Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 8

Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR NÚ vantar ekkert annað á til að fullkomna verknaðinn en að sljórnvöld veiti þeim greifum verðuga viðurkenningu sem best hafa staðið sig í að losa byggðarlögin við kvótann. Morgunblaðið/Golli Slys á börnum rædd á mömmumorgni Á MÖMMUMORGNI sem haldinn var í safnaðar- og flutti erindi um varnir gegn slysum á börn- heimili Neskirkju í vikunni kom Herdís Stor- um. Myndin er tekin við það tækifæri af þessum gaard frá Slysavarnafélagi íslands í heimsókn fönguíega hópi. Farþegaafgreiðsla í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli Innritunarborðum fjölgað LOKIÐ verður við að fjölga innrit- unarborðum í Leifsstöð úr 14 í 20 fyrir næstu mánaðamót, að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallar- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Hann segir það bæta mjög aðstöðuna við innritun farþega, en hins vegar sé ekki hægt að koma fyrir fleiri inn- ritunarborðum innanhúss í Leifs- stöð. Þá hafa Flugleiðir tekið á leigu húsnæði sem Póstur og sími var með í Leifsstöð og flytjast sölubás- ar Flugleiða þangað úr innritunar- salnum sem stækkar við þetta um 34 fermetra. Flöskuháls hefur oft myndast í vegabréfaskoðun í Leifsstöð á há- annatímum og hafa þá myndast biðraðir brottfararfarþega þvert á biðraðir þeirra farþega sem bíða eftir innritun. Tvö hlið með gegn- umlýsingartækjum eru í Leifsstöð og að sögn Þorgeirs Þorsteinsson- ar, sýslumanns á Keflavíkurflug- velli, er nú í athugun að bæta við þriðja hliðinu ásamt tækjabúnaði. Hann sagði að stuðst væri við þá reglu að að hafa eitt hlið opið ef fjöldi farþega er innan við 350-400 á klukkustund, en ef fjöldin er meiri eru bæði hliðin höfð opin. „Ef ekkert verður gert hjá okkur er í raun og veru verið að færa þennan hala til frá Flugleiðum til okkar. Það er ákveðin nefnd í þessu sem bæði á að fjármagna þetta og leggja þetta til,“ sagði Þorgeir. Grasrótarhreyfingin Síung Hugað að hags- munum höf- unda og barna Iðunn Steinsdóttir UM ÞESSAR mundir stendur yfir lestr- arátak sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir. Hópur sem kallar sig Síung stendur dyggilega að baki bókaút- gefenda og hefur tekið á sig talsvert af vinnunni sem fylgir átakinu. Iðunn Steinsdóttir rithöfundur er óopinber talsmaður hóps- ins og hún segir nú aðeins frá félagsskapnum, fyrir hvað hann stendur og fleira. „Siung er samstarfs- hópur innan Rithöfunda- sambandsins. Hópurinn var stofnaður vorið 1990 og samanstendur af nokkrum barna- og ungl- ingabókahöfundum. Að jafnaði eru 7-10 höfundar virkir hveiju sinni en við vildum gjarnan sjá fleiri. Síung er eiginlega gras- rótarhreyfing, við höldum mánað- arlega fundi þar sem við ræðum helstu hagsmunamál okkar. Við reynum með starfinu að styrkja hvert annað og vekja athygli á vinnu okkar og bókunum og fylgj- ast með því sem gert er fyrir börn á menningarlegum vettvangi almennt." - Hvers vegna eruð þið að þessu? „Það er nú fleiri en ein ástæða fyrir því. Oðrum þræði erum við hagsmunasamtök sem reyna að stuðla að því að bæta afkomu okkar en á hinn bóginn viljum við líka vekja athygli fólks á gildi bamamenningar - Hvernig farið þið að? „Til dæmis með þátttöku í lestrarátaki á borð við það sem nú er í gangi og nær hápunkti í Ráðhúsinu á laugardaginn með veglegri dagskrá. En við höfum áður gert talsvert í því að vekja á okkur athygli. Við höfum til dæmis gengist fyrir skipulegum lestri barna- og unglingabóka á sambýlum eldri borgara. Gamla fólkið hefur tíma til að hlusta og hefur tekið okkur vel. Mark- miðið er að þetta fólk gleðji síðan barnabörn sín með bókargjöfum. Við höfum einnig staðið fyrir upplestri á veitingahúsum í sama tilgangi. Fleira mætti nefna, t.d. má ekki gleyma því að við förum iðulega í skóla og hittum lesend- ur og kynnum þeim bækur okk- ar.“ - Er hægt á einhvern hátt að mæla eða merkja árangur af þessu starfi ykkar? „Það getur auðvitað verið erf- itt, en ég tel að öll at- hygli af því tagi sem ég hef nefnt sé af hinu góða og hún skili sér fyrr eða síðar. Átak eins og nú stendur yfir og Norræna lestrar- átakið sem var í skólunum í vetur eru auðvitað til mikils gagns, en árangur verður seint mældur eins og t.d. kartöfluuppskera! Þó get ég nefnt nokkur atriði sem ég hygg að rekja megi til baráttu okkar, eða kannski að nær væri að kalla það ýtni okk- ar. Til dæmis hefur nefndin sem tilnefnir verk til íslensku bók- menntaverðiaunana lýst yfir að rétt væri að komið yrði á fót ís- lenskum barnabókaverðlaunum samhliða hinum viðurkenningun- um. Þá hefur þeim bama- og ► Iðunn Steinsdóttir er fædd á Seyðisfirði árið 1940. Framan af starfsævi sinni starfaði hún sem barna- og unglingakenn- ari. Síðustu tíu árin hefur hún helgað sig alfarið ritstörfum og ritað barna- og ungl- ingabækur, auk þess að skrifa leikrit í samvinnu við Kristínu Steinsdóttur, systur sína. Iðunn er óopinber talsmaður Síung, sem er grasrótarhreyfing barna- og unglingabókaöfunda innan Rithöfundasambands ís- lands. Hún er gift Birni Friðf- innssyni og eiga þau þijú börn, Leif, Óddu Steinu og Halldór. unglingabókahöfundum heldur fjölgað sem hafa fengið ritlaun. Nú í ár fékk t.d. Guðrún Helga- dóttir þriggja ára laun.“ - Má af þessu ráða að barna- og unglingabókmenntir hafi átt undir högg að sækja? „Ég hygg að réttara væri að orða það svo að þær hafi átt erf- itt uppdráttar og þar endurspegl- ist kannski afstaða þjóðfélagsins til þeirra sem vinna með börn.“ - Þar sem þetta snýst á öðrum þræðinum um kjaramál, er þá ekki dálítið skrýtin tilfinnig að taka þátt í átaki með „óvininum“, þ.e.a.s. bókaútgefendum? „Þetta er nú ekki þannig. Ég hef samúð með þeim, því barna- og unglingabókaútgáfa má ekki kosta eins mikið og bókmenntir fyrir hina sem eldri eru. Eigi að síður er útgáfa þeirra oft marg- falt dýrari, t.d. þegar mikið er lagt í myndskreytingar. Það má því eiginlega færa mörg rök fyrir því að þeir standi í þessari bar- áttu með okkur, enda er samstarfið gott, þeir eru yfirleitt boðnir og búnir ef við leitum til þeirra." - Og lestrarátakinu lýkur á laugardaginn? „Já, félagar í Síung hafa verið að lesa úr verkum sínum á leik- skólum síðustu daga og á laugar- daginn verður uppákoma í Ráð- húsinu frá klukkan 14 til 16. Meðal þess sem þar verður á boð- stólum verður upplestur í barna- bókum, Herdís Egilsdóttir, Árni Árnason, Guðrún Helgadóttir og Gunnar Helgason lesa úr verkum sínum og Magnús Scheving og Möguleikhúsið verða einnig með uppákomur. Verður sérstaklega reynt að gera börnin virk í skemmtuninni." Við reynum með starfinu að styrkja hvert annað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.