Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason
LÖGBERGSHRAUNIÐ. Þegar mynd þessi var tekin, var enn siyór
í gjánni, 14. apríl sl. Mennimir standa á snös gamla Lögbergs, og
vel má sjá fráklofninginn, en hraunið liggur undir snjónum á milli.
Endurreisum
Lögberg
ÖMURLEG má sú
vitneskja vera íslend-
ingum, nú þegar á að
kveðja upp þjóðlið og
kalla til gesti að Lög-
bergi helga, þar sem
„við trúnni var tekið
af lýði“, að lögberg á
Þingvöllum sé ekki
lengur til.
Mikið er nú og rétti-
lega fárazt yfir
skemmdarfýsn ungl-
inga, en unglinga-
vandamálið er ekki
nýrra en svo, að á al-
þingi árið 1724 eða um
það bil tók sig til hópur
ungra meðreiðar-
sveina þingmanna og veltu stórum
steinum ofan af lögbergi og gerðu
úr stillur yfir um ána, svo þing-
menn kæmust til kirkju.
Ekki væri þetta spellvirki ungl-
inganna svo fréttnæmt nema af
því, að fyrir þeim fór sá maður,
þá 18 ára, sem varð síðar einn
mesti fomfræðingur landsins, og
hitt ekki síður, að hann skráði
þennan verknað síðar kyrfilega í
tveimur handritum sínum. Sá var
Jón Ólafsson frá Grunnavík, sveinn
Páls lögmanns Vídalín og síðar
skrifari Árna Magnússonar.
íslendingar ættu að
geta lagað til eitt jarð-
skjálftahrun, segir
Björn Th. Björnsson,
og eignast í staðinn að
nýju Lögberg helga á
Þingvöllum.
Jóni Ólafssyni verður það á, líkt
og fleirum á þeim tíma, að rugla
sem snöggvast saman lögréttu og
lögbergi, þótt hann leiðrétti það
síðar. Hann segir: „Lögrétta (rétt-
ara: lögberg) meina ég til forna
verið hafa á eystra gjábarminum
skammt fyrir utan Snorrabúð, fáa
faðma norðar. Því anno 1724 circit-
er, þá vér komum með Páli lög-
manni Vídalín til lagaconferenzen
(lögþingsins) viku fyrir alþíng eður
þann 8. Juli sem þá tíðkaðist, fann
ég þar ferkantaða hraunsteina á
berginu, mátulega til að sitja á, og
voru flestir grasi vaxnir. Þá tókum
við upp, veltum niður af Hallinum
og gjörðum stillur af við eyrar end-
ann sunnanverðan, fyrir neðan lög-
réttuna (þ.e. Lögréttubúðina undir
Hallinum, svo gánga mátti þurum
fótum fyrst yfir á fógeta hólmann,
og síðan settum við eins stigsteina
þaðan yfir kvíslina, svo gánga
mátti heim að Þingvöllum þurum
fótum og þurfti ei hest.
Þar hygg eg heitið
hafí Lögberg til forna,
svo sem nefnir í Jóns-
bók og sögunum."
Síðar bætir Jón Ól-
afsson því við sem at-
hyglisverðast er:
„Þessir ferskeyttu
hraunsteinar stóðu svo
sem í hálfhríng á gjá-
barminum, eins og
hrunið hefði af vestari
hluta hríngsins inn í
gjána. Þeir voru allir
ferkantaðir hraun-
steinar, eins og til-
höggnir, og mátulegir
að sitja á, sem aðrir
stólar." (eftir uppskrift Jóns Sig-
urðssonar í JS 497 4to eftir frum-
riti Jóns í Add. 6 4to, nú AM 979
a-c, 4to.)
Þessi frásögn Jón Ólafssonar er
einkar trúverðug vegna þess, að
hvergi nema á þessum eina stað
hefur orðið verulegt hrun eða frá-
klofningur úr lægri gjárbarminum.
Samkvæmt þessu hefur verið all-
stór en afhallur stallur efst á Hall-
inum, hlaðinn upp framan og fyllt-
ur til þess að jafna hann, og set-
steinarnir staðið á honum í hring.
Síðan hefur hálf áhleðslan sem eft-
ir var skriðið fram og flatzt úr. Það
eru leifar hennar sem nú er kallað
Lögberg. Báðir þeir Pálmi Pálsson
yfirkennari og Sigurður Vigfússon
fornmenjavörður tóku eftir því, að
áhleðsla þessi hefði skriðið veru-
lega fram í sinni tíð.
En hvað um setsteinana á Lög-
bergi sjálfu? Annaðhvort eru þeir
í hruninu eða komnir niður í sand-
og leirbotn Öxarár. Dr. Björn M.
Ólsen síðar háskólarektor segist
hafa séð einn þessara steina í ánni
sumarið 1880 og fundið enn annan
til þegar hann fór þangað rann-
sóknarför haustið 1903 með dr.
Jóni Stefánssyni og enska rithöf-
undinum Hall Caine. Styrkir það
að sjálfsögðu frásögn Jóns Grunn-
víkings.
En hvað skal þá til varnar verða
vorum sóma? Því er aðeins á einn
veg að svara: fylla upp í fráklofn-
inginn og endurgera þann berg-
stall sem fyrrum var helgasta vé
íslands, þaðan sem lög voru upp
sögð og þar sem við trúnni var
tekið af lýði.
Erlendis hafa fátækar þjóðir
endurreist heilar borgir úr styrj-
aldarrústum, aldagamlar bygging-
ar svo þær fyrrum voru. Hví skyldi
okkur Islendingum verða skota-
skuld úr því að laga til eitt jarð-
skjálftahrun og eignast í staðinn
að nýju Lögberg helga á Þingvöll-
um við Öxará?
Höfundur er listfræðingur.
Björn Th.
Björnsson
Góð bók er ávallt ný!
LIST HINS ritaða orðs hefur
löngum verið skipað í öndvegi á
listasviði hér á landi, enda bók-
menning þjóðarinnar nánast órofin
allt frá tólftu öld.
Þótt listsköpun verði sífellt
margþættari, myndlist, tónlist,
kvikmyndagerð og fleiri greinar
hasli sér víðari völl í þjóðlífinu
skipa bókmenntir enn sérstakan
sess meðal íslendinga. Landsmenn
minnast þess stoltir á hátíðastund-
um að þeir séu bókaþjóð eða jafn-
vel bókaþjóðin - með
ákveðnum greini.
Lítið málsvæði
Mörgum útlending-
um þykir raunar furðu
sæta að hér skuli yfir-
leitt vera gefnar út
bækur á tungumáli
landsmanna, svo smár
er markaðurinn og
málsvæðið - aðeins
brot eða brotabrot af
helstu samfélögum
Vesturlanda. Aftur á
móti eru dæmi um að
seld upplög innlendra
bókmenntaverka hér á
landi séu svipuð að
eintakafjölda og gerist á öðrum
Norðurlöndum sem eru 15-20 sinn-
um mannfleiri en Island.
í stað þess að sætta okkur við
að hér stæðu einungis til boða
bækur á erlendum málum höfum
við gefið út íslenskar bækur og
þýtt helstu stórvirki heimsbók-
menntanna, og sitthvað léttvægara
reyndar líka, á okkar ylhýra mál.
Við útgáfustarfsemina fást hópar
fólks á öllum ferli bókarinnar allt
frá því að hún verður til í huga
höfundar þar til hún er komin í
hendur lesandans sem mun njóta
hennar.
Bækur hafa átt sinn snara þátt
í að efla þjóðvitund íslendinga, þær
hafa verið • uppspretta menningar
og þekkingar og hafa að auki haft
gífurlega þýðingu varðandi þróun
íslenskrar tungu. Sá þáttur skiptir
ekki síst máli þegar metið er gildi
bóka og bókmennta í þjóðfélaginu.
Það er óumdeild staðreynd að í litlu
málsamfélagi eins og því íslenska
gegna bækur enn
veigameira hlutverki
en meðal milljóna-
þjóða við að varðveita,
kenna og endurnýja
tungumál þjóðarinnar.
Dagur bóka og
stórskálda
Af öllum þessum
sökum ætti það að
vera íslendingum
ánægjuefni að ákveðið
skuli hafa verið að
einn dagur í almanak-
inu skuli helgaður
bókinni. Frá og með
síðasta ári var 23.
apríl alþjóðlegur dag-
ur bókarinnar að frumkvæði Menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Þessi dagur er í senn
dagur bóka og stórskálda. Tveir
skáldjöfrar fortíðar Miguel de Cer-
vantes og William Shakespere lét-
ust báðir 23. apríl árið 1616 en á
sama apríldegi árið 1902 fæddist
Nóbelskáldið okkar, Halldór Lax-
ness, sem er 95 ára í dag.
Markmið bókadagsins er um-
fram allt að hvetja fólk, og þá
ekki síst yngri kynslóðina, til þess
Gott væri, segir Ölafur
Ragnarsson, að sem
flestir temdu sér þá
ljúfu reglu að ljúka
hverjum degi með því
að líta í bók.
að lesa meira og kynna sér verk
þeirra fjölmörgu höfunda sem
auðgað hafa líf mannkyns um ald-
ir.
Börn og bækur
Þýðingarmikið er að þær kyn-
slóðir sem nú eru á mótunar-
skeiði, börn okkar og barnabörn,
átti sig á gildi hins ritaða orðs og
læri að njóta góðra bóka. Þar fara
lesendur komandi daga og það
gefur auga leið að framtíð bóka
mun grundvallast á áhuga þeirra
á bóklestri.
Miklu skiptir í þessu efni að
bækur séu til á heimilum og börn
alist upp í sem nánustum tengslum
við þær.
í nýafstaðinni barnabókaviku
Félags íslenskra bókaútgefenda
var meðal annars bent á að rann-
sóknir hafa sýnt að því fyrr sem
foreldrar fara að lesa fyrir börn
sín þeim mun meiri líkur eru á að
börnin kunni að meta bækur þegar
þau komast á manndómsár. Og
jafnframt hefur komið fram að
bömum sem eru lestrarhestar
vegnar betur í lífinu en hinum sem
farið hafa að mestu á mis við
bækur.
Ólafur
Ragnarsson
Ennhækkar
R-listinn gjöldin
FYRIR síðustu
borgarstjórnarkosn-
ingar 1994 lýsti R-list-
inn yfir, að komist
hann til valda myndu
skattar ekki hækka.
Strax í fyrstu fjár-
hagsáætlun 1995 var
nýr skattur Iagður á
borgarbúa, holræsa-
gjald, sem þýddi 26%
hækkun fasteigna-
gjalda eða um 14-30
þúsund króna skatta-
auka á hvert heimili í
borginni, eftir stærð
þess.
Til viðbótar holræ-
sagjaldinu hefur R-
listinn hækkað dagvistargjöld -
strætisvagnagjöld, bílastæða-
gjöld, heita vatnið, rafmagnið -
vatnsgjaldið, gjöld fyrir sundstaði
og þjónustu við aldraðra. Þá hefur
R-listinn séð svo um að sum-
arvinna skólafólks hefur dregist
verulega saman undanfarin 2
sumur, sem hefur þýtt stórlækkun
á tekjum reykvískrá unglinga og
þar af leiðandi tekjulækkun
heimilanna.
Enn ætlar R-listinn að halda
áfram á sömu braut
Um síðustu áramót hækkaði
R-listinn gjaldskrá sundstaða um
11%. 1. maí nk. verður gjaldskrá
sundstaða enn hækkuð. Nú á að
leggja á svokallað sumargjald,
sem gilda á frá 1. maí til 1. sept-
ember ár hvert. Þar mun gjald-
skrá einstaklinga, bæði fullorð-
inna og barna, hækka verulega,
eða um 20% fyrir fullorðna, úr 165
kr. í 200 kr. og um 60% fyrir
börn, úr 65 kr. í 100
kr. Gjaldskrá sund-
staða hefur því hækk-
að frá áramótum fyrir
einstaklinga um 35%
fyrir fullorðna og 65%
fyrir börn. Hvers eiga
blessuð börnin að
gjalda? Verðhækkan-
ir R-listans eru með
fádæmum og spyija
má hvers vegna neyt-
endasamtökin og aðr-
ir aðilar sem að gæta
verðlagsbreytinga láti
sem þetta komi þeim
ekkert við. Rétt er að
geta þess að lang
mest er keypt sam-
kvæmt gjaldskrá einstaklinga í
sund, eða 37% af heildinni. Á sl.
ári var heildaraðsókn að sundstöð-
um borgarinnar tæplega 1,5 millj.
manns og allar líkur á að enn fleiri
sæki sundstaðina á þessu ári.
Þessar hækkanir koma mjög illa
við marga Reykvíkinga og þá sér-
staklega barnafjölskyldur. Með
þessari hækkun er gjaldskrá sund-
staða í Reykjavík orðin lang hæst
allra sundstaða á höfuðborgar-
svæðinu, en lægst er einstaklings-
gjaldið 110 kr. fyrir fullorðna í
Mosfellsbæ og 30 kr. fyrir börn á
Seltjarnarnesi.
Hver er tilgangurinn með
svona gífurlegri hækkun?
Er ekki komið nóg?
1. apríl sl. var viðtal við borgar-
stjórann í Reykjavík í Dagsljósi,
viðtalið tók Hrafn Jökulsson.
Hrafn spurði borgarstjóra m.a. um
holræsagjaldið og þær miklu
hækkanir sem orðið hafa á gjald-
R-Iistinn hefur ekki að-
eins lagt á holræsagjald,
segir Hilmar Guð-
laugsson, heldur hækk-
að dagvistargjöld,
strætisvagnagjöld,
vatns- og rafmagns-
verð, gjöld fyrir sund-
staði og þjónustu við
aldraða.
skrám. Borgarstjóri svaraði þessari
spurningu að mínu mati út í hött,
sagði aðeins að þetta væru ekki
skattar, heldur gjöld fyrir ákveðna
þjónustu. Þótt Hrafn endurtæki
spuminguna um holræsagjaldið,
svaraði borgarstjóri alveg á sama
veg og bætti við að öll gjaldtaka
bitnaði á fólki, það sé alveg ljóst.
Þvílíkt svar.
Borgarstjóri vildi ekki ræða þá
staðreynd að holræsagjaldið er
ekki lagt á fólk eftir tekjum heldur
eftir stærð húsnæðis. Gjaldið bitn-
ar því harðast á fólki með lágar
tekjur. Það má vera ljóst að bama-
fjölskyldur og lágtekjufólk fara því
verst út úr skatthækkunum og
verðhækkunum R-listans.
Ég býst ekki við að borgarbúar
láti þessi svör borgarstjóra nægja
og óski svara um kosningaloforðin
frá 1994.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Hilmar
Guðlaugsson