Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 44
-44 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Jenný Jónsdóttir fæddist á Fitjum, Hrófbergshreppi, Strandasýslu, 3. apríl 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Arnason og Helga Tómas- dóttir. Systkini Guðrúnar: Helga Guðbjörg, f. 11.7. 1895, Árni Eyþór, f. 22.11. 1896, Jón Þorkell, f. 18.7.1898, Hólmfríð- ur, f. 6.1. 1901, Guðmundur Gísli, f. 9.12. 1902, Sveinn, f. 27.2.1905, Finnur, f. 15.9.1907, og Guðjón, f. 22.12.1909. Systk- Elsku Rúna, með þér er farinn stór hluti úr lífí okkar. Heimsóknim- ar í Grindavík vom fastur punktur í tilvemnni. Ég man eftir, í fyrstu heimsókn inni í Grindavík, hvað þið hjónin kuð vel á móti mér sem eins konar tengdasyni. Handtak Áma var sér- stakt, ekki bara af því hann var með einn svona auka litlaputta heldur var þetta traust handtak manns sem hafði mikið reynt. Manns sem hafði sem skytta í Björgunarsveitinni Þor- bimi átt þátt í að bjarga mörgum mannslífum af skipum sem strandað höfðu í brimrótinu sem lemur strönd- ina í nágrenni Grindavíkur. í slysavarnamálum stóðst þú þétt við hlið manns þíns og vannst mjög #rnfúst starf fyrir kvennadeild slysavarnafélagsins í Grindavík. Varst þar m.a. einn af stofnendum og formaður um tíma. Var starf þitt þar svo mikils metið að þú varst inin eru öll látin nema Jón Þorkell sem dvelur á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Fyrri eiginmaður Guðrúnar Jennýjar var Guðmundur Jó- hann Guðmunds- son, hann fórst með færeysku skipi árið 1938. Seinni eigin- maður hennar var Árni Guðjón Magn- ússon, f. 3.11. 1914, d. 18.1. 1987. Barn: Erna Guðmunds- dóttir, f. 16.6.1932, d. 2.1.1964. Útför Guðrúnar Jennýjar verður gerð frá Grindavíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sæmd gullmerki SVÍ fyrir störf þín. Meðan þið Erna töluðuð um eitt- hvað_ sem konur tala um horfðum við Árni gjarnan á enska fótbolt- ann. Hann var ófáanlegur til að íialda með einhverju liði, „mér finnst bara gaman að sjá hvað þeir leika vel á milli sín,“ sagði hann. Eftir að Árni dó kom það svolítið í minn hlut að halda við litla gróður- húsinu. En þar áttir þú margar góðar stundir. Hreykin varstu er þú sýndir okkur stóru rósirnar sem voru að springa út. Ég læt það flakka núna að þetta hús var nú frekar lélegt en það gerði sitt gagn. Rúðurnar vildi fjúka úr í verstu veðrunum og þá þurfti að tjasla ein- hveiju í götin. Þá kom vel í Ijós hve góða reglu þú hafðir á hlutunum. Þú fjarstýrðir mér út í bílskúr, „í miðskúffunni er skrúfjárn og töng upp við veginn, bak við sjónvarps- kassann eru krossviðsplötur undir MINNINGAR dagblaði, í næst efstu hillunni eru spennur til að festa þær“ o.s.frv. Þú hafðir ótrúlega hæfíleika til að muna hvar allt var og allur frágang- ur á öllu var úthugsaður. Þú misstir fyrri manninn þinn, Guðmund Jóhann Guðmundsson, árið 1938 með færeysku skipi sem fórst í óveðri. Það sagði mér gömul kona að þið hefðuð þótt svo glæsi- legt par að af bar. Með honum átt- ir þú eina dóttur, Ernu, sem varð mikil listakona en aftur var að þér harmur kveðinn er hún lést úr erfið- um sjúkdómi aðeins 31 árs gömul. Fyrst þegar við komum með böm- in í heimsókn í Grindavík varst þú nú kannski engin barnagæla, þú varst ekkert vön að hafa börn á heimilinu og hafðir áhyggjur af að eitthvað kynni að brotna eða aflag- ast, varst kannski búin að mynda smá brynju sem þú vildir ekki hleypa hverjum sem var í gegnum eftir bitran ástvinamissi. En nú síðustu árin var brynjan alveg horfín, „svona leyfið þeim að hlaupa, þau skemma ekkert“ var viðkvæðið, þú fylgdist vel með börnunum, heilsu þeirra og skólagöngu og hlustaðir meira að segja á körfuboltasögur, þó hann hafí nú kannski ekki verið þitt aðaláhugamál. Kölluðu þau þig aldrei annað en ömmu Rúnu í dag- legu tali. Það sem þú gafst þeim af hjarta þínu síðustu árin veldur því að þín er sárt saknað hér á heim- ilinu núna. Eftirminnileg fjölskylduheimsókn var farin fyrir jólin í fyrra. Sagðist ég aðeins ætla að skreppa út í bíl- skúr að gæta þar að ýmsu. Skömmu síðar bankar Kjötkrókur uppá með angandi hangilæri. Gervið var gott og þú þekktir ekki komumann og varst nú alls ekkert viss hvort þú vildir hleypa honum inn. En gerðir það þó og kynntir fyrir Ketkróki nöfnu þína og böm hennar en Raggi væri úti í skúr. Slegið var upp jóla- balli og ég gat ekki betur séð en þú skemmtir þér konunglega. Það var að vísu svolítið áfall er þú upp- götvaðir hver var hinn raunverulegi gestur. Þú skammaðir mig ekki GUÐRUN JENNY * JÓNSDÓTTIR neitt en þið nöfnur hlóguð ansi lengi. Einnig er mér minnisstætt er þú komst í fyrsta skipti í herbergið þitt á Hrafnistu í desember síðast- liðnum, það var mikil gleði í þeim svip er þú sýndir þá. Enda hafðir þú lengi beðið eftir þessari stund, þarna greipst þú lífið að nýju og öðlaðist aukinn kraft til að taka þátt í því, kynntist nýju fólki sem saknar þín nú úr hópnum. Ekki síst spilafélagarnir, en þær sögðu þig afar góða spilakonu. Eins og aðrir beiðst þú eftir vorinu en þá ætlaðir þú að hafa bílinn hjá þér og þeysa á honum um göturnar. Ekki var á þér að sjá að þú ætlað- ir neitt að fara að kveðja okkur strax þó komin værir á níræðisaldur. Sem dæmi um heiðarleika þinn og reglu- semi hafðir þú fársjúk á banaleg- unni mestar áhyggjur af því að þú áttir eftir að borga símareikninginn. Elsku Rúna, við biðjum algóðan Guð að gæta þín og huggum okkur við að hugsa til gleðilegra endur- funda þinna við ástvini á himnum. Með innilegu þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur. Ragnar Torfason. Guðrún Jenný Jónsdóttir, Tungu, Grindavík, lést laugardaginn 12. apríl og fer útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju í dag, miðviku- daginn 23. apríl. Guðrún var fædd og uppalin við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún kom hingað til Grindavíkur árið 1932 með fyrri manni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, en hann var formaður á bát, er hann átti með Sigurði Þorleifssyni. Komu þeir með bátinn hingað frá Hólmavík, en þaðan höfðu þeir gert út um sumarið. Höfðu þeir verbúð_ í Vík. Báturinn hét Hafrenningur. Átti það nafn eftir að fylgja bátum hér lengi eftir það. Farnaðist þeim vel þennan vetur. Árið 1933 eru þeir báðir orðnir formenn hjá Einari í Garðhúsum, Sigurður með mb Eddu en Guð- mundur með mb Lóu. Báðir bátarn- ir smíðaðir hér í Grindavík. Stór og mikil skip, miðað við þann tíma, um það bil 7 tonn hvor. Þennan vetur höfðu þau Guðrún og Guðmundur aðsetur í Krossi, (nú Hvoli). Þar bjuggu einnig Sigurður Hilmarsson, sem var háseti hjá Guðmundi og kona hans, Halldóra Jónsdóttir og voru þær Guðrún vin- konur á meðan báðar lifðu. Halldóra bjó síðar á Bergi í Ytri-Njarðvík. Þannig var með mig, að árið 1931-1934 sá ég um Lestrarfélag Grindavikur, sem var fyrsti vísirinn að Bókasafni Grindavíkur. Var það til húsa í Kvenfélagshúsinu. Ég man vel, að Guðrún og Halldóra ásamt Önnu í Múla voru helstu viðskipta- menn félagsins, en þær voru allar ungar og ókunnugar hér og menn þeirra uppteknir við sjósókn og frystihúsrekstur. Anna var gift Ingi- mundi Ólafssyni, er byggði fyrsta frystihúsið hér í Grindavík, þar sem fyrirtækið Fiskimjöl og lýsi hóf starfsemi fyrst. Á þessum árum var ég ennþá í föðurhúsum á Járngerð- arstöðum og lá leið mín um hlaðið á Krossi. Komust þær upp á lagið með að láta mig taka hjá sér bæk- ur, sem þær voru búnar að lesa og koma með nýjar og fékk ég þá góð- an bita að launum, sem var vel þeg- ið. Sá hörmulegi atburður varð urh vetur, að mb Lóa fórst í róðri. Fimm menn voru í áhöfn og drukknuðu þrír en tveir björguðust. Þeir sem björguðust voru Guðmundur skip- stjóri og Bjarni (Guðmundsson?) ættaður af Ströndum. Þetta ár fluttu þau Guðrún og Guðmundur með dóttur sína Ernu, á öðru árinu, til Hafnarfjarðar og bjuggu þar næstu árin. Guðmundur stundaði sjó á ýmsum skipum en árið 1938 réðist hann á færeyska skútu, sem fískilóðs. Fossanes hét skútan, en á miðri vertíð fórst hún með allri áhöfn við suð-austurströnd íslands. Var Guðrún nú orðin ekkja með Emu, sem enn var á barns- aldri. Vann Guðrún fyrir þeim og meðal annars í Keflavík, en þar kynntist hún seinni manni sínum, + Sigríður Helga- dóttir fæddist. á Herríðarhóli í Holt- um 21. október ^ 1907. Hún lést 16. apríl síðastliðinn á EIIi- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Foreldrar hennar voru Ingveldur Andrésdóttir, f. 1880, d. 1953, Ás- grímssonar verslunarmanns á Eyrarbakka, og Helgi Skúlason, f. 1867, d. 1953, bóndi á Herríðarhóli og síðar skrif- stofumaður í Reykjavík, Gísla- sonar prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Systkini Sigríðar eru Guðrún, f. 1900, Elín Mál- fríður, f. 1904, Andrea, f. 1905, Þorsteinn Benedikt, f. 1911, d. Örstutt kveðja til þín, Sigga mín (okkar). Ég mun ekki skrifa um ævi þína, þar eru aðrir mér fróðari. Það hlaut að gerast um vor, fyrst þú þurftir að deyja, því það var alltaf vor í kringum þig, þú varst alltaf glöð og ljúf, þrátt fyrir öll þín veikindi 1985, Anna María, f. 1916. Að auki áttu þau systkin eina hálfsystur, Pálfríði Helgadóttur, f. 1893, d. 1976. Sigríður vann við verslunarstörf alla sína starfsævi í Reykjavík. Fyrst eitt ár í kjötbúð Slátur- félags Suðurlands á Laugavegi 42, síðan í mörg ár í bakaríi G. Ólafsson og Sand- holt á Laugavegi 36 og loks í Lyfjabúð- inni Iðunni á Laugavegi 40 fram til ársins 1959. Sigríður var ógift og barn- laus. Útför Sigriðar fer fram frá Fossvogskapellu og hefst at- höfnin klukkan 10.30. gegnum árin. Aldrei heyrði ég æðruorð af þínum vörum, þótt þjáð þú yærir. Ég man fyrst eftir þér, þegar ég var sendur sem krakki í Sandholts- bakaríið á Laugaveginum að kaupa „með sunnudags-kaffinu". Þar af- greiddi búttuð og falleg kona með sítt hár, hún Sigríður hjá Sandholt. Hlýleikinn í framkomu þinni var einstakur. Síðan liðu mörg ár og að því kom að við urðum tengd, þar sem systir þín var tengdamóðir mín. Og börnin komu. Snemma á þeirra ævi var komið við hjá „Siggu á Grettó". Það var segin saga, þeg- ar við fórum í göngutúr niður að tjörn eða annað í bæinn, þá var viðkvæðið sífellt: „Komum á Grettó, komum á Grettó“. Og móttökurnar þar voru eins og vænta mátti, sí- felld gleði og ánægja. Þau urðu að klára matinn sinn og það þurfti ekki að segja þeim það tvisvar. Ætíð var eitthvert „nammi" sett í Iitla lófa, þegar kvatt var. Ég man gleðina hjá börnunum og ekki síður á andliti þínu. Það var ekki í kot vísað að koma á Grettó. Stundum voru börnin þreytt, þá var gott að fá að leggja sig í rúminu þínu. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allt, og ég veit að nú eru veikindin að baki, því þú ert örugglega kom- in í betri heim. Eftirfarandi er kannske ekki ort í tilefni andláts, en mér finnst það eiga vel við: Ó, veit hjá þeim að verði ljós unz vaknar sérhver dáin rós. Ó, veit oss öllum hjálp og hlíf og hér og síðar eilíft líf. (Matt. Joch.) Guð blessi þig. Valur. Látin er á nítugasta aldursári Sigríður Helgadóttir eftir margra ára sjúkdómsstríð. Oft er farið fögr- um orðum um látið fólk, en í þetta skipti verður erfitt að fínna nógu sterk orð til að lýsa manngæsku þessarar konu, sem öllum vildi gott gera og elskuð var af þeim sem hana þekktu, bæði skyldum og vandalausum. Sigga var tápmikið og glaðvært barn og átti hún góð bernskuár í faðmi foreldra og systkina á Herru við leik og störf. Ekki naut hún mikillar skólagöngu í nútímaskiln- ingi þess orðs, en bjó að því að eiga vel menntaðan föður, sem kenndi börnum sínum heima. Þegar Sigga var sextán ára að aldri fluttust þau til Reykjavíkur, er Helgi faðir henn- ar brá búi vegna langvinnra veik- inda konu sinnar. Þegar til höfuð- staðarins kom varð fjölskyldan að finna hentugt húsnæði og eftir nokkur ár í leiguhúsnæði voru fest kaup á litlu bakhúsi á Grettisgötu 6A, þar sem fjölskyldan bjó upp frá því. Var þar oft þröng á þingi á fyrri hluta aldarinnar, en auk fjöl- skyldunnar bjuggu þar stundum leigjendur til skemmri eða lengri tíma og seinna bættust nokkur barnabarnanna í hópinn. Sigga lifði tæp níutíu ár af þess- ari öld sem kennd er við hraða, ekki síst á íslandi, þar sem nærri lætur að stökkbreyting hafi orðið á lífsmynstri þjóðarinnar, úr lágreist- um torfbæjum til sveita í rúmgott og rammgert húsnæði borgarinnar, frá fátækt til allsnægta, úr einangr- un til samskipta og ferðalaga um víða veröld. Því undarlegra var það að hún vann allan sinn starfsaldur á þremur vinnustöðum á Lauga- vegi, steinsnar frá Grettisgötu 6, og ekki gerði hún að öðru leyti víð- reist um ævina. Vegna veikinda hætti hún vinnu utan heimilis árið 1959. Þó heyri ég ennþá eldra fólk sem þekkti hana úr Sandholt eða Iðunnarapóteki fara um hana lofs- yrðum fyrir lipurð og hlýju í þeirra garð og sumt samstarfsfólk hennar frá þessum árum var að færa henni gjafir fram á tíunda áratuginn. Og þeir sem voru börn í hverfinu á þessum árum segja sögur af „góðu konunni á Grettisgötunni". En hver var hún þessi góða kona? Var hún sífellt að minna á sig með heimboðum og þátttöku í hégóm- leika lífsins? Nei, það var öðru nær. Hógværari kona og hlédræg- ari er vandfundin nú á tímum, en þótt hún færi sjaldan á mannamót, fylgdist hún vel með þjóðfélags- hræringum. En hún kunni þá list að hlusta og taka tillit til annarra án þess að dæma, gefa án þess að vænta nokkurs í staðinn, halda sínu án þess að hækka róminn. Á yngri árum kom það stöku sinnum fyrir að henni var boðið á hestbak. Vakti þá undrun hve jafnvel mestu fjör- gammar létu vel að stjórn í höndum hennar. Þessi hæfileiki hennar, djúpur skilningur á eðli málleys- ingja jafnt sem manna, var einn helsti kostur hennar. En Sigga stóð ekki ein. Eftir að foreldrar hennar voru látnir og nokkrar systranna giftar, héldu þau heimili þijú saman, Sigga og systk- ini hennar Elin og Þorsteinn, sem einnig voru ógift og barnlaus. Þær systur voru sérlega nánar, þótt ólík- ar væru á ýmsa lund, Elín traust og ákveðin, Sigga viðkvæm, en seig. Aldrei tók önnur ákvörðun, svo hún bæri hana ekki undir hina og aldrei virtist þeim verða sundur- orða, en báru þvert á móti mikla umhyggju hvor fyrir annarri. Síð- asta áratuginn sem þær bjuggu á Grettisgötu, eftir að Þorsteinn var látinn, var Andrea systir þeirra þeim stoð og stytta, en hún hafði lengi búið með þeim, á tímabili ásamt sonum sínum áður en þeir kvæntust. Þegar þessar þijár systur voru farnar að kröftum s'akir elli og sjúkdóma, fluttu þær allar á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem vel hefur verið að þeim hlúð síðustu ár. Sigga móðursystir mín hefur nú fengið hvíld frá löngu og ströngu stríði við veikindi og elli, en minn- ingarnar um mæta konu munu ylja systrum hennar fjórum sem enn eru á lífi og öðrum ættingjum og vinum. Elín Sigríður Konráðsdóttir. Þá er tími Siggu frænku á þessu tilverustigi liðinn undir lok. Það duldist engum sem þekktu Siggu SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.