Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 25
LISTIR
Valdaleikir
vinnu-
kvennanna
í kvöld verður leikritið Vinnukonumar eftir
Frakkann Jean Genet frumsýnt í Kaffileik-
húsinu. Þröstur Helgason fylgdist með
æfíngu á þessu óvenjulega leikriti og ræddi
við leikstjórann, Melkorku Teklu Ólafsdóttur.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
í VERKINU takast á þijár konur, en átök þeirra vísa til valdabaráttu einsog hún birtist meðal
annars innan fjölskyldna, á milli elskenda, á milli húsbænda og hjúa og svo í ólíkum myndum úti
í samfélaginu. Jóna Guðrún, Rósa Guðný og Steinunn í hlutverkum sínum.
VINNUKONURNAR bygg-
ir Genet á sannsöguleg-
um atburðum sem gerð-
ust í Frakklandi árið
1933 en þá myrtu Papin-systumar
húsmóður sína og dóttur hennar.
„Genet tekur á þessum atburðum á
eigin forsendum," segir Melkorka
Tekla, „og á sinn hátt enda var
hugsunarháttur hans ólíkur flestra
annarra."
Jean Genet fæddist í París árið
1910 og var yfirgefínn af móður
sinni stuttu eftir fæðingu. Hann
upplifði sjálfan sig sem utangarðs-
mann allt frá bamæsku; hann var
munaðarlaus, samkynhneigður og
komst snemma í kast við lögin. Frá
fimmtán ára aldri til átján ára var
hann lokaður inni á betrunarhæli
fyrir unglinga og deildi síðan lífí
sínu með glæpamönnum, vændis-
konum, melludólgum, þjófum og
morðingjum. Hann byijaði að skrifa
þegar hann sat í fangelsi og skrif
hans bámst í hendur nokkurra af
fremstu lista- og menntamönnum
Frakka. Genet hlaut brátt mikla við-
urkenningu fyrir skáldsögur sínar,
ljóð og leikrit, og sneri af glæpa-
brautinni. Þrátt fyrir það hélt upp-
reisn hans gegn viðteknum gildum
og ríkjandi þjóðskipulagi stöðugt
áfram sem og leit hans að því nýja
leikhúsi sem hann lét sig dreyma um.
„Genet snýr öllumn viðteknum
hugmyndum og gildum við,“ segir
Melkorka Tekla. „Hann upphefur
glæpinn og ýmislegt sem við teljum
lítilmótlegt. Og þetta á rætur í lífi
hans sjálfs. Hann gjörþekkti líf
hinna undirokuðu og útskúfuðu í
samfélaginu en tókst að sjá innan
þessa heims einhvers konar æðri
heim og mikilfenglegri en þann sem
er viðurkenndur af samfélaginu."
Vald
í Vinnukonunum kynnumst við
systrunum Claire og Solange sem
hafa þjónað húsmóður sinni, sem
þær kalla aldrei annað en frúna,
um langa hríð. Tilfinningar þeirra
gagnvart henni eru blendnar, þær
dá hana og fyrirlíta í senn, elska
og hata. Þær hrífast af fegurð henn-
ar, valdi og blíðu en þær þjást einn-
ig vegna þess að hún bæði kúgar
þær og lítilsvirðir. Verkið gæti fjall-
að um mannleg samskipti á öllum
tímum. í verkinu takast á þijár
konur, en átök þeirra vísa til valda-
baráttu einsog hún birtist meðal
annars innan fjölskyldna, á milli
elskenda, á milli húsbænda og hjúa
og svo í ólíkum myndum úti í samfé-
laginu.
„Eitt af meginþemum verksins
er valdið," segir Melkorka Tekla.
„Systurnar gera uppreisn gegn
valdinu, valdi frúarinnar. En þetta
er uppreisn sem verður í raun að
engu, þetta er uppreisn sem verður
einungis með sjálfum þeim en ekki
gagnvart kúgaranum. Uppreisnin
verður að eins konar valdaleik á
milli vinnukvennanna.
Þetta verk hefur verið sett upp á
mjög mismunandi hátt. Fyrsta upp-
setningin í París árið 1947 var mjög
raunsæisleg og hefðbundin enda
þótti verkið nógu hneykslanlegt. í
seinni tíð hafa menn hins vegar
bæði lagt áherslu á samfélagslegar
og pólitískar skírskotanir verksins
og kynferðislegan undirtón þess.
Við förum þá leið að beina sjón-
um að grunni verksins, þeim átök-
um sem eiga sér stað á milli persón-
anna og að því hvernig vald og
kúgun birtist í verkun í ólíkum
myndum. Við skoðum hvernig vald
getur virkað og hvernig kúgun get-
ur virkað, hvernig sá sem er kúgað-
ur kallar stundum á hana og hvern-
ig valdhafinn getur verið ómeðvit-
aður um valdið sem hann beitir.
Og við skoðum hvernig ákveðinn
iokaður heimur getur myndast á
milli fólks, bæði hættuna á því að
loka sig af frá samfélaginu og þeim
gildum sem eru ríkjandi og hættuna
á því að verða of háður þessum
sömu gildum.“
Frá raunsæinu
í uppfærslu sinni segist Melkorka
Tekla hafa tekið þá stefnu að færa
verkið frá raunsæinu og leggja
meira upp úr líkamstáknmálinu en
oft sést í íslensku leikhúsi. Með
þessu fer Melkorka Tekla að dæmi
höfundarins. Genet sagði hinni vest-
rænu leikhúshefð stríð á hendur og
leitaði burt frá raunsæinu í átt að
einhvers konar frumstæðu leikhúsi
þar sem hin táknlega hugsun væri
í öndvegi, bæði hvað varðar leik-
stíl, líkamsbeitingu og umgjörð sýn-
ingarinnar. Genet sótti fyrirmyndir
sínar meðal annars í helgisiði, ritú-
al kaþólsku kirkjunnar og leiki
barna.
Leikritið var frumsýnt í París
árið 1947 og hefur ásamt öðrum
verkum Genet haft mikil áhrif á
hugmyndir manna um leikhús á
síðari hluta tuttugustu aldar. Fjöl-
margir leikstjórar hafa tekist á við
verkið og farið mjög ólíkar leiðir í
túlkun á því enda afar margbrotið
verk. Leikritið hefur einu sinni áður
verið sett upp á íslandi, hjá Grímu
árið 1963. Þá léku þær Bríet Héð-
insdóttir, Sigríður Hagalín og Hug-
rún Gunnarsdóttir í sýningunni og
leikstjóri var Þorvarður Helgason.
Leikendur í sýningunni eru Rósa
Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafs-
dóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir.
Þorgerður Sigurðardóttir sér um
leikmynd og búninga og Ævar
Gunnarsson er ljósahönnuður. Þýð-
andi verksins er frú Vigdís Finn-
bogadóttir ásamt leikstjóra.
Marcel Möring skrifar um fjölskyldur og munaðarleysingja
Fjölskyldu-
sögur Hol-
lendings
ÓHÆTT er að segja að hollenski
rithöfundurinn Marcel Möring
rýóti velgengni í bókmennta-
heiminum. Arið 1992, þegar hann
var 35 ára, sló önnur skáldsaga
hans „Löngunin mikla“ sölumet
í Hollandi og í kjölfarið hlaut hún
AKO-bókmenntaverðlaunin og
var þýdd á 15 tungumál. Þá var
bókin þýdd á ensku og gefin út
af einu virtasta forlaginu vestan-
hafs.
Þessi velgengni kom höfundin-
um á óvart en bókin seldist í
120.000 eintökum. „Ef bók nær
metsölu er ástæðan venjulega sú
að hún er létt aflestrar. Eg á
ekki við að slíkar bækur séu
slæmar, en „Löngunin mikla“ er
bara svo fjarri því að vera létt-
meti,“ segir Möring í samtali við
European. Bókin er um þijú mun-
aðarlaus systkini sem eru aðskilin
en hittast að nýju á fullorðins-
aldri. Henni hefur verið líkt við
„vegabókmenntir" og sögð ljóð-
ræn og hrífandi í lýsingum á ein-
semd munaðarleysingjanna.
Nóg er hins vegar af fólki,
foreldrum og ættingjum í þriðju
skáldsögu Mörings sem kom út
fyrir skemmstu en hún nefnist
„Babýlon“. Hún gerist á fimm
dögum í lífi Nathans og Ninu
Hollander, sem segja hvort öðru
sögur á meðan þau silja af sér
óveður í húsi í austurhluta Hol-
lands.
Marcel Möring nýtur vel-
gengni sem hann óraði
ekki fyrir.
Að vera öðruvísi
Möring virðist heillaður af fjöl-
skyldutengslum í verkum sinum
en segir það ekki mega rekja til
fjöiskyldu sinnar, sem hafi verið
venjuleg í alla staði. Nema hvað
hann komst að því þegar hann
var átta ára að móðir hans er
gyðingur og var í felum mestallt
stríðið. Móðurforeldrarnir létu
lífið í útrýmingarbúðum nasista.
Möring segjr það ekki óveiy'u-
legt í heimalandi sínu að menn
komist seint og um síðir að því
að þeir séu gyðingar. Sjálfur
hafi hann fyllst skelfingu við
þessar fréttir, hafi ekki viljað
vera öðruvísi, en hafi smám sam-
an áttað sig á því að það var vel
mögulegt að vera venjulegur og
þó gyðingur.
Hann byijaði snemma að
skrifa, ákvað á unglingsárum að
verða skáld og skrifaði ljóð í tíu
ár. Þá gerði hann sér grein fyrir
því að þau voru „líflaus, eins og
verk James Joyce,“ segir hann.
Joyce var mikill áhrifavaldur, á
þrítugsaldri reyndi Möring hvað
hann gat til að slá „Ódysseifi"
við. Hann vildi ekki láta gefa
neitt út eftir sig og hafði í sig
og á með íhlaupastörfum. Ekki
vildi hann fara í háskóla, því þar
var engin námsgrein fyrir þá sem
vildu aðeins vera rithöfundar.
Fyrsta bók Mörings kom út
árið 1989, er hann var 32 ára,
og minnti ekkert á Joyce. „ Arfur
Mendels" var innan við 200 síður
að lengd og var saga gyðings sem
reynir að átta sig á sögu fjöl-
skyldunnar. Hún vann til verð-
launa og seldist í um 10.000 ein-
tökum fyrsta árið.
Möring segist hafa viljað vinna
sér sérstakan stað í bókmenntun-
um, ekki falla inn i fjöldann.
Velgengni skáldsagna hans hef-
ur staðfest þetta og hún hefur
einnig gert honum kleift að
kynnast mönnum á borð við
danska rithöfundinn Peter Hoeg
en þeir hafa sama útgefanda í
Hollandi. „Eg var beðinn um að
snæða með honum morgunverð,
og lesa bók eftir hann áður svo
að við hefðum eitthvað um að
tala. Peter sagði mér að hann
hefði ekki viljað lesa „Löngunina
miklu" þar sem efni hennar væri
of líkt bók sem hann var að
skrifa; „Hugsanlega hæfir". Ég
hafði hins vegar ekki viljað lesa
„Lesið í snjóinn“ vegna þess að
ég taldi hana minna um of á
„Babýlon" sem þá var í smíðum."
Upphaf kynnana varð þó síður
en svo til að draga úr áhuga
höfundanna, sem eru góðir vinir
ídag.
Costa del Sol
Glæsilegt kynningartilboð
á mest spennandi áfangastað
Miðjarðarhafsins
M kr.39.932
vsstfö
i
Costa del Sol er sá áfanga-
staður sem býður þér mesta
fjölbreytni í fríinu, hreinustu
strendur Evrópu og glæsilegt
úrval gististaða sem tryggir þér
góðan aðbúnað í ferðinni. Tvö af aðalhótelum
okkar bjóða viðskiptavinum okkar nú sértilboð í sólina
þann 25. júní og 9. júlí til að fagna að nýju þeirri miklu
innrás íslendinga sem verður til Costa del Sol í sumar.
Aðeins 20 íbúðir á sértilboði
• Glæsilegir gististaðir
• Hreinasta strönd Evrópu
Verð kr. 39.932
M.v. hjón með 2 börn, 25. júní,
9. júlf, 2 vikur, íbúð m/1 E1 Pinar.
• 35 frægir golfvellír
• Spennandi kynnisferðir
Verð kr.49.960
Vikuferð, 2 í studio, Minerva,
25. júní, 9. júlí.
s
D
Austurstræti 17,2. hæö • Sími 562 4600