Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 8

Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR , Helmskuleg hegftun ' Stelngrímur Hermannsson 7 seðlabanKastj órl seglr aö Islend-! ' 1111 lngarvhagi^eör' heimskulega i mengunarmélum og raöi nlöur ál- verum eA:geri ekk«t tíl aö draga s úr áhrifUm gróðurhúsaloftteg- /O '!!! ■ I';•/1 i' H ÉG verð að segja það, fyrr má nú láta fífla sig . . . Skorarformaður í tölvunarfræðiskor Prófessorar með lægri laun en nemendur JÓHANN P. Malmquist prófessor og skorarformaður í tölvunarfræði- skor við Háskóla íslands segir ástæðuna fyrir því að ekki sé nóg framboð af forriturum hér á landi, eins og bent var á í frétt blaðsins á sunnudag, þá að hugbúnaðariðn- aðurinn hafi vaxið mikið undanfarin ár og því sé mikil eftirspurn eftir tölvunar- og kerfisfræðingum. Á móti hafí tölvunarfræðin ekki fram- leitt nógu marga tölvunarfræðinga, en því sé reyndar erfitt að stýra. Hann segir á hinn bóginn að áhug- inn á faginu sé sífellt að aukast. í frétt Morgunblaðsins á sunnu- dag kom einnig fram að Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunar- fræði, hefði fengið ársleyfí frá kennslu til að sinna verkefni á veg- um Einars J. Skúlasonar hf. og segir hann að það sé þreytandi að vinna í Háskólanum á þessum nið- urskurðartímum. Nemendur betur launaðir en prófessorar Aðspurður segist Jóhann hafa miklar áhyggjur af því að hæfir kennarar fari frá skorinni og út á hinn almenna vinnumarkað bæði hér heima og erlendis. Að sama skapi væri mjög erfitt að fá nýja hæfa kennara til að koma heim og taka að sér kennslu við Háskólann. „Forritarar eru hins vegar betur launaðir en prófessorar," segir hann. „Laun prófessora eru jafnvel lægri heldur en laun nemenda sem eru að vinna sem forritarar og eru að útskrifast eða ekki búnir að út- skrifast,“ segir hann. Jóhann segir að ef ekki fáist góðir kennarar til að kenna í tölvun- arfræðiskor geti hún einfaldlega hrunið. „Við höfum þegar smá reynslu af þvi að geta ekki mannað allar stöður. Til dæmis í dæmatím- um, þar sem launin voru svo langt undir því sem nemendurnir gætu haft úti á hinum almenna vinnu- markaði. Ég get nefnt tölur. Við megum borga nemendum um 500 til 600 krónur á tímann en þeir hinir sömu gætu verið með 1.500 krónur á tímann sem forritarar. Þetta gengur ekki upp,“ segir hann. BALTASAR Kormákur. Leikur Baltasar Halim Al? KVIKMYNDASJÓÐUR Evrópu- ráðsins, Eurimages, veitti á fundi sínum í Istambúl i sl. viku 22 milljóna króna styrk til fyrirhug- aðrar kvikmyndar um íslenska konu og tyrkneskan mann, sem fór með dætur þeirra tvær til Tyrklands og móðirin fær ekki umgengni við þær. Verður mynd- in gerð í samvinnu Frakka, ís- lendinga, Hollendinga og Tyrkja. Markús Orn Antonsson, sem er fulltrúi Ríkisútvarpsins í sjóð- stjórninni, sat fundinn þar sem 22 milljónir eru veittar í þetta verkefni. Stjórnandi myndarinnar er tyrkneskur, Canan Gerede, og hefur hún samið handritsdrögin, en efniviðurinn er dreginn úr máli Soffíu Hansen og Halims Als og dætra þeirra, þótt ekki muni eiga að nota þau nöfn. Á dóttir hennar að leika aðalkven- hlutverkið og hugmyndir eru uppi um að Baltasar leiki þá ímynd Halims AIs. Tökur munu fara fram bæði á íslandi og í Tyrklandi, 3-4 vikur á hvorum stað að áætlað er, og verður lík- lega hægt að byija hér síðsum- ars. Friðrik Þór Friðriksson er meðframleiðandi að myndinni. Dagur bókarinnar haldinn hátíðlegur Bókmenntaþj óðin les minna en áður Þröstur Helgason DDagur bókarinnar er haldinn hátíðleg- ur í annað sinn í dag, á 95. afmælisdegi Halldórs Laxness. Það er að tilstuðlan UNESCO sem þessi dagur er tileink- aður bókinni en hér á landi hefur Bókasamband ís- lands annast_ undirbúning fyrir daginn. í stjórn Bóka- sambandsins sitja fulltrúar samtaka og félaga sem eiga hagsmuna að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. Nýkjörinn for- maður Bókasambandsins er Þröstur Helgason og hann er fyrst spurður að því hvers vegna Dagur bókarinnar sé haldinn há- tíðlegur. „Kannski er það til þess að minna íslendinga á hverjir þeir eru, minna á að bókin er og hefur verið kjarni þjóðarinnar, að þjóðin er reist á bókinni. Við vorum ekki fyrr stig- in hér á land en við fórum að skrifa bækur. Dagurinn er til þess að minna okkur á mikilvægi bókarinnar og einnig til þess að efla bókina, ekki bara í efnisleg- um skilningi, heldur reyna að vinna að auknum lestri á bókinni og umfjöllun um hana. Á því er ekki vanþörf sé rannsókn Þor- björns Broddasonar á bóklestri sl. þtjátíu ár höfð í huga.“ - Hverjar eru niðurstöður Þor- björns? „Þær eru vondar fyrir bók- menntaþjóðina og sýna að lestur íslendinga hefur stöðugt farið minnkandi á þessu tímabili. Þessi könnun sýnir okkur að íslending- ar eru ekki eins mikil bókmennta- þjóð og þjóðin vill vera láta.“ - Er eitthvað til ráða? „Margt er hægt að gera, margt er að. Jólabókavertíðin er óæskileg. íslensk skáldverk koma flest út á þessu tímabili, 2-3 mánuðum, en útgáfan dettur síðan niður aðra mánuði ársins. Þetta mætti laga með því að dreifa útgáfunni á alla mánuði ársins, gera útgáfuna samfelldari og halda áhuganum með því vak- andi. Svo er líka hlutur eins og bókmenntakennsla í skólum. Mér skilst að hún sé eins og þegar ég var í skóla, börn þekki fáein ljóð og geti farið með nokkrar línur úr þeim. Það er minna lagt upp úr því að kenna að lesa og njóta skáld- skapar, meta hann. Þetta mætti laga og standa betur að bók- menntauppeldi yfir- leitt. Þá vil ég nefna bókmenn- taumfjöllun í dagblöðum. Mér fínnst hún stundum snúast meir um sjálfa sig en bókmenntirnar.“ - Hver er ástæðan? „Fræðin á bak við eru orðin svo flókin að þau flækjast fyrir. Almennur lesandi á erfitt með að fylgjast með umræðunni um bókmenntirnar. Bókmenntafræð- in, bókmenntagagnrýnin, eru lít- ill lokaður heimur sem er §and- samlegur almennum lesanda. Þessi heimur hleypir engum inn nema þeim sem eru innvígðir í fræðin. Þeir sem fjalla um bók- menntir fyrir almenning þurfa að vera meðvitaðir um þetta. Þeir þurfa að stuðla að því að bókmenntagagnrýnin sé ekki bréf á milli gagnrýnenda eins og Steinn sagði að komið væri fyrir skáldskapnum. Bókmenntaum- fjöllunin á fyrst og fremst að leiða lesandann inn í bókina.“ - Er þetta áberandi nú? ►Þröstur Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1987, B.A-prófi í íslensku frá Háskóla íslands árið 1991 og M.A.-prófi í íslenskum bók- menntum frá sama skóla 1994. Þröstur starfaði við Bók- menntafræðistofnun Háskóla íslands árið 1993, var bók- menntagagnrýnandi Dagsljóss Sjónvarpsins veturinn 1994- 1995 en undanfarin tvö ár hef- ur hann verið blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu. Þröstur er formaður Samtaka gagnrýn- enda og Bókasambands Islands. „Þetta hefur verið meira áber- andi síðustu ár. Bókmenntafræð- in hefur breyst svo mikið. Kannski vantar að menn leggi listrænt mat á bækur sem þeir skrifa um í stað þess að flækja sig of mikið í kenningar og hug- tök.“ - Hvað um stöðu bókmennt- anna sjálfra? „íslenskar bókmenntir hafa ekki versnað, þær eru ekki síðri en fyrir 50-100 árum. Það er ekki bókmenntunum sjálfum að kenna að minna er lesið heldur frekar umhverfi þeirra. Til marks um stöðu íslenskra bókmennta er að sjaldan hefur verið jafnmik- ið þýtt af íslenskum bókum, en gera mætti betur. Þýð- ingar íslenskra bók- mennta, að flytja þær út, eru mikilvægari en margur hyggur. Það er ekki einungis greiði við aðrar þjóðir heldur íslenskum bókmenntum til framdráttar. Það er lífvænlegt fyrir íslenskar bók- menntir að fá umfjöllun erlendis, vera þátttakendur í umræðunni. Hvað þetta varðar gæti Bók- menntastofa gegnt stóru hlut- verki, en hún verður vonandi sett á stofn innan tíðar.“ - Hvernig viltu orða hlutverk Bókasambandsins í fáum orðum? „Það er aðallega fólgið í því að standa vörð um bókina og framtíð hennar og höfundarrétt. í tilefni af Degi bókarinnar sem sambandið skipuleggur verða ýmsar uppákomur. Ekki síst vil ég minna á dagskrá á Kjarvalsstöðum sem mun standa frá kl. 15-22. Fyrst verður lesið fyrir börn en síðan hefst dagskrá fyrir fullorðna á því að Helga Bachmann leikkona les ljóð eftir Halldór Laxness, en tónlistar- menn munu koma fram auk rit- höfunda." Bókmennta- fræöin er lítiil lokaður heimur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.