Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 ÚTI A-Ð BORÐA KAMPAVÍN er að mörgu leyti ofinetinn drykkur að mínu mati,“ segir John Maddison þar sem við dreypum á kampavínsglasi fyrir matinn í forstofu Einars Ben við Ingólfstorg. „Alls ekki svo að skilja að kampavín séu vond. Það mætti frekar líkja þessu við hversu ofmetinn humar er í samanburði við krabba, þótt krabbakjöt gefi humri stundum ekkert eftir. Það eru framleidd mörg einstaklega góð freyðivín í t.d. Ástralíu, mér dettur Croser í hug, sem yfirleitt eru miðlungskampavínum fremri jafnt hvað varðar verð og gæði. Þegar kemur að bestu vínunum er hins vegar erfitt að skáka Frökkunum.“ Maddison ætti að hafa þokkalega þekkingu á þessum málum því að áður en hann gerðist sendiherra á Norðurlöndunum starfaði hann í landbúnaðardeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um árabil, 1970-1994, og sá m.a. um að gera samninga við ríki utan ESB um vínmál. Hann vann að gerð samninga við Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjaland auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá hóf hann samninga við Suður-Áfríku. „Það sem ég sá mest eftir er ég færði mig um set var að fá ekki tækifæri til að vinna að vínsamningum við t.d. Argentínu og Chile er fóru í gang eftir að ég hætti,“ segir Maddison. Kampavín kom mikið við sögu í samningaviðræðunum því að eitt helsta baráttumál ESB var að fá vínframleiðendur utan sambandsins til að hætta að nota nöfn á borð við Champagne, Beaujolais, Port, Chianti og Chablis á vín sín en öll eru þessi vínheiti tengd evrópskum vínhéruðum. „Þetta átti ekki síst við Ástrali sem óhikað hafa kallað freyðivín sín kampavín. Samkomulag náðist að lokum um að þessi ríki létu af þessu eftir nokkum aðlögunartíma en á móti gáfum við eftir varðandi ýmis tæknileg atriði. Ástralir nota víngerðaraðferðir, sem ekki em leyfðar í Evrópu. Ekki þó vegna þess að þær séu óæskilegar heldur af sögulegum ástæðum. Það var mun auðveldara að ná samkomulagi við Ástrali en Ný-Sjálendinga og við vomm jafnvel gagnrýndir fyrir að vera of linir í garð þeirra^t.d. í blaðagrein er einn þekktasti vínmaður Ástrala, James Halliday, ritaði í The Australian." Fnrdómalaus í ljósi þessa tel ég óhætt að panta hið nýsjálenska vín Cloudy Bay sem er einhver ljúffengasta vínupplifun sem hægt er að hugsa sér með forréttinum og ber það undir Maddison. „Já, endilega. Þú heyrir að ég hef enga fordóma. Ég hef meira að segja heimsótt Cloudy Bay í Marlborough því að yfirleitt byrjuðum við heimsóknir okkar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með því að heimsækja vínhérað þannig að við vissum hvað við væmm að tala um er við kæmum til Canberra til viðræðna. Við verðum þó að fá okkur evrópskt rauðvín með aðalréttinum. Það má ekki ofgera hlutunum," segir Maddison og við verðum ásáttir um Hermitage 1991 frá E. Guigal. Ég panta mér laxatartar með eggjarauðu, VIKII ✓ Sendiherra Evrópusambandsins á Islandi og í Noregi, John Maddison, hefur yfírleitt í mörgu að snúast. Hann gefur sér þó stundum tíma til að njóta eins helsta áhugamáls síns, góðs matar og víns, eins og Steingrímur Sigurgeirsson komst ______að er þeir snæddu saman kvöldverð á______ veitingastaðnum Einari Ben. kapers og rauðlauk í forrétt og sé að Maddison er mjög upptekinn við að lesa íslenska seðilinn, að því er virðist tiltölulega vandkvæðalaust. „Yfirleitt getur maður ráðið í íslensku heitin ef maður gefur sér tíma,“ segir hann en gefst þó upp er kemur að réttinum „íslenskt alþýðupate". Að lokum ákveður hann að reyna reyksoðinn svartfugl með bláberjavinaigrette. Cloudy Bay vekur mikla lukku hjá okkur og fellur vel að báðum réttunum. Laxatartarið milt með fullmiklum rauðlauk og hógværu kapers reyndist ágætur réttur, fyllilega í anda þeirrar nýju íslensku matargerðar sem staðurinn ætlar sér að standa fyrir. Maddison veltir svartfuglinum mikið fyrir sér og segir hann „athyglisverðan" en nokkuð þurran. Mataráhugi Maddisons vaknaði á sjöunda áratugnum er hann giftist franskri konu og byrjaði að fá góðan mat. „Þetta var áður en við gengum í Evrópusambandið með þeim áhrifum sem sú aðild hefur haft á breska matargerð og matarúrval,“ segir hann. Áhugamaóur um íslsnska matargerð „Ég hef öðlast mikið álit á íslenskri matargerð í heimsóknum mínum hingað til lands upp á síðkastið. Raunar hef ég skrifað Michelin og bent þeim á að það væri vel þess virði að líta hingað til lands. I Michelin- handbókinni fyrir Norðurlöndin er fjallað um Noreg, sem einnig heyrir undir mig, en einungis Ósló. Ég benti þeim á að vel mætti fjalla um aðrar borgir í Noregi og að jafnframt væru nokkur veitingahús á Islandi sem ættu stjörnu svo sannarlega skilið. Ég er þá að hugsa um staði á borð við Holtið, Grillið og Perluna. Slíkir staðir eru í stjömuflokki og einnig ætti að vera hægt að útdeila myndarlegum skammti af hnífapörum [sem Michelin notar einnig til að skilgreina gæði staða]. Ég fékk mjög vinalegt svar frá Miehelin þar sem þeir sögðu að ekki gæfist tími til að gera þetta fyrir næstu handbók en fyrir þá þarnæstu kæmi vel til greina að hafa ísland með. Ég held að Reykjavík sé einn þeirra staða í heiminum þar sem er að finna hæsta hlutfall góðra veitingahúsa á íbúa. Að minnsta kosti er ég orðinn að aðdáanda." í aðalrétt fæ ég pönnusteiktar svart- fuglsbringur með sólberjasósu en Maddison pantar rósmarínlegið lambafille með rauð- vínssósu og segir íslenska lambakjötið einstakt. Svartfuglinn er hæfilega eldaður og sólberjasósan á ágætlega við þessa sjávarvillibráð. Maddison er ánægður með lambið en segir hið franska mataruppeldi sitt gera að verkum að það fari svolítið í taugamar á honum þegar sama meðlætið er borið fram með fleiri réttum en báðir emm við með sama grænmetið og appelsínusneið með réttum okkar. „Þetta er mjög algengt einnig á góðum breskum veitingastöðum en í Frakklandi er byggt á þeirri heimspeki að hver tegund kjöts eigi sitt grænmeti er eigi best við. Líklega er þetta vegna þess að áður fyrr, á árunum eftir stríð, var ekki nóg framboð af grænmeti og enn er verið að reyna að bæta það upp með því að hlaða alltaf sem flestu á alla diska.“ Einkasalan afnumin Evrópusambandsaðild Svía og Finna og EES-aðild íslendinga og Norðmanna hefur þegar leitt til róttækra breytinga á áfengissölumálum og jafnvel gæti svo farið að þessi ríki yrðu að fella niður einkasölu ríkisins á áfengi í smásölu til að standast lög og reglur ESB. Maddison segist telja það nær óhjákvæmilegt. „Þetta er ekki spuming um viðskiptahagsmuni heldur lagaleg spurning. Ef þið viljið takmarka áfengissölu getið þið gert það á annan hátt, t.d. með reglum um afgreiðslutíma. Það er okkar mat að það eigi ekki að skipta máli hver selji áfengið á meðan almennum reglum er fylgt og ég býst við að Norðurlöndin verði beitt mjög þungum þrýstingi í þessum efnum.“ Veitingastaðurinn er nefndur í höfuðið á Einari Benediktssyni, miklum þjóðernissinna er um tímabil bjó í húsinu. Meðan við borðum slær rafmagninu út í nokkrar sekúndur nokkrum sinnum og skyndilega byrjar eldvarnarbjalla að hringja án sýnilegrar ástæðu. Ég segi Maddison að hugsanlega sé þetta andi Einars Ben sem sé að kvarta yfir nærveru ESB-sendiherrans í húsinu. „Það ætla ég að vona ekki,“ segir Maddison og brosir. „Það væri algjörlega ástæðulaust." Hópmeðferð GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA í SÍÐASTA pistli var gefið svar við spumingu um hópefli, en ekki gafst rúm til að svara því hvemig hópeflið tengist hópmeðferð. Verð- ur nú reynt að bæta örlítið úr því. Hópefli er það afl sem skapast og býr í hópi og getur haft áhrif til góðs eða ills á hegðun þátttakend- anna. Á námskeiðum í hópefli gefst þeim tækifæri til að upplifa hvemig hópur sem sjálfstætt afl verður til, hvernig þeir stjómast af þessu afli og einnig hvernig þeir geta haft áhrif á það með því að vera sér betur meðvitandi um hvers eðlis þetta afl er og hvaða áhrif það hefur á þá sjálfa. Snemma á þessari öld var farið að beita hópmeðferð í því skyni að hafa áhrif á geðræn sjúkdómsein- kenni. í fyrstu var það einkum gert af hagkvæmnisástæðum, þannig að hægt var að meðhöndla fleiri sjúklinga í einu og spara þannig tíma. Meðferðin líktist þá fremur fjölfaldaðri einstaklings- meðferð, þar sem viðræður vom við einn einstakling í einu, en aðr- ir þátttakendur lögðu orð í belg og sýndu honum viðbrögð eða svörun. Um og eftir miðja öldina vom rannsóknir og kenningar um hópa og hópefli komnar á það stig að farið var að beita hópmeðferð á annars konar hátt, þannig að at- hyglin beindist að hópnum sem slíkum og leitast var við að láta einstaklingana mótast af áhrifum hópsins. Til þess að hópeflið verði sem sterkast þarf hópur að vera varan- legur yfir einhvem tíma og hafa sem mesta samloðun. Það getur tekið nokkum tíma að skapa slíka hóptilfinningu hjá ólíkum einstak- lingum sem koma hver úr sinni áttinni. Því er reynt að velja sam- an í meðferðarhóp fólk sem hefur svipaðan bakgmnn og svipuð vandamál, þannig að samstaða myndist sem fyrst. Sá hópur sem er varanlegastur og þéttastur, mótaður af löngum samvistum og tilfinningalegum böndum, er fjöl- skyldan. í fjölskyldunni verða tfi- finningaleg átök, þar sem meðlim- Áhrif til góðs eða ills imir gegna mismunandi hlutverk- um og verða fyrir misjöfnu tfifinn- ingalegu álagi. Stundum lendir einn í því að verða blóraböggull, svarti sauðurinn í fjölskyldunni, vandræðabarnið eða geðsjúkling- urinn. í honum fær fjölskyldan að öðm leyti stundum sameiginlega útrás og réttlætingu á vandamál- um sínum. „Ef hann væri ekki svona erfiður væri ekkert að hjá okkur.“ Hitt gæti hins vegar verið nær sanni, að hann þjóni því hlut- verki að axla tilfinningalegar byrð- ar fjölskyldunnar með þeim afleið- ingum að hann verður sjúklingur- inn í fjölskyldunni. í fjölskyldu- fræðum er hann þá skfigreindur sem einkennisberi fjölskyldunnar, en vandans er að leita í fjölskyld- unni sem heildar, tjáskiptum hennar og hlutverkamynstri. Með- ferðin beindist því að hinu sjúk- lega fjölskyldumynstri fremur en að „sjúklingnum" sjálfum, og reynt er að opna fýrir bein tilfinn- ingaleg tjáskipti og draga fram ýmislegt sem áður mátti ekki nefna. Þessi aðferð hefur oft reynst mjög árangursrík, jafnvel þar sem mikið veikir sjúklingar em í fjölskyldu. Þá er fjölskyldan öll kölluð saman til reglulegra hópfunda, og best þykir að allir meðlimir hennar séu með, allt frá ungum bömum upp í afa og ömm- ur eða aðra, sem kunna að til- heyra fjölskyldunni. Til þess að skoða megi og rekja í sundur vandann þarf hópurinn að vera sem heildstæðastur. I fjölskyldu- ráðgjöf þar sem vægari og al- mennari vandamál era tekin til meðferðar er gengið út frá svipuð- um forsendum um hópeflið í fjöl- skyldunni. Annars konar hópmeðferð er svonefnd samfélagsmeðferð, en hún var einn aðalvaxtarbroddur- inn í geðlækningum á sjöunda og áttunda áratugnum. Hún fer fram á geðdeildum, þar sem litið er á sjúkradefid með sjúklingum sínum og starfsfólki sem lítið samfélag og allt sem þar gerist er notað í lækningatilgangi. Sameiginlegir daglegir fundir einkenna þetta meðferðarform, þar sem rædd em mál sem snerta þetta litla samfé- lag frá degi til dags og hópeflið notað til að gera þátttakendur að- lögunarhæfari. Fyrir um 25 áram var samfélagsmeðferð talsvert beitt á Kleppsspítala um nokkurra ára skeið, en þegar legutími stytt- ist og göngudeildarmeðferð jókst brast að mestu grundvöllur fyrir slíkri meðferð. Samfélagsmeðferð- in átti hins vegar mikinn þátt í að breyta viðhorfi starfsliðs til geð- sjúkdóma og gera sjúklingana ábyrgari og virkari í eigin með- ferð og samsjúklinga sinna. Hópmeðferð með smærri hópa hefur einnig verið beitt töluvert á geðdeildum. Er þá reynt að velja saman 6-8 sjúklinga sem eiga svipaða reynslu eða geðrænan vanda. Sjaldnast verða slíkir hóp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 93. tölublað (26.04.1997)
https://timarit.is/issue/129451

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

93. tölublað (26.04.1997)

Aðgerðir: