Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 45 Árna Magnússyni frá Hellum hér í Grindavík, en hann var á þessum árum, þ.e. 1940-1942, vélstjóri á vélbátnum Bjarna Ólafssyni KE. Gengu þau í hjónaband 18. desem- ber 1943. Erna dóttir Guðrúnar lést langt um aldur fram.. Hún var eina barn móður sinnar, en Árna og Guðrúnu varð ekki barna auðið. Árni reyndist Emu ætíð sem besti faðir og var lát Ernu þeim mikið áfall. Árni réðist sem vélstjóri til Hrað- frystihúss Grindavíkur og byggðu þau húsið Tungu, sem þá var nokk- uð út úr aðalbyggðinni. Þar bjuggu þau allan sinn búskap, eftir að þau fluttu til Grindavíkur. Voru þau samhent og verklagin bæði tvö. Guðrún saumaði mikið fyrir almenn- ing hér í Grindavík. Stjúpfaðir Árna var Guðmundur uppeldisbróðir móður minnar, en föður sinn missti Árni barn að aldri. Hann fórst í fiskiróðri, þar fóru fleiri skyldmenni hans. Við Árni áttum langt og gott samstarf í Slysavarnadeildinni Þor- birni frá 1942 og Björgunarsveitinni Þorbirni sem stofnuð var 1947. Stóð það samstarf allt þar til Árni lést. Tók Guðrún virkan þátt í starfi með Áma, t.d. þegar Árni var gjaldkeri félagsins. Árið 1977 er Slysavarna- deild kvenna í Grindavík, Þórkatla, stofnuð. Var Guðrún formaður hennar til margra ára og starfaði þar vel. Býst ég við, að aðrir fjalli um þann þátt í lífi Guðrúnar. Árið 1946 byggði ég Gnúp, sem er næsta hús við Tungu og vorum við Hulda kona mín því nágrannar þeirra í áratugi, eða um hálfa öld. Voru því náin kynni og samskipti við þau hjón. Er Árni lést 18. janúar 1987, var það þungt áfall fyrir Guðrúnu, svo samhent sem þau voru í allri snyrti- mennsku utan húss sem innan, en hann hætti að starfa út á við nokkr- um árum áður. Urðu samskipti við Guðrúnu enn meiri eftir fráfall Áma. Var daglegt samband en heilsu hennar hnignaði mjög tvö til þijú seinustu árin og má segja að ömmusystur okkar að hún var ein- staklega hlý og góð manneskja. Sigga bjó ásamt tveimur systmm sínum og bróður á Grettisgötunni og það var ávallt tilhlökkunarefni hjá okkur systkinunum þegar við vorum lítil að sækja þau heim. Og alltaf hlutum við blíðar móttökur. Það var þó hápunktur heimsóknar- innar þegar ýmiss konar bakkelsi var borið á borð. Við minnumst þess ekki að einhvern tíma hafi ekki verið til neinar kökur á heimil- inu handa okkur. Mjólk var alltaf til handa okkur líka og þær systurn- ar lögðu á það ríka áherslu að við kláruðum úr glösunum okkar. Og svo vissum við að þegar við fæmm heim myndi Sigga kalla okkur inn í forstofuherbergið til sín og gauk- aði að okkur sælgætismola. Og öðrum svona í nestið. Við vomm alsæl með þetta. Já, Sigga á Grettó var í okkar hugum holdtekja hins góða. Það að hún skuli aldrei hafa gifst og eignast börn er að mörgu leyti synd, því að hún hafði svo óskaplega mikið að gefa. En við og önnur nákomin börn fengum bara því meiri ástúð fyrir vikið. Hún gætti okkar eins og sjáaldurs augna sinna þegar mamma þurfti á þess háttar aðstoð að halda. Síðar meir vorum við farin að gera okkur grein fyrir að Sigga á Grettó var orðin mjög veik. Þegar við hins vegar minntumst á eitthvað slíkt taldi hún það af og frá og sagðist bara hafa það ljómandi gott. Aldrei nokkurn tíma heyrðum við hana barma sér yfir heilsuleysi sínu. Það var ekki hennar stíll. Þegar mikið heilsuleysi hefur þjakað manneskju í áraraðir er kannski best að hún fái að ljúka sinni jarðvist. Og Sigga á Grettó verður hvíldinni áreiðanlega fegin. Við vonum og trúum því að Sigga hafi haft það gott í handan heimin- um og þökkum henni fyrir allt það sem húin hefur gefið okkur. Öllum aðstandendum hennar vottum við samúð okkar. Ásta Bryndís og Konráð. hún væri rúmföst síðustu 12-14 mánuðina sem hún lifði. Um síðustu jól gat hún ekki komið til okkar og verið með okkur, en það hafði hún gjört frá því Árni féll frá. Guð blessi minningu hennar. Að- standendum vottum við samúð okk- ar. Tómas Þorvaldsson og Hulda Björnsdóttir, Gnúpi. Þegar ég minnist Guðrúnar J. Jónsdóttur eða Guðrúnar í Tungu, eins og hún var alltaf kölluð hér í Grindavík, reikar hugurinn aftur til bams- og unglingsára minna. Guð- rún og Arni Magnússon eiginmaður Guðrúnar voru nágrannar fjölskyldu minnar. Ég vissi það strax sem barn, að Guðrún varð ekkja þegar fyrri eig- inmaður hennar, Guðmundur Guð- mundsson, fórst með færeyskri skútu, sem hann var skipveiji á. Mér er það einnig í barnsminni þeg- ar dóttir þeirra Erna og uppeld- isdóttir Árna var kvödd hinstu kveðju frá heimili þeirra, Tungu, en þá voru húskveðjur enn til siðs hér í Grindavík. Umhverfis Tungu var mjög fall- egur garður og á sumrin skartaði hann sínu fegursta, blómum, tijám og mnnum og voru Guðrún og Árni mjög natin og samhent við garð- vinnuna. En ekki var alltaf alger friður með garðinn fyrir okkur krökkunum en við bárum mikla virð- ingu fyrir Guðrúnu og Áma og þeg- ar við fómm einhverja erinda heim að Tungu gengum við alltaf eftir gangstéttinni. Þegar ég gerðist svo formaður björgunarsveitar Slysavarnafélags- ins hér í Grindavík kynntist_ég þeim hjónum mikið betur, því Arni var þá gjaldkeri Slysavarnadeildarinnar Þorbjörns og hafði áður verið „skytta" björgunarsveitarinnar um lang skeið. Á þessum tíma var björg- unarsveitin að byggja björgunar- stöð, kaupa bíla, björgunarbát og margskonar björgunartæki, þá var staðið í margskonar fjáröflunum og + Guðrún Erla Ásgrímsdóttir fæddist á Torfastöðum í Biskupstungum 13. febrúar 1944. Hún lést 1 Reykjavík 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 26. mars. Elsku Gunna. Kveðja frá okkur skólasystmm þínum frá Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1963 til 1964. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. + Álfheiður Einarsdóttir fæddist í Gljúfri í Ölfusi 1. ágúst 1928. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 18. apríl. Til elsku ömmu okkar. Ástar- þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið okkur með hlýju þinni og kærleika. Við varðveitum minningu þína. því mikið álag á Árna og Guðrúnu, sem var hans stoð og stytta í gjald- kerastarfinu og sá hún m.a. um að skrifa minningarkort o.m.fl. Guðrún var einnig félagi í ný- stofnaðri kvennadeild Slysavarna- félagsins, Þórkötlu og var formaður deildarinnar í allnokkur ár. Þór- kötlukonur hafa alla tíð verið aðal stuðningsaðili björgunarsveitarinn- ar og höfum við björgunarsveitar- mennirnir oft verið boðaðir á fund þeirra til að taka við fjárstuðningi og hvatningarorðum. Ég var því tíð- ur gestur á heimili þeirra hjóna og aldrei gat ég fundið annað en þau bæru fullt traust til okkar björgun- arsveitarmannanna, þó ég viður- kenni að ekki var alltaf alveg ljóst hvernig standa átti við allar skuld- bindingamar, sem gerðar voru. Bæði voru þau sæmd þjónustu- merki Slysavarnafélagsins úr gulli. I mínum huga em Guðrún og Árni dæmi um t'ólk, sem af hugsjón, at- orku og fórnfýsi hafa byggt upp og mótað starf Slysavarnafélags ís- lands og okkur sem á eftir komum hvatning til starfa á sömu braut. Árni var vélstjóri í Hraðfrystihúsi Grindavíkur og auk þess var hann vitavörður í Hópsnesvita, sem er hér rétt við bæinn og í ófærð á veturna fór ég einstaka sinnum með Árna út í vita og oft var Guðrún með í þessum ferðum. Guðrún og Ámi höfðu mjög gaman af að ferðast og renna fyrir lax og silung og sögðu mér margar ferða- og veiðisögur. Eftir að Ámi lést fyrir tíu ámm hitti ég Guðrúnu oft á heimili for- eldra minna og tóku þau þijú upp þann ágæta sið að borða saman á aðfangadagskvöld. Á þessari stundu vil ég þakka Guðrúnu fyrir ánægjuleg kynni og traustan vinskap. Fyrir hönd Slysa- varnafélags íslands vil ég þakka þeim Guðrúnu og Árna fyrir hið mikla og óeigingjarna starf sem þau hafa innt af hendi fyrir félagið. Fjöl- skyldum þeirra færi ég hlýjar sam- úðarkveðjur. Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélags Islands. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sipr ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr.Pét.) í minningunni sjáum við þig við píanóið eða með gítarinn syngjandi glaða og káta. Þannig munum við ætíð minnast þín. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninum.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til allra aðstandenda. Skólasysturnar. Tveir gulbrúnir fuglar flugu yfir bláhvíta auðnina. Tvö örlítil titrandi blóm teygðu rauðpl höfuð sín upp úr svartri moldinni. Tvö fölleit, fátækleg böm leiddust út hijóstruga ströndina og hvísluðu í feiminni undrun út í flöktandi Ijósið: Vor, vor! (Steinn Steinarr) Barnabörnin í Stokkhólmi. GUÐRÚN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR SIGURJON PALL GUÐLA UGSSON * + Siguijón Páll Guðlaugsson frá Miðkoti fæddist 27. mars 1910. Hann lést á Dalbæ í Dalvík 31. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Anna María Jónsdóttir hús- freyja, f. 9. október 1889, d. 12. júní 1973, og Jónas Guðlaugur Sigur- jónsson sjómaður, f. 29. nóvember 1884, d. 10. janúar 1924. Systkini Páls eru Arni Jóhann múrari, f. 10. júní 1912, d. 7. nóvember 1987, Jóhannes Friðrik sjómaður, f. 20. nóvem- ber 1914, d. 29. ágúst 1931, Gunnar Kristinn verkstjóri, f. 19. maí 1917, Sigurpáll Anton fiskmatsmaður, f. 15. apríl 1920, Dóróthea Sigrún húsmóð- ir, f. 30. maí 1923, Svava, f. 29. janúar 1931, d. 4. september 1932, Svava Ragnheiður, f. 20. janúar 1933, d. 29. júlí 1951, Arngrimur Ægir sjómaður, f. 11. april 1935. Hinn 25. mars 1934 kvæntist Sigur- jón Páll Ólöfu V. Gunnlaugsdóttur húsmóður, f. 2. ág- úst 1912, d. 25. des- ember 1979. Synir þeirra eru: 1) Jón Héðinn verkstjóri, f. 15. febrúar 1936, kvæntur Sesselíu Björk Guðmunds- dóttur húsmóður, f. 18. september 1937. Þeirra börn eru Sig- urjón Páll, f. 2. júní 1958, Óli Vignir, f. 7. nóvember 1960, Guðmundur Heiðar, f. 10. mars 1962, Anna María, f. 17. október 1963, Árni Örn, f. 20. ágúst 1966, og Jón Bjarki, f. 24. desember 1972. 2) Hafsteinn Bragi bóndi, f. 8. febrúar 1939, kvæntur Filippíu Jónsdóttur húsmóður, f. 27. júlí 1940. Þeirra börn eru Jóhann- es, f. 27. febrúar 1962, Arna Gerður, f. 3. febrúar 1964, og Sigríður Ólöf, f. 2. ágúst 1972. Barnabarnabömin eru tíu. Siguijón Páll var jarðsung- 4Pt inn hinn 5. apríl síðastliðinn. Páll frændi í Miðkoti var lagður til hinstu hvíldar einn fegursta dag vetrarins. Veröldin fannhvít, sól skein í heiði og hellti geislum sínum yfir Upsaströnd og ekki bærðist hár á höfði. Þessa dýrð mátti túlka sem velþóknun almættisins í garð hins látna. Fjöldinn sem fylgdi houm bar líka vitni þeirri virðingu sem hann átti meðal samferða- mannanna, margir komnir um langan veg til þess að kveðja hann. Palli var traustur og heiðarlegur og skilaði sínu á lífsgöngunni svo að ekki verður um villst. Þess vegna öðlaðist hann virðingu allra sem honum kynntust en ekki vegna tignarmerkja, ríkidæmis eða emb- ættisframa. Það leiðir hugann að fánýti þeirrar sóknar eftir vindi sem truflar svo margan manninn. Því mættú þeir sem framar öllu vilja öðlast tiltrú og virðingu sam- borgaranna líta á lífshlaup Palla í Miðkoti og draga af því dám. Ejórtán ára gamall missir Palli föður sinn og heimilið þar með fyrirvinnuna. Ekki er að efa að ábyrgðin hefur lagst þungt á hann sem elsta barn. í munnlegri geymd eru sögur um sjómennsku ungs drengs og kýrverð greitt með vert- íðarhýrunni. Þessar sögur lýsa sterkri skyldutilfinningu og að standa sína plikt sem í hugum okkar yngri er aðalsmerki þessa fólks sem á vissan hátt tók þátt í uppeldi okkar og mótun. I Miðkoti tók hver kynslóðin við af annarri, menningararfinum var tryggilega skilað áfram og sam- hengi hlutanna rofnaði aldrei. Heimsókn til ömmu og afa var um leið heimsókn til Palla og Ólu og síðar til Hafsteins og Filippíu. Og oft var hlaupið upp í Miðkot og dvalið þar heilu dagana. Alltaf var okkur tekið sem aufúsugestum og aldrei við okkur amast. I barnsminninu voru Palli og Óla hornsteinar stórfjölskyldunnar sem studdu hina eldri og gáfu hin- um yngri ráð. Þau nutu þess síðar í ástúð og umhyggju afkomenda sinna. Þetta fjölskyldumunstur gerði Palla kleift að eyða ævikvöld- inu heima hjá fjölskyldu sinni sem annaðist hann með ást og alúð og veitti houm svigrúm til þess að vera sinn eigin herra til síðasta dags. Á engan er hallað þó Örnu Hafsteinsdóttur sé sérstaklega getið í því sambandi. Ævistarf Páls Guðlaugssonar var sjómennska en hildina við Ægisdætur háði hann í hartnær hálfa öld. Lengst af var hann for- maður eins og skipstjórar voru kallaðir og var m.a. skipstjóri á Hannesi Hafstein sem var nýsköp- unarbátur er Palli átti í hlutafélagi við fleiri. Palli var farsæll sjómaður og sérstaklega vel liðinn skip- stjómandi og héldu margir úr skipshöfnum hans tryggð við hann í áratugi. Við sem þekktum hann erum ekki hissa. Þó Palli væri fast- ur fyrir og ákveðinn var lundarfai^ hans milt og góðlegt yfirbragð á þann veg að manni fannst hann aldrei reiður og stuggaði hann við okkur krökkunum hlýddum við orðalaust, ekki fýrir hræðslu sakir heldur af því að við bárum virðingu fyrir honum. Við bárum virðingu fyrir honum vegna framkomu hans og ekki síð- ur vegna þess að foreldrar okkar, en hann var elsti bróðir pabba, virtu Palla mikils og aldrei minn- umst við þess að um hann félli styggðaryrði á okkar heimili. „Páll bróðir“ var hafinn yfir gagnrýni. Palli kunni þá list að segja frá og var frásagnargleðin í bijóst borin. Hann talaði hægt og kvað fast að á hljómfagurri svarfdælsku og naut þess að láta hlustandann fylgjast spenntan með atburðarás- inni. Það var ekki laust við að óþolinmæði gripi stundum um sig eftir að heyra málalok. Palli lét það ekki á sig fá en hélt sínum takti frásögnina á enda. Ættarhöfðingi er fallinn frá. Með lífsgöngu sinni markaði hann spor sem við getum stolt tekið okkur til fyrirmyndar. Við kveðjum Palla frænda með hlýju og vænt- umþykju. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við sonum hans Jóni og Hafsteini og fjölskyldum þeirra. Guð blessi minningu Páls Guð- '* laugssonar frá Miðkoti. Systkinin frá Lundi. | Sérfræðingar í blómaskrcytingum við öll tækifæri SkúlavörOus’tíg 12, á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.