Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 41
+ Ingibjörg Stef-
ánsdóttir fædd-
ist í Mjóadal í
Laxárdal, Austur-
Húnavatnssýslu, 8.
maí 1907. Hún lést
á hjúkrunarheimil-
inu Eir í Reykjavík
11. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Stefán
Sigurðsson, bóndi
þar, síðar hrepp-
stjóri, Gili, Svart-
árdal, fæddur 7.4.
1879, dáinn 30.8.
1971, og Elisabet
Guðmundsdóttir, fædd 8.3.
1884, dáin 7.7. 1969. Þau áttu
auk Ingibjargar eina dóttur,
Sigurbjörgu, f. 1915, d. 1937.
Hinn 12.6. 1932 giftist Ingi-
björg Þorsteini Jónssyni, org-
anista, söngstjóra og söng-
kennara, síðar sýsluskrifara á
Blönduósi. Hans foreldrar
voru Jón Jónsson og Ósk Gísla-
dóttir, Eyvindarstöðum í
Blöndudal. Börn Ingibjargar
og Þorsteins eru tvö. 1) Þor-
steinn Hængur, tannlæknir, f.
3.2. 1938, giftur Hönnu Láru
Köhler og eiga þau fjögur
Amma mín var afskaplega blíð
og góð kona, og alltaf gott að vera
nálægt henni, því það var svo mik-
il ró yfir henni.
Hún var afskaplega hjálpsöm,
alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd
og gera það fyrir mann sem hún
gat. Amma var mikil handavinnu-
kona og hafði gaman af öllu föndri,
henni féll aldrei verk úr hendi og
var hún alltaf með eitthvað á prjón-
unum, svo heklaði hún mikið af
fallegum dúkum sem hún með
ánægju gaf okkur hinum.
En á stundum sem þessum leitar
hugurinn til baka og sterkustu
minningar mínar af ömmu eru á
Blönduósi þegar ég sem krakki var
hjá henni hluta úr sumri. Ég man
eftir litla húsinu hennar, fallega
garðinum, blómunum, fuglasöng
og katlinum hennar sem flautaði
þegar vatnið sauð, og vakti mig á
morgnana.
Amma sagði mér sögur af álfum
sem bjuggu í steinum og tröllum
sem lögðu fólk í álög. Hún sagði
mér frá umskiptingum og öðrum
kynjaverum. Og fyrir sjö ára gamla
stelpu með sterkt ímyndunarafl var
þetta til að gera lífið miklu merki-
legra, og ef ég sá þokkalega stóran
stein talaði ég óspart við hann og
reyndi að tæla út álfana sem ég
trúði að ættu þar heima. Amma
las mikið af sögum fyrir mig þar
sem sagði frá göldróttu fólki og
ef galdraþulan kom fram í sögunni
lagði ég hana á minnið og reyndi
svo að nota á bróður minn með
litlum árangri.
En þá er komið að því að ég
þakki ömmu minni fyrir samfylgd-
ina í þessu lífi, það er alltaf sárt
að kveðja þá sem manni þykir
börn, þau eru Car-
ola Ida, f. 1961,
Þorsteinn Páll, f.
1964, Dagný og
Linda, f. 1966. 2)
Elísabet, meina-
tæknir, gift Klaus
Holm, arkitekt, og
eiga þau tvo syni,
Stefán, f. 1975, og
Jóhannes, f. 1978.
Ingibjörg stund-
aði nám við
Kvennaskólann á
Blönduósi 1926-
1927, Laugaskóla í
Þingeyjarsýslu
1929-1931 og lauk ljósmæðra-
prófi frá Ljósmæðraskóla ís-
lands 30.9. 1935. Hún var ljós-
móðir í Austur-Húnavatns-
sýslu frá 1935-1968, starfaði
á heilsuhæli NLFÍ í Hvera-
gerði 1969-1976 og vann síðan
í fimm ár hjá Aklæðum og
gluggatjöldum í Reykjavík.
Frá árinu 1992 dvaldist hún á
Laugaskjóli og síðar á
hjúkrunarheimilinu Eir, þar
sem hún lést 11. apríl sl.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Blönduóskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
vænt um, en þessa síðustu daga
sem hún lifði hugsaði ég oft þegar
ég sat yfir henni að dauðinn væri
ekki alitaf verstur og fyrir ömmu
var hann lausn.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Guð geymi þig, amma mín.
Carola.
Það verður enginn héraðsbrest-
ur, þótt gömul og sjúk ljósmóðir
hverfi yfir í eilífðina, en það bresta
margir strengir er bundu hana vin-
áttuböndum við sængurkonur þær,
er hún hjúkraði og bömin, sem hún
hjálpaði í heiminn og hugsaði um
fyrstu daga lífs þeirra. Ingibjörg
Stefánsdóttir ljósmóðir eða Ingi-
björg ljósa eins og við kölluðum
hana oft er látin tæplega níræð.
Með henni er gengin góð og merk
kona.
Ingibjörg er komin af traustum
og góðum húnvetnskum og skag-
firskum ættum. Móðir hennar, El-
ísabet, var systir Sigurðar Guð-
mundssonar, skólameistara. Ingi-
björg aflaði sér góðrar menntunar
á þeirra tíma mælikvarða. Var einn
vetur á kvennaskólanum á Blöndu-
ósi og tvo vetur á Laugaskóla í
Þingeyjarsýslu. Síðar fór hún í ljós-
mæðraskólann og útskrifaðist sem
ljósmóðir haustið 1935.
Þá voru mörg og smá ljós-
mæðraumdæmi í landinu og var
hún ráðin ljósmóðir í Bólstaðar-
hlíðarumdæmi um leið og hún kom
heim 1. október 1935. Þar kynnt-
ist hún misjöfnum kjörum og að-
stæðum sængurkvenna því allar
fæddu þær börn sín heima. En það
voru umbrotatímar í þjóðfélaginu.
Samgöngur bötnuðu og þá gat
sama ljósmóðirin sinnt stærra
svæði og svo fór, að hún þjónaði
öllu innhéraðinu og tók þannig á
móti flestum Austur-Húnvetning-
um er litu dagsins ljós fram á árið
1968 er hún flutti suður.
Þegar nýr og fullkominn spítali
leysti gamla sjúkraskýlið af hólmi
í janúar 1955 vann Ingibjörg að
því öllum árum, að allar konur
kæmu á spítalann og ættu þar
börn sín. Hún þekkti vel aðstæð-
urnar og líka hvar hættan gat
leynst. Og það tók mjög stuttan
tíma að fá konur til þess að breyta
til og nýta sér þessa þjónustu.
Ingibjörg var gift Þorsteini Jóns-
syni frá Eyvindarstöðum í Blöndu-
dal. Þau bjuggu fyrstu árin hjá
foreldrum hennar að Gili í Svart-
árdal, en brugðu búi og fluttu í
stríðslokin til Blönduóss. Þorsteinn
gerðist þá sýsluskrifari hjá sýslu-
manni Húnvetninga. Hann var sér-
staklega söngnæmur og söngmað-
ur mikill, gleðimaður og kappsam-
ur.
Hjónaband þeirra var einstak-
lega ástúðlegt og var oft sagt að
þau væru ávallt eins og nýtrúlofað
par. Þorsteinn var mér og bömum
mínum sérstaklega ljúfur og góður
og á eg mjög góðar minningar um
þennan mæta mann. Blessuð sé
minning hans.
Eg kynntist Ingibjörgu stuttu
eftir að eg kom hingað og hún
varð vinkona mín, vinur sem ávallt
reyndist sannur vinur, ef eitthvað
amaði að, sem alla hendir af og til
á lífsleiðinni, en ekki bara íhlaupa-
vinkona, sem tiltæk var þegar allt
lék í lyndi. Virðing mín á Ingi-
björgu óx eftir því sem eg þekkti
hana betur og þá um leið vinátta
okkar, sem hélst þar til sjúkdómur
hennar hindraði það, að við hitt-
umst.
Hún var traustur og góður vinur
og holl mér hennar ráð. Einu sinni
var ákveðið að við hjónin færum
í stutt sumarfrí, en til þess að það
gæti orðið þurfti að fá góða konu
til þess að hugsa um yngsta barn-
ið tæpra fimm mánaða gamalt.
Eg leitaði til Ingibjargar ljósu, sem
strax var boðin og búin að annast
um drenginn í um vikutíma. Þegar
heim kom hafði eg orð á, að þetta
væri nú meiri fyrirhöfnin mín
vegna. Þá sögðu bæði hjónin, að
það hefði ekki verið, drengurinn
verið ljúfur og góður og alltaf bros-
að út að eyrum, þegar þau litu til
hans. Rúmum fjörutíu árum seinna
get eg rifjað þetta upp og sendi í
hljóðri bæn þökk fyrir þetta og
margt vel gert fyrir fjölskyldu
mína.
Áin hnígur í haf, svo hverfum vér allir í
eilífðar skaut.
Eftir sigraða þraut, þegar brotin er braut,
þeim sem beijast til sigurs á komandi degi.
(Sr. Gunnar Ámason.)
Eg og fjölskylda mín sendum
niðjum og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Þórhildur ísberg.
INGIBJORG
STEFÁNSDÓTTIR
BIRKIR
HUGINSSON
+ Birkir Huginsson fæddist í
Vestmannaeyjum 12. mai's
1964. Hann lést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 7. apríl síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum 19. apríl.
Birkir er farinn, margra ára bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm er lokið.
Hjá okkur, sem erum enn hérna
megin landamæranna, ríkir söknuð-
ur en jafnframt þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast honum og
njóta samvista við hann þann tíma
er hann dvaldi hér. Við sendum litlu
dóttur hans, Elísu, foreldrum,
systkinum og fjölskyldu sem studdu
hann með ást og kærleika í hans
erfiðu veikindum, innilegustu sam-
úðarkveðjur. Góður guð blessi ykk-
ur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning góðs drengs
Kristín Ósk, Friðbjörn
og fjölskylda.
+
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, amma,
langamma, langalangamma og langalanga-
langamma,
SÓLBORG SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn
23. apríl.
Sigurður Hallgrímsson, Svandfs Salómonsdóttir,
Pétur Hallgrímsson,
Gunnar Hallgrímsson,
Una Hallgrímsdóttir, Þórir Sigurjónsson,
Hrönn Jóhannesdóttir, Baldur Sigurbjörnsson,
Steinunn Magúsdóttir, Haukur Jónsson,
Jón Geir E. Sigurðsson, Una Árnadóttir
og barnabörn.
+
Elskulegi maðurinn minn, faðir, sonur, bróðir
og tengdasonur,
BJARNI ÞÓR ÞÓRHALLSSON,
Laugavegi 40,
Reykjavík,
er látinn.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
2. maí kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á Barnaspítala Hringsins.
Sigurbjörg Benediktsdóttir,
Þórhallur Borgþórsson,
Diljá Þórhallsdóttir,
Borgþór Rafn Þórhallsson,
Benedikt Steindórsson,
og aðstandendur.
Þórhallur Breki Bjarnason,
Gróa R. Bjarnadóttir,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir,
Þórey Eyjólfsdóttir
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur,
HÁKON HAFLIÐASON,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
23. apríl.
Birta Hákonardóttir, Trausti Valsson,
Magnús Ó. Hákonarson, Jórunn E. Þórðardóttir,
Gíslína Hákonardóttir, Ólafur Þór Erlendsson,
Guðfinna Hákonardóttir, Sigurður H. Ólafsson,
barnabörn,
Ásta Kristný Guðlaugsdóttir.
*-
+
Okkar hjartkæra
KATRÍN s. arnar,
Kópavogsbraut 1a,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlfð föstu-
daginn 25. apríl.
Stefán Þórhallsson,
Katrín Stefánsdóttir,
Þóra Stefánsdóttir,
Stefán Snorri Stefánsson,
Unnur og Olga Stefánsdætur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞÓRÐUR M. KRISTENSEN,
Bogahlíð 22,
sem lést 19. apríl, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju, mánudaginn 28. apríl kl. 13.30.
Kristín Eiríksdóttir,
Kristján Þórðarson,
Ásdfs Þórðardóttir, Ellert Karlsson,
Anna Marfa Þórðardóttir,
og barnabörn.