Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 49

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 49 ) ) > í ) V 3 > I > , I I I 9 I Elsku Þórhildur, hugur okkar er hjá þér og megi Guð veita þér styrk á þessum erfiðu stundum. Bóthildi, Davíð, Vilborgu, Gísla og fjölskyld- um vottum við samúð okkar. Dóttir, dýrðar hendi Drottins mín sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfirði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pét.) Eva, Kári, Sandra Dís og Hilmar Þór. Elsku Hildur Harpa. Við þökkum þér fyrir að leyfa okkur að þekkja þig þennan stutta tíma sem þú dvald- ir hérna hjá okkur. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst með mömmu þinni í heimsókn til okkar og lékst þér við Jón Gísla. Þú varst alitaf svo góð og blíð þó að stundum slettist upp á vinskapinn hjá ykkur. Við munum sakna þín voðalega mikið en þó mest Jón Gísli sem trú- ir því ekki að hann fái aldrei að sjá þig aftur. Bless, elsku besti sólargeislinn hennar mömmu sinnar. Elsku Þórhildur, ömmur, afar, frænkur og frændur, megið þið fá allan þann styrk sem til er. Þínir vinir, Anna María, Jón Ragnar, Jón Gísli og Sóley Kristín. Þó ævi þín hafí ekki verið löng, elsku Hildur Harpa, þá gafst þú okkur öllum ómetanlega gleði og ánægju. Ekki er hægt að segja með nokkr- um orðum hve mikla gleði þú færðir okkur, en minningarnar um þig munum við geyma í hjörtum okkar alla ævi. Ég minnist þess einna helst þegar við vorum í sumarbústað með ömmu og afa, og við vorum að tína ber. Það leið ekki löng stund þangað til þú varst öll orðin beijablá á munn- inum og á litlu puttunum, en þó var ekki komin nema botnfylli í fötuna. Fuglarnir flögruðu um og sungu, geislar sólarinnar teygðu sig til okk- ar en þó fannst mér þú skína skær- ar en sólin. Minningin um þig mun alltaf vera sólargeisli í lífi okkar. Þín frænka, Vilborg Lilja Alberts- dóttir og systkini. Kæra frænka og vinkona. Við sögðum oft hvor um aðra að við værum bestu vinkonur, okkur kom vel saman. Ég man þegar við tæmdum bókahillurnar hjá afa og ömmu við litla hrifningu, eða þegar þú varst í pössun hjá okkur og við vöknuðum klukkan 5 um morguninn til að leika okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, eins og til dæmis ferðirnar í sumarbú- staðinn hjá afa og ömmu. Þar lékum við okkur krakkarnir í „búinu“ og fórum í gönguferðir. Elsku Hildur, ég mun ávallt minn- ast þín. Þín frænka, Bryndís. Elsku Hildur Harpa. Ég sakna þín sárt þó svo að við höfum ekki verið vinkonur lengi. Við ætluðum að gera svo margt saman í sumar. Leika okkur úti og verða samferða í skólann sem við áttum báðar að byija í í haust. En nú skilja leiðir og ég veit að þú ert núna komin í himnaríki, sem við töluðum svo oft um. Þar ertu nú hjá pabba þínum og pabba mínum sem hugsa báðir vel um þig, gæta þín og vernda. Litla vina lífið kallar leiðir okkar skilja i dag. Góðar vættir vaki ailar vemdi og blessi æ þinn hag. Elsku Þórhildur og aðrir aðstand- endur, ég og fjölskylda mín óskum þess að góður Guð styrki ykkur i þessari miklu sorg. Þín vinkona, MIIMIMIIMGAR GUÐMUNDUR STEFÁNSSON + Guðmundur Stefánsson fæddist í Hólkoti í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 1. apríl 1957. Hann andaðist á Grensás- deild 1. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 7. apríl. Það var í kringum 1980 sem kunnings- skapur okkar Gumma hófst er hann fór að venja komur sínar i Borgarfjörðinn ýmist í fylgd eða til að heimsækja sameiginlegan félaga okkar Jó- hann Pjetur á Hvítárbakka. Seinna áttu fleiri þræðir eftir að tengja okkur betur saman. Um miðbik níunda áratugarins deildum við húsnæði saman skamma hríð í skjóli áðurnefnds Jóhanns Pjeturs, og nefndum við okkur gjarnan í gamni umrenningana. Seinna urð- um við vinnufélagar um tveggja ára skeið og síðast en ekki síst var nýársnótt 1987 til Jiess að styrkja vináttuböndin. Ég hafði rétt ætlað að kíkja inn til Gumma og Hobbu til að óska þeim gleði- legs árs en örlögin voru þar ráðin. Út gekk ég í morgunsárið í fylgd konunnar sém varð lífsförunautur minn. Hún er vinkona Hobbu og ein úr saumaklúbbnum. Þegar sest er niður og skrifuð minningargrein um látinn vin leita margar góðar minningar á hugann en það verður að velja og hafna. Ein besta minningin er ferð á æskustöðvar Gumma fyrir 3 árum. Hann hafði tekið að sér ferð með súrefnistank norður í land en ferð- in hitti á helgi og Gummi bauð mér með. Ég hafði í farteskinu forláta rússneska ljósmyndavél hannaða til að þola stórstyijaldir. Að góðum móttökum í Hólkoti þarf ekki að spyija. En helginni eyddum við að stórum hluta við veiðar í vatninu við bæinn og átum við sijunginn nýveiddan í hvert mál. Á sunnudeginum þræddi ég 36-mynda filmu í myndavélina og ákvað að mynda þá feðga við ádráttinn. Ýmist var staðið í stafni eða leg- ið láréttur eða staðið lóðréttur við að mynda þá feðga því tilgang- urinn var að búa til góða myndasyrpu af þeim við iðju sína á vatninu. Það voru því vonbrigði að uppgötva að filman í rússneska tækinu sem aldrei átti að klikka hvað sem á gengi, hafði aldrei þræðst. Myndasyrpan var aldrei annað en „plaff“ út í loftið en ég hef aldrei þurft myndir til að rifja þessa ferð upp, svo skýrt stendur hún fyrir hugskotssjónum, svo ánægjurík og skemmtileg sem hún var. Gummi var trúaður maður. Hann trúði á líf eftir þetta líf og að hjálp væri að fá að handan. Þótt það hefði örugglega verið honum sárt að vita að endalokin á þessari jarðvist nálguðust og þurfa að kveðja sína nánustu á þeim aldri sem mönnum er annað í huga en að vera burtkallaðir, hlýtur það jafnframt að vera styrk- ur að vita að lífinu sé ekki lokið þótt jarðvistinni sé lokið. Hann ræddi þessi mál oft við okkur Siggu. Sjálfur taldi hann sig fá styrk að handan á erfiðum stund- um og hann hugsaði sterkt til okkar þegar hann vissi að eitthvað bjátaði á. í okkar síðasta samtali vildi hann fremur tala um velferð fjölskyldu minnar - þó einkum Siggu en fyrir henni bar hann mikla umhyggju - fremur en að tala um sín eigin bágindi. Hann bar nefnilega ríka umhyggju fyrir vinum sínum. Hans verður sárt saknað. Kæra Hólmfríður, Kristbjörg Hildur, Guðmundur Smári, Ólafur Freyr, foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, við Sigga sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur. Guðmundur Garðar. GUÐFINNUR KARLSSON Ég sest hér niður til að skrifa nokkrar línur um góðan vin minn sem er fallinn frá, hann „Guffa“, eins og ég var vanur að kalla hann. Við kynntumst er við byijuðum í Vélskóla íslands fyrir um tíu árum og hjálpuðumst að í gegnum hluta hans saman. Guðfinnur var vinur, sem alltaf var hægt að treysta á, hvort sem um var að ræða hjálp við viðgerðir, skemmtanir eða bara að fá sér kaffi og spjalla. Við við- gerðir eða breytingar var alveg sama hvort hann hafði séð hlutinn áður eða ekki, það var strax ráðist í að gera við hann, nær undantekn- ingarlaust með góðum árangri. Ég man eitt skipti, er við urðum varir við óvenjulegt hljóð í gírkassa í bíl sem ég átti. Þá var druslan dregin suður í skúr til Kalla og Haddíar, og við réðumst í það að rífa hann í sundur. Þegar kassinn var kominn í parta á borðið sáum við ekkert athugavert við hann, í þann mund kom Kalli niður og spurði okkur hvort það hefði ekki verið nein olía á kassanum. „Bingó“, þama höfðum við verið í heilan dag við viðgerð sem þurfti ekki að taka nema 10 mínútur, þess ber að geta að bíllinn fór aldr- ei í fimmta gír aftur. Það eru ófáar skemmtilegar minn- ingar sem ég á af við- gerðum með Guffa, en of langt að telja þær allar upp hér. Guðfmnur fékk mig til að byija til sjós og rerum við saman á trill- unni Hafdísi, sem hann átti með föður sínum, eitt sumar. Það var skemmtilegur tími þó að ekki væn aflinn alltaf mikill, ekki kunni ég mikið fyrir mér þegar við byijuðum en honum tókst að troða ýmsu í kollinn á mér, síðan reddaði hann mér minu fyrsta vélstjóraplássi á sjó. Guðfinnur var mjög sterkur og bjartsýnn persónuleiki, kom það vel í ljós í veikindum hans. Það var alveg sama hvað gekk á, aldrei lét hann bugast og stóð Lilja eins og klettur við hlið hans allan tímann. Guffi er vinur sem ég sakna sárt, og samhryggist ég Lilju, Hafdísi og öllum hinum er þótti vænt um hann. + Guðfinnur Karlsson fædd- ist í Reykjavík 22. nóvember 1969. Hann lést á Land- spítalanum 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 4. mars. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyflis Ágús Benediktsson og Bragi Ei- ríksson hafa tekið forystuna í Butl- er-tvímenningi félagsins. Þeir hafa 150 stig en röð næstu para er ann- ars þessi: AnnaG. Nielsen-GuðlaugurNielsen 105 Skafti Björnsson - Jón Sigtryggsson 101 Thorvald Imsland - Rúnar Guðmundsson 82 Kári Siguijónss. - Guðm. Magnússon 80 Góð þátttaka á Suðurnesjum Aðaltvímenningur Bridsfélags Suðurnesja hófst sl. mánudags- kvöld í félagsheimilinu og mættu 22 pör. Spilaður er barometer, 6 spil milli para, og stendur keppnin í fímm kvöld. Sigurður Davíðsson og Þorvaldur Finnsson byijuðu best og eru með 53 yfir meðalskor eða liðlega 13 í setu. Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson eru með 48 og Sigurður Albertsson og Jóhann Benediktsson eru með 37. Keppninni verður fram haldið nk. mánudagskvöld. Bridsfélag Hornafjarðar Hinn árlegi Sýslutvímenningur Bridsfélags Hornafjarðar var spil- aður í Ekru laugardaginn fyrir páska. Spilaður var barómeter, 55 spil, og varð lokaröð efstu spilara þessi: Gunnar P. Halldórsson - Guðbrandur Jóhannsson49 Magnús Jónasson - Grétar Vilbergsson 40 Olafur Jónsson - Sigfinnur Gunnarsson 31 Ragnar L. Bjömsson - Halldór Tryggvason 24 Næsta mót hjá BH verður aðal- tvímenningur og spilaður verður barómeter í Golfskálanum nk. laug- ardag kl. 10. Félag eldri borgara í Rvík Mánudaginn 24. mars spiluðu 22 pör Mitchell. NS Viggó Nordquist - Tómas Jóhannsson 236 Þorsteinn Erlingsson - Sæbjörg Jónasdóttir 233 Kristinn Gíslason - Margrét J akobsdóttir 229 AV Sigurleifur Guðjónsson - Oliver Kristófersson 280 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Daviðsson 268 Eysteinn Einarsson - Sævar Magnússon 256 Meðalskor 216. Fimmtudaginn 3. apríl spiluðu 24 pör Mitchell. NS Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 272 Eggert Einarsson - Karl Adólfsson 246 Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 241 Guðjón Friðlaugsson - Bergsveinn Breiðprð 226 AV Ólafur Ingvarsson - Eysteinn Einarsson 265 Jón J. Siguijónsson - Davíð Guðmundsson 256 Fróði B. Pálsson - Haukur Guðmundsson 233 Þorsteinn Erlingsson - Helgi Jóhannesson 233 Meðalskor 216. Bridsfélag Kópavogs Bræðurnir Jón Páll og Sigurður tóku afgerandi forystu fyrsta kvöld- ið af fjórum í Catalínu-tvímenn- ingnum en hann byijaði fímmtu- daginn 3. apríl. Spilaður er Butler með þátttöku 22 para sex spil á milli para. Staðan: Jón Páll Sigurjónsson - Sigurður Siguijónsson 122 Elín Jóhannsdóttir - Hertha Þorsteinsdóttir 48 Þorsteinn Berg - Valdimar Sveinsson 36 ÞórðurBjömsson-Þrösturlngimarsson 33 Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur þriðjudaginn 1. apríl. 32 pör mættu, úrslit: NS Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 480 Þórarinn Amason - Þorleifur Þórarinsson 443 Helga Helgad. - Júlíus Ingibergsson 422 HannesAlfonsson-EinarElíasson 392 AV Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 438 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 432 Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 392 JónAndrésson-EmstBackmann 386 Meðalskor 364. Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur föstudaginn 4. apríl. 30 pör mættu, úrslit: NS Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 456 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 443 Helga Helgadóttir - Ámi Jónasson 392 Eysteinn Einarsson - Láras Hermannsson 388 AV ÞórarinnÁmason-ÞorleifúrÞórarinsson 418 Gunnjiórann Erlingsd. - Þorsteinn Erlingsson 405 Þórhallur Ámason - Sigurleifur Guðjónsson 402 JónAndrésson-EmstBackmann 402 Meðalskor 364. Firmakeppni Bridsfélags Breiðfirðinga Nú er lokið þremur kvöldum af fjórum í fírmakeppni félagsins. Fyr- ir hvert kvöld er dregið um fyrir- tæki fyrir hveija sveit því fyrirtæk- in eru fleiri en sveitirnar. Staða efstu sveita er nú þannig: Rúnar Einarsson - Vaka 1850 Guðrún Óskarsdóttir - Albert og Þór HQ. 1745 Páll Þór Bergsson - Bílaréttingar Sævars 1739 Sigríður Pálsdóttir - Armur, réttingar og málun María Ásmundsdóttir - Bílasalan Borg 1667 Nicolai Þorsteinsson - Bílamálun og réttingar Auðuns 1626 Eftirtaldar sveitir skoruðu mest á þriðja spilakvöldinu (meðalskor 543) Vaka 623 AlbertogÞórHfj. 615 H. Guðmundsson plastviðgerðir 570 Bílaréttingar Sævars 562 Ryðvörn Þórðar 555 Bridsfélag Akraness Hin árlega bæjakeppni milli Akra- ness og Hafnarfjarðar var spiluð á Akranesi 5. apríl sl. Þessi keppni er árleg og keppt til skiptis á Akra- nesi eða í Hafnarfirði og oftat á 6 borðum, fyrst var spilað fyrir um það bil 40-50 árum. Bridsfélag Hafnaríjarðar hafði unnið sl. þijú ár, en nú var komið að sigri Akur- nesinga sem unnu með samtals 92 stigum á móti 85 stigum gestanna, svo jafnara mátti það vart vera. Akurnesingar vilja þakka Brids- félagi Hafnarfjarðar fyrir spila- mennskuna og vona að þessi þáttur í samskiptum milli þeirra megi halda áfram á komandi árum. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið 5 kvölda barómeter- keppni sem 38 pör tóku þátt í. Sig- urvegarar urðu: Halldýr Svanbergss. - Kristinn Kristinss. 418 Dúa Ólafsdóttir — Þórir Leifsson 407 Geirlaug Mapúsdóttir - Torfi Axelsson 345 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgerisson 282 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 264 Besta skor 7. apríl sl. Una Árnadóttir - Kristján Jónsson 138 Friðg. Friðgeirsd. - Friðg. Benediktsd. 93 Leifur Jóhannesson - Ragnar Bjömsson 91 Friðjón Margeirss. - Valdimar Sveinss. 90 Mánudaginn 14. apríl nk. verður spilaður eins kvölds tvímenningur Mitchell, forgefin spil. Verðlaun fyrir bestu skor í N/S og A/V. Upplýsingar og skráning hjá BSÍ í síma 587 9360, þá er hægt að mæta tímanlega fyrir kl. 19.30 á spilastað í Þönglabakka 1 og skrá sig þar. t Elskuleg unnusta mín, dóttir okkar og systir, ARNA RÚN HARALDSDÓTTIR, Hléskógum 3, Reykjavík, lést af slysförum 8. aprtl. Sigurður Oddur Einarsson, Sigurveig Úlfarsdóttir, Haraldur Á. Haraldsson, Etfa Huld Haraldsdóttir, Úlfar Gauti Haraldsson. j Sirrý Björt. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.