Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 64

Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ -3' 64 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997________________________ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNPBOMD Lin sálarátök í morðhug (The Limbic Region) Sakamálamynd ★ Framlciðandi: MGM Leikstjóri: Michael Pattinson. Handritshöfund- ur: Todd Johnson og Patrick Rana- han. Kvikmyndataka: Tobias Schli- essler. Tónlist: Gary Chang. Aðal- hlutverk: Edward James Olmos og George Dzundza. 92 mín. Bandarík- in. MGM/UA Home Video/Warner- myndir 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. LUCCA rannsóknarlögreglu- maður er alveg að deyja. í tuttugu ár hefur hann verið að leita að sama raðmorðingjanum. Það hefur kostað hann bæði heilsuna og fjöl- skylduna. Hann hefur alltaf grun- að sama manninn, og fer nú í öku- ferð með honum, og gerir þar með iokatilraun til að komast að því hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki. Þessi saka- málamynd er ólík mörgum öðrum að því leyti að hér eru sakamaður og lögreglumaður sem þekkst hafa lengi að rifja upp gömul morð saman. Það er ágæt hugmynd, og hefði getað virkað vel. Handritið hefði þurft sterk sálarleg átakaatriði milli þessara tveggja einstaklinga. Þráhyggjan sem Lucca er haldinn hefði mátt vera sterkar túlkuð, og einhvetjar ástæður fyrir henni hefðu verið gagnlegar til að skilja hvers vegna hann eyðilagði líf sitt vegna þessa sakamáls. Myndin er því heldur grunn, og er auk þess að öllu leyti í slappari kantinum. Hildur Loftsdóttir MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Stóra blöffið (The Great WhiteHype)-k k Hin fullkomna dóttir (The Perfect daughter)~k 'h Englabarn (Angel Baby)-k k 'h Fatafellan (Striptease) ★ ★ Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man)k ★ ★ Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed IV: One ofOur Own) ★ ★ Dauðsmannseyjan (Dead Man ’s Island)k Fallegar stúlkur (Beautiful Girls) kkk'h Galdrafár (Rough Magic) k k Ást og slagsmál í Minnesota (Feeling Minnesota) k k FLóttinn frá L.A. (John Carpenters: „Escape From L.A.“)k k'h Skylmingalöggan (Gladiator Cop) k Staðgengillinn (The Substitute)k 'h Lækjargata (River Street)k k 'h Svarti sauðurinn (Black Sheep)k k Snert af hinu illa (Touch by Evil)k 'h Undur og stórmerki (Phenomenon)k k 'h Einstirni (Lone Star)k kkk Skemmdarverk (Sabotage)k 'h Einleikur (Solo)k'h -3* Alvöru BMX tryllitæki frá Trek og Gary Fisher: BMX-freestyle, BMX-thrasher, BMX-racer! Níösterk og tæknilega mjög fullkomin. Stell og gaffall meö ævilangri ábyrgð! Opið laugardaga kl. 10-16 ai i wwy i mv. Skeifunni 11, sími 588 9890 Hver er sinnar gæfu smiður Aðferð Antoniu (Antonia’s Line) m y n d ★ ★ ★ 'h Framleiðandi: A First Look Pictur- es. Leikstjóri og handritshöfundur: Marleen Gorris. Kvikmyndataka: Willy Stasser. Tónlist: Ilona Sekacz. Aðalhlutverk: Willeke Van Amm- elrooy, Els Dottermans, Jan Decleir og Marina De Graaf. 98 mín. Hol- land. Antonia’s Line Int./Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. ANTONLA er mikill kvenskör- ungur sem staðið hefur á mannleg- um rétti sínum og sinna alla ævi. Nú er hún há- öldruð og veit að komið er nóg, í dag muni hún deyja. Hún rifjar því upp líf sitt, afkomenda, vina og þorpsbúa. Aðferð Antoniu er yndisleg mynd, og sann- kallaður óður til lífsins. í gegnum frábæra og viðburðaríka lífssögu Antoniu, færir leikstjórinn Marleen Gorris okkur fallega lífsspeki, þar sem segir að hver sé sinnar gæfu smiður. Maður eigi ekki að eyða orku í að velta sér upp úr tilgangi lífsins heldur njóta þess meðan það varir. Eins skuli maður ekki láta fáránlegar og íhaldssamar samfé- lagsreglur eða trúarlegar reglur stjórna sér, heldur fylgja hjarta sína í einu og öllu. Hér er ekki á ferðinni væmin siðferðispredikun, heldur bráðskemmtileg kvikmynd, með miklum húmor, sem nær til allra. Persónurnar eru einstaklega skemmtilegar, og frábært leikara- val undirstrikar það. Willeke Van Ammelrooy, sem leikur Antoniu, er fullkomin í sitt hlutverk, og erf- itt væri að ímynda sér kvikmyndina án hennar. Myndin fékk Oskars- verðlaun sem besta erlenda kvik- myndin 1996, og er hún sannarlega vel að því komin. Hildur Loftsdóttir. 50. kvikmyndahátíðin í Cannes Myndir eftir Depp og Oldman á meðal þátttökumynda É Kvikmyndahatíbin í Cannes 1997 Kvikmyndirnar sem keppa um Gullna pálmann á Kvikmyndahátíðinni í Cannes 7.-18. maí 1997 Opnunarmynd hátíðarinnar: Le Ciinquieme Element (The Fifht Element) - Luc Besson (Frakkland) The lce Storm - Ang Lee (Taiwan) II principe di Hombourg di Einrich Von Kleist - Marco Bellocchio (Ítalía) (The Prince of Hamburg by Heinrich Von Kleist) Call It Love - Nick Kassavetes (Bandaríkin) The Brave - Johnny Depp (Bandarikin) Funny Games - Michael Haneke (Austurríki) L.A. confidential - Curtis Hanson (Bandaríkin) La femme defendue (The Banned Woman) - Philippe Harel (Frakkland) Unagi (The Eel) - Shohei Imamura (Japan) Assassins - Matthieu Kassovitz (Frakkland) The Well - Samantha Lang (Ástralía) Nil By Mouth - Gary Oldman (Bretland) Kiny et Adams (Kiny and Adams) - Idrissa Ouedraogo (Burkina Faso) Western - Manuel Poirier (Frakkland) La Tregua (The Truth) - Francesco Rosi (Ítalía) Happy Together - Wong Kar-Wai (Hong Kong) The End Of Violence - Wim Wenders (Þýskaland) Welcome To Sarajevo - Michael Winterbottom (Bretland) Keep Cool - Zhang Yimou (Kína) Lokamynd hátíðarinnar: Aboslute Power - Clint Eastwood (Bandaríkin) TILKYNNT var á blaða- mannafundi í vikunni hvaða myndir það verða sem keppa um gullpálmann á 50. kvik- myndahátíðinni í Cannes sem fer fram 7. -18. maí næstkom- andi. Á meðal tilnefndra mynda eru til dæmis tvær myndir leikstjóra sem silja í leikstjórastól í fysta skipti auk mynda eftir gamalreynda leikstjóra. Mynd undir leik- stjórn Ieikarans Johnnys Depp, „The Brave“, ogmynd undir leikstjórn Garys Old- man, „Nil By Mouth“, eru á meðal keppnismynda auk myndanna „The End of Vio- lence“ eftir Wim Wenders og „Call it Love“ eftir John Cassavetes, auk annarra. Oliver Stone of grófur? Inntökunefndin, undir forystu Gilles Jacob, fór í gegnum 860 myndir við val sitt og valdar voru 19 myndir til þátttöku. Það kemur síðan í hlut dómnefndar keppninnar undir forsæti frönsku leikkonunnar Isabellu Adjani að velja þá bestu úr. „Átta af þeim myndum sem eru í keppninni eru spennumyndir. f dag vill fólk fá að sjá ofbeldi, blóð og innyfli," sagði Jacob á blaðamannafundinum. Hann segir hátíðina þó ekki mega verða þekkta fyrir að sýna ofbeldismyndir og aðspurður um hvort nýjasta mynd Olivers Stone „U - Turn“ hefði ekki komist í keppnina vegna þess að hún hefði þótt of ofbeldisfull og gróf sagðist hann ekki vita um það og sagði ástæðuna fyrir því að hún og mynd James Mangold, „Copland", hefðu ekki verið valdar til þátttöku einfaldlega vera þá að þær hefðu ekki verið fullkláraðar. Lostafulls leiks beðið í ofvæni Bandarískar myndir eru í meirihluta í keppninni, alls sex myndir, þar á meðal mynd Clints Eastwood, „Absolute Powers“, sem verður ekki með í keppninni, og mynd Curtis Hanson „L.A. Confidential“ sem byggð er á skáldsögu James Ellroy. Opnunarmynd hátíðarinnar verður framtíðarmynd franska leikstjórans Lucs Besson „Le Cinquiéme Element" en ekki er enn ljóst hvort hún verður með í keppninni um Gullpálmann. Hátíðin er þekkt fyrir að vekja umtal með því að bjóða upp á umdeildar myndir og í ár er líklegt að mynd Abels Ferrara, „Black Out“ veki viðbrögð og eru menn einkar spenntir að sjá lostafullan samleik fyrirsætunnar Claudiu Schiffer og leikkonunnar Beatrice Dalle í myndinni. í tilefni af 50 ára afmæli hátíðarinnar munu nær allir 35 leiksljórarnir sem unnið hafa Gullna pálmann mæta á sérstaka athöfn þar sem leikstjoranum Ingmar Bergman verður afhentur einskonar heiðurspálmi eða pálmi pálmanna. Þeirra á meðal verða Michaelangelo Antonioni, Robert Altman, Francesco Rosi, Francis Ford Coppola, Costa-Gavras, Quentin Tarantino og fleiri. Til hátíðarinnar mætir einnig fjöldi heimsþekktra leikara, þar á meðal Robert de Niro, Bruce Willis, Hugh Grant, John Travolta og poppsöngvarinn Michael Jackson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.