Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 33
32 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 33
JHwgttnMiifrlfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SVEITARFÉLÖG
OG SKATTA-
LÆKKANIR
ÞEIM UMFANGSMIKLU skattalækkunum, sem ríkis-
stjórnin hefur boðað í tengslum við gerð kjarasamninga,
er gert ráð fyrir því, að sveitarfélögin leggi til um 500
milljónir króna, eða 0,4% af lækkuninni, sem kemur til
framkvæmda 1. janúar 1998 (alls 1,9%). Viðræður munu
fara fram við Samband ísl. sveitarfélaga um framkvæmd-
ina og segir formaður þess, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
að ekki hafi verið gengið frá samkomulagi við þau og því
hafi ekki verið fallizt á lækkun útsvarsins. Ætlunin sé
hins vegar að taka upp formlegar viðræður ríkis og sveit-
arfélaga um aðkomu þeirra að skattalækkununum og þá
í samhengi við önnur fjármálaleg samskipti þeirra og ríkis-
ins undanfarin misseri.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti bókun í fyrradag,
þar sem lýst er undrun á hugmynd ríkisstjórnarinnar um
lækkun útsvarstekna, en hún gangi þvert á sjálfsforræði
sveitarfélaganna. Borgarráð fagnaði hins vegar, að skrið-
ur skuli vera kominn á kjarasamninga á almennum vinnu-
markaði.
í kjarasamningunum, sem þegar hafa verið gerðir, er
brotið blað í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Starfs-
umhverfi atvinnulífs verður allt traustara og betra, þar
sem gildistími samninga er allt að þremur árum. Margvís-
legt hagræði hlýst af því, að vinnufriður er tryggður svo
lengi og nægir þar að nefna, að öll áætlanagerð og allur
rekstur verður traustari. Þetta á ekki síður við um starf-
semi sveitarfélaga, sem eru mjög umfangsmikil, ekki sízt
á sviði verklegra framkvæmda. Það verður því að teljast
í fyllsta máta eðlilegt, að sveitarfélögin leggi sitt af mörk-
um til að tryggja framgang kjarasamninganna. Sveitarfé-
lögin í landinu eru nú 165 talsins en stærð þeirra og
umsvif eru að sjálfsögðu mjög mismunandi. En fimm
hundruð milljónir króna geta ekki talizt hátt gjald af þeirra
hálfu fyrir vinnufriðinn og bættan hag alls almennings.
Þessi upphæð er einungis brot af því fé, sem þau inn-
heimta árlega af íbúunum í útsvar og fasteignagjöld (yfir
30 milljarðar kr. 1996). Sveitarfélögin geta því með engu
móti réttlætt það að skerast úr leik.
HREINSUN
Á STRANDSTAÐ
TALIÐ er að 75 til 80 gámar [af tæplega 400] hafi
fallið af farmskipinu Víkartindi, sem nú er við það
að brotna í tvennt á strandstað, skammt frá ósum Þjórs-
ár. Hætta er á að fleiri gámar fari í sjóinn og reki á land,
ef afferming hefst ekki fljótlega og gengur greiðlega
fyrir sig. Þá er mikilvægt að hraða dælingu á olíu úr
skipinu, en talið er að það verk taki allt að tvær vikur.
Síðast en ekki hvað sízt fer það fyrir brjóstið á lands-
mönnum að hvers konar brak liggur eins og hráviði um
alla fjöru og veldur umtalsverðum lýtum og spjöllum á
umhverfi.
Það er því fagnaðarefni að eigendur Víkartinds hafa
lýst því yfír að útgerð þess muni bera allan kostnað af
dælingu á olíu úr skipinu, flutningi skipsflaks af strand-
stað og hreinsun á fjöru og umhverfi, sem fyrirsjáanlega
verður mjög mikill. Þessi yfirlýsing var gefin á fundi með
eigendum skipsins, fulltrúum Eimskips og fulltrúum Djúp-
árhrepps og heilbrigðisnefndar Suðurlands, sem umhverf-
isráðuneytið stóð að. Fundurinn hafði þann tilgang, að
sögn Eyvindar Gunnarssonar lögfræðings ráðuneytisins,
að ákveða, hvernig samvinnu yrði háttað við heilbrigðisyf-
irvöld á staðnum og eigendur skipsins um að fjarlægja
öll ummerki strandsins á sjó og landi.
Það er mjög mikilvægt að fylgja þessum áformum fast
eftir, bæði vegna aðstæðna á strandstað og í nágrenni
hans og til að skapa fordæmi til eftirbreytni í hliðstæðum
málum sem kunna að koma upp í framtíðinni. Allt annað
gengi þvert á nútímaleg viðhorf landsmanna, sem felast
meðai annars í því að forða eins og frekast er kostur
spjöllum á náttúru landsins og varðveita hreinleika um-
hverfisins, lofts, láðs og lagar.
Miklar breytingar í þróun launa o g lífskjara á þessum áratug
Fullkomnari tækni og aukin sérþekking við hjartaskurðaðgerðir
KAUPMÁTTUR DAGVINNULAUNA m.v. NEYSLUVÖRUVÍSITÖLU 1990-96
Vísitölur, 1990 = 100 110 a»í Aol V 106 2 lðnaðarmenn-\ \-> ' ;; Afgreiðslukarlar
Verkakonur ^ Verkamenn -% ~\ l05^ 110 \ 107 2 ysAfgreiðslukonur \ios!3
mQí
Launavísitala—^' ^ /126,2 1UU Launavísitala—' 97,9 Launavísitala—'
05 i i i i i i t i 1990 1991 1992 1993 1994 199/1996 05 1 1 1 1 1 1 1 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 05 i i i i i i i 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Skrifstofukonur—-J 110,9 KÍ-\ 110 \ 108,7 BHMR-\^ /m * með tekjutryggingu og heimilisuppbótum 110 Ororkulífeyrir*-, ■íac r-iri'x • * \ 104,6
110 Skrifstofukarlai^*^—-/
104,6 105 y^^04,6 105 Ellilifeynr*-, \
Launavísitala — 100 Launavísitala—' Launavísitala —
05 1 i 1 1 1 1 1 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 95 i i i i i i i 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 95 i t t i i t i 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Kaupmáttur o g
skuldir aukast
SKÝRSLA um þróun launa og
lífskjara var samin að beiðni
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins og lögð fram á Al-
þingi í gær af forsætisráðherra. M.a.
var óskað eftir upplýsingum um
hvernig kaupmáttur launa og trygg-
ingabóta hefði þróast árin 1991-
1996, hvaða breytingar hefðu orðið
á lífskjörum aldraðra, öryrkja og
sjúklinga, skuldastöðu heimila, nauð-
ungaruppboðum og gjaldþrotum. Eru
upplýsingarnar unnar af Þjóðhags-
stofnun.
Eftir verulegan efnahagssamdrátt fym hluta
áratugarins hafa orðið umskipti til hins betra,
þjóðartekjur og landsframleiðsla aukist sem
og kaupmáttur launa. Jafnframt hafa skuldir
heimila aukist sem og kostnaður vegna lyfja
og sjúkraþjónustu. Þetta má lesa út úr skýrslu,
sem forsætisráðherra dreifði í gær á Alþingi.
Fram kemur í skýrslunni að á
þessum árum hafi skipt mjög í tvö
horn hvað hagvöxt varðar. A fyrri
hluta tímabilsins hefði orðið sam-
dráttur í þjóðartekjum um 5% árið
1992 og 1,8% árið 1993, en hins
vegar hafi hagvöxtur orðið 2,5% arin
1994 og 1995 og 4% árið 1996. í lok
tímabilsins stóðu þjóðartekjur á
mann hærra en í upphafi, sem nemur
2,9%.
Þegar fjallað er um laun og kaup-
mátt í skýrslunni er vitnað í rann-
sóknir Kjararannsóknanefndar en
tekið frapi að tölur um einstakar
stéttir á íslandi séu takmarkaðar að
mörku leyti. Engar tölur séu gefnar
út um laun stjórnenda á einkamark-
aði en í úrtaki Kjararannsóknanefnd-
ar sé öllum starfsmönnum á skrif-
stofu sem bera starfsheiti „stjóri“
sleppt. Þá séu engar reglulegar upp-
lýsingar birtar um laun fjölmennra
stétta á borð við bankamenn og far-
menn.
En fram kemur að kaupmáttur
hefur aukist hjá öllum stéttum sem
Kjararannsóknanefnd fjallar um,
nema hjá iðnaðarmönnum, og hefur
sú aukning einkum átt sér stað á
síðustu tveimur árum. Mest hefur
kaupmáttur vaxið hjá skrifstofukon-
um, en kaupmáttur dagvinnulauna
var 26% hærri árið 1996 en hann
var árið 1990. Kaupmáttur iðnaðar-
manna 1996 var hins vegar 97,9%
af kaupmætti árið 1990.
TEKJUR, SKATTAR OG RÁÐSTÖFUNARTEKJUR 1990-96
Hjón Upphæðir í kr. á mánuði á verðlagi hvers árs I
með 2 börn 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Tekjuskattsstofn 202,342 223.063 225.792 226.800 230.833 239.583 258.750
Tekjuskattur 41.844 46.679 46.836 50.719 53.508 56.368 64.340
Barnabætur 9.738 10.597 6.200 6.251 6.295 6.379 6.340
Vaxtagjöld 19.442 21.317 22.825 23.108 23.383 23.658 24.317
Vaxtabætur 8.533 9.267 9.775 9.933 9.775 10.475 10.558
Ráðstöfunartekjur 178.769 196.248 194.930 192.266 193.396 200.069 211.308
Skattbyrði, % af
| tekjuskattsstofni 11,7% 12,0% 13,7% 15,2% 16,2% 16,5% 18,3%
Einstætt foreldri með eitt barn
Tekjuskattsstofn 83.953 92.558 92.917 90.558 91.283 94.667 102.240
Tekjuskattur 9.488 12.917 13.060 12.120 12.409 13.757 16.775
Barnabætur 10.060 10.827 10.830 10.526 10.783 11.085 11.390
Vaxtagjöld 11.875 13.017 14.017 14.200 14.563 14.925 15.333
Vaxtabætur 6.767 7.550 8.167 8.267 8.308 9.225 9.425
Meðlag 6.814 7.315 7.509 10.300 10.300 10.712 10.794
Ráðstöfunartekjur 98.106 105.333 106.363 107.531 108.266 111.932 117.074
Skattbyrði, % af tekjuskattsstofni -8,7% -5,9% -6,4% -7,4% -7,3% -6,9% -4,0%
Einhleypíngur
Tekjuskattsstofn 71.936 79.310 79.617 78.727 79.583 81.083 87.570
Tekjuskattur 11.923 13.453 13.060 13.526 14.263 15.200 18.335
Vaxtagjöld 10.525 11.517 12.617 12.875 12.938 13.092 13.600
Vaxtabætur 5.017 5.483 6.033 6.217 5.975 6.450 6.708
Ráðstöfunartekjur 65.030 71.341 72.590 71.416 71.295 72.334 75.943
Skattbyrði, % af tekjuskattsstofni 9,6% 10,0% 9,3% 10,4% 8,8% 10,8% 13,3%
Ráðstöfunartekjur
og skattar hækka
Fjallað er um ráðstöfunartekjur,
en þær ráðast af margvíslegum öðr-
um þáttum en atvinnutekjum. M.a.
hvernig tekjur skiptast milli hjóna,
fíölda barna og vaxtagjöldum af
húsnæðislánum. Þá þurfi að taka
tillit til annarra tekna fólks en af
atvinnu og þess hvernig fólk nýtir
ýmsa frádráttarliði samkvæmt
skattalögum.
í skýrslunni eru ráðstöfunartekjur
skilgreindar sem atvinnutekjur að
frádregnum tekjusköttum en að við-
bættum barnabótum og vaxtabót-
um. Þar kemur fram, byggt á upp-
lýsingum úr skattframtölum, að ráð-
stöfunartekjur stóðu að mestu í stað
árin 1991-1994 en hafa aukist tals-
vert á síðustu tveimur árum, þó eink-
um hjá hjónum með börn ogeinstæð-
um foreldrum. Ráðstöfunartekjur
einstaklinga hafa hins vegar lítið
breyst.
Jafnframt hefur skattbyrði sem
hlutfall af tekjuskattstofni aukist
jafnt og þétt á undanförnum árum
eða úr 11,7% í 18,3% að jafnaði hjá
hjónum með 2 börn og úr 9,6% í
13,3% hjá einstaklingum. Hjá ein-
stæðum foreldrum hefur einnig dreg-
ið úr hlutfalli bóta.
Bætur lækka
Kaupmáttur atvinnuleysisbóta
jókst á síðustu tveimur árum, eftir
að hafa rýrnað verulega árin þar á
undan. Árið 1996 hafði kaupmáttur
þeirra aukist um 3,4% miðað við árið
1990, ef miðað var við neysluvísitölu.
Hins vegar halda þær ekki í við
launavísitölu og eru samkvæmt henni
98,9% af bótum ársins 1990.
Þá hefur grunnlífeyrir aldraðra
og öryrkja ekki hækkað í takt við
iaunaþróun, en hann var tekjutengd-
ur árið 1992. Kaupmáttur elli- og
örorkulífeyris var á síðasta ári 98,8%
af kaupmætti ársins 1990 og miðað
við launavísitölu var elli- og örorku-
lífeyririnn 94,4% af lífeyri ársins
1990.
Þetta er í skýrslunni rakið til þess
að ýmsar eingreiðslur hafa verið
greiddar sem uppbót á tekjutengingu
og heimilisuppbætur en ekki á grunn-
lífeyri. Kaupmáttur elli- og örorkulíf-
eyris með tekjutryggingu og heimilis-
uppbótum var árið 1996 1,6-3% meiri
en árið 1990, miðað við neysluvísi-
tölu.
Hlutur skjúklinga í lyfja-
og sjúkrakostnaði eykst
Sérstaklega var spurt um breyt-
ingar á lífskjörum aldraðra, öryrkja
og sjúklinga með breytingu á lögum,
reglugerðum, lyfjakostnaði og þjón-
ustugjöldum. I skýrslunni kemur
fram að verulegar breytingar hafi
verið gerðar í lyfjamálum til að draga
úr mjög ört vaxandi kostnaði samfé-
lagsins. Sjúklingar greiða nú fyrir
fleiri lyf, hlutdeild lyfjakaupenda í
kostnaði hefur hækkað úr 18% í
32%, og er það sagt vera meðal-
greiðsluhlutfall í Evrópu.
Á móti hefur heildsöluálagning á
lyf lækkað en þrátt fyrir það hefur
lyfjaverð til notenda hækkað umtals-
vert á þessum árum og langt umfram
almennt verðlag. Fram kemur að það
hefur hækkað um 64% milli áranna
1991 og 1996, eða um 44% umfram
hækkun neysluvísitölu.
í skýrslunni kemur fram að breyt-
ingar á skipan heilbrigðismála hafi
miðað að því að auka kostnaðarhlut-
deild notenda. Áætlað er að þjóðin
hafi varið 38,8 milljörðum króna til ■
heilbrigðismála árið 1996, og þar af
hafi notendur greitt 16,5% en sam-
svarandi hlutfall árið 1990 var
13,4%.
Skuldir 110 milljörðum hærri
Sérstaklega er fjallað um skuldir
heimila og einstaklinga. Fram kemur
að á á föstu verðlagi í janúar 1997
hafi skuldir heimilanna aukist um
tæplega 110 milljarða króna árin
1990-1996 og hlutfall skulda af ráð-
stöfunartekjum hafi hækkað um 41
prósentustig. Hin hlið málsins sé
eignir sem standi á móti þessu, og í
þessu sambandi sé eign heimila í líf-
eyrissjóðum hvað mikilvægust, en
sjóðirnir hafi styrkst m.a. vegna þess
að greitt er af öllum launum á al-
mennum vinnumarkaði.
Spurt var um fjölda nauðungar-
uppboða á húsnæði einstaklinga og
íjölda gjaldþrota. Ekki eru til tölur
um nauðungaruppboð á íbúðarhús-
næði, en uppboð að kröfu Húsnæðis-
stofnunar voru 303 árið 1992, 464
árið 1993, 540 árið 1994, 628 árið
1995 og 611 árið 1996. Uppboðum
vegna skulda við Byggingarsjóð hef-
ur fjölgað hlutfallslega mest á þessu
tímabili; þau voru 55 árið 1992 en
181 á síðasta ári.
Fram kemur að gjaldþrot einstakl-
inga voru 414 árið 1993, 722 árið
1994 og 871 árið 1995. Á árunum
1982 til 1990 voru kveðnir upp um
400 gjaldþrotaúrskurðir að meðaltali
á ári.
FYRSTA hjartaskurðaðgerðin með sérútbúinni hjarta- og lungnavél fyrir börn var gerð á Landspítalanum í gær.
F
|YRSTA hjartaskurðað-
gerðin hér á landi með
sérútbúinni hjarta- og
lungnavél fyrir börn var
gerð á Landspítalanum i gær.
Bjarni Torfason hjartaskurðlækn-
ir og yfirlæknir á skurðdeild
Landspítalans segir aðgerðina
marka þáttaskil í skurðlækningum
á börnum með hjartagalla hér á
landi.
„Með tilkomu fullkomnari
tækjabúnaðar og aukinnar sér-
þekkingar starfsfólks á handlækn-
issviði Landspítalans munum við
framvegis geta gert um 75%
skurðaðgerða á börnum með
hjartagalla hér á landi, í stað
25% áður. Hjarta- og lungna-
vélin gegnir hlutverki hjarta
og lungna meðan á hluta af
aðgerð stendur."
Aðgerðin í gær var gerð á
tæplega átta ára gamalli
stúlku með algengan hjarta-
galla og tókst hún mjög vel,
að sögn Bjarna. „Lækningin
er varanleg sem gerir það
að verkum að viðkomandi
hefur nú sömu lífslíkur og
önnur börn.“
Bjarni hefur starfað á
hjarta- og lungnaskurðdeild
frá árinu 1990 og stjórnað
hjartaskurðaðgerðum á
börnum en hann er sérmennt-
aður í almennum skurðlækn-
ingum og hjarta- og brjóst-
holsskurðlækningum frá
Lundi í Svíþjóð þar sem hann
starfaði um tíma.
„Horfur barna með al-
genga hjartagalla eru nú góð-
ar og viðunandi hvað varðar
sjaldgæfari og alvarlegri
galla. Þetta má þakka vax-
andi þekkingu, nákvæmari
greiningu, betri svæfingar-
og gjörgæslumeðferð en ekki
síst nýrri þróun í hjarta-
skurðtækni."
Sparnaður um 1 milljón króna
Fjárhagslegur ávinningur af því
á flytja þjónustuna heim er mik-
01, segir Bjarni en reiknað er með
að árlega verði framkvæmdar um
30 hjartaskurðaðgerðir á börnum
hér á landi. Sparnaður sem hlýst
af hverri aðgerð er um 1,2 millj.
króna en um helmingi ódýrara er
að gera aðgerðina hér á landi en
erlendis. Bjarni segir þrýsting frá
foreldrum hjartveikra barna einn-
ig hafa verið mikinn. „Ferðirnar
Þáttaskil í
hjartaaðgerð-
um á bömum
Morgunblaðið/Golli
BJARNI Torfason hjartaskurðlæknir ásamt Skúla Gunnlaugssyni deildarlækni
við hjartaskurðaðgerð i gær.
út eru bæði erfðiðar og kostnað-
arsamar en einnig líður hjartveik-
um börnum vafalaust betur hér
heima en í framandi landi.“
Rúmlega 2.000 hjartaskurðað-
gerðir hafa verið gerðar með góð-
um árangri hér á landi frá árinu
1986, þar af á fjórða tug hjarta-
skurðaðgerða á börnum. „Fá önn-
ur úrræði eru til en skurðaðgerð
ef barn fæðist með verulegan
hjartagalla en ýmislegt bendir til
að mjög alvarlegum hjartagöllum
rnuni fækka í framtíðinni vegna
bættrar greiningar á fósturskeiði.
Valdar kransæðaaðgerðir
mögulegar með speglunartækni
í undirbúningi er hjá hjarta-
skurðlæknum á Landspítalanum
að gera vissar kransæðaskurðað-
gerðir með speglunartækni.
Myndu þær einkum koma til við-
bótar eða í stað svokallaðra blást-
ursaðgerða sem gerðar eru í dag
við vægari kransæðaþrengslum.
„Þessi tækni kemur ekki í stað
opinna hjartaaðgerða en hana má
nota við ákveðnar aðgerðir í völd-
um tilfellum og nú þegar eru
nokkrir sjúklingar hjá okkur sem
við gætum beitt þessari tækni við,“
sagði Bjarni Torfason í gær.
Speglunartækni er í dag notuð
við margs konar aðgerðir, t.d. í
bijóstholi, svo sem á lungum, goll-
urshúsi og taugakerfi brjósthols- 4
ins. Erlendis er á nokkrum stöðum
farið að nota þessa tækni til að
lagfæra þröngar eða stíflaðar
kransæðar. Milli 300 og 400 blást-
ursaðgerðir fara fram hérlendis
árlega í hjartaþræðingu.
„Með þvi að nota brjósthols-
speglun sem er tiltölulega lítil
aðgerð og tefur sjúklinga lítið frá
störfum og beina tengingu á
frískri slagæð inn á krans-
æðakerfið má væntanlega í
mörgum tilvikum fá varan-
legri lækningu," segir Bjarni
Torfason ennfremur. „Við
gerum litla skurði milli rifja
og getum gert við viðkomandi
kransæð án þess að stöðva *
hjartað og þarf því ekki að
nota hjarta- og lungnavél. Við
þessar aðgerðir þarf auk
speglunartækis að nota ýmsa
einnota hluti sem við eigum
eftir að fá hingað en eru
væntanlegir. Þessar aðgerðir
gætu því hafist innan fárra
vikna.“
Árangur hefðbundinna
kransæðaaðgerða hefur verið
mjög góður, að sögn Bjarna,
og má af þeirri reynslu áætla
að með nýju aðferðinni verði
árangur í svipuðum dúr.
Landssöfnun til stuðnings
hjartveikum börnuni -
„Gefum þeim von - styrkj-
um hjartveik börn“ er yfir-
skrift landssöfnunar sem
fram fer á morgun, föstudag-
inn 14. mars. Söfnunin er
samvinnuverkefni íslenska
útvarpsfélagsins, SPRON,
Giriu línuimai:, Neistans, styrktar-
félags hjartveikra barna og fleiri
aðila.
Söfnunin fer fram á Bylgjunni
og Stöð 2 og hefst á Bylgjunni að
morgni dags. Fólk getur hringt í
söfnunarsíma hjá Islenska út-
varpsfélaginu allan daginn og er
aðalnúmer söfnunarinnar 800
5050. Einnig getur fólk hringl, í
Gulu línuna, 562 6262, sem hefur
lánað númer sitt. Enn fremur er
hægt að leggja framlög inn á
reikning söfnunarinnar, 11522697
í SPRON. .