Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 45 MINNINGAR MESSUR ÁRNI HALLDÓRSSON + Árni Halldórsson fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 25. júlí 1925. Síðustu mánuðina átti hann heimili á Dvergagili 40 þar sem hann hlaut góða aðhlynningu og fékk hægt and- lát 21. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hall- dór Ólason, f. 7. september 1895, dáinn 28. júlí 1975, og Þuríður Stefánía Árnadóttir, f. 29. október 1888; dáin 22. júní 1982. Systkini Árna: Arn- björg, húsfreyja, Réttarholti, Höfðahverfi, gift Hödskuldi Guðlaugssyni, Óli, bóndi á Gunnarsstöðum, látinn, giftur Hólmfríði Kristdórsdóttur, Halldóra, búsett í Hafnarfirði, gift Þórólfi Þorgrímssyni, Guðný, búsett í Reynihlíð, Mý- vatnssveit, gift Snæbirni Pét- urssyni, Gunnar, bóndi á Gunn- arsstöðum, Brynhildur, búsett- ur á Syðra-Lóni, Þórshöfn. Árni bjó í foreldrahúsum fram til þess að vistheimilið Sólborg tók til starfa, utan þess að hann dvaldist tvo vetur í Málleysingjaskólanum í Reykjavík. Árni var einn af fyrstu vistmönnum á Sólborg og einnig sá síðasti sem fluttist þaðan út. _ Utför Árna fór fram frá Glerárkirkju föstudaginn 25. apríl klukkan 11 f.h. Jarðsett var að Svalbarði í Þistilfirði síðdegis sama dag. Hann Árni móðurbróðir er nú látinn. Hann átti um margt merki- lega ævi, sennilega mest fyrir eigin dugnað og jákvætt lífsviðhorf. Hann fæddist árið 1925 á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Árni var mon- gólíti og það var áreiðanlega engin sæluvist að alast upp við slíka fötl- un á fyrrihluta þessarar aldar, þeg- ar félagsleg samtrygging var í lág- marki, ef þá nokkur. Lífsmöguleik- ar þessa fólks voru algjörlega und- ir því komnir inn í hvernig fjöl- skyldu þeir fæddust. Árni fæddist inn í góða fjölskyldu, umlukinn stórum systkinahópi og í miklum frændgarði ólst hann upp á Gunn- arsstöðum. Foreldrar hans bjuggu honum gott atlæti og sáu til þess að hann lærði allt sem honum var kleift. Ég þykist þess fullviss að hún amma mín hefur haft mikla trú á að hann gæti orðið nýtur þjóð- félagsþegn og undirbjó hann til þess. Systkinin og frændgarðurinn létu heldur ekki sitt eftir liggja til að taka hann með í starfi og leik. Ég kynntist þessum heiðurs- manni fyrst árið 1969, þá tæpra 10 ára, hann 44. Þá um vorið varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í nokkrar vikur hjá afa, ömmu og þeim bræðrum á Gunnarsstöðum. + Fannar Þorlákur Sverris- son fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1968. Hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 22. apríl. Hinn 6. apríl dó stór hluti af mér er skólasystir mín tilkynnti mér það að Fannar æskuvinur okk- ar væri látinn, mér er það hulin ráðgáta svo og mörgum öðrum hvað guð hefur hreinlega að gera með hann á himnum þar sem hann átti gott og blómlegt líf hér á með- al okkar. Það má kannski lesa það úr þessum fáu orðum hér að sá er skrifar þessar línur um látinn vin sinn sé bitur, satt að segja hef ég Það var mér mikil lífsreynsla að fá að kynnast því sveitalífí sem þá var lifað á þessum slóðum. Ekki síst að fá að kynnast þessum nánu ættingjum mínum sem alltaf var talað um nánast sem þjóðsagnaper- sónur. Þetta var harðduglegt fólk á harðbýlu svæði og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hafði tröllatrú á landinu, sjálfu sér og nýtti vel þau tækifæri sem gáfust til lífsbjargar. Mér fannst Mývatns- sveitin ekki vera nein sveit með verksmiðju og endalausan ferða- mannastraum eftir þetta. Þetta vor hafði Árni það embætt- isverk að sinna hænunum, sem hann gerði af kostgæfni og ekki minni vísindum en Óli kúnum og Gunnar kindunum. Þegar ég yfírg- af Þistilfjörðinn þetta sumar var Árni samferða okkur, hann var að fara til vistunar á Sólborg. Þetta fannst mér á þeim tíma afar váleg tíðindi, hann myndi ekki koma aft- ur til þeirra starfa er virtust honum hugleiknust. Ég velti þessu nokkuð fyrir mér og fannst ég þrátt fyrir allt skynja hjá honum tilhlökkun að takast á við ný og framandi verkefni á ókunnum slóðum. Það var auðvitað alvanalegt að unga fólkið flytti burt úr sveitinni hans til að skopa heiminn, menntast og fræðast. Ég er ekki frá því að hann hafi sett sig í þau spor á þessum degi. Hann þreifst vel á Sólborg og var þar hrókur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi. Reyndist hann þar góður til þeirra verka er honum voru falin og manna dugleg- astur í félagslífinu eins og upplag hans stóð til. Á Sólborgarárunum var mikið farið í ferðalög og nokkr- um sinnum kom hann í heimsókn til mömmu í Mývatnssveitina, voru það virkilegir fagnaðarfundir með þeim systkinum. Mömmu fannst gott til þess að vita að honum leið vel og hve vel var um hann hugsað á Sólborg. Hafi allt það góða fólk hugheilar þakkir fyrir að auðga tilveru Árna frænda míns. Með Árna er genginn bjartsýnn nægjusamur maður er hafði með atferli sínu og dugnaði góð áhrif á samferðafólk sitt. Það er við hæfi að kveðja þennan ljúfa frænda með útdrætti úr átthagaljóði eftir Óla bróður hans. Heim til Þistil-fagra-fjarðar flýgur hugurinn. Þar ég forðum lífsins ljósið leit í fyrsta sinn. Þar sem fyrst ég grét og gladdist. - Gullin átti ég fín - Þú ert öllum yndislegri æsku sveitin mín. Greitt ég vil að fullu fengið fósturlaun til þín. ekki verið ósáttur við drottin sjálfan fyrr en nú, og hann á mikið verk fyrir höndum til þess að fá mig í sátt við sig og útskýra hvers vegna hann vildi fá hann Fannar til liðs við sig á himnum nú. Eins og áður sagði vorurn við æskufélagar og hreinlega ólumst upp saman í Garðabænum og Hlíð- arbyggð var okkar heimahverfi. Ég gæti ritað hér margar blaðsíður um hvernig við eyddum okkar bernsku- og unglingsárum en þeir sem til þekkja, þá voru það Danni og Fannsi, og þeir voru sem eitt. Þau voru ekki fá skiptin sem við grölluðum saman og létum af okk- ur vita og ekki fór minna fyrr okk- ur þegar Rut Örnólfs bættist í hóp- inn, þvílík þrenning. Þegar lýkur stríði og störfum stundin kemur mín. Mitt þá loks að foldu flúið fellur hrömað hold. Vil ég rór við bijóst þín blunda blandast þinni mold. (Óli Halldórsson.) Það var þroskandi að fá að eiga þig að og kynnast þér. Hvíl þú í friði, megi almáttugur Guð blessa minningu þína. Pétur Snæbjörnsson. Vinur minn Árni Halldórsson lést á heimili sínu mánudaginn 21. þ.m., orðinn tæpra sjötíu og tveggja ára og verður það að telj- ast hár aldur hjá einstaklingi fæddum með Down’heilkenni. Árna kynntist ég fyrst 1977, er ég hóf störf á vistheimilinu Sólborg á Akureyri þar sem Árni hafði verið vistmaður frá stofnun heimilisins um 1970. Með okkur Árna tókst strax góð vinátta og störfuðum við náið saman í mörg ár, eða allt þar til kraftar Árna tóku að dvína, og þó að dagsverki mínu við stofnunina væri lokið og ég farinn heim, hafði Árni ekki lokið sínu dagsverki, þá var eftir að fara í eftirlitsferð kringum hús- in til að fullvissa sig um að allt væri í lagi, síðan biðu skrifstofu- störfin sem unnin voru á kvöldin og um helgar. Árni var sístarf- andi, meðan kraftar entust. Gaman var að heimsækja Árna á skrifstofuna sem í senn var hans einkaherbergi og skrifstofa, og sjá með hversu mikilli nákvæmni og snyrtimennsku hann raðaði bókum og gögnum sem hann var búinn að skrifa með sínu einkaletri. Árni, vinur minn, var gæddur sérstökum hæfileikum, hann var sérstakt snyrtimenni, tryggur og gaman- samur. Fyrir mér var Árni sem rós, falleg rós með öllum þeim eig- inleikum sem prýða fallega rós, nema það að hún náði aldrei að opna sig. Árni var gæddur svo mörgum góðum eiginleikum, að margir svokallaðir heilbrigðir mættu vera stoltir af að búa yfir slíkum eiginleikum. Þó svo Árni lærði ekki lestur og þá skrift sem við gátum skilið bar hans persónu- leiki vitni um ást og umhyggju á bernskuheimili sínu. Þegar ákveðið var að vistheimilið Sólborg yrði lagt niður sem stofnun fyrir vangefna óttuðust margir við- brögð Árna, því Sólborg var hans eign. En bæði var það, að kraftar Árna höfðu dvínað það mikið er kom að flutningi, og svo flutti með honum á nýja heimilið fólk sem hafði verið með honum í mörg ár á Sólborg, og fékk hann alla þá bestu umönnun sem hugsast gat. Sjálfur er ég ævinlega þakklát- ur fyrir allar stundirnar sem við Árni áttum saman á Sólborg, og verða það fagnaðarfundir er við vinirnir hittumst aftur heima hjá Drottni. Níels J. Erlingsson. Minningarnar sem ég á um Fannar eru mér ómetanlegar og mun ég varðveita þær eins og sál- ina í sjálfum mér. Þó að samband okkar hafi ekki verið eins náið nú síðari ár þá dó með honum partur af mér sem ég endurheimti ekki fyrr en ég sit við sama borð og hann. Kæri vinur, ef þú getur á einhvern hátt gefið mér sýn um tilveru þína á himnum, þá veistu hvar mig er að finna. Kæra Kristjana, Sverrir, Mar- grét og Þórarinn, megi góður guð gefa ykkur styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg sem yfir ykkur hvílir, hlúum að minningum hans og berum þær í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Kæru skólafé- lagar úr Garðaskóla, biðjum fyrir vini okkar og fjölskyldu hans og höldum uppi nafni hans og minn- ingu um aldur og ævi. Guð blessi ykkur öll. Daníel Ben Þorgeirsson. Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Barnakórs kirkjunnar undir stjórn Ágústs Valgarðs Ólafssonar. Tónleikar kórsins og kaffisala að lok- inni guðsþjónustu. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAIM: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ól- afsson. Sr. Gylfi Jónsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarfið: Vorferðalag sunnudagaskólans. Far- ið í rútuferö til Þingvalla. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 11. Áætluð heimkoma kl. 15.30. Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Jón Bjar- man. Ensk messa kl. 14. Sr. Toshiki Toma. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HATEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prófastur setur Svölu Sigríði Thomsen inn í embætti og vísiterar söfnuðinn. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar Matthíasdóttur. LAUGARNESKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 11. Lokahátíö barnastarfsins. Fé- lagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsþjargar- húsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhanns- son. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guösþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir. Organisti Viera Manasek. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN. Guðsþjón- usta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Lok þarnastarfsins. Aðalfundur safn- aðarins og kaffi eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Organleikari Kristín G. Jóns- dóttir. Eftir guðsþjónustuna verður haldinn kökubasar. Allur ágóði renn- ur til fjölskyldu Elfars Arnar Kristjáns- sonar, skipverja á varðskipinu Ægi, sem fórst af slysförum við björgunar- störf. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Öll fimm ára börn í Fellasöfnuði sérstaklega boðin til guðsþjónustunnar. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnakór kirkjunnar syng- ur. Fermingarmessa kl. 13.30. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hér- aðsprestur, þjónar. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Lokasamvera barnastarfsins verður í safnaöar- heimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syng- ur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Kökubasar yngri deildar KFUK verður haldinn eftir guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Brynd- ís Mella Elidóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Sunnu- dag: Fermingarmessa kl. 10.30, FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON messa kl. 14 og kl. 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18 nema fimmtudaginn 1. maí, þá er messa kl. 10.30 og Maríu- andakt kl. 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugardag og virka daga messa kl. 7.15 á þýsku. JOSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN FHadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Allir hjart- anlega velkomnir. KRISTNIBOÐSSALURINN, Háaleit- isbraut 58: „Orð Guðs til þín.“ Al- menn samkoma í kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, talar. Mikill söngur. Samkomur öll kvöld þessa viku. Allir velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altar- isganga öll sunnudagskvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund sunnudag kl. 19.30. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Elsabet Daníelsdóttir talar. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Strengjasveit Tónlistar- skóla Garðabæjar leikur Andante eft- ir G.F. Hándel. Stj. Unnur María Ing- ólfsdóttir. Hugi Guðmundsson, gítar- leikari, leikur eigin verk. Kristján Páll Leifsson, gítarleikari, leikur Gre- ensleeves. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Ferenc Utassy. Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Organ- isti Guömundur Sigurðsson. Sr. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Skátar í st. Georgs- gildi heimsækja kirkjuna á st. Ge- orgsdegi og halda kaffisamsæti sitt eftir guðsþjónustuna í safnaðarheim- ilinu Strandbergi. Organisti Natalía Ghow. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Tónlistarguðsþjónusta kl. 18. Jó- hanna Linnet syngur. Organisti Na- talía Chow. Prestur sr. Þórhildur Ól- afs. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Edda og Aðalheiður. Einar Eyjólfsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Ferming. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Fermingar- messa kl. 13.30. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Fermingarguðsþjóriustur kl. 11 og kl. 14. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Organisti er Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 93. tölublað (26.04.1997)
https://timarit.is/issue/129451

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

93. tölublað (26.04.1997)

Aðgerðir: