Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 18
18 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
LIFEYRIR LAWPSMAIMIMA
MORGUNBlAÐIÐ
Sammála um að
samtrygging liggi
til grundvallar
Talsmenn þingflokka,
lífeyrissjóða
og tryggingafélaga
Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp
um skyldutrygfflngu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyríssjóða. Með frumvarpinu er
gerð sú mefflnbreyting að öllum launþegum
er gert skylt að greiða í sameignarlífeyris-
sjóði. Samkvæmt gildandi lögum eiga allir
launþegar að greiða í lífeyrissjóði, en hins
vegar er ekkert kveðið á um hvemig þeir
eiga að vera, sameignarsjóðir eða séreigna-
sjóðir, eða hvaða lágmarksréttindi þeir eigi
að veita. Hluti launþega greiðir nú í sér-
eignasjóði og réttindi sem sameignarsjóðir
____________veita eru nokkuð mismunandi.
_______Morgunblaðið leitaði álits talsmanna
þingflokka, sameignarsjóða, séreignasjóða
og tryggingafélaga á frumvarpinu.
Talsmenn þingflokka eru sarnmála
um að samtryggingarkerfi al-
mennra lífeyrissjóða eigi fullan
rétt á sér áfram, en eru ekki á
eitt sáttir um nánari útfærslu líf-
eyrismála.
Ýmislegt til bóta
ér finnst skyn-
samlegt að sam-
þykkja frumvarp-
ið eins og það
liggur nú fyrir,
enda er í því að
finna ýmsar bætur frá núverandi
kerfi. Það er vissulega ýmsa galla
að finna á frumvarpinu, en ég tel
samt framför að samþykkja það,“
sagði Svavar Gestsson, formaður
þingflokks alþýðubandalagsmanna.
Svavar sagði bersýnilegt að
frumvarpið væri samið eftir löggjöf
um verðbréfasjóði, til dæmis ákvæði
um kvaðir um lausafé, fjárfesting-
arstefnu sjóða og innra eftirlit
þeirra. „Ríkið á ekki þessa sjóði,
svo það á ekki að skipa fyrir um
smæstu atriði í rekstri þeirra. Mér
finnst gengið óþarflega langt að
þessu leyti, en í heildina litið þá
finnst mér sjálfsagt að afgreiða
frumvarpið í meginatriðum.“
Svavar sagði að stjórnarandstað-
an hefði tekið frumvarpið í fóstur
og innan þingflokks alþýðubanda-
lagsfólks væri ágæt samstaða um
það. Það byggði á félagslegum sjón-
armiðum og væri gott í grundvallar-
atriðum. „Alvarlegustu ágreinings-
efnin hafa komið frá stjórnarflokk-
unum.“
Aðspurður um fyrirhugaða til-
lögu um breytt fyrirkomulag á
kosningu til stjórnar lífeyrissjóð-
anna sagði Svavar að hann gerði
nú lítið með það. „Ég held að það
gerist ekki margt í þeim efnum, því
ef frumvarpið á að verða að lögum
fyrir vorið þá gefst ekki tími til
slíks. Ég tel að það sé almennt
ástæða til að auka lýðræði í þjóðfé-
laginu og fagna að stjórnarflokk-
arnir skuli hafa komið auga á það,
en varðandi stjórnir lífeyrissjóðanna
þá þarf að fara gaumgæfilega yfir
málið. Ráðherrar eiga ekki lífeyris-
sjóðina. Sjóðsfélagar verða að fá
að hafa eitthvað um breytingar af
þessu tagi að segja. Aðalatriðið er
að ná saman rammalöggjöf, en svo
má breyta einstökum atriðum síðar.
Það má ekki láta málið í heild hrapa
fyrir björg."
Svavar sagði að samtryggingar-
kerfið myndi hrynja ef innborgun í
sjóðina yrði miðuð við krónutölu.
„Þá er ekki bara verið að eyði-
leggja sparnaðinn sem á eftir að
greiða, heldur jafnframt sparnað
þeirra sem hafa greitt í sjóðina í
áratugi.“
Vafi um skylduaöild allra
K
vciiiiaiiöumi
svo á að það eig
að ríkja samábyrgi
í samfélaginu o;
lífeyriskerfi eigi a<
miðast við það
Spurningin snýst hins vegar un
það, hver réttur Iöggjafans sé ti
að skikka þá, sem ekki eru bundni:
af sérlögum, kjarasamningum eðí
ráðningarsamningum, til að eig£
skylduaðild að sjóðunum. Við þurf
um að fá úr því skorið hvort þa<
stenst," sagði Kristín Ástgeirsdótt-
ir, þingkona Kvennalista.
Kristín sagði að kanna þyrft
hvort rétt væri að heimila almenn-
um lífeyrissjóðum að stofna sér-
eignadeildir til að ávaxta iðgjölc
umfram lögboðin 10% af heildar-
launum og að sama skapi hvort
séreignasjóðirnir gætu rekið sam-
eignarsjóði. „Þetta þarf að kanna
rækilega. Mér líst hins vegar afleit-
lega á þá hugmynd að setja þak á
iðgjaldagreiðslur. Það myndi setja
kerfið í uppnám. Við verðum að
hafa í huga að tryggja hag þeirra
sem hafa greitt til sjóðanna hingað
til. Öll röskun og fijáls samkeppni
í lífeyrissjóðakerfinu kemur ekki
heim og saman við eðli þess. Það
má aldrei stofna sjóðunum í hættu.“
Kristín sagði að hún teldi mjög
hættulegt ef lífeyrissjóðir færu í
samkeppni um sjóðsfélaga. „Þeir
sem hafa há laun verða þá æskileg-
ir sjóðsfélagar, en þeir sem greiða
lægri iðgjöld og lifa lengur, og í
þeim hópi eru konur ijölmennar,
yrðu óæskilegir sjóðsfélagar."
Kristín sagði að sérstaklega
þyrfti að kanna hvernig ætti að
haga lífeyrisrétti húsmæðra. „Þær
eru ekki launþegar og við þurfum
að kanna sérstaklega hvernig þær
geta tryggt hag sinn. Frumvarpið
tekur ekki á því.“
Aðspurð hvort hún teldi líklegt
að frumvarpið næði fram að ganga
á yfirstandandi þingi sagði Kristín,
að mikill vilji væri fyrir því á þingi.
„Við erum sáttar við samábyrgðar-
regluna, en það er ýmislegt óljóst,
enda er málið enn í vinnslu."
Sterk stod
i velferóarkerfinu
ingjLiLm.is.ui jailiau
armanna er hlynnt
ur rammalöggjö:
um lífeyrismál. Vic
leggjum höfuðá-
herslu á samtrygg-
ingarþátt lífeyrissjóðakerfis," sagð
Rannveig Guðmundsdóttir, formað-
ur þingflokks jafnaðarmanna.
Rannveig sagði að lífeyrissjóða-
kerfið með skylduaðild að sam-
tryggingasjóðum væri sterk stoð :
velferðarkerfinu. „Það byggist á ac
allir taki jafnan þátt, beri sömu
skyldur og öðlist sömu réttindi. Í
því felst ekki eingöngu sparnaður
til elliáranna, heldur samhjálpar-
trygging, sem snýr jafnframt að
örorku-, maka- og barnalífeyri.
Þetta er fjölskyldutrygging, þar
sem allir eru jafn gildir og við viljum
standa vörð um þennan þátt vel-
ferðarkerfisins.“
Rannveig sagði að jafnaðarmenn
væru reiðubúnir að skoða þann
möguleika, að almennir lífeyrissjóð-
ir mættu stofna séreignadeildir. „Ef
menn gætu hins vegar valið um að
greiða eingöngu til séreignasjóða
þá væru þeir að kjósa gegn þessum
tryggingaþætti. Þegar inneign
þeirra þryti, þá þyrftu þeir að leita
til almannatrygginga og væru
þannig í raun að kalla eftir aðild
að kerfi, sem almennir sjóðir hefðu
byggt upp. í góðu velferðarþjóðfé-
lagi verða réttindi og skyldur að
fara saman.“
Rannveig sagði að bent hefði
verið á að sjóðsfélagar í séreigna-
sjóðum gætu keypt sér tryggingar.
„Þetta er ekki fullnægjandi og ekki
í samræmi við hugsanahátt okkar
um samhjálp í velferðarmálum.
Þetta þýðir, að þeir sem hafa efni
á geta keypt sér ríkulegar trygging-
ar, en aðrir láta það sitja á hakan-
um, ætla sér kannski að gera það
síðar eða vona bara það besta. Ég
vil ekki þjóðfélag sem byggir á slík-
um mismun.“
Rannveig sagði að umræðan um
lífeyrismál hefði ekki snúist um
réttlæti, heldur samkeppni um fjár-
magn. „Horft er til 300 milljarða
eignar lífeyrissjóðanna og margir
vilja hlutdeild í henni. Slíka pen-
ingasýn hlýt ég að gagnrýna. Þá
er þetta stóra og mikilvæga frum-
varp seint fram komið, en stjórnar-
andstaðan vill heiðarlega og góða
umræðu um það. Það er mikilvægt
að tryggja að réttur launþega verði
ekki fyrir borð borinn, þegar þrýst
er á stjórnarflokkana að breyta líf-
eyrissjóðakerfinu frá hugmynda-
fræði samtryggingar yfir í kerfi
séreignasjóða. Ég er lika ósátt við
ákvæði í frumvarpinu, þar sem seg-
ir að hægt sé að festa í ráðningar-
samning til hvaða lífeyrissjóðs er
greitt. Þetta hljómar kannski vel,
en um leið og opnað er fyrir val-
frelsi á þennan hátt, þá er stutt í
að lífeyrissjóðir geti valið sér félaga
og hafnað öðrum."
Séreignasjóöir fdi
aó þrífast
V
ið eigum að reyna
til þrautar að ná
sáttum um frum-
varp til laga um líf-
eyrissjóði og það er
ljóst að það verður
að koma til móts við sjónarmið
þeirra sem lagt hafa fé í séreigna-
sjóði,“ sagði Geir H. Haarde, for-
maður þingflokks sjálfstæðis-
manna.
Geir sagði að í þingflokki sjálf-
stæðismanna væru fulltrúar ýmissa
sjónarmiða. „Við þurfum að finna
sameiginlegan snertiflöt, því bæði
kerfi sameignarsjóða og séreigna-
sjóða eiga rétt á sér. Þeir sem hafa
greitt í séreignasjóði verða hins
vegar að taka eðlilegan þátt í sam-
fryggingarskyldunum. Það er svo
ekki ljóst hvort sátt næst um frum-
varpið á þeim stutta tíma sem eftir
lifir þings, en mér finnst sjálfsagt
að láta á það reyna. Frumvarpið
þarf greinilega að taka einhveijum
breytingum, en ég sé ekki annað
en að svigrúm sé til þess, þrátt
fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
í tengslum við kjarasamninga."
Geir sagði mikilvægt að það fyr-
irkomulag séreignasjóða, sem búið
væri að byggja upp, fengi að þríf-
ast áfram samhliða samtryggingar-
kerfinu. Aðspurður hvað honum
fyndist um val á stjórnum lífeyris-
sjóðanna og þær fullyrðingar, að
þar mætti standa lýðræðislegar að
verki, sagði Geir að honum þætti
nokkuð til í því.
Geir bætti því við að almennir
Iífeyrissjóðir væru nú orðnir mjög
öflugir, enda hefði þeim verið
stjórnað af ábyrgð, þrátt fyrir ýmsa
gagnrýni. „Það þarf að fara varlega
í öllum breytingum, svo þær valdi
ekki tjóni. Hins vegar er nauðsyn-
legt að koma á rammalöggjöf um
lífeyrissjóði. Markmið allra er, hygg
ég, það sama, þótt menn séu ekki
sammála um leiðirnar, en mér
finnst eðlilegt að heimila ákveðið
valfrelsi fyrir þá sem hafa tök á
að nýta sér það,“ sagði Geir H.
Haarde.
Morgunblaðið náði ekki tali af
forystumönnum Framsóknarflokks-
ins í gær.