Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 68
m minni eyðsla - minni óhreinindi meiri sparnaður MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUjXENTRUM.lS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dráttur á aðild að efnavopnasamningi Veldur vanda í iðnaði SAMTÖK iðnaðarins hafa sent utan- ríkisráðuneytinu bréf, þar sem bent er á að útlit sé fyrir að nokkur fyrir- tæki innan samtakanna verði fyrir verulegum óþægindum, hafi ísland ekki staðfest alþjóðlega samninginn um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna, sem gengur í gildi á þriðjudag í næstu viku. Ríki, sem ekki eiga aðild að samn- •—-^Tngnum, geta orðið fyrir því að aðild- arríki hans leggi hömlur á sölu ákveðinna kemískra efna til þeirra. Sementsverksmiðjunni á Akranesi hefur til dæmis verið ráðlagt að birgja sig upp af hraðsementsvökva vegna óvissunnar. Samtök iðnaðarins óska eftir því að ráðuneytið beiti sér fyrir því að ísland staðfesti sáttmálann þegar í stað. Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri segir að utanríkisráðuneytið hafí »*-j-keðið Alþingi að hraða þinglegri Tmeðferð samningsins eins og unnt sé. Hins vegar sé málið enn ekki tilbúið af hálfu ráðuneytisins. ■ Efnaiðnaðurinn/6 --------------- Enn kviknar í sjónvarpi TÖLUVERT tjón varð af reyk á efstu hæð verslunarinnar Sautján á Laugavegi 91 á tíunda tímanum í gærkvöldi, þar sem kviknaði í út frá sjónvarpi. Á skrifstofu á efstu hæðinni var ^ allt orðið fullt af reyk og eldur hafði einnig náð að læsa sig í gólfteppi. •9K 10-15 ára lesa minna KÖNNUN sem dr. Þorbjörn Broddason, prófessor í félags- fræði við HI, lét gera á bók- lestri 10-15 ára barna í liðnum mánuði bendir til að sá hluti þessa hóps sem sjaldan eða aldrei lítur í bók sé í örum vexti. Spurt var hvort ungmennin hefðu lesið bók síðustu 30 daga og svöruðu 27% neitandi, sam- anborið við 18% þegar síðasta könnun var gerð árið 1991. Könnunin leiddi jafnframt í ljós að ungmennin höfðu að meðaltali lesið 2,7 bækur síð- asta mánuð, samanborið við 2,8 bækur 1991. Árið 1985 hafði sami aldurshópur á hinn bóginn lesið 4,2 bækur að meðaltali næstu fjórar vikurnar á undan. Samkvæmt könnuninni er tölvunotkun 10-15 ára barna umtalsverð. 54% sögðust vinna heimaverkefni á tölvu heima hjá sér. 27% kváðust nota al- netið og 7% reyndust vera með eigin heimasíðu. ■ Hlutur bókarinnar/26 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur endurskoðar aðild að LÍV vegna ágreinings Morgunblaðið/Júlíus VÆNGUR vélarinnar tók niðri á gráa stöplinum, sem er ljósastaur, síðan sveif flugvélin að sögn sjónarvotta rétt yfir auðri akbrautinni á Suðurgötu, í gegnum grindverkið og inn á flugvallarsvæðið. Flugvél brotlenti við umferðargötu Lögreglu ekkigert viðvart TVEIR menn sluppu ómeiddir þegar dönsk tveggja hreyfla flugvél með bilaðan hreyfil brotlenti við Suður- götu, rétt utan við svæði Reykjavík- urflugvallar kl. 12.44 í gær. Nokkur umferð var um Suðurgötu og stræt- isvagn og olíubíll voru skammt und- an þegar vélin sveif rétt yfir Suður- götunni og hafnaði á grindverkinu við flugvöllinn. Flugturninn í Reykjavík hafði fengið boð um að vélin væri að koma inn til lendingar vegna bilunar 20-30 mínútum fyrr en lögreglu var ekki gert viðvart fyrr en eftir að vélin hafði brotlent við götuna. Hilmar Þorbjörnsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar, segir að þarna virðist hafa verið gerð sorgleg og mjög al- varleg mistök. „Þarna átti að vera búið að girða af allt svæðið,“ segir hann. Guðmundur Matthíasson, fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flug- málastjórnar, segir að í flugturnin- um hafi menn ákveðinn lista að fara eftir við kringumstæður sem þessar. „Það er þáttur í viðbúnaðinum að kalla í þá sem eiga hlut að máli og lögreglan er þar mjög ofarlega á blaði,“ sagði Guðmundur. Ekkert gerst í öryggismálum síðan 1986 Hilmar Þorbjörnsson sagðist í gær ekki kannast við að umferðarörygg- ismál í grennd við flugvöllinn hefðu verið í umræðunni síðan Fokker-vél Flugleiða ók út af flugbraut og hafn- aði á akbrautinni á Suðurgötu 10. mars 1986. Hann sagði að í raun hefði ekkert gerst í öryggismálum á svæðinu síðan þá. ■ Rétt sveif yfir Suðurgötuna/34 Úrsögn hefði í för með sér að VR gengi úr ASI VR skipulega haldið frá sljórnunarstörf- um í ASÍ, segir Magnús L. Sveinsson AÐALFUNDUR Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, stærsta verka- lýðsfélagsins innan Alþýðusam- bands íslands, samþykkti sl. mánu- dagskvöld að fela stjórn félagsins að taka til endurskoðunar aðild VR að Landssambandi íslenskra verslunarmanna. Var trúnaðar- mannaráði félagsins veitt umboð til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Ef ákveðið verður að ganga úr landssambandinu mun það leiða til þess að VR gengur jafnframt úr Alþýðusambandi ís- lands, að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR. Á aðalfundi VR kom fram að fullgildir félagsmenn voru tæplega 20 þúsund um seinustu áramót. Þar af greiða tæplega 11 þúsund skatt til ASÍ og LIV. Rúmlega 108 millj. kr. hreinn hagnaður var á rekstrarreikningi félagsins á sein- asta^ ári. „Á undanförnum árum hefur þess ítrekað orðið vart að versl- unarmannafélög á landsbyggðinni hafa ekki verið sátt við skipulag LÍV og aðild VR að samtökunum. Þau hafa ítrekað unnið að því að leggja LÍV niður í þeirri mynd sem það er nú,“ segir m.a. í greinar- gerð tillögunnar sem samþykkt var á mánudagskvöldið. Rakinn er nokkurra ára ágreiningur á milli VR og verslunarmannafélaga á landsbyggðinni og yfirlýsingar fulltrúa félaga á landsbyggðinni um að þau eigi ekki samleið með VR í kjaramálum. Einnig eru gagnrýndar yfirlýsingar tals- manna LÍV gegn þeim kjarasamn- ingum sem VR gerði í vetur. „Getum ekki verið í ASÍ bara til að borga“ Magnús segir að hvert það stétt- arfélag sem segi skilið við lands- samband innan Alþýðusambands- ins eigi ekki lengur aðild að ASÍ. VR átti ekki samleið með lands- samböndum ASÍ í kjaraviðræðun- um í vetur og hefur mótmælt harð- lega nýjum breytingum á skatt- lagningu aðildarfélaga ASI. Að- spurður hvort félagið sæi kosti við að standa utan ASI svaraði Magn- ús: „Ég tel mikilvægt að verkalýðs- hreyfingin standi sem best saman en þá verða menn að sýna í verki að þeir meti það. Það verður að segjast eins og er, að við gátum ekki misskilið það sem gerðist á síðasta Alþýðusambandsþingi, þar sem skipulega var unnið að því að halda fulltrúum Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur frá stjórnunar- störfum í ASI,“ svaraði hann. „Það er mjög óeðlilegt að lang- stærsta stéttarfélag landsins hafi engin áhrif stjórnunarlega á Al- þýðusambandið. Við getum ekki verið í ASÍ bara til þess að borga peninga. Við viljum líka hafa áhrif á stjórn Alþýðusambandsins. Ef meirihluti þeirra sem eru innan ASÍ telur að það sé betur komið án okkar áhrifa, þá getum við ekk- ert misskilið slíkar sendingar,“ segir Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.