Morgunblaðið - 13.03.1997, Side 64

Morgunblaðið - 13.03.1997, Side 64
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HpVectrí *Y0unfclfifrifr \m\ <T£> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag <33> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðræður íslenska ríkisins og fulltrúa Elkem taldar á lokastigi Líkur á stækk- un og breytt- um eignarhlut VIÐRÆÐUR eru á lokastigi milli fulltrúa ríkisins og Elkem í Nor- egi um að Elkem eignist meiri- hluta í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og að hún verði stækkuð um einn ofn. Niðurstöð- ur viðræðna síðustu daga verða í dag kynntar starfsmönnum Járnblendiverksmiðj unnar. Tveir fulltrúar frá Elkem og þrír fulltrúar ríkisins hafa síðustu daga haldið áfram viðræðum um aukinn hlut Elkem í Járnblendi- verksmiðjunni. Nú á íslenska rík- ið 55%, Elkem 30% og Sumitomo 15%. Eigendur hafa ekki verið sammála um verð á hlutabréfum fyrirtækisins en í gærkvöld voru yfirgnæfandi líkur á að takast mætti að jafna þann ágreining. Er rætt um að hlutur Elkem verði 51%, að hlutur ríkisins minnki á móti og hlutur Sumi- tomo myndi einnig minnka lítils háttar. Jafnframt var ákveðið að ráðast skyldi í stækkun verk- smiðjunnar um einn ofn sem hef- ur í för með sér að kaupa þarf meiri raforku af Landsvirkjun. Hætt við frestun Sultartangavirkjunar? Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að enduðu þessar viðræður með samkomu- lagi um stækkun væri ekki ólík- legt að Landsvirkjun myndi hætta við að fresta hluta Sultar- tangavirkjunar. Yrði þá gripið til fyrri áætlana og stefnt að því að báðar aflvélar hennar yrðu teknar í notkun haustið 1999 í stað þess að fresta gangsetningu annarrar um nokkur ár. Verkfall við höfnina ÓTÍMABUNDIN verkfóll á þriðja hundrað félagsmanna Dagsbrúnar hjá Eimskipi, Samskipum og Lönd- un og félagsmanna Hlífar hjá Eim- skipi í Hafnarfirði hófust á mið- nætti i nótt og hefur öll skipaaf- greiðsla í höfnum á höfuðborgar- svæðinu því lagst niður um ófyrir- sjáanlegan tíma. Skipafélögin lögðu mikla áherslu á að koma Hutningskipum frá landi í gær. Áður en verkföllin hófust héldu Dettifoss, Brúarfoss, Amarfell og Mælifell úr höfn í Reykjavík. ■ Úrslit kosninga/2 ■ Verkfallsvörðum/6 .Missti fram- an af fjór- um fingrum VINNUSLYS varð um miðjan gær- dag í álverinu í Straumsvík. Smiður missti þá framan af fjórum fingrum. Maðurinn var við vinnu við hjólsög á staðnum þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysa- _ -rleild en ekki er vitað um líðan hans nú. Vinnueftirlitið rannsakar slysið. Óhöpp í umferðinni Einn maður var fluttur á slysa- deild þegar árekstur varð við álverið um sjöleytið í gær. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður blindaðist af kvöldsólinni og ók bíl sínum aftan á bíl fyrir framan sig. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með dráttarbíl. Flutningabíll lenti út af á gatna- mótum Snæfellsnesvegar og Stykk- ishólmsvegar í mikill hálku í gær- kvöldi. Við óhappið valt tengivagn sem var aftan í bílnum á hliðina og lokaði veginum um tíma. Enginn farmur var í vagninum. Bílstjórinn mun hafa sloppið án meiðsla. Morgunblaðið/Árni Sæberg FLUTNINGASKIP lögðu úr höfn hvert á eftir öðru í gærkvöldi og á miðnætti leystu starfsmenn Reykjavíkurhafnar landfestar Mælifells. Morgunblaðið/Golli BJARNI Torfason gerði í gær fyrstu hjartaskurðaðgerðina með aðstoð sérútbúinnar hjarta- og lungnavélar fyrir börn. Hjartaaðgerðum á bömum mun íjölga MEÐ tilkomu sérútbúinnar hjarta- og lungnavélar verður unnt að gera um 75% skurðað- gerða á börnum með hjartagalla hér á landi í stað 25% áður, að sögn Bjarna Torfasonar, hjarta- skurðlæknis og yfirlæknis á skurðdeild Landspítalans. Fyrsti hjartauppskurðurinn hér með aðstoð hjarta- og —^lungnavélar var gerður á tæp- ~lega 8 ára stúlku með algengan hjartagalla í gær og tókst að- gerðin vel. Þá er í undirbúningi hjá hjarta- skurðlæknum á Landspitalanum að gera vissar kransæðaaðgerðir með speglunartækni. Myndu þær einkum koma til viðbótar eða í stað svokallaðra blástursaðgerða sem gerðar eru í dag við vægari kransæðaþrengslum. ■ Þáttaskil/33 Þróun launa og lífskjara á síðastliðnum sex árum Tekjur og skuldir fara ört hækkandi KAUPMÁTTUR launa og ráðstöf- unartekjur hafa aukist umtalsvert á undanförnum tveimur árum, samkvæmt skýrslu sem forsætis- ráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Jafnframt hafa skuldir heimila aukist um tæplega 110 milljarða á föstu verðlagi frá árinu 1990 eða um 41% af ráðstöfunartekjum. Þá hefur nauðungaruppboðum og gjaldþrotum einstaklinga fjölgað á síðustu árum og vanskil hjá Hús- næðisstofnun hafa aukist. Skattbyrði hefur aukist á síðustu árum Miðað við árið 1990 hefur kaupmáttur aukist hjá öllum þeim stéttum sem Kjararannsóknar- nefnd fjallar um, nema iðnaðar- mönnum, og hefur sú aukning einkum átt sér stað á síðustu tveimur árum. Mest hefur kaup- máttur vaxið hjá skrifstofukon- Kaupmáttur hefur aukist hjá flestum hópum um, eða um 26% frá 1990. Kaup- máttur atvinnuleysis-, elli- og ör- orkubóta hefur hins vegar ekki aukist í sama mæli. Einnig kemur fram í skýrsl- unni, að ráðstöfunartekjur stóðu að mestu í stað árin 1991-1994 en hafa aukist talsvert á síðustu tveimur árum, þó einkum hjá hjón- um með börn og einstæðum ‘for- eldrum. Jafnframt hefur skattbyrði sem hlutfall af tekjuskattstofni aukist jafr.t og þétt á undanförnum sex árum, eða úr 11,7% í 18,3% að jafnaði hjá hjónum með 2 börn, og úr 9,6% í 13,3% hjá einstakling- um. Fram kemur m.a. að hlutdeild lyfjakaupenda í kostnaði hefur hækkað úr 18% í 32% frá 1991 og lyfjaverð hefur hækkað langt umfram almennt verðlag, eða um 44% umfram hækkun neysluvísi- tölu. Sjónhverfingar Það var þingflokkur Alþýðu- bandalagsins, sem óskaði eftir skýrslunni. í umsögn sem þing- flokkurinn sendi frá sér í gær, segir að skýrslan sýni, að stjórnar- stefna tveggja ríkisstjórna Davíðs Oddssonar hafi þrengt að hag ein- staklinga og heimila. Útspil rík- isstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum væri því ekkert annað en sjónhverfingar og að- gerðir hennar skiluðu aðeins broti af því til baka, sem lagt hefði verið á heimilin á undanförnum sex árum. ■ Kaupmáttur/32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.