Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Efnavopnasamningurinn kominn til Alþingis
Stefnt að staðfest-
ingn á mánudag
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi
Alþingi í gær þingsályktunartillögu
um staðfestingu íslands á samn-
ingnum um bann við framleiðslu,
geymslu og notkun á efnavopnum.
Að sögn Ólafs G. Einarssonar, for-
seta Alþingis, eru allar líkur á að
þingið geti staðfest samninginn á
mánudag, daginn áður en hann
gengur í gildi.
Að sögn þingforseta hafði Haildór
Ásgrímsson utanríkisráðherra sam-
band við hann í gærmorgun og bað
um að málinu yrði hraðað eins og
kostur væri. „Utanríkismálanefnd
heldur fund á mánudag og ég geri
ráð fyrir að nefndin samþykki að
flytja málið fyrir ráðherra. Ég hef
fallizt á að halda fund í þinginu
seinni partinn á mánudag. Mér heyr-
ast vera undirtektir við því og þá
afgreiðum við þetta,“ segir Ólafur.
Aukafundur til að
staðfesta samninginn
Ekki hafði verið gert ráð fyrir
þingfundum í starfsáætlun Alþingis
fyrir næstu viku, heldur áttu nefnd-
ir að sitja á fundum. „Þetta tekur
ekki iangan tíma ef samstaða næst
um málið. Við tökum okkur hálf-
tíma eða klukkutíma í þetta,“ segir
þingforseti.
Island undirritaði efnavopna-
samninginn fyrir fjórum árum.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa embættismenn í utan-
ríkisráðuneytinu lagt nótt við dag
nú í vikunni til að afgreiða málið
frá ráðuneytinu.
Eftir að Bandaríkjaþing staðfesti
samninginn í fyrrinótt er Island eina
NATO-ríkið, að Tyrklandi undan-
skildu, sem ekki hefur fullgilt samn-
inginn.
v
Morgunblaðið/Ásdís
TÖLURNAR valdar og afgreiddar í annasamri lottóviku.
fyrir 5 réttar tölur
30 millj.
„VIÐ létum prenta 24 kílómetra
af lottómiðum fyrir þessa viku,“
sagði Bolli Valgarðsson hjá Is-
lenskri getspá. „Vinningurinn
hefur aldrei áður verið sexfaldur
og ég spái 50 milljjónuin í pott-
inn.“
Salan á iottóröðum er 100%
meiri þessa vikuna en vikuna
áður, að sögn Bolla, og því orðið
nokkuð líklegt að einhver verði
með fimm réttar tölur. Hæsti
vinningur í sögu ísienskrar get-
spár er 24 milljónir úr fimmföld-
um potti og verður líklega sleginn
út í dag.
Bolli segir að reikna megi með
30 miiljónum fyrir fimm réttar
tölur og 20 miiyónum í aðra vinn-
inga. „Núna er fólk sem spilar
aldrei í Lottó að freista gæfunn-
ar,“ segir hann og býst við að
þjóðin öll verði með í leiknum.
Á laugardeginum fyrir viku var
fyrsti vinningur sem enginn náði
19,5 milljónir og rúmlega 800
þúsund raðir seldust. 40% af söl-
unni fara í vinninga og 46% af
þeim í fyrsta vinning.
Tæpar fjörutíu milljónir stóðu
til boða í Víkingalottói á miðviku-
daginn sem fyrsti vinningur. Eng-
inn hafði allar tölur réttar.
Verkfall rafiönaðar-
manna hjá P&S hf.
Þijár smá-
bilanir á
símakerfinu
í gær
VERKFALL símsmiða og rafeinda-
virkja hjá Pósti og síma hf. hófst
á miðnætti í fyrrinótt, en samninga-
fundir stóðu yfir til kl. 4.30 um
nóttiná. Var þeim haldið áfram að
nýju kl. 14 í gær og stóðu enn á
tólfta tímanum í gærkvöld. Verk-
fallið nær til 100 rafeindavirkja og
150 símsmiða, og að sögn Hrefnu
Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa
Pósts og síma, þokaðist í samkomu-
lagsátt í samningaviðræðunum í
gær. Þá var verið að ræða launalið
samningsins, en gengið hafði verið
frá ýmsum sérmálum.
Þijár bilanir urðu á símakerfinu
í gær _og tókst fljótlega að laga
þær. í gærmorgun varð Akur-
eyrarflugvöllur símasambandslaus
fram undir hádegi og að sögn
Hrefnu tókst félagsmanni í FIS
að lagfæra bilunina. Bilun varð í
gærmotjjun í kjölfar rafmagnsbil-
unar á Irafossi og urðu Sogsvirkj-
anirnar þá símasambandslausar
og einnig datt farsímakerfið út í
Þingvallasveit. Undanþága fékkst
til að gera við bilunina og var síma-
samband komið aftur á kl. 14 í
gær. 128 númer urðu sambands-
laus á Seltjarnarnesi síðdegis í gær
og fékkst undanþága til viðgerðar.
Iðja semur
í 3. sinn
IÐJA, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík, hefur gengið frá kjara-
samningi við vinnuveitendur í
þriðja skipti á stuttum tíma en
tveir fyrri samningarnir voru felld-
ir af félagsmönnum.
Að sögn Guðmundar Þ. Jóns-
sonar, formanns Iðju, er nýi samn-
ingurinn frábrugðinn þeim eldri
að því leyti, að ákvæði um sveigj-
anlegan vinnutíma, svonefndan
fleytitíma, var tekið út en Guð-
mundur sagði að þetta ákvæði
hefði farið mjög fyrir brjóstið á
fólki. Ekki voru tekin inn ákvæði
um vinnustaðaþátt samninga, sem
eru í ýmsum öðrum kjarasamning-
um, en Guðmundur sagði að þau
mál yrðu skoðuð nánar á samn-
ingstímanum.
Þá sagði Guðmundur að í samn-
ingnum hefði orðalagi verið breytt
til að taka af allan vafa um að
fólk sem vinnur í bónus fær 4,7%
launahækkun þegar samningurinn
tekur gildi, sem er frá 1. mars
eins og þeir samningar sem áður
höfðu verið felldir.
Guðmundur sagðist vonast til
að þessar breytingar yrðu til þess
að félagsmenn Iðju samþykktu
samninginn en atkvæðagreiðsla
um hann hefst á mánudag.
5 milljónir
frá DAS til
ísafjarðar
HJÓN á fimmtugsaldri duttu í
lukkupottinn í gær þegar dregið
var í happdrætti DAS við lok happ-
drættisársins. Fimm milljóna
króna vinningur kom á einfaldan
miða sem seldur var hjá umboðs-
manni á ísafirði.
Þetta var hæsti vinningurinn
sem dreginn var út að þessu sinni
en næsthæstu vinningar voru 100
þúsund krónur á einfaldan eða 200
þúsund krónur á tvöfaldan miða,
að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðs-
sonar, forstjóra Happdrættis DAS.
Sex bíla
árekstur
SEX bifreiðar lentu í árekstri laust
eftir klukkan 17 í gær á Miklu-
braut.
Bifreiðarnar óku í vesturátt eftir
Miklubraut og virðist sem ein þeirra
hafi hemlað snögglega, skammt frá
gönguljósum á móts við BSÍ, og
hinar skollið saman í kjöifarið, hver
á eftir annarri. Ekki urðu teljandi
meiðsl á fólki en nokkrar skemmd-
ir á ökutækjum.
Grjóti kastað
í sendiráð
MAÐUR kastaði grjóti að banda-
ríska sendiráðinu á Laufásvegi
skömmu eftir klukkan 16 í gær,
en flúði af vettvangi áður en til
hans náðist.
Nokkru seinna handtók lögregl-
an í Reykjavík mann á Laugavegi
sem svaraði til lýsingar á þeim sem
kastaði í sendiráðið. Reyndist hann
vera drukkinn og var vistaður í
fangageymslum lögreglu þangað
til hægt yrði að yfirheyra hann.
Bókagerðar-
menn sam-
þykktu
FÉLAG bókagerðarmanna sam-
þykkti kjarasamning við Samtök
iðnaðarins og VSI í atkvæða-
greiðslu.
Á kjörskrá voru 1.127 og kusu
486 eða 43,2%. Þar af sögðu 312
já, eða 64,2% og 162 sögðu nei
eða 33,5%.
Eftirför endaði
með árekstri
LÖGREGLAN í Hafnarfirði veitti
ökumanni eftirför á Reykjanes-
braut aðfaranótt fímmtudags,
eftir að hafa veitt athygli hrað-
akstri hans og einkennilegu akst-
urslagi.
Eftirförin stóð þó skamma
stund, þar sem ökumaðurinn ók
bifreið sinni á umferðarmerki,
umferðareyju og ljósastaur við
gatnamót Fagrabergs og Hamra-
bergs nokkrum mínútum síðar.
Maðurinn kastaðist út úr bifreið-
inni sem fór margar veltur og er
talin gjörónýt.
Ökumaðurinn, sem er hálfþrí-
tugur, hlaut minniháttar áverka
þegar hann kastaðist út úr bifreið-
inni, en grunur leikur á að hann
hafi verið undir áhrifum áfengis.
Áður en lögreglan veitti hrað-
akstrinum athygli hafði ökumað-
urinn ekið utan í annan bíl sem
hann mætti á Reykjanesbrautinni
en horfið af vettvangi. Ökumaður
þess bíls sneri við og veitti honum
eftirför á miklum hraða, þar til
lögreglan skarst í leikinn við Víf-
ilsstaði.
Hiutdeild vegfaranda skoðuð
Aðspurður um hlutdeild hins
almenna vegfaranda í eftirförinni
sagðist Eðvar Ólafsson, lögreglu-
fulltrúi í Hafnarfirði, ekki telja
það réttlætanlegt að hann skyldi
stofna öðrum vegfarendum og
sjálfum sér í hættu með þessu
móti, en hann ók á 170 km hraða,
100 km yfir leyfilegum hámarks-
hraða. Hann sagði málið hafa
verið rætt á lögreglustöðinni í
gær og það væri nú í athugun
hjá fulítrúa sýslumanns.
Fullyrðingar um happdrættisvinning
íslenskrar stúlku kannaðar í Englandi
700 millj. sagðar í boði
SENDIRÁÐ íslands í Lundúnum
hefur að undanförnu kannað fyrir
íslenska stúlku sem búsett hefur
verið í borginni um skeið, hvort
verið geti að hún hafi unnið tæpar
sjö milljónir punda í skafmiðahapp-
drætti þar í landi, eða á milli 700
og 800 milljónir króna.
Stúlkan sem er rúmlega tvítug
að aldri mun hafa keypt skafmiða
og sent hann til happdrættisins eins
og kveðið var á um, eftir að hafa
merkt sér miðann.
Um þátttökurétt að ræða?
Skömmu síðar var haft samband
við hana á heimili hennar ytra og
henni sagt að hún hefði unnið ofan-
greinda upphæð, sem yrði greidd
út á um þremur áratugum með
reglulegum greiðslum, um 20 millj-
ónir á ári.
Könnun sendiráðsins gat ekki leitt
afdráttarlaust í ljós hvort um vinn-
ingsmiða væri að ræða eða hvort
miðinn veitti henni rétt til að taka
þátt í frekari útdrætti fyrir stóran
vinning, en þó var seinni möguleik-
inn mun sennilegri, að sögn Þórðar
Bjama Guðjónssonar sendifulltrúa í
Lundúnum. Fyrirtækið sem stóð fyr-
ir happdrættinu mun vera í eigu
bandarískra aðila og lítt þekkt í
Bretlandi. Stúlkan sendi staðfest-
ingu á þátttöku sinni í seinustu viku,
en skilafrestur rann út í fyrradag.
„Eftir því sem okkur skilst var
þetta mál að mörgu leyti mjög loð-
ið, að minnsta kosti ekki eins ein-
falt og að spila í Happdrætti HÍ,“
segir Þórður. Hann kveðst ekki
muna eftir sambærilegum dæmum
úr starfi stnu í utanríkisþjón-
ustunni, en hins vegar sé ekki óeðli-
legt að íslendingar leiti eftir um-
ræddum upplýsingum.
Happdrættissvindl algengt
Bjarni Sigtryggsson sendiráðsrit-
ari í utanríkisráðuneytinu sagði
aðspurður í samtali við Morgun-
blaðið að afskiptum ráðuneytisins
hefðj lokið fyrir skömmu.
„Án þess að hægt sé að ræða
þetta tiltekna tilvik má benda á að
mjög mikið er um í Bandaríkjunum
að fólki sé boðin þátttaka í ýmsum
happdrættum og leikjum, og því
gert að greiða einhveija ótilgreinda
upphæð til að fá þátttökurétt. Þá
er í raun um að ræða nokkurs kon-
ar happdrættis- eða skafmiðasvik,
sem ganga út á að féflétta auðtrúa
manneskjur. Hvort svo er í þessu
tilviki er hins vegar óvíst og ókann-
að,“ segir Bjarni.
F
!
t-
í .
c
c
CT:
t
c:
F
F
í
I
í
I
(