Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 13 Morgunblaðið/Kristján Aukið eftirlit með hraðakstri NÚ Á næstunni verður eftirlit á vegum lögreglunnar á Akureyri aukið með hraðakstri, ölvunar- akstri, notkun bílbelta, umferð um gatnamót og einnig verður yngstu ökumönnunum veitt sérstakt að- hald. Þetta er í samræmi við „Um- ferðaröryggisáætlun til ársins 2001“ sem nú er verið að kynna. Tekið verður harðar á þessum brotum og sektum beitt, en þessir þættir eru taldir helstu orsakir alvarlegra slysa og óhappa í um- ferðinni. Markmiðið er að fækka slysum í umferðinni um 20% fyrir árslok árið 2000. Lörgeglan á Akureyri er þegar KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur aukið hlut sinn í útgerðar- og físk- vinnslufyrirtækinu Gunnarstindi á Stöðvarfirði, bæði með kaupum af öðrum hluthöfum og í kjölfar hlutafjáraukningar þar sem KEA keypti allt nýja hlutaféð. KEA keypti stóran hlut í Gunn- arstindi fyrir tæpu ári en með aukningu nú á félagið um 70% hlutafjár í fyrirtækinu. Hjá Gunn- arstindi, sem áður hét Hraðfiysti- stöð Stöðvaríjarðar hefur lengst farin að hafa þessi atriði að leiðar- ljósi í störfum sínum að umferðar- málum eins og margir ökumenn hafa orðið varir við. Síðustu daga hafa til að mynda tveir verið kærðir fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu, tveir fyrir brot á ljósanotkun, tveir fyrir rétt- indaleysi við akstur, 7 fyrir að láta ekki skoða ökutæki sín á réttum tíma, einn fyrir ölvun við akstur, 19 fyrir að nota ekki ör- yggisbelti, 12 fyrir að vera ekki með ökuskírteinið meðferðis við aksturinn og einn fyrir að vera aðeins með annað númerið á öku- tækinu. af verið stunduð hefðbundin bol- fískvinnsla. Síðastliðið haust var ráðist í umfangsmiklar fram- kvæmdir hjá fyrirtækinu. Meðal annars var frystigetan aukin verulegan og keyptur búnaður til vinnslu á uppsjávar- físki, síld og loðnu. Samtals var fjárfest fyrir um 90 milljónir króna. Einnig gerir fyrirtækið út togarann Kambaröst. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi KEA. Morgunblaðið/Kristján Eldur í þak- skeggi ELDUR kom upp í þakskeggi iðnaðarhúsnæðis að Draupnis- götu 6 á Akureyri um kl. 9.00 í gærmorgun. Slökkvilið Akur- eyrar sendi tvo slökkvibíla á stað- inn en starfsmenn höfðu slökkt eldinn með brunaslöngvu er slökkviliðið kom þar að. I húsnæðinu rekur fyrirtækið Kraftur hf. viðgerðar- og þjón- ustuverkstæði og varahlutaversl- un fyrir vörubíla og þungavinnu- vélar. Verið var að logskera bita í lofti innandyra og er talið að neistar frá logskurðartækjunum hafi valdið eldinum -----♦-♦.♦-- 9. bekking- ar keppa í stærðfræði KE A eykur hlut sinn í Gunnarstindi Perar end- urnýjaðar STARFSMENN Rafveitu Akur- eyrar, þeir Stefán Heiðarsson og Gísli Birgisson voru í óða önn að skipta um perur í umferðarljósum bæjarins í gær. Hér er um tölvert verk að ræða enda allt að 50 per- ur í umferðarljósum á einstaka gatnamótum. Einnig voru þeir félagar að laga skerma á ljósun- um, sem hafa gengið til í ýmsum veðrum í vetur. Stefán sagði að eftir að búið væri að skipta um allar perurnar, mætti búast við að þær loguðu vandræðalítið næstu 2-3 árin. Það er líka eins gott að perurnar séu í lagi enda umferðarljósin mikil öryggistæki jafnt fyrir akandi sem gangandi vegfarendur. Morgunblaðið/Kristján Radionaust fagnar tíu ára afmæli UM þessar mundir eru 10 ár frá því að Radionaust á Akureyri hóf starfsemi sína. Á þessum árum hefur orðið veruleg breyt- ing á starfsemi fyrirtækisins, frá að vera eingöngu smásöluversl- un í að flytja inn vörur frá mörg- um þekktum framleiðendum, á borð við Samsung, Daewoo, Aiwa, Coby og fleirum og dreifa til um 40 verslana um allt land. Einnig selur Radionaust vörur frá innflytjendum á höfuðborg- arsvæðinu, m.a. Heimilistækj- um, Húsasmiðjunni, Japis, Raf- ha og Takti, auk þess að hafa úrval geisladiska á boðstólum. Vegna þessara tímamóta hef- ur verið efnt til margs konar uppákoma. Rekin hefur verið útvarpsstöð á FM 102 frá 21. mars og mun hún starfa til 5. apríl nk. Einnig eru í gangi margvísleg tilboð á hinum ýmsu vöruflokkum verslunarinnar. Tilboðin eru kynnt daglega á Radionaust FM 102 og bætast ný tilboð við daglega til 5. apríl. Hápunkturinn er svo afmælis- veislan sjálf laugardaginn 5. apríl milli kl. 12 og 16. Þá er öllum boðið að bragða á af- mælistertunni og þiggja kaffi eða gosdrykk. Blómabúð- in flytur BLÓMABÚÐ Akureyrar, sem þjón- in Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson eiga og reka flutti sig um set í Hafnar- stræti, úr húsi númer 88 í númer 96, París sem þau keyptu fyrir skömmu. í húsinu var til fjölda ára rekin blómabúðin Laufás. í búðinni er fjölbreytt úrval blóma- og gjafavöru og þar er hægt að fá alla þjónustu varð- andi afskorin blóm og blóma- skreytingar. ----♦ ♦ ♦ Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli næstkomandi sunnudag, 6. apríl, kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund í Greni- víkurkirkju sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 21. JUNIOR Chamber á Akureyri efnir til stærðfræðikeppni milli 9. bekk- inga grunnskólanna á Eýafjarðar- svæðinu, allt frá Siglufirði til Greni- víkur eða alls í 13 skólum. Forkeppni fór fram fyrir skömmu og munu tveir nemendur úr hverri bekkjadeild komast áfram í úrslita- keppnina sem fram fer laugardaginn 5. apríl í Gryfjunni í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Hjörtur H. Jónsson lektor við Háskólann á Ak- ureyri semur prófin og verður yfir- prófdómari í úrslitakeppninni. Hlutabréfasjóður Norðurlands Leiörétt auglýsing Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. 1997 Aðalfundur hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 10. apríl nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál löglega fram borin. Ársreikningur, tillögur og endanleg dagskrá mun liggja frammi á skrifstofu Kaupþings Norðurlands frá og með 2. apríl. Lausar lóðir við Urðargil BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að heimila byggingafulltrúa að auglýsa lausar lóðir við Urðargil sem er í Giljahverfi 5. Alls er um að ræða 38 lóðir, 17 einbýlishúsalóð- ir, 7 fyrir parhús og 14 íbúðir. Stefnt er að því að lóðirnar verði byggingar- Vií»'far 1 iiilí Akureyri 3. apríl 1997. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.