Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Michael Jón
Clarke næsti
bæj arlistamaður
MICHAEL Jón Clarke tónlistarmaður
hefur hlotið starfslaun bæjarlista-
manns Akureyrar 1997-’98. „Það er
mat menningarmálanefndar að Mich-
ael Jón Clarke sé mjög vel að titlinum
Bæjarlistamaður Akureyrar kominn
og viljum við þakka honum hans
störf,“ sagði Alfreð Gíslason, formað-
ur nefndarinnar, í hófi sem haldið var
á Fiðlaranum á sumardaginn fyrsta.
Þar voru jafnframt veittar viðurkenn-
ingar fyrir störf að menningarmálum
og úthlutað úr Húsfriðunarsjóði.
Michael Jón Clarke er fæddur í
Nottingham í Englandi en flutti til
Akureyrar að loknu námi og hefur
upp frá því verið áberandi í tónlistar-
lífi bæjarins. „Auk þess að vera fram-
úrskarandi tónlistarmaður hefur
hann einnig unnið frábært starf á
vegum Tónlistarskólans á Akureyri
undanfarin 25 ár. Hann hefur ávallt
unnið af krafti og metnaði að sínum
störfum. Michael hefur gegnt stjórn-
unarstörfum af áhuga og dugnaði
og ávallt skilað miklum árangri,"
sagði Alfreð ennfremur.
Michael sagðist ætla að nota tím-
ann vel og væru nægar hugmyndir
sem vinna þyrfti betur að. Hann
sagði mikla uppbyggingu hafa orðið
á sviði menningarmála í bænum á
síðustu árum, enn vantaði þó tónlist-
arhús og vildi hann ekki bíða í önnur
25 ár eftir að slíkt hús risi á Akureyri.
Farsæl störf að
menningarmálum
Jóhann Ingimarsson, Nói í Val-
björk, Jón Kristinsson og Þórgunnur
Ingimundardóttir hlutu viðurkenn-
ingu fyrir störf sín að menningarmál-
um. Jóhann hefur starfað að högg-
myndalist og eru höggmyndir og
skúlptúrar eftir hann víða um bæinn,
Jón var ein aðaldrifijöðrin í starfsemi
umaiiistaskóíinn á
Fyrir 10 til 16 ára [fjöllistj - Fyrir fullorðna [myndlist)
29. júní til 13. júlí er timabil unga fólksins.
Aðalkennarar: Auður Bjarnadóttir dansari og leikstjóri, og Örn Ingi.
Mörg fjölbreytileg verkefni verða í boði á sviði myndlistar,
danslistar og kvikmyndagerðar. [Unnið úti og inni).
Skemmtiiegt sérverkefni er að mála stóra veggmynd í Hrísey.
Undanfarin ár hafa nemendur komið frá öllum landshlutum
og hafa oft orðið til varanleg vináttubönd sem leitt hafa til
gagnkvæmra heimsókna.
31. júlí til 10. ágúst verður fjölbreytt myndlistardekur fyrir fullorðna
Aðalkennari: Örn Ingi.
Frábær vinnuaðstaða - gisting og fæði....unnið úti og inni. Farin
verður skemmtileg ævintýraferð á torsóttar slóðir í leit að einstöku
myndefni. Þátttakendur geta fengið tilsögn í hvaða tækniaðferðum
sem er. Fyrirhugað er að gera heimildarkvikmynd um sköpunarferli
myndverkanna og lífsgleði þátttakenda.
Sérverkefni: Listaverk fyrir Skinnaiðnað hf. á Gleráreyrum.
Upplýsingar og skráning í síma 462 2644 (sama verð og í fyrra).
Með sumarkveðju - Örn Ingi.
t Gefum
sjLiiíríii-Jússögu
-> örlacjsisöyu
-> Á3C dcj urbcoi
-> ÁsCíirsöcju
-> söcju fnáriaðsiriris
^áJjorar
emum
óveniu\e9»r
We\t\örauðs0
Maðuránfort»
FramuðarsSin
Mitnl í nrettu
Qz
ásútgáfan
Glerárgötu 28 - Simi 462 4966
AKUREYRI
Morgunblaðið/Margrét Þóra
MICHAEL Jón Clarke verður næsti bæjarlistamaður á Akureyri, við hlið hans eru þau Jóhann
Ingimarsson, Þórgunnur Ingimundardóttir og Jón Kristinsson sem hlutu viðurkenningu menningar-
málanefndar fyrir störf að menningarmálum á Akureyri og þá koma hjónin Sigmundur R. Einars-
son og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir sem hlutu viðurkenningu Húsfriðunarsjóðs.
Leikfélags Akureyrar, lék yfir 40
hlutverk hjá félaginu og var helsti
hvatamaður þess að atvinnuleikhús
var stofnað í bænum árið 1973. Þórg-
unnur er píanóleikari og kennari, hóf
fyrst kennslu við Tónlistarskólann á
Akureyri árið 1946 og kenndi með
hléum næstu árin, en frá 1974 óslit-
ið til 1995.
Hjónin Sigmundur R. Einarsson
og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir hlutu
viðurkenningu Húsfriðunarsjóðs fyr-
ir framlag þeirra til húsverndar á
Akureyri. „Þau hafa af dugnaði og
smekkvísi endurbætt íbúðarhúsin
Hrafnagilsstræti 2 og Laugagötu 2
auk þess að hafa nú á skömmum
tíma fært til fyrra horfs og endur-
bætt hluta 1. hæðar Hafnarstrætis
96 þar sem þau reka blómabúð sem
áður var í Hafnarstræti 88, en þar
áttu þau einnig hlut að máli sem
eigendur við endurbætur hússins,”
segir í umsögn sjóðsstjórnar. „Þá
metur menningarmálanefnd mikils
viðhorf þeirra til húsverndar sem
endurspeglast í verkum þeirra og er
öðrum hvatning til að varðveita þann
menningararf sem við eigum í góðum
húsum, ekki aðeins þeim elstu heldur
einnig yngri húsum sem ekki hafa
enn hlotið þann sess sem þeim ber
við mat á varðveislugildi bygginga.“
BALDVIN og Haukur heimsóttu Amtsbókasafnið á Akureyri á
170 ára afmæli þess og gerðu sér veitingar að góðu.
Harður
árekstur
HARÐUR árekstur varð á mót-
um Austursíðu og Bugðusíðu
um kl. 19 á fimmtudag þegar
jeppi og pallbíll skullu saman.
Jeppinn fór tvær til þijár
veltur eftir áreksturinn og þyk-
ir að sögn lögreglu mildi að
ökumaður sem var einn í bíln-
um skyldi ekki slasast alvar-
lega. Hann og ökumaður og
farþegi í pallbílnum fóru á
slysadeild en fengu að fara
heim að lokinni skoðun. Jepp-
inn er gjörónýtur og pallbíllinn
mikið skemmdur.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
RÓSA Vilhjálmsdóttir með
kaffi og kleinu sem bökuð var
að hætti Mörtu Maríu Steph-
ensen í tilefni dagsins, en
uppskiftabók hennar; Einfalt
matreiðslu vasa-quer fyrir
heldri manna húss-freyjur
kom út fyrir tæpum 200 árum.
Amtsbókasafnið 170 ára
Sýning á bókum og munum
sem tengjast bókmenntum
AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri
varð 170 ára í gær, föstudaginn
25. apríl, en safnið er langelsta
stofnun bæjarins stofnuð árið
1827 af Grími amtmanni á Möðru-
völlum. Amtsbókasafnið var stofn-
að sama árið og Kambsránið var
framið, Skírnir elsta bókmennta-
tímarit á Norðurlöndum kom út í
fyrsta skipti og árinu áður en
Natan Ketilsson var myrtur.
Á safninu stendur nú yfir sýn-
ing á bókum úr eigu Amtsbóka-
safnsins og munum frá Minjasafn-
inu sem tengjast bókmenntum og
bókmenningu.
I tilefni dagsins voru bakaðar
kökur eftir uppskriftum frá
bernskudögum stofnunarinnar, en
þar var um að ræða tvær kökuteg-
undir úr bókinni „einfaldt
Matreidslu Vasa-Qver fyrir heldri
manna Húss-freyjur, útgefid af
frú Assessorinnu Mortu Maríu
Stephensen," en sú bók kom út
rúmum tuttugu árum áður en
Amtsbókasafnið var stofnað.
Hólmkell Hreinsson amtsbóka-
vörður segir að almenningi verði
á næstu dögum opnaður aðgangur
að alnetsþjónustu og innan
skammst hefst útleiga á geisla-
diskum með tónlist, en nokkuð er
síðan farið var að lána út leiki og
fræðsluefni á geisladiskum. Áætl-
að er að rúmlega 40 þúsund gest-
ir heimsæki safnið árlega og um
15 þúsund manns nýta sér lestrar-
sal þess á ári hveiju. Útlán eru
um 130 þúsund árlega.
ALMAR og Sveinn niðursokknir í lesturinn í barnahorni Amts-
bókasafnsins. Fjær sést í Huldu sem Iíka er að lesa.