Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 4. APKÍL 1997 21
Mikið starf
hjá Leikfé-
lagi Sauðár-
króks
Sauðárkrókur. Morgunblaðið.
MIKIL gróska er nú í starfi Leikfé-
lags Sauðárkróks, æfíngar eru hafn-
ar á Sæluvikuverkefni félagsins, sem
er gamanleikurinn Græna lyftan, og
verður það verk tekið til flutnings í
lok apríl. Með helstu hlutverk fara
Guðbrandur J. Guðbrandsson, Hrönn
Pálmadóttir, Svanhildur Guðmunds-
dóttir og Páll Friðriksson, en leik-
stjóri er Þórunn Magnea Magnús-
dóttir.
Þá hefur leikarinn Gunnar Eyj-
ólfsson starfað með félaginu um
nokkurt skeið, og var meiningin að
leiklesa verkið Pétur Gaut eftir Ibsen
nú um páskana, en frá því var horf-
ið og í samráði við Gunnar ákveðið
að setja verkið á svið.
Með helstu hlutverk fara Styrmir
Gíslason og Kristján Örn Kristjáns-
son, sem leika Pétur Gaut ungan
og Gunnar Eyjólfsson sem leikur
Pétur Gaut eldri, með önnur hlut-
verk fara Elsa Jónsdóttir, Bragi
Haraldsson og Karel Sigurjónsson.
Frumsýningin var miðvikudaginn 2.
apríl, önnur sýning verður í kvöld,
föstudaginn 4. aprfl, og svo í næstu
viku.
Að sögn Einars Þorbergssonar
formanns félagsins er það mjög
ánægjulegt að hafa fengið jafn þrau-
treyndan leikhúsmann sem Gunnar
Eyjólfsson til starfa með félaginu,
og sagði hann árangurinn af starfí
Gunnars með leikurum félagsins
þegar orðinn mjög mikinn. Sérstak-
lega væri það nauðsynlegt fyrir
yngstu meðlimi félagsins, sem væru
að stíga sín fyrstu spor á leiksviði,
að fá svo góða kennslu í framsögn
og þá reynslu að starfa með Gunn-
ari Eyjólfssyni.
------» ♦ »-----
Menningarvaka
með Þórarni
Eldjárn á
Alftanesi
LISTA- og menningarfélagið
Dægradvöl á Álftanesi hefur staðið
fyrir menningarvökum um nokkurt
skeið og einkum
kynnt höfunda
sem tengjast
Álftanesi á einn
eða annan hátt.
í kvöld föstu-
daginn 4. apríl kl.
20.30 verður
næsta menning-
arvaka á vegum
Dægradvalar í
Haukshúsum á
Áltanesi, litlu
bláu listamiðstöðinni við sjóinn.
Þórarinn Eldjárn kemur og les
upp úr verkum sínum ásamt fleiri
lesurum af Álftanesi. Fiutt verður
tónlist á milli atriða.
Dægradvöl hvetur alla sem vilja
njóta að nota þetta tækifæri til að
eiga kvöldstund með Þórarni og
verkum hans.
Þórarinn
Eldiárn
------..........
Síðasta
sýningarhelgi
í AÐALSAL Hafnarborgar, menn-
ingar- og listastofnunar Hafnar-
fjarðar, sýnir Sæmundur Valdi-
marsson fimmtíu höggmyndir unn-
ar í rekavið.
Sigrún Harðardóttir sj'nir í
Sverrissal olíumyndir og innsetn-
ingsverk undir yfirskrfiftinni,
hver/hvar.
Elías B. Halldórsson sýnir smá-
myndir á kaffistofu Hafnarborgar.
Sýningarnar standa til 7. apríl
og eru opnar frá kl. 12-18 alla
daga.
FÉLAGAR úr Grímni fluttu lög úr leikritum sem Grímnir hefur
sett upp á 30 ára tímabili.
Leikfélagið Grímnir í
Stykkishólmi 30 ára
Stykkishólmi. Morgunblaðið
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir hélt upp á
30 ára starfsafmælið 21. og 22.
mars sl. Félagið var með „Opið
hús“ í Hljómskálanum, en félagið
hefur fengið Hljómskálann til af-
nota fyrir starfsemi sína. Flutt voru
sönglög úr þeim leikritum sem það
hefur flutt í gegnum árin og farið
var yfír það helsta úr starfsemi
félagsins. Til sýnis voru myndir frá
starfsemi félagsins og myndbands-
upptökur. Þá var öllum boðið upp
á kaffi og kökur. Tókst afmælisdag-
skráin vel og um 200 manns heim-
sóttu afmælisbarnið.
Það var 13. mars 1967 sem stofn-
fundur leikfélagsins var haldinn.
Aðalhvatamaður að stofnun félags-
ins var Unnur Jónsdóttir. Á þessu
INNLITI þriggja grafíklistakvenna
í Gallerí Smíðar og skart Skóla-
vörðustíg 16a lýkur sunnudaginn
6. apríl. I sýningunni taka þátt Sig-
ríður Anna Elísabet Nikulásdóttir,
Kristín Pálmadóttir og Þórdís Jóels-
dóttir. Þær sýna grafíkverk i tilefni
3ja ára afmæli gallerísins.
Þær hafa allar lokið námi í Graf-
íkdeild Myndlista- og handíðaskóla
íslands.
Sigríður Anna lauk námi árið
1992, hún hefur tekið þátt í sex
tímabili hafa verið sett upp leikrit
á hveiju ári og stundum tvö, nema
árið 1973 en þá var engin sýning.
Alls hafa verið sýnd 33 leikrit, grín
og söngleikir og hafa margir Hólm-
arar tekið þátt í starfsemi félagsins
á þessum 30 árum. Þá er ákveðið
að félagið setji upp leikrit á þessu
ári og hefur verið ráðinn leikstjóri
til þess. Sá sem hefur starfað hvað
mest með félaginu allt frá byrjun
er Jón Svanur Pétursson. Hann
hannaði merki félagsins og var það
sett upp á Hljómskálann á þessum
tímamótum. Hann vann merkið og
gaf vinnu sína. Formaður leikfé-
lagsins Grímnis er Ema Björg Guð-
mundsdóttir.
samsýningum hérlendis og erlendis,
og verður fyrsta einkasýning henn-
ar í haust.
Kristín Pálmadóttir lauk námi
árið 1994 og hefur tekið þátt í
þremur samsýningum og haldið
einkasýningu á Mokka árið 1995.
Þórdís Elín útskrifaðist árið
1988. Þórdís hefur tekið þátt í fjöl-
mörgum sýningum bæði hérlendis
og erlendis. Hún hefur einnig hald-
ið nokkrar einkasýningar.
Teikning á
safni Einars
Jónssonar
FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og
handíðaskólans vill kynna námskeið
sem haldið verður á safni Einars
Jónssonar í apríl.
Teikning á safni Einars Jónssonar
er námskeið þar sem þátttakendum
gefst kostur á að kynnast list Einars
Jónssonar náið. Kennslan fer fram
inni á safninu og eru safnmunimir
nýttir við hana. Þetta fyrirkomulag
er nýjung hér á landi en víða erlend-
is fer teiknikennsla fram á söfnum.
Kennari er Lísa Guðjónsdóttir
myndlistarmaður og starfandi kenn-
ari við Myndlista- og handíðaskól-
ann. Lísa mun fjalla um myndbygg-
ingu og litaval Einars Jónssonar,
dulúðina og hið þjóðlega f verkum
hans.
Hrafnhildur Schram listfræðingur,
forstöðumaður safnsins, mun kynna
list Einars Jónssonar, safnið og sögu
þess.
Námskeiðið verður haldið á safni
Einars Jónssonar 7., 9., 14., 16., 21.
og 23. apríl kl. 17.30-20.
Námskeiðið er öllum opið og verð-
ur aðeins haldið ef næg þátttaka
fæst.
» ♦ ♦------
Tónleikar Söng-
félaga SVR
SÖNGFÉLAGAR Strætisvagna
Reykjavíkur halda tónleika í Há-
teigskirkju laugardaginn 5. apríl
kl. 17. Stjómandi er Guðlaugur
Viktorsson og undirleikari Pavel
Smid. Gestakórar verða 4K Karla-
kór Kjalarness og Kjósar, stjórn-
andi Páll Helgason, Söngkór Mið-
dalskirkju og Grímsneskórinn,
stjómandi þeirra er Margrét Stef-
ánsdóttir.
Aðgangur ókeypis.
Elma Ólafur Vign-
Atladóttir ir Albertsson
Einsöngstón-
leikar
ELMA Atladóttir sópransöngkona og
Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari
halda einsöngstónleika í Norræna
húsinu í Reykjavík sunnudaginn 6.
apríl kl. 16. Aðgangur að tónleikun-
um er ókeypis og öllum heimill á
meðan húsrúm leyfír.
Á efnisskránni eru m.a. Máríuvers
eftir þijú íslensk tónskáld, Áskel
Jónsson, Karl O. Runólfsson og Pál
ísólfsson, sex sönglög op. 48, sem
Edward Grieg samdi við þýsk ljóð,
ljóðasöngvar eftir Johannes Brahms,
Richard Strauss og Claude Debussy
og aríur úr óperunum Mefistofele
eftir Boito og La Rondine eftir Pucc-
ini.
Elma er fædd og uppalin í Þingeyj-
arsýslu og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1990.
Hún stundaði tónlistarnám við Tón-
listarskólann á Akureyri undir leið-
sögn Hólmfríðar Benediktsdóttur
söngkennara og píanóleikaranna
Guðrúnar A. Kristinsdóttur og Gerr-
it Schuil og lauk 8. stigi 1995. Hún
hóf þá nám við framhaldsdeild Söng-
skólans í Reykjavík undir handleiðslu
Dóru Reyndal söngkennara og Ólafs
Vignis Albertssonar píanóleikara og
tók burtfararpróf - Ádvanced Cert-
ifícate sl. vor. Tónleikamir eru lokaá-
fangi prófsins.
Elma hefur tekið þátt í uppfærsl-
um Nemendaóperu Söngskólans,
einnig hefur hún komið fram sem
einsöngvari við ýmis tækifæri og er
félagi í Kór íslensku óperunnar.
• Smiðjuvegi 9 • Simi 564 1475»
Gallerí Smíðar og skart
i
Láttu vita af þér