Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 35
Morgunblaðið/Júlíus
sykjavíkurflugvelli í gær. Hún er mikið skemmd eins og sjá má og óvíst að borgi sig að gera við hana.
Morgunblaðið/Kristinn
HAFSTEINN Geirsson sjónarvottur telur að dautt
hafi verið á báðum hreyflum vélarinnar rétt áður
en hún brotlenti.
Morgunblaðið/Ásdís
DANSKUR flugmaður Piper-flugvélarinnar á slys-
staðnum skömmu eftir brotlendinguna
á Suðurgötu í gær.
1 hefði verið væntanleg til Reykjavíkurflugvallar
)úið að girða
ngarsvæðið
inn til lendingar og hefði ekki fengið
tilkynningu um flugslysið fyrr en
klukkan 12.45 og þá hefði jafnframt
verið bókað eftir flugturninum að
vélin hefði lent á braut númer 1
klukkan 12.44.
„Þarna hefði getað orðið stórslys
ef strætisvagn, önnur bifreið eða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ri, rann út af flugvallarsvæðinu
að flugtak.
gangandi vegfarendur hefðu átt leið
hjá. Hvar stæðu menn þá? Við hefð-
um getað verið búnir að koma okkur
fyrir, loka Suðurgötunni og umferð
um göngubrautina áður en vélin lenti.
Þannig á að gera hlutina en því mið-
ur var það ekki gert,“ sagði Haukur.
Hilmar Þorbjörnsson, aðstoðaryf-
Morgunblaðið/Golli
ÞETTA skilti var sett upp eftir
flugóhappið 1986.
irlögregluþjónn umferðardeildar lög-
reglunnar, sagði hörmulegt ef lög-
reglan hefði ekki verið látin vita eft-
ir að búið var að heimila lendingu á
flugvél með bilaðan hreyfil og jafn-
framt teldi hann það dásamlega vel
sloppið að ekki hefði hlotist stórslys
af þarna.
U mferðar öryggismál
ekki rædd nýverið
Árið 1986 varð það óhapp á sömu
flugbraut að ein Fokker-véla Flug-
leiða, Árfari, hætti við flugtak vegna
bilunar. Vélin rann brautina á enda,
yfir 100 metra malarkafla innan flug-
vallar, gegnum flugvaliargirðingu og
staðnæmdist á Suðurgötunni án þess
að slys hlytust af.
Þá kom fram hjá Öskari heitnum
Ólasyni yfirlögregluþjóni í blaðavið-
tali að umræða varðandi umferðar-
öryggi við völlinn hefði staðið í mörg
ár án þess að nokkuð hefði verið að
gert. Fram hefðu m.a. komið hug-
myndir um að grafa veginn niður og
um að setja upp umferðarljós sem
stöðvi umferð meðan vélar fara á
loft og lenda. Eftir óhappið 1986
voru sett tvö skilti við Suðurgötu til
að vara við lágflugi en Hilmar Þor-
björnsson sagði aðspurður í gær að
í raun hefði ekkert gerst í umferðar-
öryggismálum flugvallarins síðan og
hann kannaðist ekki við að málið
hefði verið til umræðu nýlega.
Bergsveinn Alfonsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar,
sagði að Neyðarlínan hefði fyrst
fengið tilkynningu um óhappið eftir
lendingu klukkan 12.45 með hring-
ingu úr flugtumi. Þá hefði verið sent
lið frá slökkvistöðinni í Reykjavík en
slökkvilið flugmálastjórnar á flugvell-
inum í Reykjavík var hins vegar í
viðbragðsstöðu inni á flugvellinum
og beið vélarinnar.
Víkja á bæjarfulltrúum í Hveragerði
úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi
Endanleg-
staðfesting
á klofningi
*
Agreiningur bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna
í Hveragerði og forystumanna sjálfstæðisfé-
lagsins á staðnum tók á sig nýja mynd í
fyrrakvöld þegar bæjarfulltrúunum var vikið
úr félaginu með atkvæðagreiðslu á almennum
félagsfundi.
TILLAGA um að víkja
bæjarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins í Hvera-
gerði, fjórum talsins, úr
Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í Hvera-
gerði var samþykkt með meirihluta
atkvæða á félagsfundi í félaginu í
fyrrakvöld. Að sögn Björns S. Páls-
sonar, formanns Ingólfs, verður
málið tekið fyrir á stjórnarfundi í
félaginu mjög fljótlega og sagðist
hann ætla að leggja þar til að tillag-
an um brottvikningu bæjarfulltrú-
anna verði samþykkt.
„Að því loknu, verði það sam-
þykkt, verður sent bréf til þessara
aðila og þeim tilkynnt að það sé
búið að vísa þeim úr félaginu," sagði
Björn í samtali við Morgunblaðið.
Boðað var til fundarins hjá Sjálf-
stæðisfélaginu Ingólfi með Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra. Hann
gat ekki mætt á fundinn og hélt
Steingrímur Ari Arason, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra, í hans stað
framsögu á fundinum um skatta-
og lífeyrismál. í upphafi fundarins
var gerð dagskrárbreyting þess efn-
is að kosið var í uppstillingamefnd
vegna sveitarstjórnarkosninga í maí
1998, en tillagan um að víkja bæjar-
fulltrúunum úr félaginu var borin
upp undir liðnum önnur mál og var
hún samþykkt með 25 atkvæðum
en 9 greiddu atkvæði á móti og 8
sátu hjá. Þeir sem samþykkt var
að víkja úr félaginu eru Gísli Páll
Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Alda
Andrésdóttir, Hafsteinn Bjamason
og Aldís Hafsteinsdóttir.
Deilur sjálfstæðismanna í Hvera-
gerði má rekja til klofnings sem
varð í bæjarstjórnarflokknum. Sjálf-
stæðismenn náðu hreinum meiri-
hluta í bæjarstjórninni í síðustu
sveitarstjórnarkosningum, en þrír
af ijórum bæjarfulltrúum
flokksins gengu 25. ágúst
síðastliðinn til meirihluta-
samstarfs við H-listann.
Knútur Bruun, oddviti
sjálfstæðismanna og for-
seti bæjarstjórnar, var þar með einn
kominn í minnihluta í bæjarstjórn-
inni og sagði hann af sér, en vara-
maður hans gekk til liðs við meiri-
hlutann. Áskorun um að bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins slitu
tafarlaust samstarfí við H-listann
var samþykkt á aðalfundi Ingólfs í
lok október, og stjóm félagsins hef-
ur síðan ítrekað mælst til þess við
bæjarfulltrúana fjóra að slíta sam-
starfínu, en þeir hafa ekki orðið við
þeim tilmælum.
Stöðugt sýnt félaginu
lítilsvirðingm
Björn S. Pálsson sagði að ástæða
þess að víkja ætti bæjarfulltrúunum
fjórum úr Ingólfi væri sú að þeir
hefðu ekki viljað slíta samstarfínu
við H-listann, auk þess sem þeir
hefðu stöðugt sýnt félaginu lítils-
virðingu.
„Það varð klofningur 25. ágúst
og það er bara verið að staðfesta
hann endanlega núna. Það var ein-
faldlega ekki hægt að geyma þetta
lengur, en á fundinum kusum við í
uppstillingarnefnd og síðan mun
stjórnin skipa til viðbótar í þá nefnd.
Hún þarf að taka til starfa og koma
á fund í haust með tillögu um próf-
kjör eða uppstillingu. Ef við ætlum
að láta taka mark á okkur og fá
fólk til að taka þátt í þessu verður
þetta að vera orðið hreint borð. Það
tekur enginn mark á því ef við för-
um hér í framboðsmál og höfum
þetta yfir okkur að fólk geti slitið
sig frá þessu,“ sagði Björn.
Hefur engin áhrif á samstöðu
bæjarfulltrúanna
Gísli Páll Pálsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að samþykkt til-
lögunnar á fundinum í fyrrakvöld
breytti í raun og veru engu, en
hann teldi eðlilegt að ræða þetta
mál við forsytumenn Sjálfstæðis-
flokksins. Hann sagði að málið
kæmi auðvitað til með að hafa áhrif
á næstu sveitarstjórnarkosningar
og sjálfur hefði hann helst viljað
að sjálfstæðismenn í Hveragerði
hefðu getað náð sáttum.
„Vonandi bera menn gæfu til
þess að sættast og ná þessum
ágreiningi niður, en það gerist auð-
vitað ekki með svona vinnubrögð-
um. Sérstaklega finnst mér það
óheiðarlegt, ef nota má það orð, að
nefna þetta ekki í fundarboði, en
stjórnin vissi auðvitað að þetta stæði
til. Þetta var löngu fyrirfram undir-
búið og er alveg sama þótt þeir
þræti fyrir það, en þeir voru líka
búnir að smala sínum stuðnings-
mönnum á fundinn," sagði Gísli
Páll.
í fréttatilkynningu sem
bæjarfulltrúarnir fjórir
sendu frá sér í gær segir
m.a. að brottvikningin sé
einsdæmi í sögu Sjálf-
stæðisflokksins og beitt hafi verið
vinnubrögðum sem ekki sæmi þeim
mönnum sem kenna sig við sjálf-
stæðisstefnuna.
„Ágreining um menn ber að leysa
með öðrum og opnari hætti. Sér-
hagsmunaklíka örfárra einstaklinga
sem beitir vinnubrögðum af þessum
toga dæmir sig sjálf og er örugg-
lega ekki að skapi kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins í Hveragerði og
annarra Hvergerðinga. Svona til-
reiddar samþykktir hafa engin áhrif
á samstöðu bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins og þá breiðu samstöðu
um framfaramál sem náðst hefur í
Hveragerði, bæjarfélaginu til heilla.
Niðurrifsöflum haldast ekki uppi
slík vinnubrögð sem hér voru við-
höfð og mun það koma í ljós að
ári,“ segir í fréttatilkynningunni.
Málið hefur
áhrif á næstu
kosningar