Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 65

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 65
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 65 MYWDBÖMD/KVIKMYMPIR/ÚTVARP-SJÓMVARP „The Saint“ gekk vel en Carrey gekk enn betur HÁÐFUGLINN Jim Carrey og mynd hans „Liar Liar“ eru þaul- setin á toppi listans yfir aðsókn- armestu myndir í Bandaríkjun- um en myndin er nú á toppnum þriðju vikuna í röð með 1.299,3 milljónir króna í greiddan að- gangseyri og alls 7.149,7 miHjón- ir króna eða 100,7 miHjónir bandaríkjadala frá frumsýningu. Myndin hefur örugga forystu á myndina i öðru sæti, „The Saint“ sem þó gekk mjög vel en alls nam innkoma á hana 1.157,3 miiyón- um króna. Myndin fjallar um at- vinnuþjóf sem gerist einkaspæj- ari, Simon Templar, sem leikinn er af Val Kilmer. „The Devil’s Own“ þokaðist niður í þriðja sætið, var í öðru sæti síðast. Leikstjóri „The Saint“, Phillip Noyce, þakkar velgengnimynd- arinnar einkum þrennu. Ákvörð- un Paromount um að fresta frumsýningunni þar til „Star Wars“-æðið hefði hjaðnað, góð- um „trailer" og því kynningar- starfi sem aðalleikari myndar- innar, Val Kilmer, innti af hendi. „Hann hefur ferðast um landið síðustu þrjár vikurnar og unnið hug og hjarta almennings," sagði Noyce. Áðrar nýjar myndir á listanum eru til dæmis rómantísk gaman- mynd Bette Midlers og Dennis Farinas, „That Old Feeling", sem lenti í fjórða sæti og „Double Team“, með Jean-Claude Van Damme og Dennis Rodman í að- alhlutverkum, sem fór í fimmta sæti. Myndin í tíunda sæti, „Invent- ing The Abbots", með Liv Tyler og Billy Crudup í aðalhlutverk- um olli vonbrigðum en aðeins nam greiddur aðgangseyrir á hana 163,3 milljónum króna. Audrey Hep- burn eflir ástarelda i i l < i i MICHAEL Lembeck er kannski ekki nafn sem margir kannast við. Hann hlaut Emmy-verðlaun á síð- asta ári fyrir leikstjórn á þætti um Vinina („Friends"), og hefur þess vegna fengið tækifæri til þess að leikstýra rómantískri gamanmynd sem ber titilinn, „Why Can’t I Be Audrey Hepbum?“. Myndin er um konu sem er eldheitur aðdáandi Aud- rey Hepbum. Hún telur sig hafa hitt þann eina rétta. Þegar hann mætir ekki í brúðkaupið hefur hún ástar- samband við svaramanninn en hann er líka mikill aðdá- andi Audrey Hepburn. i i Ástkær kvikmynduð THANDIE Newton kemur til með að leika á móti Ophru Winfrey í kvikmynd byggðri á skáldsögu Toni Morrison, Ástkær („Beloved"). Það er Jonathan Demme sem ætlar að leikstýra myndinni. New- ton hefur áður leikið í bún- ingamyndum sviðsettum í fortíðinni. Hún lék á móti Nick Nolte í Merchant-Ivory búningamyndinni „Jefferson in Paris“. NÝJUM VORUM LEWS 555 BOOT CUT R. 6.590 LEVI'S ORANGE TAP 3.990 Kringlunni, sími 533 1718 JIM Carrey hættir að (júga í „Liar Liar“ og er sína þriðju viku á toppnum á lista aðsóknarmestu mynda í Bandaríkjunum. BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum BI0AÐI Bandarí BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum AÐSÓKN aríkjunum Titill Síöasta vika Alls 1 . (1.) LiarLiar 1.299,3 m.kr. 18,3 m. $ 100,7 m. $ 2. (-) The Saint 1.157,3 m.kr. 16,3 m. $ 16,3 m.$ 3.(2.) The Ðewil's Own 497,0 m.kr. 7,0 m.$ 29,6 m. $ 4. (-) That Old Feeling 362,1 m.kr. 5,1 m.$ 5,1 m.$ 5. (-) Double Team 355,0 m.kr. 5,0 m. $ 5,0 m. $ 6. (3.) Selena 248,5 m.kr. 3,5 m.$ 27,7 m.$ 7.(5.) Jungle 2 Jungle 227,2 m.kr. 3,2 m. $ 48,0 m. $ 8.(6.) The 6th Man 205,9 m.kr. 2,9 m. $ 8,9 m.$ 9. (4.) The Return of the Jedl 198,8 m.kr. 2,8 m. $ 303,4 m.$ 10. (-) Inventing the Abbots 163,3 mkr. 2,3 m. $ 2,3 m. $ 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.