Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D/E 91.TBL. 85.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sérsveitir ná bústað japanska sendiherrans í Lima úr klóm Tupac Amaru-liða Allir gíslar utan einn bjargast í skyndiáhlaupi Lima. Reuter. REYKUR liðast upp úr bústað japanska sendiherrans í Líma, skömmu eftir að hermenn réðust til inngöngu þangað. SÉRSVEITIR perúska hersins réð- ust inn í bústað japanska sendiherr- ans í Lima í gærkvöldi og skýrði perúsk útvarpsstöð frá því að allir 72 gíslar skæruliða Tupac Amaru samtakanna (MRTA) utan einn hefðu bjargast. Alberto Fujimori, forseti Perú, staðfesti að einn gísl, tveir hermenn og 14 skæruliðar hefðu verið felldir í áköfum en snörpum skotbardaga. Þeir höfðu haft bygginguna á valdi sínu frá því 17. desember eða í 126 daga. Gíslarnir grétu sumir af gleði er þeir gengu frá byggingunni í fylgd her- og lögreglumanna og að áhlaupinu loknu söng Fujimori þjóð- söng landsins með hermönnum og gíslum á sendiráðslóðinni. Talsmað- ur MRTA-samtakanna í Þýskalandi sagði að áhlaupsins yrði hefnt með árásum á efnahags- og hemaðar- lega mikilvæg skotmörk í Perú. Sérsveitirnar réðust til inngöngu í sendiherrabústaðinn úr einbýlis- húsum umhverfis hann klukkan 3.20 síðdegis, klukkan 20.20 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Um 150 her- og lögreglumenn tóku þátt í áhlaupinu, en talið var að í hópi undanfara hefðu verið um 15 grímuklæddir sérsveitarmenn. Heyrðust nokkrar vélbyssuskot- hrinur og sprengingar og í kjölfar- ið stigu reykjarbólstrar upp frá byggingunni. Tók fjörutíu mínútur Um 40 mínútum eftir að fyrstu sérsveitarmennimir bmtust inn í bygginguna drógu þeir niður fána Tupac Amaru sem blaktað hafði á fánastöng hússins frá því fyrir jól. Gengu þeir síðan sigri hrósandi út á þak byggingarinnar, sungu þjóð- sönginn og gáfu gieði sína til kynna með því að steyta ákaft hnefa. Flestir gíslanna sluppu ómeiddir en talið var að a.m.k. fimm gísl- anna hefðu særst. Vom fjórir þeirra bornir út úr húsinu á sjúkra- bömm. Einn gíslanna beið bana, perúskur hæstaréttardómari, og einn sérsveitarmaður. Gíslunum var ekið til nærliggjandi sjúkra- húsa og þangað hröðuðu sér skelf- ingu lostin skyldmenni þeirra. Áhlaupið á sendiherrabústaðinn átti sér stað eftir margar árangurs- lausar tilraunir til að leysa gísla- deiluna með samningum. Skæm- liðar MRTA, sem njóta stuðnings kúbanskra yfírvalda, kröfðust þess að mörgum hundruðum félaga þeirra, sem sitja á bak við lás og slá, yrði sleppt en perúsk stjórn- völd voru aldrei til viðræðu um það. Talið er að um 30.000 manns hafi beðið bana í Perú frá því 1980 í ofbeldisaðgerðum sem Tupac Amaru og skæruliðasamtökin Skínandi stígur hafa staðið fyrir, en bæði samtökin hafa risið upp gegn stjórnvöldum í landinu. Fujimori á vettvang Fujimori forseti Perú kom mjög fljótlega á vettvang og var fagnað af her- og lögreglumönnum er hann gekk inn í bústaðinn klæddur skotheldu vesti. Þaðan hélt hann til hersjúkrahúss sem flestir gísl- anna voru fluttir til. Sveipaður fána faðmaði hann bæði gísla og vegfarendur að sér. Meðal gísl- anna, sem öðluðust frelsi á ný í gær, voru Francisco Tudela utan- ríkisráðherra Perú, sem borinn var á sjúkrabörum frá byggingunni og Morihisa Aoki sendiherra Japans. Voru 24 Japanir, 12 stjórnarerin- drekar og 12 kaupsýslumenn, í hópi gíslanna og sluppu þeir allir, flestir ómeiddir. Reuter ÞRÍR hinna 72 gísla, sem höfðu verið í haldi skæruliða í jap- anska sendiherrabústaðnum í 126 daga, sjást hér skríða eftir þaki hússins út í frelsið, á meðan sérsveitarhermenn skiptast á skotum við skæruliða Tupac Amaru-hreyfingarinnar, en þeir féllu allir í skyndiáhlaupinu, fjórtán að tölu. Þakkaði Fujimori Tókýó, Washington, Lima. Reuter. RYUTARO Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, kvaðst í gær ekki hafa vitað af fyrirætlunum perúska hersins um að ráðast til atlögu við skæruliða Tupac Am- aru-hreyfingarinnar í japanska sendiherrabústaðnum í Lima en færði perúsku stjórninni þakkir fyrir að frelsa gíslana. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði, að skæruliðarnir hefðu borið fulla ábyrgð á árásinni. „Því miður var okkur ekki gert viðvart um árásina á sendiherrabú- staðinn og ég harma það. Við erum hins vegar þakklátir perúskum yfirvöldum fyrir að grípa tækifær- ið,“ sagði Hashimoto á frétta- mannafundi. Skæruliðar ábyrgir „Eitt er alveg ljóst: Skæruliðam- ir bára fulla ábyrgð á árásinni," sagði Nicholas Bums, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Kvað hann Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, mundu senda Francisco Tudela, starfsbróður sínum perúskum og einum gíslanna, heillaóskaskeyti vegna björgunarinnar. Isaac Velazco, talsmaður skæru- liða, sagði í Þýskalandi í gær, að Fujimori, forseti Perú, hefði gerst sekur um „glæpsamlegt athæfi“. Kvað hann skæruliða hafa vitað, að brugðið gæti til beggja vona en samt hefði árásin komið þeim í opna skjöldu. Clinton herðir á refsiað- Ihaldsflokkurinn gerðum gegn Burmastjórn Washington, Bangkok. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í farinn að sækja á? London. Reuter. gær að beita herforingjastjórnina í Burma nýjum refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Var því vel fagnað meðal útlægra, burmískra andófsmanna en einn af leiðtogum herforingjastjórnarinnar reyndi að gera sem minnst úr afleið- ingum refsiaðgerðanna. „Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur ákveðið að banna nýjar fjárfestingar Bandaríkjamanna í Burrna," sagði Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fréttamannafundi í gær. Sagði hún, að ástæðan væri sú, að mannrétt- indabrot í landinu og kúgun herfor- ingjastjórnarinnar hefði aukist frá því Cohen-Feinstein-lögin voru samþykkt 30. september sl. Með þeim var Bandaríkjaforseta veitt heimild til að herða á refsiaðgerðun- um teldi hann það nauðsynlegt. Herforingjastjórnin í Burma tók völdin í sínar hendur 1988 og síðan hefur Bandaríkjastjórn hætt beinni aðstoð við ríkið og komið í veg fyr- ir aðra alþjóðlega aðstoð. Útlægir Burmabúar, sem eru flestir í Tælandi, fögnuðu þessum tíðindum í gær en ekki náðist í andófskonuna Aung San Suu Kyi, sem fékk fyrir nokkram árum frið- arverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína gegn herforingjunum. Var hún í sex ár í stofufangelsi af þeim sökum. SVO mjög hefur dregið saman með Verkamannaflokknum og íhaldsflokknum í Bretlandi, að nú munar ekki nema fimm pró- sentustigum á fylgi þeirra. Kemur þetta fram í skoðana- könnun, sem birt var í gær, en önnur gefur alveg öfuga niður- stöðu. Samkvæmt ICM-könnun, sem dagblaðið The Guardian birti, fengi Verkamannaflokkurinn 42% atkvæða og íhaldsflokkurinn 37%. Fijálslyndir demókratar fengju 14%. ICM-kannanir blaðs- ins sýna ávallt minni mun á fylgi stóru flokkanna en aðrar kannan- ir. Þessi könnun stingur mjög í stúf við Gallup-könnun, sem The Daily Telegraph birti í gær, en hún sýnir, að aftur hefur dregið í sundur með flokkunum og er munurinn nú 21 prósentustig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.