Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 1

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 1
88 SIÐUR B/C 80. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Klofning- Mobutu, forseti Zaire, reynir að halda í völd sín Átök í Kinshasa ur í ESB Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. „Við skulum ekki stæra okkur, en í raun er það Danmörk sem bjargar orðstír Evrópu hvað mannréttindi varðar," sagði Poul Nyrup Rasmuss- en forsætisráðherra Dana þungur á brún í gær, er hann lýsti áliti sínu á deilum Evrópusambandslandanna um nýja ályktun Sameinuðu þjóð- anna um mannréttindi í Kína. Jafn- framt lýsti hann fullum stuðningi við baráttu Niels Helveg Petersens utanríkisráðherra fyrir að fá ESB- löndin til að fallast á afstöðu Dana. í kvöld rennur út frestur til að skila nýjum tillögum, en tvíbent er að danska tillagan nái fram að ganga. Nyrup Rasmussen sagðist ekki geta leynt því að stefna Frakka lof- aði ekki góðu fyrir aukið samstarf ESB á sviði utanríkismála. Reuter ETIENNE Tshisekedi, sem Mobutu Sese Seko forseti vék úr embætti forsætisráðherra Zaire i gær, reynir hér að verja sig er hermaður úðar táragasi í vit hans. Hermenn forsetans, sem setið hefur 32 ár sleitulaust á valdastóli, slógu í gær skjaldborg um skrifstof- ur forsætisráðherrans í miðborg Kinshasa. Þeir hindruðu Tshisekedi í að komast þangað er hann gerði tilraun til þess með fulltingi þús- unda stuðningsmanna sinna. Stuðn- ingsmönnunum lenti saman við her- mennina, sem hleyptu af skotum og beittu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Hermenn, þar á meðal sonur Mobutus, Kongolo, fylgdu Tshi- sekedi heim til sín, þar sem hann er nú í stofufangelsi. Hershöfðinginn, sem Mobutu skipaði í stað Tshisekedis, heitir Likulia Bolongo. Hann var varnar- málaráðherra í stjórn Kengos wa Dondo, sem sagði af sér í lok marz. Hershöfðingi í stól forsætisráðherra Lubumbashi fellur í hendur uppreisnarmanna Kinshasa. Reuter. MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, fól í gær háttsettum hershöfðingja að fara með völd forsætisráðherra í krafti neyðarlaga, sem forsetinn setti í fyrrakvöld. Hermenn handtóku Etienne Tshisekedi tæplega einni viku eftir að hann var skipaður í embætti forsætisráðherra. Þykir fréttaskýrend- um þessar aðgerðir allar bera merki örvæntingarfullrar tilraunar Mobutus til að halda í þau völd sem eftir eru í höndum hans. Uppreisnarmenn Laurents Kabilas tóku í gær Lubumbashi, næststærstu borg Zaire og miðstöð námuvinnsluhéraðsins Shaba. Frá Washington bárust Mobutu í gær þau skilaboð, að tími væri kominn fyrir hann að sleppa hendinni af stjórnartaumunum, þar sem „tími einræðis" væri útrunninn. Á liðnum áratugum hafa Bandarík- in, ásamt Frakklandi, verið meðal helztu stuðningsaðila stjórnar Mob- utus. Uppreisnarmenn hafa nú um helming hins stóra Afríkulands á valdi sínu. Stjórnarherinn var enn á undanhaldi út úr Lubumbashi í gærkvöldi, en flugvöllur rétt norðan við borgina var þá enn ekki fallinn í hendur uppreisnarmanna. „Fall Lubumbashi þýðir fall Mob- utus, því ef hann er skynsamur gerir hann sér grein fyrir að hann verður að segja af sér; að hann eigi einskis annars úrkosti,“ sagði Louis Nyarubasa, talsmaður uppreisnar- manna. Reuter Prodi hélt andlitinu Róm. Reuter ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hlaut í gær tilskilinn stuðning ítalska þingsins við áætlun sína um fjölþjóðlegan friðargæzluleiðangur til Álbaníu, sem ítölskum hermönn- um er ætlað að fara fyrir. Tap í þessari atkvæðagreiðslu hefði verið stjórn Prodis mikið áfall. En verðið sem stjórnin greiddi fyrir þennan stuðning var að missa stuðning rót- tækra vinstrimanna, sem höfðu fram að þessu tryggt henni þing- meirihluta. Þeir ætla nú að bera upp vantrauststillögu á hendur stjórn- inni. í atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins í gærkvöldi fóru leikar þannig, að 503 þingmenn greiddu áætlun stjómarinnar atkvæði gegn 85. Sjö sátu hjá. Prodi þarfnaðist stuðnings Frelsisbandalags Silvios Berlusconis, sem nú er í stjórnar- andstöðu, eftir að róttæki vinstri- flokkurinn „Kommúnísk endur- reisn“ neitaði að styðja stjórnina í þessu máli. Vantraust borið upp í dag Liðhlaup hinna 34 fulltrúadeildar- þingmanna flokksins undan merkj- um stjórnarinnar hefur sett stjórn Prodis í erfiðustu kreppu, sem hún hefur staðið frammi fyrir á 11 mán- aða ferli sínum. Vantrauststillagan verður borin upp í öldungadeildinni í dag. Á fjórða tug Palestínumanna særast í átökum Syrgjendur ráðast gegn ísraelskum hermönnum Hebron, Washington, Ankara. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn særðu 31 Palestínumann í gær er þeir skutu á þá með gúmmíkúlum. Til átaka kom í Hebron í kjölfar útfarar eins af þremur Palestínumönnum sem ísraelskir hermenn skutu á þriðju- dag. Ekki horfir friðvænlega í sam- skiptum ísraela og Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza, en Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, bað menn í gær að sýna þolinmæði. í viðtali við CW-sjónvarpsstöð- ina sagðist Leah Rabin, ekkja Yitzhak Rabins forsætisráðherra, aldrei myndu fyrirgefa Netanyahu fyrir að ýta undir hið „fjandsamlega andrúmsloft" sem leitt hafi til dauða manns hennar. Nefndi hún sem dæmi mynd af Netanyahu í mót- mælagöngu þar sem fólk ber lík- kistu sem á stendur „Yitzhak Rabin - morðingi zíon- ismans". Eftir jarðarför- ina í gær ruddu syrgjendur sér leið fram hjá óvopnuðum pal- estínskum lög- reglumönnum og hófu að grýta ísraelska hermenn sem voru í við- bragðsstöðu skammt frá. Þá bætt- ust hundruð ungmenna í hópinn, köstuðu steinum og bensínsprengj- um að hermönnum sem gæta byggðar landnema í Hebron. Stjórn alþjóðabankans ákvað í gær að veita tvö stór ián til hús- næðisbygginga á sjálfstjórnarsvæð- um Palestínumanna. Nema lánin samtals um 2,5 milljörðum króna. Sendinefnd Palestínumanna hélt í gær til Bandaríkjanna til viðræðna við bandarísk stjórnvöld. Spenna vegna yfirlýsinga Erbakans Israelsk og tyrknesk stjórnvöld urðu í gær sammála um að vera ósammála hvað friðarferlið í Mið- Austurlöndum áhrærir. Þetta var niðurstaða fundar Davids Levy, ut- anríkisráðherra ísraels, og Necm- ettin Erbakan, forsætisráðherra Tyrklands. Sagði Levy að andrúms- loftið á fundi þeirra hefði vissulega verið spennu blaðið um tíma, vegna yfirlýsinga Erbakans, en að þeir hefðu skilið sáttir, og fullir vilja að auka viðskipti_ þjóðanna. Erbakan sagði m.a. að Israelar yrðu að láta af kröfu sinni um óskipta Jerúsal- em, hún væri ekki síður helg borg fyrir múslima en gyðinga. Islenskur varaborgar- stjóri í Nuuk „ÞETTA er stórkostlegur árang- ur, miklu betri en ég átti von á,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir, sem lenti í öðru sæti í borgar- stjórnarkosningunum í Nuuk á Grænlandi, og verður varaborg- arstjóri í næstu borgarstjórn. Úrslit lágu fyrir i fyrrinótt og í gær sagðist Inga Dóra, sem er 25 ára, ekki fyllilega vera búin að átta sig á sigrinum. Árni Guðnason, sem einnig var í fram- boði, náði ekki kjöri. Inga Dóra var í framboði fyrir jafnaðarmannaflokkinn Siumut, en efst á lista hans var borgar- stjórinn Agnethe Davidsen. Hún fékk 1.003 atkvæði en Inga Dóra 310 atkvæði. Af 17 fulltrúum í borgarstjórn Nuuk verða nú níu konur, auk þess sem fjórir fulltrú- anna eru ungir að árum. Segir Inga Dóra mikla vakningu hafa verið á meðal yngra fólks að und- anförnu og að þess sjái stað í kosningunum. Morgunblaðið/Sermitsiak INGA Dóra Guðmundsdóttir (t.h.) fagnar úrslitum með ein- um kjósenda sinna. Kosningabarátta Ingu Dóru stóð aðeins yfir í fjóra daga, þar sem um tíma leit út fyrir að hún fengi ekki að bjóða sig fram. Engu að síður náði hún þessum glæsilega árangri, sem hún telur m.a. útvarpsauglýsingum að þakka. Og Inga Dóra ætlar ekki að láta þar við sitja, hún stefnir nú ótrauð á kosningar til lands- stjórnarinnar en þær verða eftir tvö ár. Leah Rabin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.