Morgunblaðið - 04.04.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 04.04.1997, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Já, ég heyrði að þið Ég hef aldrei séð Auðvitað, ég Lárus segir að þú megir hafa teppið hefðuð tapað fyrsta leik bróður minn skal segja hon- eins lengi og þú viljir. sumarsins ... svona niðurdreg- um það ... inn... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 NÁMSKEIÐIÐ fékk okkur til að hugsa um umferðina á annan og ábyrgari hátt. 51% ungra öku- manna hafa ek- ið undir áhrif- um áfengis? Frá hópi 26 og 27 hjá Sjóvá- Almennum: VIÐ ERUM tveir hópar ungra ökumanna sem sóttum námskeið hjá Sjóvá-Almennum í nóvember og jan- úar síðastliðnum. Við unnum að nokkrum verkefnum sem tengjast umferðinni og við viljum koma niður- stöðum okkar á framfæri við ykkur sem eruð nýliðar í umferðinni. Ekið aftan á Til að draga úr aftanákeyrslum hvetjum við ykkur til að hafa einbeit- inguna í lagi við aksturinn. Horfið fram fyrir ykkur en ekki vera með augun á öðrum óþarfa hlutum. Haf- ið gott bil á milli bfla og fylgist með umferðinni framan við bflinn á und- an. Tjón, sem verða þegar bakkað er, eru algeng. Til að draga úr þeim hvetjum við ykkur til að halda rúðum og speglum hreinum. Lítið vel aftur fyrir ykkur og í kringum ykkur áður en þið bakkið af stað. Betra er að bakka í stæði þegar bfllinn er heitur og engin móða á rúðum en að aka beint inn í það því þá sérðu betur út auk þess sem þú veist meira um umferðina í nágrenni stæðisins þegar þú kemur akandi eftir því. Forgangur Tjón sem verða vegna þess að fólk virðir ekki forgang á gatnamót- um eru nokkuð algeng. Virðið því hægri regluna, hún er víðar en ykk- ur grunar. Ef ekkert umferðarmerki sést við gatnamótin er það hægri reglan sem gildir. Fylgist með um- ferðarmerkjunum við gatnamótin og áður en þið komið að þeim. Bið- eða stöðvunarskyldumerkin segja okkur til um forgang. Við hvetjum ykkur til að draga úr hraða, fylgjast vel með umferðinni og ganga úr skugga um að leiðin sé greið og engir bflar nálægt. Farið gætilega í vinstri beygjur því bílamir sem á móti koma nálgast oft hraðar en okkur grunar. Munið að aka ekki yfir á rauðu ljósi eða fara óvarlega yfir þegar gula ljósið logar. Útafakstur og framúrakstur Einbeitið ykkur að akstrinum, far- ið eftir umferðarreglum og haldið hraða innan skynsamlegra marka. Metið aðstæður rétt. Byiji bfllinn að renna óeðlilega til, skulið þið reyna að halda ró ykkar, forðast aílar snöggar hreyfingar á bflnum, sleppa bensíngjöfinni og snúa stýrinu í sömu átt og afturendi hans leitar. Farið varlega þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi. Ef þið ætlið framúr öðrum bfl verðið þið að fylgjast vel með um- ferðinni sem á móti kemur. Ekki fara framúr ef aðstæður em slæmar eða ef vegur framundan gefur ekki tilefni til þess. Ef veður er slæmt eða skyggni lélegt, er óafsakanlegt að taka framúr. Ekki halda að öku- maðurinn fyrir framan hugsi eins og þú. Farið gætilega f krappar beygjur og þar sem skyggni er lélegt. Hægið á ykkur eða nemið staðar ef þrengsli eru þar sem bílar mætast. Stillið hraða í hóf og hegðið ykkur í sam- ræmi við aðstæður. Undir áhrifum í könnun sem Sjóvá-Almennar hafa gert meðal rúmlega 400 ungra ökumanna kemur í ljós að um 51% þeirra hafa ekið undir áhrifum áfeng- is. Við teljum að þessi aldurshópur geri sér ekki grein fyrir því hve alvar- legt þetta er og bendum á að hæfni okkar og dómgreind minnkar mjög þegar við erum undir áhrifum. Því viljum við að lokum hvetja ykkur til að vera allsgáð og vel úthvíld þegar þið akið og munið að akstur og áfengi fara ekki saman. Sama gildir um öll önnur vímuefni. Gæfan fylgi ykkur í umferðinni. Fyrir hönd hóps 26 og 27 hjá Sjóvá-Almennum EINAR GUÐMUNDSSON fræðslustjóri Sjóvá-Almennra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.