Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 39

Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 39 „Pirringur dansks blaðamanns“ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ÞRJÁR greinar um sjálfsmynd íslendinga hafa nýlega birst í Morgunblaðinu. Fyrsta greinin, Lesbók- argrein, eftir Siguijón Baldur Hafsteinsson mannfræðing birtist 1. mars. Hún fjallaði um glansmyndir íslend- inga fyrr og síðar. Sig- urjóni varð það á í messunni að fara of lofsamlegum orðum um sjónvarpsþættina Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins. Það leiddi af sér viðbrögð Árna Björnssonar þjóðhátta- fræðings þann 14. mars. Árni birti föðurlega áminningu með vísun til löngu liðinna þjóðskálda, sem höfðu fyrir ævalöngu sagt allt sem segja þurfti um það, sem afskræmt var í sjónvarpsþáttunum. Árni taldi heldur enga ástæðu fyrir Siguijón að gera svo mikið veður úr ein- hverri pirringslegri grein eftir danskan blaðamann. Loks kom svar Siguijóns við grein Árna þann 21. mars. Grein Siguijóns í Lesbókinni var þörf. Þótt það hefði ef til vill ekki verið ætlunin að greinin væri há- fræðileg, kallaði hún strax fram hlekkjuð viðbrögð gamla skólans. Árni Björnsson skrifar reyndar af lífsreynslu, með tvo þriðju hluta 20. aldarinnar í farteskinu, eins og hann sjálfur segir. Þá er ekki nema von að Siguijón, sem líklegast ólst upp fyrir framan sjónvarpið eins og við mörg, megi sín ekki mikils gegn rökum Árna, sem sýndu fram á að eymdin á Islandi hefði alltaf verið mönnum kunnug. Vitnar Árni í bókmenntirnar því til stuðnings. Á blómatíma Árna hvarf hins vegar bændamenningin (með sínum róm- antísku glansmyndum eða eymd). Meðan Árni gerðist þjóðháttafræð- ingur hurfu torfbæirnir einn af öðr- um, aldagömul verkmenning þjóð- arinnar, en einnig eymdin og fá- tæktin. Ekki var hægt að sporna við þessari þróun. Þjóðin efnaðist nefnilega í stríðinu og herinn færði okkur meðal annars hið yndislega verkfæri, jarðýtuna. Bændur stýrðu siðan jarðýtunum, sem ekið var yfir gömlu bæina eftir að stein- steypuhúsin urðu fokheld. Halda mætti að menn hefðu skammast sín fyrir forðtíðina, fátæktina, eða hvað það nú var sem jarðýtan fór yfir. Eftir stóðu útvaldir innanstokks- munir, rokkar og kistlar í löngum röðum á söfnum. Trémunir og ísaumuð teppi íslenskra handverks- manna segja hins vegar afar tak- markaða sögu um afkomu blá- snauðs almenning og sjálfsmynd þjóðarinnar fyrr á öldum. Hugsanlega eiga ungir fræði- menn erfitt með að setja sig inn í þjóðfélagsgerð bændasamfélagsins án þess að afskræma allt. Þetta er væntanlega vegna þess að flestir þeirra sem gátu miðlað af þekkingu sinni um þetta samfélag brugðust. Ef til vill má einnig kenna lélegri sögukennslu yngstu kynslóðanna um að myndröð eins og Þjóð í hlekkjum hugarfarsins virðist full- nægja fróðleiksþörf nokkuð stórs hóps nútíma íslendinga. Mikið af umræðunni sem fylgdi í kjölfar þáttanna var leiðinleg þrætupólitík, sem tengdist umræðunni um hvort mætti flytja inn erlendar landbún- aðarvörur eða ekki. Eitt er þó víst, að í myndinni komu fram mörg sannleikskorn, sem urðu jafnvel til þess að sumir í nútíma bændastétt tóku myndaflokkinn persónulega. Slíkt var óþarfa tilfínninganæmi. Goðsagnir, glansmyndir og heil- agur sannleikur um fortíð og nútíð lifa í góðu yfirlæti á íslandi og það er aðeins gott þegar sérhver ný kynslóð fræðimanna veltir fyrir sér sögunni án þess að feta beint í fótspor lærifeðr- anna. Ef ekki á sér stað endurnýjun og -skoðun verður hér ólíft fyrir fræðipostul- um, sem ekki má falla hinn minnsti skuggi á. Mikil hætta er á slíku í litlum þjóðfélögum, þar sem margir berjast um fáar stöður á opin- berum stofnunum. Ég leyfi mér að taka undir ábendingu Sigur- jóns Baldurs Haf- steinssonar til Árna Björnssonar um að horfa á íslenskar sjón- varpsútsendingar. Þar finnur hann nútima fjallkonu. Það er þó ekki víst að maður með meirihluta aldar- innar í farteskinu horfi eins gagn- rýnum augum á það sem þar birt- ist. Fjölda manns af ákveðinni kyn- Eigi sér ekki stað end- urnýjun, segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, verður hér ólíft fyrir fræði- postulum. slóð klígjar hins vegar við að horfa á auglýsingar fyrir mjólk og ís- lenska tungu, þar sem ung, ljós- hærð stúlka syngur um hreina tungu sína og heitir því að varð- veita hana ómengaða. Þessi sama kynslóð fær fljótt leiða á að heyra englakór úr háloftunum syngja „ís- land er land þitt“ meðan fallegustu landslög íslands eru sýnd úr þúsund feta hæð. Slíkar myndir eru nú sýndar í stað gullfiskanna sálugu, sem birtust þegar hlé urðu á útsend- ingum Ríkissjónvarpsins. Ekki má heldur gleyma öllum landgræðsluá- tökunum, sem stefna að því að end- urreisa forna frægð. ísland á að verða skrúðgarður eins og forðum. Það er þó vel hugsanlegt, að það séu aðeins fáeinir einstaklingar af þessari sjónvarpskynslóð, sem láta þessa nýþjóðrembulegu sjálfsmynd, sem sett er fram af duglegu auglýs- ingafólki, fara í taugarnar á sér. Ef meirihluti þjóðarinnar er ánægð- ur með þessar ákveðnu myndir og syngur með á viðlaginu, þá er niður- staðan einfaldlega sú að svona er sjálfsmynd meirihluta þjóðarinnar þessa stundina. Þjóðin stendur að meirihluta í þeirri trú, að á Islandi búi besta, fallegasta, gáfaðasta og sterkasta fólkið, sem talar hrein- ustu tunguna, borðar hreinustu landbúnaðarafurðir heims og skolar því niður með hreinasta vatninu í hreinustu og fallegustu náttúru veraldar. Vegna alls þessa hrein- leika verður fólk hér allra þjóða elst og hæfast til að gegna leiðtoga- hlutverki meðal þjóðanna. Það var einmitt þessi ímynd, sem danski blaðamaðurinn skrifaði um og kallaði glansmynd. Blaðamaður- inn, sem reyndar heitir Hoy en ekki Hoy, skrifaði ekki greinina nýlega heldur í maí árið 1994, eftir að hann hafði verið á íslandi til að fylgjast með undirbúningi 50 ára lýðveldishátíðarinnar. Grein Hoys var eina greinin í erlendu blaði árið 1994, sem ekki skjallaði íslendinga á 50 ára afmælinu. Hann gerði góðlátlegt grín að sjálfsmynd ís- lendinga. Irónían er aðalsmerki hans og það eru ekki bara íslend- ingar sem hafa orðið fyrir barðinu á skrifum hans. Hoy leyfði sér að setja spurningarmerki við sjálfs- mynd íslensku þjóðarinnar. Hann telur okkur m.a. vera þjóðfélag skyldleikapots og þjóð sem ekki þolir mikla gagnrýni. Greinilegt er að Árni Björnsson hefur ekki lesið grein danska blaðamannsins. En furðulegra þykir mér, að Árni vill frekar kenna pirringi þessa danska blaðamanns um ungæðisleg skrif Sigurjóns, en t.d. gagrýnum skrif- um Poul Durrenbergers og Gísla Pálssonar, sem Siguijón vitnar einnig í i Lesbókargrein sinni. Grein danska blaðamannsins á fullan rétt á sér. Það var ekki talin vond latína hér áður fyrr er menn sögðu að glöggt væri gests augað. Höfundur er fornleifafræðingur. Kynning verður á hinum margverðla ELANCYL vörum sem bjóða upp á mismunandi meðferð við ŒLLULITE Q dag: GRAFARVOGSAPÓTEK, kl. 13-18 Á morgun: VESTURBÆJARAPÓTEK, kl. 13-18 Stöðvaður tímann næstu með því að nota CELLULAR DEFENSE SHIELD Kynning í dag, föstuaag og laugardag kl.14-18. 10% kynningar- afsláttur og veglegur kaupauki. H Y G E A ,inyrl t vöru verdlu n Kringlunni Húð þin endurheimtir æskuljómann á ný- þökk sér stórkostlegri virkni. CELLULAR DEFENSE SHIELD - frá laprairie | SWITZERLAND Þá skaltu líta til okkar því við eigum margar gerðir af vönduðum "ekta" leðursettum með gegnumlitaðri nauts- húð. Þessi ítölsku sett eru öli sérlega falleg og þægileg -eins og þau gerast best. Teg: Meiissa Leðurlitir - Vínrautt - Dökkfjólublátt - Grænt - Svart - Gulbrúnt 3 -1 -1 kr. 310.290,- 3-2-1 kr. 335.170,- Teg: Anma Leðurlitir - Svart - Ljtc Millibrúnt 3-1-lkr. 236.270,- 1 HUSGAGNAHÖLLIN Bfldshöfði 20-112 Rvik - S:S10 8000 Verið velkomin til okkar. Opnunartími fram á haust. Má til Fi. 9-18 Fö. 9-19 5% staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör til margra mánaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.