Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
HAGFRÆÐINGUR
Samtaka iðnaðarins,
Ingólfur Bender, ritar
grein í Mbl. þann 12.
mars si. Greinin er ætl-
uð sem svar við athug-
semdum undirritaðs við
málflutning samtak-
anna. Þó er engin svör
þar að finna. Greinin
er því miður full af upp-
hrópunum og skítkasti
undir rós. Væntanlega
á orðavalið að fela hið
efnislega undanhald hjá
hagfræðingi samtak-
anna. Það er leitt að
Ingólfur skuli velja
grein sinni þennan stíl.
Það er mikilvæg skylda
fagmanna að leitast við að útskýra
fyrir lesendum Morgunblaðsins og
raunar þjóðinni allri rök sín með sem
skilmerkilegustum hætti. Vonandi
getur Ingólfur verið því sammála.
Sé svo ætti hann að sjá sóma sinn
í því að haga málflutningi sínum
með öðrum hætti.
Auknar aflatekjur eru ekki
undirrótin að vanda iðnaðar
Sú fullyrðing stendur óhögguð,
að auknar aflatekjur eru ekki undir-
rótin að vanda iðnaðar. Ingólfur
hafði haldið því fram að auknar afla-
tekjur útgerðar valdi flótta starfs-
manna og fjármagns úr iðnaði. Við
þann málflutning gerði undirritaður
þrjár megin athugasemdir.
í fyrsta lagi, að það væri síður
« en svo sjálfgefið að auknar tekjur í
fiskveiðum valdi almennum launa-
hækkunum, þar sem laun ráðast
fyrst og fremst af framboði og eftir-
spurn eftir vinnuafli. Auknar afla-
tekjur kalla hins vegar ekki á aukið
vinnuafl og því er engin
ástæða fyrir almennum
launahækkunum.
í öðru lagi, að þótt
laun sjómanna hækki
við auknar aflatekjur
er fjarstæða að halda
því fram að launa-
hækkun sjómanna valdi
launahækkunum í öðr-
um atvinnugreinum.
í þriðja iagi, gaf hag-
fræðingurinn sér það
að til væri einhver þjón-
ustugeiri hér á landi
sem hækkað gæti verð
þjónustu sinnar þegar
aflatekjur aukast.
Þetta er einnig fjar-
stæða.
I grein sinni svarar hagfræðing-
urinn þessum athugsemdum engu.
Hann hverfur hins vegar frá fyrri
fullyrðingum sínum um að iðnaður
dragist saman, þegar vel gengur í
sjávarútvegi og reynir að fela und-
anhald sitt með því að ræða nú al-
mennt um markaðshlutdeild og arð-
semi í iðnaði. Þá benti undirritaður
á, að bætt afkoma í útgerð leiði að
öðru óbreyttu til aukinnar eftir-
spurnar útvegsins eftir afurðum
sjávarútvegsiðnaðar, s.s. veiðafær-
um, tækjabúnaði, viðhaldi, nýsmíði
o.s.frv. Þessi veigamikli hluti iðnað-
arins í landinu á m.ö.o. mikið undir
velgengni sjávarútvegs komið.
Veiðigjald minnkar getu útvegsins
til að kaupa þá þjónustu og hefur
því neikvæð áhrif á þennan mikil-
væga hluta íslensks iðnaðar.
Röng túlkun og meðferð
hagtalna?
Þessu næst reynir hagfræðingur
iðnaðarins að gera meðferð undirrit-
Það er afskaplega hæp-
in talnameðferð, segir
Birgir Þór Runólfs-
son, að nota hagtölur
sem sýna aðeins al-
menna þróun vestrænna
hagkerfa, til að
rökstyðja nauðsyn
veiðigjalds.
aðs á hagtölum tortyggilega. í grein
í Mbl. þann 8. feb. sl. valdi Ingólfur
tímabilið 1983-1993 til að reyna að
rökstyðja kenningu sína. I grein
sinni frá 12. mars telur hann hins
vegar meinbugi á því að því að undir-
ritaður noti hagtölur sama tímabils.
Talnameðferð Ingólfs var að mati
undirritaðs villandi. Vegna gangs
hagsveiflunnar er eðlilegra að skipta
tímabilinu upp í tvö skeið, 1983-
1987 og 1987-1993. Á fyrra tíma-
skeiðinu hækka aflatekjur og störf-
um í iðnaði fjölgar. Á seinna skeið-
inu lækka aflatekjur og störfum í
iðnaði fækkar. Kenningu hagfræð-
ings Samtaka iðnaðarins um að hag-
ur iðnaðar versni með bættum hag
sjávarútvegs fær því ekki stuðning
frá þessum tölum. Þvert á móti
benda þær til þess að hagur þessara
tveggja atvinnugreina fari saman.
Ingólfur viðurkennir þetta í raun í
greininni nú þó hann reyni að fela
það í orðavaðli. Hagfræðingur iðnað-
arins telur ekki við hæfi að nota
þessar tölur, enda sýna þær ekki það
sem hann vill sjá. í stað þeirra vill
hann notast við tölur um hlutdeild
iðnaðar í heildarvinnuaflsnotkun.
Hann virðist álíta að þær tölur styðji
kenningar hans fremur. Svo er þó
ekki. Hlutdeild iðnaðar minnkaði
stöðugt frá því í lok áttunda áratug-
arins og til ársins 1995, en frá þeim
tíma hefur hlutdeildin aukist lítil-
lega. Lítið sem ekkert samhengi
virðist milli breytinga í aflatekjum
og hlutdeildar iðnaðar í vinnuafl-
snotkun. Notkun undirritaðs á hag-
tölum þessa tímabils er með mjög
svo eðlilegum hætti. Fjöldi starfa
gefur mun betri mynd en hlutdeild-
artölur. Ástæðan er m.a. að hlut-
deild iðnaðar í vinnuaflsnotkun hefur
á undanförnum áratugum farið
minnkandi í nær öllum vestrænum
hagkerfum. Þjóðfélagsbreytingar
hafa kallað á meiri þjónustustarf-
semi í takt við framleiðniaukningu
frumframleiðslugreina og iðnaðar.
Framleiðniaukningin þýðir að færri
hendur þarf til að framleiða sama
magn vöru. Hún skilar sér líka í
hærri raunlaunum og færri vinnu-
stundum, en hvorutveggja kallar á
aukna þjónustu. Þ.a.l. eykst hlut-
deild þjónustugeirans í hagkerfinu,
á kostnað hlutdeildar iðnaðar.
Þessi þróun í vestrænum hagkerf-
um er auðvitað engin vísbending um
einhvern samskiptavanda iðnaðar og
annarra atvinnuvega eins og hag-
fræðingur iðnaðarins vill vera láta.
Það að nota þessar hagtölur, sem í
raun sýna aðeins almenna þróun
vestrænna hagkerfa, til að rökstyðja
sértæka og mjög svo sérstæða kenn-
ingu um nauðsyn veiðigjalds, er af-
skaplega hæpin talnameðferð svo
ekki sé meira sagt. Þess utan má
ekki gleyma því, að opnari markaðir
hér á landi undanfarin áratug, m.a.
lækkandi jöfnunartollar og gjöld,
kunni að hafa haft áhrif á starfsemi
iðnaðar hér á landi. Samkeppnin
hefur í raun aukist og sjálfsagt tek-
ur það einhvern tíma fyrir hin ýmsu
iðnfyrirtæki að aðlagast henni. Þetta
hefur hins vegar ekkert með sjávar-
útveginn að gera.
Sveiflujöfnun með hjálp
veiðigjalds?
Það er með öllu furðulegt hversu
hugfanginn hagfræðingur iðnaðar-
ins er af úreltum hugmyndunum
um sveiflujöfnunarsjóði. Samtök
iðnaðarins vilja nú nota veiðigjald
sem jöfnunarsjóðstæki. Veiðigjaldið
á að nota til að greiða niður erlend-
ar skuldir. Það á m.ö.o. að reyna
að einangra gjaldeyrisáhrif afkomu-
sveiflna í sjávarútvegi frá öðrum
greinum hagkerfisins með' slíkum
ráðstöfunum. Þetta er í aðálatriðum
gamli verðjöfnunarsjóðurinn aftur-
genginn. Eins og reynslan sýnir er
engin þörf á veiðigjaldi í því ferli.
Á undanförnum áratugum hefur
fjölmargt verið reynt til að mæta
sveiflum í sjávarútvegi. Allt hefur
það hins vegar runnið út í sandinn,
eins og undirritaður hefur áður rak-
ið. Þessar tilraunir voru skilgetið
afkvæmi millifærsluhugsunarhátt-
ar kreppu- og stríðsáranna. Slíkar
millifærslur sveiflujöfnunarsjóða
endurdreifa einungis byrðunum af
þessum sveiflum á aðra atvinnuvegi
og einstaklinga en þá sem fyrir
sveiflunum verða. Slík endurdreif-
ing brenglar skilaboð hagkerfisins
til fyrirtækja og er því í sjálfu sér
óskynsamleg.
Veiðigjald er
skattheimta!
Ingólfur heldur því síðan fram
að afstaða undirritaðs til veiðigjalds
grundvallist á andstöðu við aukna
skattheimtu. Þessi fullyrðing hans
er röng. Afstaða undirritaðs til
veiðigjalds byggist fyrst og fremst
á því að engin haldbær rök hafa
verið sett fram um nauðsyn eða
gagnsemi veiðigjalds. Að auki hefur
undirritaður síðan bent á, að líkleg-
asta afleiðing veiðigjalds sé að
umsvif hins opinbera aukist. Ef
markmiðið er hins vegar að auka
ríkisumsvif, er skattur á útgerðar-
fyrirtæki tæpast neitt álitlegri en
skattur á önnur fyrirtæki og ein-
staklinga. Slíkt markmið um aukin
ríkisútgjöld og aukna skattheimtu
á að sjálfsögðu ekki að fela í sveiflu-
jöfnunarhugmyndum iðnaðarins.
Höfundur er dósent
í hagfræði.
Enn um Samtök iðnað-
arins og veiðigjald
Birgir Þór
Runólfsson
*■
Meðal annarra orða
Handan halastjörnu
Geimskipið á að vera falið á bak við bjarma halastjörnunn-
ar. Kom það kannski síðast fyrir 4.200 árum? Njörður P.
Njarðvík spyr: Hvernig getur nokkur maður orðið svo heltek-
inn (í bókstaflegri merkingu) af slíkum furðudraumum, að
hann sé reiðubúinn að svipta sig lífi fyrir þá?
Idymbilviku fórum við hjónin austur í
Óræfasveit með vinum okkar til þess
að skoða verksummerki eftir flóðið á
Skeiðarársandi, og bar fleira minnis-
vert fyrir augu. Hinir gríðarstóru jakar sem
flóðið velti fram sandinn eins og bandhnykl-
um, sýna okkar hvílíku afli náttúran býr
yfir, og um leið smæð mannsins andspænis
eyðandi og skapandi frumkröftum tilver-
unnar. Slík sýn mun seint gleymast.
Við gistum að Hofi, austar í sveitinni,
og á heiðu síðkvöldi blasti við önnur sýn,
sem var ekki síður tignarleg. í eðlilegu
næturmyrkri sveitarinnar, þar sem raf-
magnsljós byrgja ekki útsýn, hvelfdist yfir
okkur stjörnum stráð himinhvolfið af þvílík-
um skýrleika, að ég minnist þess ekki að
hafa séð aðra eins dýrðarsýn. Og kóróna
þessarar skrautsýningar var hin bjarta
halastjarna Hale-Bopp, er sýndist standa
kyrr, en við vitum þó að þýtur með ógnar-
hraða svo víða braut, að hún sást síðast
frá jörðu fyrir 4.200 árum, er menn litu
upp undrandi augum í Forn-Egyptalandi.
Þessi sjón var enn til þess fallin að minna
okkur á smæð okkar manna og takmarkað-
an skilning á þeirri undraveröld sem við
byggjum.
Hins vegar sáum við ekki, þótt við brygð-
um allsterkum sjónauka fyrir augu, að í
för með halastjörnunni væri neitt geimskip,
sem hópur auðtrúa Bandaríkjamanna var
svo sannfærður um að væri komið til að
sækja sálir þeirra, að hann svipti sig lífi
til þess að verða ekki af svo einstæðu tæki-
færi í lok árþúsunds.
að kann að hljóma eins og þver-
sögn, en andspænis ofurkröftum
náttúrunnar og óumræðileik
stjörnuhiminsins og við síðari lest-
ur um hópsjálfsvíg vestur í Kaliforníu, fer
ekki hjá því að maður undrist jafnframt
ógnarorku innri krafta mannshugans og
áhrifamátt. Þessi fámenni söfnuður laut
andlegum yfirráðum leiðtoga, er hafði smíð-
að sér heimsmynd úr undarlegri samsuðu
alls konar trúarskoðana, hindurvitna og
tæknidýrkunar.
Nú er það engin ný bóla, að menn velti
fyrir sér lífi annars staðar í aiheiminum,
enda ber það vott um einkennilegan hroka
að ímynda sér að við, mannskepnurnar,
séum einu viti gæddu verurnar í gervöllu
sköpunarverkinu. Það er heldur ekkert nýtt
að ímynda sér að annars staðar geti verið
til verur sem séu langt á undan okkur í
andlegri þróun. Og enn er sú skoðun ekki
ný, að slíkar verur séu að reyna að hafa
áhrif á líf okkar á jörðunni, og jafnvel að
reyna að hjálpa okkur í seinagangi okkar.
Þannig má t.d. lesa í ritum Helga Pjeturss
að eldstólpinn sem vísaði gyðingum veg
forðum hafi verið tilraun veru frá annarri
stjörnu til að gera sér sýnilegan líkama hér
í okkar veröld.
En í boðskap ieiðtogans Applewhite eru
svo augljósir þverbrestir, að það er erfitt
að ímynda sér hvernig nokkurn veginn óvit-
laust fólk geti látið blekkjast af honum.
Sál átti að verða til í sumum mönnum.
Þeir áttu að geta komist á svið æðra mann-
lífinu. Til þess þurftu þeir að deyja. Eftir
var aðeins sálin. Samt þurfti geimskip til
flutninganna. Allir voru svartklæddir og í
íþróttaskóm af ákveðinni tegund. Þurftu
menn að hlaupa einhver ósköp? Fimm doll-
ara seðill í vasa ásamt smámynt. Þurftu
menn að geiða feijutoll? (Ekki mjög hátt
flugfargjald. Sálin kannski lítil og létt?)
Litla ferðatösku hafði hver og einn hjá sér.
Þurfti sálin föt og tannbursta? Og kannski
rakvél?
Geimskipið á að vera falið á bak við
bjarma halastjörnunnar. Kom það kannski
síðast fyrir 4.200 árum? Og alnetið og ver-
aldarvefurinn léku fyrirferðarmikið hlut-
verk í lífi þessa safnaðar. Það er trúlega
nýtt í heimi sértrúar enda fyrirbærið nýtt
i sjálfu sér.
Hvernig getur svo nokkur maður orðið
svo heltekinn (í bókstaflegri merkingu) af
slíkum furðudraumum, að hann sé reiðubú-
inn að svipta sig lífi fyrir þá?
Aævi margra manna kemur sú
stund að hann spyr sig: er þetta
allt og sumt? Er þetta lífið: að
vinna, stofna fjölskyldu, borða,
drekka kaffi, horfa á sjónvarp, lesa, hlusta
á tónlist, fara út að ganga? Þá getur hafist
innri leit, sem byggist á eins konar eðlis-
lægri þörf fyrir mannrækt og þrá eftir
andlegum þroska. Þessari leit er oft líkt
við ferð, en til hennar þarf hvorki veraldar-
vef né geimskip, því að þetta er ferð um
innlönd manneskjunnar, leit að innsta
kjarna. Enski heimspekingurinn Paul Brun-
ton hefur sagt um upphaf þessarar leitar,
að hún hefjist þegar menn eru orðnir þreytt-
ir á því að láta aðra segja sér að þeir hafi
ódauðlega sál, og fari að leitast við að sann-
prófa það á sjálfum sér.
í þessari leit leynast snemma hættur,
því að ýmsir eru reiðubúnir til-að gera slíku
fólki fyrirsát, þegar það er hvað viðkvæmn-
ast í upphafi leitar sinnar. Þetta eru raun-
verulegar hættur, þótt þær þurfi ekki að
leiða menn til sjálfsvíga, og þær eru einkum
af tvennum toga. Annars vegar snúast þær
um fégræðgi og hins vegar um yfirráð yfir
hugum manna. Og verst er þegar þetta
tvennt fer saman og birtist í mönnum sem
þjást í senn af fégræðgi og þörf fyrir að
stjórna lífi annarra undir yfirskini andlegs
leiðtoga.
Hver kannast ekki við helgarnámskeið,
þar sem menn eiga að útskrifast með gráð-
ur, jafnvel meistaratitil, ef þeir eru reiðu-
búnir að leggja fram drjúgan skilding? Og
er það þó tiltölulega saklaust, ef skaðinn
verður aðeins Ijárhagslegur. En því miður
fylgir oft annar skaði öllu alvarlegri, og
hann getur falist í ranghugmyndum og
brenglaðri sjálfsmynd.
Sá sem hefur innri leit sína, þarf að
læra að varst alla loddara, sem lofa ár-
angri með lítilli fyrirhöfn. I leit að andlegum
þroska hefst ekkert nema með þrotlausri
sjálfsviðleitni og sjálfsögun. Og umfram
allt þarf að varast þá, sem krefjast undir-
gefni við ákveðna kenningu, sem krefjast
hlýðni við ákveðnar hegðunarreglur, af því
að þeir þykjast tala í nafni einhvers æðri
sannleika. Ef leitandinn gengst undir and-
legan og líkamlegan aga slíks „leiðtoga",
glatar hann forsendu leitarinnar, sem er
frelsi, og breytist í viljalítinn eða jafnvel
viljalausan þræl, eigin dómgreind er horfin,
og endalokin geta jafnvel orðið sjálfsvíg.
Leitandinn verður þvert á móti að efla sí-
fellt dómgreind sína og sjálfstæða hugsun,
andlegt frelsi sitt, og umfram allt að lána
aldrei vitund sína öðrum.
Buddha sagði: Trúðu engu af því að vit-
ur maður hefur sagt það. Trúðu engu af
því að því er almennt haldið fram. Trúðu
engu af því að það er ritað. Trúðu engu
af því að það er sagt vera guðlegt. Trúðu
engu af því að einhver annar trúir því.
Trúðu því einu sem þú sjálf(ur) dæmir vera
rétt.
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla íslands.