Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. APRlL 1997 17
LÍFEYRIR LANDSMANIMA
4% af föstum launum í 32 ár1) 4% af heildarlaunum 4% af heildarlaunum
Iðgjald launagreiðanda
6% af föstum launum1) 11,5% af heildarlaunum 6% af heildarlaunum
Ábyrgð á skuldbindingum $
Hvílir hjá launagreiðanda Hvílir hjá launagreiðanda Hvílir hjá sjóðnum
LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA RÍKISINS
og samanburður við almennu lífeyrissjóðina
B-deild
Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins
(gamla kerfið)
Ellilífeyrir
A-deild
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
(nýja kerfið)
Almennir
lífeyrissjóðir
1-4
Iðgjald iaunþega
jEllilífeyrisaldur
65-70 ára2)
Ellilífeyrír
Sjóðsfélagi vinnur sér inn
árlega 2% lífeyrisrétt af
föstum launum. Lífeyrir tekur
mið af launum eftirmanns.
Örorkulífeyrir
E I Miðast við áunninn
** I ellilífeyrisrétt.
Makalífeyrir
I Maki á rétt til lífeyris tif
I æviloka sem nemur
helmingi af áunnum lífeyris-
rétti og 20% af viðmiðunar-
launum.
Barnalífeyrir
Börn látins sjóðsfélaga
fá sem nemur helmingi
barnalífeyris almanna-
trygginga þar til þau ná
18 ára aldri.
65 ára3)
Sjóðsfélagi vinnur sér inn
árlega 1,9% lífeyrisrétt af
heildarlaunum ef hann
byrjar töku lífeyris 65 ára.
Miðast við áunninn elli-
lífeyrisrétt og til viðbótar
réttindi sem viðkomandi
hefði haft við 65 ára aldur.
Maki fær 50% af örorku-
lífeyrisrétti sjóðsfélagans í
þrjú ár og 50% makalífeyris í
tvö. Óskertur makalífeyrir er
greiddur þangað til yngsta
barn hefur náð 22 ára aldri.
Börn eða kjörbörn látins
sjóðsfélaga fá lífeyri sem
nemur 10.000 kr. á mánuði
miðað við 174,2 stiga vísitölu
neysluverðs þar til þau ná 22
ára aldri.
67 eða 70 ára4)
Sjóðsfélagi vinnur sér inn
árlega 1,8% lífeyrisrétt af
heildarlaunum ef hann
byrjar töku lífeyris 70 ára.
Miðast við áunninn elli-
lífeyrisrétt og til viðbótar
réttindi sem viðkomandi
hefði haft við 67 ára aldur.
Maki fær 50% af örorku-
lífeyrisrétti sjóðsfélagans í
þrjú ár og 50% makalífeyris í
tvö. Óskertur makalífeyrir er
greiddur þangað til yngsta
barn hefur náð 18 ára aldri.
Börn eða kjörbörn, yngri en
18 ára, fá helming af þeim
barnalífeyri sem almanna-
tryggingar greiða eða fasta
upphæð sem breytist í
samræmi við hækkun
vísitölu neysluverðs.
1) Nýju lögin gerir ráð fyrir að ríkið greiði 10% iðgjald í LSR
|aegar starfsmenn öðlast iðgjaldafrelsi í sjóðinn eftir 32 ár.
2) Nái lifaldur sjóðsfélaga og starfsaldur samtals 95 árum
má hann hefja töku lífeyris fyrr. Hann verður þó að vera orðinn
60 ára.
3) Sjóðsfélagar geta hafið töku lífeyris við 60 ára aldur en þá skerðist
lífeyrisréttur. Fresti sjóðsfélagi töku lifeyris til 70 ára aldurs aukast
réttindin.
4) Hjá mörgum sjóðum geta sjóðsfélagar hafið töku lifeyris við 65 ára
aldur, en þá skerðist lífeyririnn.
Jón Jónsson hefur störf 25 ára og byrjar
þá að greiða í lífeyrissjóð. í upphafi eru
mánaðalaun hans 116.667 kr. á mánuði,
83.333 kr í dagvinnu og 33.333 kr. í
yfirvinnu. Fyrstu 12 starfsárin hækka
laun hans um 2% af af byrjunarlaunum
eftir það. Að auki hækka laun hans
árlega um 0,8% umfram verðlag í
almennum kjarasamningum.
Eftir 43 ára starf eru launin komin upp
í 249.636 kr. á mánuði og þá fer hann
á ellilaun, 68 ára gamall.
B-deild
Lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins
A-deild
Lífeyrisjóðs starfsmanna rikisins
Almennir
lífeyrissjóðir
Ellilífeyrir
Kr. 139.083 ámánuði1)
Kr. 189.353 á mánuði
Kr. 125.160 ámánuði
Starfsfélagi Jóns, Ari Arason, sem hóf störf með honum á
sömu launum verður fyrir slysi 35 ára svo hann verður
100% öryrki.
Slysið leiðir Ara til dauða 40 ára.
Hann lætur eftir sig konu og tvö börn.
Örorkulífeyrir
Kr. 23.024 á mánuði
Kr. 77.681 á mánuði
Kr. 73.592 á mánuði
Makalífeyrir
Barnalífeyrir
Kr. 34.798 á mánuði
Kr. 5.397 á mánuði
Kr. 38.840 á mánuði
Kr. 7.500 á mánuði2)
Kr. 36.796 á mánuði
Kr. 5.397 á mánuði
1) Ellilaun í B-deild hækka samhliða almennum launahækkunum, sem er 0,8% á
ári í þessu tiltekna dæmi. Fái eftirmaður Jóns launahækkun hækka ellilaun hans
um sömu upphæð.
2) Barn 100% öryrkja fær u.þ.b. 7.500 kr. I lífeyri,
en 10.000 kr. við andlát föður fram til 22 ára
aldurs.
fyrir að eldri starfsmenn geti látið
reikna út lífeyrisréttindi sem þeir
hafa unnið sér inn á liðnum árum
og látið leggja inn á séreignarreikn-
ing þann hluta sem svarar til 7%
af launum. Þannig myndu rúmlega
60% af lífeyrisréttindum viðkom-
andi launamanns á liðnum árum
vera áfram í sameignarsjóðnum, en
tæplega 40% myndu leggjast inn á
séreignarreikning. Reglugerð Eftir-
launasjóðs Búnaðarbanka gerir
ekki ráð fyrir því að hægt sé að
skipta iðgjöldum sem þegar hafa
verið greidd milli sameignarsjóðs
og séreignarsjóðs. Hins vegar gerir
reglugerðin ráð fyrir því að allir sem
eru með styttri starfsaldur en sex
ár fari inn í nýja kerfið. Búnaðar-
bankinn hefur stofnað séreignar-
sjóð, sem m.a. er ætlað að varð-
veita viðbótariðgjald starfsmanna
sinna, en auk þess er honum ætlað
að keppa um viðbótariðgjöld við
aðra séreignarsjóði.
Reglugerðirnar, sem enn hafa
ekki formlega verið staðfestar, gera
ráð fyrir að lífeyrissjóðimir beri
sjálfir ábyrgð á réttindum sínum.
Þessari ábyrgð var ekki létt af
vinnuveitendum sem greiða í LSR.
Þetta atriði hefur valdið nokkrum
ágreiningi meðal bankamanna og
skýrir að hluta til hvers vegna af-
greiðsla málsins hefur dregist af
þeirra hálfu. Andstaða hefur verið
við að létta ábyrgðinni af bönkunum
meðal starfsmanna Seðlabankans,
en þeir hafa einnig lagt áherslu á
að auka lýðræðið í sjóðnum þannig
að meirihluti stjórnar verið kosinn
af sjóðsfélögum á sjóðsfélagafundi.
Nokkrar breytingar eru gerðar á
lífeyrisréttindum bankamanna og
eru þær hliðstæðar breytingum sem
gerðar hafa verið á LSR. Tekið
verður upp stigakerfi og makalíf-
eyrir er skertur, en örorkulífeyrir
er aukinn á móti.
I tengslum við nýgerða kjara-
samninga bankanna og banka-
manna var samþykkt bókun um að
gerðar yrðu breytingar á lífeyris-
kerfi starfsmanna sparisjóðanna.
Lífeyrismál starfsmanna sparisjóð-
anna eru með ýmsum hætti. Sumir
greiða í LSR, aðrir í Lífeyrissjóð
verslunarmanna og enn aðrir í líf-
eyrissjóði sveitarfélaganna.
Samrœming réttinda
Þær breytingar sem gerðar voru
á lífeyrissjóðakerfi opinberra starfs-
manna á síðasta ári leiddu í ljós
hversu mikill munur er á verðmæti
réttinda opinberra starfsmanna og
annarra launamanna. Trygginga-
stærðfræðingum var falið að reikna
út hversu hátt iðgjald opinberra
starfsmanna þyrfti að vera til að
það borgaði réttindi þeirra. Niður-
staðan varð sú að iðgjaldið þyrfti
að vera 15,5%. Bankamenn höfðu
áður komist að þeirri niðurstöðu að
þeirra iðgjald þyrfti að vera 17%.
Flestallir launamenn á almennum
markaði greiða hins vegar 10% ið-
gjald.
Þessir útreikningar urðu til þess
að forysta ASÍ setti fram kröfu í
aðdraganda kjarasamninga um að
stjórnvöld jöfnuðu lífeyrisréttindi
landsmanna. Stjórnvöld höfnuðu
þeirri kröfu með þeim rökum að
ekki væri verið að auka lífeyrisrétt-
indi opinberra starfsmanna heldur
aðeins að reikna út kostnað við þau.
Steingrímur Ari Arason, aðstoð-
armaður fjármálaráðherra og for-
maður nefndar sem samdi frum-
varpið um LSR, sagðist gera ráð
fyrir að frekari breytingar yrðu
gerðar á lífeyrissjóðakerfi opinberra
starfsmanna í framtíðinni. Það
mætti t.d. vel hugsa sér að meðal
opinberra starfsmanna vaknaði
áhugi á að lækka lífeyrisiðgjald rík-
isins gegn því að laun hækkuðu á
móti.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagðist ekki
trúa því að opinberir starfsmenn
myndu um alla framtíð sætta sig
við að nota svo stóran hluta launa
sinna í að tryggja sig eftir að starfs-
ævi lyki. Hann benti á að héldu
þeir áfram að vinna fram að sjötugu
gætu þeir tryggt sér hærri lífeyri
en þeir hefðu í heildarlaun. Menn
hlytu að átta sig á að það væri
hagstæðara að taka stærri hluta
launanna út strax í formi hærri
launataxta.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagðist ekki telja að lífeyris-
iðgjald opinberra starfsmanna væri
of hátt eða fæli í sér of rnikla trygg-
ingu. Það væri heldur ekki ágrein-
ingur um það að það þyrfti að auka
sparnað í þjóðfélaginu. Ágreiningur
væri hins vegar um hver ætti að
varðveita þennan sparnað. Þórarinn
væri talsmaður þess að fjárvörslu-
sjóðir sæju um stærri hluta af
sparnaðinum, en sjálfur væri hann
talsmaður þess að samtryggingar-
sjóðirnir sæju um að ávaxta nauð-
synlegan sparnað landsmanna.
A morgun, fimmtudag,
verður fjallað um rekstur
almennu lífeyrissjóðanna,
skipan í stjórnir, eignir
sjóðanna og sókn þeirra
inn á hlutabréfamarkað.