Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 20

Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 20
20 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LÍFEYRIR LANDSMANNA Tekist á um sam- tryggingu og séreign að undrar mig að menn skuli vera í þeim hugleiðingum að festa í löggjöf og breyta atriðum sem eru kjara- samningsatriði. Samningarnir eru skýrir og vel skilgreindir um trygg- ingalegan þátt sjóðanna, starfs- greinabundna sjóði og 10% skyldu- tryggingu í sameignarsjóði. Samn- ingarnir gera hins vegar ráð fyrir að sett verði löggjöf um eftirlit með sjóðunum og starfsemi þeirra. Þar er gert ráð fyrir, að hlutverk Banka- eftirlitsins yrði betur skilgreint. Þetta hefði átt að nægja og ég átta mig ekki á tilgangingum með laga- setningu að öðru leyti,“ sagði Víg- lundur Þorsteinsson, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna. Víglundur sagði að ákveðinn mis- skilningur fælist í umræðu um sér- eignarsjóði. „Þeir sem aðeins greiða í þá eru auðvitað ótryggðir með öllu, nema þeir kaupi sér sérstakar tryggingar fyrir örorku-, barna- og makalífeyri. Séreignarsjóðirnir eru ekkert annað en sparisjóðsbók. Hitt er svo annað mál, að séreignarsjóð- ir hafa verið við lýði í langan tíma og ég held að það sé óhjákvæmilegt að setja um það reglur, með hvaða hætti þeir sem eingöngu greiða til þeirra aðlagi sig samtryggingu. Þá þarf að velta því fyrir sér hvort þeir sem hafa ef til vill greitt í tvo áratugi í séreignarsjóð þurfi að breyta inneign sinni í ævilanga líf- rentu eða megi skipuleggja mál sín á annan veg.“ Víglundur sagði að grundvöllur lífeyriskerfísins yrði að vera sá, að allir greiddu 10% launa til sam- tryggingar, svo þeir næðu lágmarki í lífeyristryggingum. „Að því er varðar núverandi stöðu, að sumir greiði til séreignarsjóða, þá skilur þetta frumvarp þá eftir í lausu lofti. Ég hafði vonast til að ríkisstjórn, fulltrúar launþega, vinnuveitenda og lífeyrissjóða skoðuðu málin ofan í kjölinn og gengju þannig frá, að öryggi allra væri tryggt og öllum rétti til skila haldið, áður en reynt yrði að koma á löggjöf. Þeir hefðu þurft að gefa sér tíma fram á næsta vetur til að búa löggjöfina þannig úr garði, að um hana gæti ríkt frið- ur og sátt. Það þarf að endurbæta þá löggjöf sem nú er í gildi, en hún er niðurstaða nefndarstarfs, þar sem að komu Alþýðusambandið, Vinnuveitendasambandið og ríkis- valdið og sú nefnd starfaði hátt í tuttugu ár áður en hún lauk endan- lega tillögugerð sinni. Mér finnst heldur hratt hlaupið núna.“ Aðspurður hvort breyta ætti fyr- irkomulagi á kjöri til stjórna lífeyr- issjóða, sagði Víglundur að það væri grundvallaratriði að því fyrir- komulagi yrði ekki breytt. „Þetta eru samtryggingarsjóðir þúsunda manna og hagsmunir þeirra eru mismunandi. Þeir yngstu njóta ríku- legrar tryggingavemdar að því er varðar örorku-, barna- og makalíf- eyri. Þessir hagsmunir breytast eft- ir því sem árin líða og áhugi á sterk- ari ellilífeyrisgreiðslum verður rík- ari. Þessir tryggingalegu þættir eru hluti af kjarasamningum aðila og verða að vera það, en ekki þannig að hægt sé að breyta þeim á árs- fundum lífeyrissjóða. Þar með væru menn að tefla saman hagsmunum kynslóðanna. Það er grundvallar- skilyrði atvinnulífsins fyrir greiðslu á 6% af launum starfsmanna í líf- eyrissjóð að tryggingalegu þættirn- ir standi með skýmm hætti.“ Víglundur sagði að frá sjónar- miði atvinnurekenda þyrfti að tryggja að lífeyrissjóðir gætu staðið við skuldbindingar sínar, svo ekki þyrfti að auka skattheimtu í fram- tíðinni. „Sú hætta er fyrir hendi, ef menn misstíga sig í þessum efn- um.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir að allir launþegar greiði í sameignarlífeyrissjóði Sáttur við heildarlöggjöf ið erum sáttir við að fá heillega lög- gjöf um lífeyris- sjóði, en teljum að ekki hafi verið stað- ið a,ð smíði frum- varpsins sem skyldi. í nefndinni, sem samdi það, var enginn fulltrúi sam- banda lífeyrissjóða og það var því ekki leitað eftir neinu samráði við þá. Við erum heldur ekki sáttir við að það skuli fyrst og fremst eiga að vera bankar og sparisjóðir, líf- tryggingafélög og verðbréfafyrir- tæki sem eigi að ávaxta iðgjöld umfram skyldubundin 10%. Ef menn stæðu frammi fyrir að lífeyrissjóða- kerfið væri illa rekið, myndi ég skilja þetta, en þau rök eru ekki fyrir hendi. Hvað sem segja má um lífeyr- issjóðina, þá eru þeir almennt nokk- uð vel reknir," sagði Halldór Bjöms- son, stjómarformaður Lífeyrissjóðs- ins Framsýnar. Halldór sagði að nú ríkti sátt í röðum launþega um lífeyrissjóðina. „Rekstur sjóðanna hefur alltaf verið að batna og réttindi sem þeir veita um leið. Staða fólks fer því mjög batnandi." Halldór sagði að gallinn við sér- eignarsjóðina væri að í þeim fælist engin samtrygging og þegar sér- eignin væri upp urin þyrfti að leita á náðir samtryggingar þjóðfélags- ins og fá lífeyri frá almannatrygg- ingum. Slíkt væri ósanngjarnt. „Mér finnst mjög gott mál að skylda menn til að vera í iífeyris- sjóði og þá samtryggingarsjóði. Hins vegar var ekki hægt að fallast á hámarksgreiðslu í iðgjald, til dæmis 10 þúsund krónur eins og rætt var um. Ég tek undir með Þórarni V. Þórarinssyni, fram- kvæmdastjóra VSÍ, sem benti á að lífeyrissparnaðurinn byggist á kjarasamningum og ef það eigi að hrófla við þessu geti ríkisstjórnin alveg eins skipað kjaramálum með lögum. Slíkt held ég að menn myndu seint sætta sig við.“ Halldór sagði, um hugmyndir um aukið lýðræði við kosningar til sjóðsstjórna, að hjá Framsýn væri sú regla að kosið væri um fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins um leið og kosið væri til stjórnar félagsins. Þannig kæmu félagar beint að kjör- inu. „Hins vegar eru virkir félagar 29 þúsund og þeir koma ekki allir nærri kosningunni, en ég held að það gæti orðið erfitt að koma þessu öðruvísi við. Ég er hins vegar ekki endilega á því að vinnuveitendur eigi að eiga fulltrúa í stjórnum líf- eyrissjóðanna, því réttindin eru al- farið launþeganna. Um þetta hefur hins vegar ríkt samkomulag og ég hef aldrei orðið var við vandamál vegna aðildar að stjórn. Það er auðvitað eðlilegt að þessar raddir um aukið lýðræði heyrist, en það er ekkert í meðferð sjóðanna sem gefur tilefni til að þingmenn séu með einhvetja tortryggni í garð þeirra.“ Þvert á þróun síðustu ára að er margt gott í þessu frumvarpi. Ég fagna til dæmis ákvæðum um fjár- festingar lífeyris- sjóða, því nauðsyn- legt er að kveða skýrt á um hvem- ig megi vetja þessu fé landsmanna. Þá er í frumvarpinu einnig að finna æskileg ákvæði um rekstur og innra eftirlit sjóðanna og skilyrði fyrir starfsleyfi," sagði Gunnar Baldvins- son, forstöðumaður Almenns lífeyr- issjóðs VÍB, ALVÍB. Gunnar sagði hins vegar að sá hluti frumvarpsins, sem kvæði á um að allir skyldu greiða lögbundin iðgjöld í samtryggingarsjóði gengju þvert á þróun undanfarinna ára. „Áhugi fólks á séreignarsjóðum er mjög mikill og sjóðsfélagar þeirra eru meðvitaðir um þann rétt sem sparnaður þar skapar. Þá hafa sjóð- irnir jafnframt boðið ýmsar trygg- ingar, svo sjóðsfélagar geta tryggt sér hliðstæð réttindi og félagar í samtryggingarsjóðum." Gunnar sagði að honum hefði lit- ist vel á fréttir af frumvarpsdrögun- um á sínum tíma, þar sem gert var ráð fyrir að lágmarksiðgjald rynni í samtryggingarsjóð, en launþegar gætu ráðstafað öðrum lífeyris- sparnaði sínum að eigin vali. „Þessi leið hefði verið ásættanleg mála- miðlun. Tryggingar hjá séreignar- sjóðum eru frábrugðnar trygging- um samtryggingarsjóðanna að því leyti, að hver greiðir fyrir þær í samræmi við sína áhættu. Eldri menn greiða því meira en ungir, kynin greiða ekki það sama og tryggingar eru misjafnlega dýrar eftir starfi og jafnvel heilsufari. Þess vegna þótti mér viðunandi að allir greiddu ákveðið lágmark til samtryggingar. Ég tel að fólk eigi að geta valið sér lífeyrissjóð og byggi þá skoðun mína á því, að líf- eyrisiðgjöld eru svo stór hluti af spamaði fólks, að það hlýtur að vera réttlætismál að það hafi eitt- hvað um það að segja hvað verður um þessa peninga." Gunnar sagði að sér sýndist sem menn hefðu mátt flýta sér hægar við gerð frumvarpsins. „Ef frum- varpið verður samþykkt óbreytt, er til dæmis verið að meina sjóðum eins og Lífeyrissjóði tæknifræðinga að starfa áfram. Ég get líka nefnt, að fimmtán hundruð hljómlistar- menn eiga inneign í ALVIB. Marg- ir þeirra eru i fastri vinnu við ann- að en hljóðfæraleik og greiða i sam- tryggingarsjóði, en þeir völdu þá leið á sínum tíma að greiða iðgjöld vegna hljóðfæraleýksins í séreignar- sjóð. Innan ALVÍB eru líka 600 leiðsögumenn. Flestir hafa ekki fulla atvinnu af því starfi, en þeir fóru sömu leið og hljómlistarmenn. Núna er verið að meina þeim að leggja fyrir af aukastarfinu í sér- eignarsjóð." Gunnar sagði ágæt þau ákvæði í frumvarpinu að hægt væri að semja við banka, sparisjóði, líf- tryggingafélög og verðbréfafyrir- tæki um viðbótarsparnað. „Reyndar finnst mér sérkennilegt að tilgreina að þá inneign sína geti menn tekið út á ekki skemmri tíma en 15 árum. Ef þeir hafa tryggt sér lágmarkslíf- eyri, skil ég ekki tilganginn með því að binda séreign þeirra á þenn- an hátt. Slíkt hvetur ekki til aukins sparnaðar," sagði Gunnar Baldvins- son, forstöðumaður ALVÍB. Skylduiðgjald njörvað nióur þessu frumvarpi felst töluverð þrenging frá nú- giidandi reglum og ég hefði viljað sjá meira frelsi, en ekki að 10% skylduiðgjald yrði njörvað niður hjá samtryggingar- sjóðunum," sagði Brynhildur Sverr- isdóttir, framkvæmdastjóri Fijálsa lífeyrissjóðsins. Brynhildur sagði að stjórn sjóðs- ins hefði ekki fjallað formlega um frumvarpið. „Sjálfri sýnist mér þetta vera ansi mikii skerðing fyrir séreignarsjóðina og þá sem aðild eiga að þeim. Margir hópar eiga ekki aðild að stéttarfélögum og geta þá valið um sjóði. Sumir velja samtryggingarsjóði eins og Söfnun- arsjóð lifeyrisréttinda eða Lífeyris- sjóð verzlunarmanna. Aðrir velja séreignarsjóði, en miðað við frum- varpið verða þeir ekki samþykktir sem fullgildir lífeyrissjóðir og það hlýtur að teljast mikil skerðing á valfrelsi." Brynhildur kvaðst fullviss um að sú samkeppni, sem séreignarsjóðir hefðu veitt samtryggingarsjóðun- um, hefði veitt þeim síðarnefndu aðhald, til dæmis varðandi upplýs- ingagjöf til sjóðsfélaga. Hún sagði að ekki hefði verið rætt hvað tæki við ef frumvarpið yrði að veruleika. „Við höfum áður heyrt ýmsar hug- leiðingar um breytingar á lífeyri- skerfinu, en þær hafa aldrei gengið eftir, svo það er erfitt að velta fyr- ir sér hvað tæki við ef frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Við teljum, að eftir því sem frelsið verður meira, þeim mun viljugra verði fólk að leggja fé sitt í sparnað af þessu tagi. Þess vegna er ég líka undr- andi á að ekki hafi komið til greina að fólki gæfist kostur á að velja um samtryggingarsjóði, fyrst því er gert skylt að greiða sín 10% í þá. Þá er sagt að sumir sjóðir myndu hafna aðild einhverra sjóðs- félaga, en á móti kemur að hver og einn gæti greitt í samræmi við þá áhættu sem fylgir honum sem sjóðsféiaga." Sjóðsfélagafundir í Frjálsa lífeyr- issjóðnum eru yfirleitt haldnir í mars á ári hverju, en stjórn sjóðsins ákvað í síðasta mánuði að fresta fundinum og sjá hver framvinda málsins yrði. „Ef frumvarpið verður samþykkt þarf að breyta samþykkt- um sjóðsins og til þess þarf sam- þykki sjóðsfélagafundar. Við ætlum að bíða átekta og sjá hvað verður á þingi. Það stendur ekki nema fram í miðjan maí, svo þetta ætti að skýr- ast fljótlega." ™^jlll|!|..i'f.P-uW verður fjallað um val- frelsi milli lífeyrissjóða I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.