Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra á ráðstefnu um þróun byggðar á Islandi
Afkomimiögnleikar
ekki einráðir um búsetu
Morgunblaðið/Kristján
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálnisson, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, stinga saman nefjum við upphaf byggðaráðstefnunnar í gær.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að tekju- og afkomumöguleik-
ar fólks séu síður en svo einráðir
um óskir og ákvarðanir fólks um
búsetu og hyggilegt sé að reyna að
öðlast betri skilning á því hvað ráði
óskum fólks um búsetu.
Á fyrra degi ráðstefnu um þróun
byggðar, sem hófst á Akureyri í
gær, var mikið fjallað um ástæður
fólksflóttans frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins.
„Efling byggðar í landinu er ekki
einkamál dreifbýlisins, það er miklu
fremur sameiginlegt viðfangsefni
allrar þjóðarinnar. Á þessum tíma-
mótum er því mikilvægt að við horf-
um til framtíðar, til sátta en ekki
sundurlyndis, og reynum að brjóta
til mergjar hvað sameinar og eflir
okkur sem þjóð,“ sagði Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, við
setningu ráðstefnu um þróun
byggðar á íslandi, Þjóðarsátt um
framtíðarsýn, sem haldin er á Akur-
eyri.
Níundihver
höfuðborgarbúi aðfluttur
í erindi Sigurðar Guðmundsson-
ar, forstöðumanns þróunarsviðs
Byggðastofnunar, kom fram að frá
1981 hafi verið stöðugur straumur
fólks af landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins. Mestur varð hann
1.745 manns og er orðinn samtals
yfir 17.500 manns á þessu tímabili.
Tæplega helmingur af samanlagðri
fjölgun höfuðborgarsvæðisins frá
1981 er vegna aðflutnings utan af
landi sem þýðir að níundi hver íbúi
svæðisins flutti þangað af lands-
byggðinni á síðustu fimmtán árum.
„Byggðastefna snerist um langt
árabil nánast eingöngu um aðstoð
við fyrirtæki og þótt hagsmunir ein-
staklinganna og fyrirtækjanna hafi
oft farið saman er ekki hægt að
leggja þessa hagsmuni að jöfnu,
enda hefur komið á daginn að tekju-
og afkomumöguleikar eru síður en
svo einráðir um óskir og ákvarðanir
fólks um búsetu," sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra í ávarpi sínu.
Nefndi hann þróunina á Vestfjörð-
um, miðhluta Austfjarða og fleiri
svæðum sem dæmi um þetta. „Stað-
reyndir af þessu tagi hljóta að hvetja
til þess að leitað sé fleiri skýringa
og haldbetri skýringa en við höfum
haft... Það má segja að það hafí
verið tímabært að framkvæma
könnun þar sem leitað var til ein-
staklinganna sjálfra um skýringar,
en fram til þessa hefur tilhneigingin
verið sú að skýra búsetuþróunina
og breytingar á henni nánast ein-
göngu út frá hagrænum forsend-
um,“ sagði forsætisráðherra.
Ánægja með
búsetuskilyrði
Með þessum síðustu orðum er
hann að vísa til könnunar á búsetu-
skilyrðum í landinu sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla íslands er að
gera fyrir Byggðastofnun. Ur-
vinnsla könnunarinnar er á frum-
stigi en Stefán Ólafsson prófessor
gerði grein fyrir nokkrum atriðum
úr henni á ráðstefnunni í gær. Það
vakti athygli Stefáns hvað mikil
ánægja er með marga þætti búsetu-
skilyrða meðal íbúa á landsbyggð-
inni. Eftir stæði spurningin um það
af hveiju fólk flytti þá á brott í
umtalsverðum mæli.
Forsætisráðherra rifjaði upp
stefnumótun í byggðamálum til
fjögurra ára, meðal annars um skil-
greiningu vaxtarsvæða. Sagðist
hann ekki sjá aðra betri kosti en
að fara að þeirri forskrift sem þar
var dregin upp, það er að miða upp-
byggingarstarf hins opinbera á
landsbyggðinni við þau svæði sem
eiga sér forsendur til að vaxa og
svara auknum kröfum fólks um fjöl-
breyttari atvinnutækifæri og nú-
tímalega og fjölbreytta þjónustu.
„Með þessu er ekki verið að kveða
upp dóm yfir öðrum svæðum, það
er einfaldlega verið að segja að þjón-
ustuna eigi að byggja upp þar sem
flestir hafa aðgang að henni og þar
sem hagkvæmast er að veita hana,“
sagði Davíð.
Kippur í
bílasölu
TALSVERÐUR kippur er í sölu
á fólksbílum. Fyrstu þijár vikur
mánaðarins seldust 679 bílar
en allan aprílmánuð í fyrra
seldust 669 bílar. Enn getur
bæst við söluna í apríl því átta
virkir dagar voru eftir af mán-
uðinum þegar þessar tölur voru
gefnar út.
Frá 1. janúar til 18. apríl
1997 höfðu selst 2.611 bílar
en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra
nam salan 2.466 bílum. Sölu-
aukningin er 5,88%.
Söluhæsta gerðin það sem
af er aprílmánuði er VW, 122
bílar, í öðru sæti er Mitsubishi,
84 bílar, Toyota er í þriðja
sæti með 80 bíla, þá kemur
Subaru, 66 bílar og Nissan, 58
bílar.
Nauðgun
kærð í Eyjum
STÚLKA á sextánda ári hefur
lagt fram hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum tilkynningu
um nauðgun, sem á að hafa
átt sér stað um miðnætti á
sunnudag. Málið er í rannsókn
með tilliti til barnaverndarsjón-
armiða.
Stúlkan kom ásamt móður
sinni skömmu eftir hina meintu
nauðgun til lögreglu og greindi
frá því að hún hefði verið á
göngu á gangstíg á milli
íþróttamiðstöðvarinnar í bæn-
um og íbúðarhverfis, þegar
maður réðst á hana.
Gat ekki lýst manninum
Hún sagði að maðurinn hefði
verið í felum í hrauninu þarna
skammt frá og hann komið
fram vilja sínum við göngustíg-
inn. Stígurinn er upplýstur að
hluta en þegar þetta gerðist
var bilað ljós, þannig að skugg-
sýnt var, og gat hún gefið afar
takmarkaða lýsingu á hinum
meinta nauðgara, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni í
Vestmannaeyjum.
Lýst eftir hlutabréfum Þjóðviljans í Eimskipi
Þrotabúið opnað að
nýju vegna hlutabréfa
Stuttur samningafundur í deilu
RSI og Pósts og síma hf.
Miklar líkur tald-
ar á verkfalli
STUTTUR sáttafundur var haldinn
í gær í kjaradeilu Rafiðnaðarsam-
bandsins og Pósts og síma hf. hjá
ríkissáttasemjara. Annar fundur
hefur verið boðaður á fimmtudag
en boðað verkfall rafíðnaðarmanna
hjá Pósti og síma hefst á miðnætti
næstkomandi föstudag hafí ekki
samist fyrir þann tíma.
Nokkrir tugir starfsmanna hjá
Pósti og síma komu að húsnæði
sáttasemjara í gærmorgun og
þeyttu bílflautur til að sýna
óánægju sína með hversu hægt
gengur í samningaviðræðum.
Tekist á um mat á réttindum
Helsta deiluatriðið í kjaraviðræð-
unum snýst um mat á félagslegum
réttindum sem 150 símsmiðir afsala
sér við það að fara af kjarasamn-
ingi BSRB yfír á samning RSÍ en
þeir ákváðu fyrir nokkru að ganga
úr Félagi íslenskra símamanna.
Símsmíði varð á síðasta ári löggilt
iðngrein og stofnuðu símsmiðir þá
Félag símsmiða og gekk félagið í
RSÍ.
Símsmiðir samþykktu fyrir
nokkru boðun verkfalls með öllum
greiddum atkvæðum og rafeinda-
virkjar og rafvirkjar hjá Pósti og
síma samþykktu einnig verkfall frá
sama tíma.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður RSÍ, sagði að eins og staðan
væri í dag væri mjög líklegt áð
verkfall hefjist á föstudagskvöldið.
Hann sagði að vinnuveitendur hefðu
lagt fram tilboð sl. fímmtudag og
rafíðnaðarmenn hefðu svarað því
daginn eftir. VSÍ hafí svo ætlað að
svara hugmyndum RSÍ á fundinum
í gær, „en svörin sem við fengum
voru þau að þeir væru ekki tilbúnir
að ræða við okkur á þessum nótum.
Ákvað sáttasemjari þá að við mynd-
um hittast aftur á fimmtudag,"
sagði Guðmundur.
Guðmundur telur að reynt verði
til þrautar að ná samningum um
helgina. Hann segir að verkföll hjá
Pósti og síma gætu haft mjög víð-
tæk áhrif m.a. á rekstur fjarskipta-
kerfa og ef bilanir verða.
GESTUR Jónsson lögmaður hefur
fyrir hönd þrotabús Þjóðviljans til-
kynnt dómstjóra í Reykjavík að
hann muni höfða mál fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur til ógildingar á
hlutabréfum sem þrotabúið á í Eim-
skipafélagi íslands hf. Bréfin eru
glötuð og hafa ekki fundist þrátt
fyrir mikla leit, og ógildingu þarf
til að unnt sé að fá ný hlutabréf
útgefin í stað hinna gömlu. Dag-
blaðið Þjóðviljinn var gefíð út af
Sósíalistaflokknum og síðar Al-
þýðubandalaginu og útgáfufélögum
á þeirra vegum. Blaðið varð gjald-
þrota.
Hveijum þeim sem kann að hafa
hlutabréfin undir höndum eða telur
sig hafa rétt yfir þeim, er því stefnt
til að mæta á dómþing Héraðsdóms
Reykjavíkur í lok næsta mánaðar,
til að sanna rétt sinn til hlutabréf-
anna. Að öðrum kosti verða bréfin
ógild.
Enginn vissi um bréfin
Um þrettán bréf er að ræða og
voru fyrstu bréfin keypt í árslok
1982, en seinustu bréfin eru jöfnun-
arhlutabréf, útgefin eftir að rekstri
Þjóðviljans var hætt. Áætlað sölu-
andvirði þeirra er á milli 200 og
300 þúsund krónur miðað við skráð
gengi, að sögn Harðar Harðarsonar
lögmanns sem fer með málið fyrir
Gest.
„Á sínum tíma kallaði ég fyrir
forsvarsmann Þjóðviljans sem var
trúlega í rekstrinum undir það síð-
asta, en þá komu ekki fram neinar
upplýsingar um eignir. Nokkru síð-
ar bárust mér gögn frá Eimskipafé-
laginu um að þessi bréf væru fyrir
hendi, bæði ávísun fyrir arðgreiðslu
og tilkynning um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfs, og þá hóf ég að grafast
fyrir um hvort einhver þeirra manna
sem komið höfðu að rekstri Þjóðvilj-
ans kannaðist við þessi bréf. Enginn
þeirra treysti sér hins vegar til að
benda á hvar þau væru niðurkomin.
Að öllum líkindum eru þessi bréf
í einhveijum skjalabunkum, hvar
svo sem þeir kunna að vera niður-
komnir. Þess vegna er þessi leið
farin, enda einfaldasta niðurstað-
an,“ segir Hörður. „Þessi leið er
hins vegar fyrst og fremst forms-
atriði og ég yrði mjög hissa ef bréf-
in kæmu fram.“
Skipt á milli kröfuhafa
Þjóðviljinn var tekinn til gjald-
þrotaskipta árið 1995, nokkru eftir
að rekstri blaðsins var hætt. Lýstar
kröfur voru á milli 20 og 30 milljón-
ir króna, en engar eignir voru til
staðar. Búið var að loka búinu en
með stefnubirtingu nú hefur það
verið opnað að nýju, og verður fjár-
munum sem fást fyrir sölu bréfanna
skipt á milli helstu kröfuhafa.
Eimskip var eitt þeirra fyrirtækja
sem Þjóðviljinn beindi ósjaldan
spjótum sínum að og kveðst Hörður
telja eðlilegt að menn verði undr-
andi á þessari eign útgáfufélags
blaðsins í Eimskipafélagi íslands
hf. Hann kunni hins vegar engar
skýringar á þessari eign.
„Það er mjög skiljanlegt að menn
velti því fyrir sér, en svörin liggja
sennilega helst hjá forsvarsmönn-
um blaðsins á sínum tíma. Þeir
hafa kannski talið þetta góða fjár-
festingu, þó að þetta séu nú ekki
stórar fjárhæðir," segir Hörður.