Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Farið að hitna undir í brcsku kosningabaráttunni Sakaíhaldsflokk- inn um skítkast G-MUWO ÞÉR getið verið alveg rólegur, hr. Kohl, hann bítur ekki, dillar bara rófunni og geltir... Stimpilgjald af líftrygg- ingum verður fellt niður NÝTT frumvarp til laga um stimpilgjald er í smíðum í fjármála- ráðuneytinu og er í því gert ráð fyrir að breyta ákvæðum um stimpilgjald af vátryggingarsamn- ingum. Nú er íslenskum trygging- arfélögum skylt að greiða 8% stimpilgjald af iðgjaldi fyrsta árs líftryggingarsamnings, en þau er- lendu tryggingafélög, sem hafa selt íslendingum líftryggingar, hafa ekki þurft að innheimta stimpilgjald. íslensku tryggingafélögin hafa gert athugasemdir við núgildandi lög um stimpilgjald. Óðinn Elísson, deildarstjóri hjá Líftryggingafélagi íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að lögin mismunuðu tryggingafélögum. „Ég get nefnt sem dæmi, að hjón sem greiða 15 þúsund krónur í iðgjald líftrygg- inga á ári þurfa að greiða 1.200 krónur í stimpilgjald þegar þau ganga frá tryggingunni. Þetta er ef til vill ekki mjög há tala, en tryggingafélög hafa knúið á um leiðréttingu á þessu, enda er skýr aðstöðumunur á íslensku trygg- ingafélögunum og þeim erlendu að þessu leyti.“ Aslaug Guðjónsdóttir, lögfræð- ingur í tekju- og lagadeild fjár- málaráðuneytisins, sagði í gær að frumvarp til laga um stimpilgjald væri í smíðum í ráðuneytinu og væri vinna við það langt komin. „í frumvarpinu er tekið á þessu ákvæði, svo öll tryggingafélög sitja við sama borð. Líftryggingasamn- ingar verða þannig undanþegnir stimpilgjaldi. Þannig verður tryggt að tryggingafélögin sitji öll við sama borð.“ Frumvarpið verður hugsanlega kynnt strax á yfirstandandi þingi, að sögn Áslaugar, en lagt fram til umfjöllunar komandi haust. Skiptistöðvar SVR í Mjódd og Ártúni Farþegum hefur fjölgað á öllum hraðleiðum LILJA Ólafsdóttir, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, telur að áskorun starfsmanna SVR um að hætt verði við tengingar á leið- um í Mjódd og Ártúni, eigi ekki rétt á sér. Nýleg könnun sýni að breytingar á leiðakerfinu hafi mælst vel fyrir meðal farþega. Miðað við fyrri talningu hafi far- þegum fjölgað um 130-160% á hraðleiðum, sem fara um Ártún og um 15% á þeim, sem fara um Mjódd. Breytingar, sem gerðar voru á leiðakerfinu í ágúst síðastliðnum fela meðal annars í sér að komið var á 10 mín. tíðni milli vagna á flestum stöðum úr austurhluta borgarinnar. Á það við um allt Breiðholtið, Árbæjarhverfí og mik- inn hluta Grafarvogs. Er brott- farartímum hraðleiða stillt saman á annatíma og þeim fjölgað milli kl. 7 og 9 að morgni og milli kl. 16 og 19 að kvöldi alla virka daga. „Aður voru ferðir á klukku- stundar fresti og aðrar á hálftíma fresti en við settum þær allar á 20 mínútna tíðni,“ sagði Lilja. „Hverfabílarnir hitta hraðleiðir á skiptistöðvum, annars vegar í Mjódd og hins vegar í Ártúni, og geta farþegar þá skipt um vagn allt eftir því hvort leiðin liggur á Hlemm eða Lækjartorg. Þetta ger- ir það að verkum að hægt er að ná í vagn nánast hvenær sem er. Það hefur heppnast mjög vel í Mjódd- inni en í Ártúni hefur það ekki alltaf gengið eins vel. Þar erum við að kljást við umferðarvanda og stilla af tímana. Það fer því eftir álagi og fjölda farþega og eins umferðarþunga auk þess sem framkvæmdin er misjöfn eftir bíl- stjórum. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á hvernig til tekst.“ Fyrirlestur í Háskólabíói í dag Löður: sápukúlur og stærðfræði Reynir Axelsson UNDUR veraldar er yfírskrift fyrirlestr- araðar á vegum Hollvinafélags raunvís- indadeildar Háskóla ís- lands. Í Háskólabíói í dag kl. 14 heldur Reynir Axels- son, dósent í stærðfræði, fyrirlestur sem ber heitið „Löður: sápukúlur og stærðfræði". Það fjallar um lögun sápukúlna, sápu- himna og sápulöðurs. - Af hverju eru sápu- kúlur í laginu eins og þær eru? „Sápukúlur eru hnött- óttar af því að spenna í sápuhimnunni leitast við að gera yfirborð kúlunnar jafniítið og frekast er unnt. Hvers vegna þetta hefur kúlulögun í för með sér er hins vegar alls ekki einföld spurning og sú stærðfræði sem þarf til að svara henni er tals- vert flókin. Ennþá erfiðara er að gera grein fyrir lögun annarra sápuhimna eða sápulöðurs. Þeg- ar það er reynt koma upp marg- ar skemmtilegar spurningar, sem ég held að megi gera skiljanlegar hvetjum sem er, líka þeim sem eru alveg búnir að gleyma skóla- stærðfræðinni sinni. Og það er það sem ég ætla að reyna að gera í þessum fyrirlestri." Reynir segir að á 19. öld hafi belgíski eðlisfræðingurinn Plat- eau gert viðamiklar rannsóknir á sápukúlum og sápuhimnum. „Hann lýsti útliti á sápuhimnum mjög vandlega, en ekki er langt síðan mönnum tókst að skýra sumar tilraunir hans stærðfræði- lega. Þótt unnið hafi verið að því að leysa þennan stærðfræðilega vanda í meira en heila öld hefur það enn ekki verið gert til fulln- ustu.“ - Hvað gerir stærðfræðingur sem rannsakar sápukúlur? Blæs hann þær eins og börnin? „Hluti af rannsóknum felst í að búa til sápukúlur og gera á þeim mælingar. Nú á dögum er hins vegar eins víst að það sé gert með því að reikna í tölvulík- ani frekar en að leika sér að sápukúlum. Eitt af markmiðun- um með fyrirlestri mínum er að sýna fram á hversu óvæntar og sérkennilegar spurningar vakna þegar menn leitast við að skýra út jafneinfalt fyrirbæri og sápu- kúlur virðast vera.“ - A nýliðnum vetri spunnust miklar umræður um lélega stöðu raunvísinda hér á landi. Hver heldur þú að sé helsta ástæðan? „Ástæðurnar eru fjölmargar, en einna brýnast tel ég að bæta menntun stærðfræðikennara. Námsgögn þarf að end- urskoða og kennslu- háttum þarf að breyta." - Breyta hvemig? „Þannig að námið sé lagað betur að þörfum hvers nemanda, svo hann fái verkefni við sitt hæfi og nægilega mikið að gera á því sviði sem hann hefur áhuga á. Ég held að stórefla þurfi stærðfræðikennslu frá upphafi skólagöngu." - Finnst þér nemendur þínir koma illa undirbúnir í stærð- fræðinám í Háskóla íslands? „Þeir koma mjög misvel undir- búnir og vissulega vildi ég sjá dálítið breyttar áherslur í námi þeirra í framhaldsskólum, þannig að þeir þekktu betur röksam- hengi stærðfræðinnar og gætu sett niðurstöður sínar fram á skiljanlegan og skipulegan hátt þegar þeir koma inn í háskóla.“ ► Reynir Axelsson, dósent í stærðfræði við Háskóla ís- lands, fæddist á Bíldudal 6. mars 1944. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1963 og hélt sama ár til Göttingen í Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á stærð- fræðinám til ársins 1966. Þá lá leiðin til Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem Reynir var í framhaldsnámi til ársins 1970. Að því loknu hélt hann til Miinster í Þýskalandi þar sem hann var við nám og störf í fimm ár. Hann hefur um árabil verið dósent í stærð- fræði við Háskóla ísjands. Reynir er kvæntur Önnu Mar- gréti Magnúsdóttur, tónlistar- kennara og semballeikara, og eiga þau tvær dætur, Birtu og Maríu Elísabetu. - Eru rannsóknir á sápukúl- um hluti af því sem þú kennir í Háskóla íslands? „Nei, þær spurningar sem ég flalla um í fyrirlestri mínum eru viðfangsefni þeirra sem komnir eru lengra en nemendur okkar hér. Ég ætla meðal annars að tala lítillega um tiltölulega nýjar rannsóknir á þessu sviði. Ég segi meðal annars frá niðurstöðum Jean Taylor, sem er bandarísk og er þekktur stærðfræðingur í heimalandi sínu. Hún hefur sér- hæft sig í stærðfræðilegum rann- sóknum á sápuhimnum og krist- allamyndum. Árið 1976 tókst henni meðal annars að útskýra margar af tilraunaniðurstöðum Plateaus frá 19. öld. Hún hefur síðar notað sams konar stærð- fræðitækni til að rannsaka krist- allamyndum. Aðferðir hennar hafa vakið mikla athygli, vegna þess að hún byijar einatt á því að gera ítarlegar rannsóknir á við- fangsefni sínu með tölvulíkönum. Síðan setur hún upp stærð- fræðikenningar til að skýra tölvulíkönin, en það er flóknasti hluti rannsóknanna." - Hefur tölvubyltingin ekki valdið straumhvörfum í rann- sóknarumhverfi ykkar stærð- fræðinga? „Tæknin leysir okkur fyrst og fremst undan mikilli handavinnu, enda gera tölvuforrit okkur kleift að teikna myndir af alls kyns fyrirbærum, sem áður var ekki nokkur leið að gera sér grein fyrir hvernig litu út. Tæknin leys- ir þó ekki vandamál stærðfræð- innar. Það getur aðeins manns- hugurinn gert - ennþá að minnsta kosti. Og það eru næg verkefni eftir fyrir hann.“ Fyrirlesturinn er fyrir almenning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.