Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 29
TYRKLAND
AÐSENDAR GREINAR
Overðtryggðar al-
mannatryggingar
ISTAMBUL
Árni
Brynjólfsson
skólaskylda yrði lengd úr 5 árum í
8 ár og lét menntamálaráðherrann
hafa eftir sér að það yrði lögboðið.
En hann lét ósagt hvort trúar-
bragðaskólarnir skyldu felldir undir
skólakerfíð eða þessi 3 viðbótarár
gætu nýst fyrir nemendur í þjálfun-
arskólum fyrir íslamstrú.
í punktunum 18 eru tillögur um
aðgerðir til að banna Kóranskóla
sem ekki eru viðurkenndir af
menntamálaráðuneytinu, en þar
mun lítið annað gert en að læra
Kóraninn utanbókar. Einnig að
fækkað verði trúarbragðaskólun-
um, sem mun hafa fjölgað að und-
anförnu. Er því haldið fram að í
þessum Kóranskólum sem falli utan
við allt eftirlit séu ungir hugir
mótaðir til fjandskapar við það trú-
arbragðalausa og veraldlega kerfi
sem ríkir í landinu og gegn umbót-
um Atatiirks. Börnin séu látin
sveija eið að því að þau muni vinna
að stofnun ríkis sem byggist á ísl-
amskri trú.
Nær 70 ár eru síðan trúfrelsi var
fest í stjórnarskrána sem undirstaða
lýðræðis í Tyrklandi. 1928 sam-
þykkti þingið að ríkið skyldi engin
opinber trúarbrögð hafa og 1938
var það fest í stjórnarskrá. Atatúrk
skilgreindi það svo að þetta væri
meira en aðskilnaður ríkis og kirkju.
Það tryggði og verndaði frelsi ein-
staklingsins til að hafa hvaða trú
sem er. Fyrsta skrefið þá var að
fella andlitsblæjuna, sem féll undir
veraldleg og trúarleg lög. I ræðu
sem Tansu Ciller hélt í sl. viku af
þessu tilefni sagði hún að þetta „trú-
arbragðaleysi" væri forsenda nú-
tímalegs lýðræðisríkis. „Tyrkneska
þjóðin, sem hefur sína trú, hefur
náð núverandi menningarstigi með
þessari tryggingu fyrir trúfrelsi og
mun halda áfram að lifa þannig í
landinu", sagði hún.
Demirel forseti segir að þessi
ótti við heittrúarmennina hafi gosið
upp á undanförnum 4-5 mánuðum.
En hann kveðst hafa trú á því að
stofnanir ríkisins séu nægilega
sterkar til úrræða og að koma á
jafnvægi.
Erfitt er að átta sig á hvort sú
mikla umræða og uggur, sem virð-
ist svo ofarlega á baugi í Tyrklandi
þessar vikurnar, á við rök að styðj-
ast eða ekki. Þeir sem rætt er við
segja margir að þetta sé orðum
aukið, eins og sjá megi af því hve
lítill sá hópur kjósenda er sem til-
heyrir heittrúarhópum múslima.
Aðrir benda á hve vel og markvisst
sá hópur vinni nú.
Kona sem vel fylgist með var
spurð hvort fólk væri ekki hrætt
við að herinn, sem þrisvar sinnum
hefur velt löglegum ríkisstjórnum
og tekið völdin, muni gera stjórnar-
byltingu í ljósi atburða síðustu
vikna. Hún sagði fólk ekki óttast
það nú, meðan ekkert annað gerð-
ist. En bætti svo við: „Ég held að
það sé nokkuð almenn skoðun að
skárra yrði þó að vera undir stjórn
hersins en heittrúarmúslima og fólki
fínnst nokkurt öryggi í því að MGK
tók strax í taumana þegar bólaði á
breytingum. Meiri hluti þjóðarinnar
er ákveðinn í að stíga ekki skrefið
til baka frá vestrænum, lýðræðisleg-
um stjórnarháttum."
Prósentur í
blekkingarskyni
ÞAÐ var sú tíð að
menn gátu logið hver
að öðrum og notað
tölulegar staðhæfingar
í trausti þess að erfitt
og seinlegt gat verið
að afsanna það sem
sagt var, - upplýs-
ingar lágu ekki á
lausu. Pukur var rót-
gróið og almenningur
var ekki meðvitaður
um rétt sinn og skyldur
yfirvalda.
Nú er öldin önnur,
fjölmennt lið hagspek-
inga er komið fram á sjónarsviðið
og mikilvirkur tækjabúnaður gerir
okkur mögulegt að leita upplýsinga
á skömmum tíma, samband við
umheiminn er komið heim í stofu.
Sett hafa verið lög um upplýsinga-
skyldu og- hægt er að leita réttar
síns fyrir erlendum dómstólum, -
skammt frá Kaupmannahöfn.
Þrátt fyrir allt þetta tekst mönn-
um enn að villa um fyrir almenn-
ingi með misnotkun einfalds pró-
sentureiknings og mistúlkun al-
gengra orða eins og t.d. því að gjöld
séu ekki skattar.
Orsakavaldar láglauna
Sú aðferð sem notuð hefur verið
um áratugi, að miða verðtryggingu
almannatryggingalauna og bónusa
við lægstu iaunataxta, hefur m.a.
átt stóran þátt í að laun eru lægri
hér en í flestum nálægum löndum.
- Lægstu taxta hefur ekki mátt
hreyfa vegna viðmiðana.
Onnur ástæða sem veldur lágum
launum er sú, að oftast hefur verið
samið um lægstu launin fyrst, und-
ir því yfirskini að hækka lægstu
laun hlutfallslega mest, t.d. með
því að sama krónutala komi á öll
laun. Þannig skuli launabilið hald-
ast og jöfnuður ríkja. - Eftirfar-
andi dæmi sýnir hvernig þetta hefur
verið í reynd:
Samið er um að iaunahækkun
skuli vera 2,5 þús. kr. á mánuði á
50 þús. kr. mánaðarlaun, sem óðara
er notað sem 5% hækkunarálag á
öll laun þar fyrir ofan. Þannig fá
þeir sem höfðu t.d. 150 þús á_mán-
uði 7,5 þús. kr. hækkun. - Í stað
152.500 kr. fá þeir hærra launuðu
kr. 157.500, launa-
munurinn sem var fyrir
hækkun 100 þús. verð-
ur 105 þús. Bilið á
milli þessara launa
eykst um 5 þús. kr. eða
um 5% og þarf ekki oft
að semja svo bilið auk-
ist verulega. Um þetta
hefur verið langvar-
andi „þjóðarsátt", eng-
um einum er þar um
áð kenna, en í þetta
skipti fóru að berast
áreiðanlegar upplýs-
ingar frá íslendingum,
sem höfðu hrakist út á
hinar sögufrægu
,jósku heiðar“ í leit að
mannsæmandi launum.
Með margbrotinni tölspeki var
reynt að afsanna þann mun, sem
sagður var vera á milli launa hér
og í dönsku fiskibæjunum, a.m.k.
að draga úr trúverðugheitunum.
Sagt var að ólíku væri saman að
jafna, málið væri flókið, en launam-
unurinn varð sífellt augljósari fjöl-
skyldum og einstaklingum, - sem
beinlínis flúðu fátæktina hér heima.
Almannatryggingar aftengdar
Nú var úr vöndu að ráða, aug-
ljóst var að ekki yrði komist hjá
því að hækka lægstu taxta, sömu
prósentublekkingunum yrði sífellt
erfiðara að beita. Vandinn var sá
að greiðslur almannatrygginga
voru verðtryggðar með viðmiðun
við þessa óþægilega lágu taxta, sem
jafnvel var farið að hafa í flimting-
um í fínum veislum hér heima og
erlendis. Við svo búið mátti ekki
standa, - þetta gæti farið úr bönd-
um í næstu kjarasamningum.
Við þessu fannst einföld lausn á
síðasta vetri, greiðslur almanna-
trygginga voru hreinlega aftengdar
almennri launa- og verðlagsþróun
í landinu, þær settar á fjárlög -
undir velvildarhæl ráðherra. Með
þessu opnaðist leið til þess að
hækka hjá þeim lægstu á vinnu-
markaði og þrengja meira að hinum
sem fyrir utan standa.
Því lengra sem leið á samninga-
gerðina varð augljósara að stjórn-
völd höfðu sýnt fyrirhyggju varð-
andi afkomu ríkiskassans, enda
skiptir hún meira máli en afkoma
þeirra sem fá laun frá almanna-
tryggingum. - Aftengingin fyrir
Við höfum sýnt þessum
málum of mikið
tómlæti, segir Arni
Brynjólfsson, einkum í
almennum kosningum.
rúmu ári var vandlega úthugsuð
og tímasett!
„Meðaltölur" ráðherranna
Óvinsældir aftengingarinnar
urðu til þess að fljótlega eftir að
líða tók á kjarasamningana var far-
ið að tala um að úr yrði bætt og
tóku nú ráðherrar að tala um að
greiðslur frá almannatryggingum
yrðu hækkaðar í samræmi við
„meðalhækkun" umsaminna launa.
Þetta hljómaði vel í eyrum fólks, -
svona að lítt hugsuðu máli, en við
nánari athugun getur dæmið litið
svona út í aðalatriðum með því að
snúa fyrra dæminu við:
Launþegar með 50 þús. kr. á
mánuði fengju 7,5 þús. kr. hækkun,
en þeir með 150 þús. fengju 6 þús.
kr., þ.e. þeir lægstu fengju 15% en
þeir hærri 5%, (sem er þó 12% mið-
að við lægri launin). Mjög auðvelt
er að reikna „meðaltalið": (15 + 5)
: 2 = 10, sem gæfi 10% hækkun
til launafólks hjá almannatrygging-
unum. Þetta er öllu viðráðanlegri
tala fyrir ríkið en ef miðað hefði
verið við hækkun lægstu taxta-
launa, sem í þessu tilfelli er 15%.
Til þess að hækkanir verði ekki
of augljósar er samið um að „færa
taxtana að greiddum launum“,
„flytja bónusa inn í fasta kaupið“
og auka eingreiðslur. Þannig kaup-
hækkanir mælast illa í „meðal-
tölum“ og því lítil hætta á að raun-
hækkanir komi fram í mælingum,
en eins og flestir vita var samið
fyrir alla aðra en þá lægstu - „á
líkum nótum og í undangengnum
samningum".
Nú er eftir að sjá hvernig „meðal-
talsútreikningurinn" verður upp
settur, en við höfum sýnt þessum
málum of mikið tómlæti fram til
þessa, - einkum í almennum kosn-
ingum.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Skólastjóra vantar að Grunnskólanum í Grindavík
í eitt ár, þar sem skólastjórinn hefur fengiö eins árs leyfi frá
störfum.
Undirritaður mun veita nánari upplýsingar um starfiö, m.a. um
sérstök kjör, sem gilda fyrir kennara og skólastjóra í Grindavík.
Umsóknarfrestur (framlengdur) er til 6. maí 1997.
Grindavík, 17. apríl 1997,
Bæjarstjórinn í Grindavík.
BJÓÐUM úrvals
ÚTSÆÐI
Áburður, kalk, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf
(II j Ráðgjöf sérfræðinga um garð- og gróSurrækt
TGRÓÐURVÖRUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
\fff/ Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 32ll • Fax: 554 2100
TBF—y
:_* o.