einsöng og tvísöng með kórnum syngja Einar Halldórsson og
Álftagerðisbræðurnir Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir.
Fjölbreytt og skemmtileg söngskrá
Aðgöngumiðasala hefst í Háskólabíói mánudaginn 10. mars og
verður á venjulegum miðasölutíma fram á föstudag. Óseldir miðar
verða seldir við innganginn laugardaginn 15. mars kl. 15.30.
EILSUVÖRUR
ÚR ÍSLENSKUM FJALLAGRÖSUM
- ÞVÍ AÐ HEILSAN ER F|ÁRS|ÓÐUR
Fjallagrasaáburður
Sólarhringskrenj úr fjallagrósum
Fótakrem úr fjállagrösun^
Flitakrem með fjállagrösum
m
4iI ISLENSK FjALLAGROSHF
PROFAÐU F|ALLAGRASAKREM - PAU ERU HEILSUBÆTANDI