Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsvarsmenn útgáfufélags Þjóðviljans á 9. áratugnum Kannast ekki við hlutabréfa- kaup í Eimskipi NOKKRIR forsvarsmanna Þjóðvilj- ans á níunda áratugnum kannast ekki við að keypt hafi verið hluta- bréf í Eimskipafélagi íslands hf., en ákveðið hefur verið að opna að nýju þrotabú Þjóðviljans eftir að uppvíst varð um að það ætti þrettán hlutabréf í félaginu fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur miðað við skráð gengi. Úlfar Þormóðsson, sem sat í stjórn útgáfufélags Þjóðviljans frá öndverðum áttunda áratugnum og fram til 1990, og gegndi oftsinnis stöðu stjómarformanns á þeim tíma, kveðst ekki muna eftir neinum samþykktum eða ákvörðunum um kaup á hlutabréfum í Eimskipafé- lagi íslands. Kaup rædd til að fá aðgang Fyrsta bréfið var keypt í árslok 1982 og síðan næstu ár á eftir, og eru bréfin alls þrettán talsins. Hann segir hafa komið sér mjög á óvart að svo mörg bréf hafi verið keypt, en hugsanlegt sé að eitt bréf hafi verið keypt með vitund stjómar á þeim tíma. Önnur kaup séu hins vegar fyrir utan stjómarsamþykkt- ir, reynist blaðið hafa eignast hluta- bréfin með þeim hætti. „Líklega um svipað leyti og fyrsta bréfíð var keypt man ég eft- ir umræðu þess efnis innan blaðsins að gott væri að sitja aðalfundi hinna og þessara fyrirtækja, sem sumir hveijir voru iokaðir öðmm en hlut- höfum, auk þess sem í nokkrum tilvikum höfðum við engin tök á að komast á þessa fundi þar sem við vorum ekki bréfasafnarar. Þá kom fram sú hugmynd í kjölfarið að skynsamlegt gæti verið að kaupa hlutabréf í stærstu fyrirtækjunum til að tryggja aðgang og man ég ekki betur en einhugur hafi verið um að þetta gæta verið sá aðgangs- miði sem þyrfti að greiða til að vera við fréttalindina. Hins vegar man ég ekki eftir því að þessi hugmynd hafi verið fram- kvæmd og tel næsta víst að engin stjórnarsamþykkt hafi verið gerð um slíkt, hvað þá um að kaupa bréf árum saman eins og þarna virðist hafa verið gert,“ segir Ulfar. Furðulegt mál Eiður Bergmann lét af starfi framkvæmdastjóra Þjóðviljans í árslok 1982, um það leyti sem kaup- in á fyrsta bréfinu eru dagsett. Hann kveðst ekki kannast við að hafa komið nærri kaupum á hluta- bréfum, hvorki í Eimskipafélagi ís- lands hf. eða öðrum fyrirtækjum ótengdum útgáfu blaðsins. „Eg man ekkert eftir þessu og veit ekki hvernig blaðið eignaðist þessi bréf. Mér finnst þetta mál furðulegt og það kemur mér á óvart,“ segir hann. „Ég kom sjálfur ekki mikið nálægt fjármálum blaðs- ins, en þessi eign gæti hugsanlega hafa komið fram í uppgjöri blaðsins til skatts eða einhveiju þess háttar. Stefnan var nú ekki sú hjá blaðinu að kaupa hlutabréf eða annað slíkt, þannig að mér er málið illskiljan- legt,“ segir Eiður. Guðrún Guðmundsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra af Eiði og gegndi því starfi á fímmta ár, eða til 1987. Hún kveðst telja málið hið dularfyllsta enda hafí fjárhagsstaða Þjóðviíjans hvorki boðið upp á möguleika á hlutabréfakaupum, né hafí slík kaup komið til álita. „Ég botna raunar hvorki upp né niður í þessu máli og kannast ekki við að blaðið hafi staðið í hluta- bréfakaupum á þeim tíma sem ég gegndi þar starfí framkvæmda- stjóra. Helst dettur mér í hug að einhver hafí gefíð Þjóðviljanum þessi bréf, hugsanlega eftir að ég lét af störfum, eða skuld við Þjóð- viljann verið greidd með hlutabréf- um í félaginu. Hins vegar hefði ég talið víst að þau hefðu verið seld jafnóðum, hefði svo verið. Mér fínnst mjög ósenni- legt að hægt hafí verið að kaupa þessi bréf án vitundar minnar eða stjórnarformanns," segir Guðrún. Hugsanlega leynst í dánarbúi Hún segir að á þessum tíma hafi Þjóðviljinn fengið gjafir á stundum, meðal annars fengið dán- arbú að gjöf og sé hugsanlegt að í því hafi leynst bréfin í Eimskipa- félaginu. „Eg hef enga trú á að þessi bréf hafi komið smátt og smátt til Þjóðviljans og get ekki ímyndað mér að blaðið eða útgáfu- félag þess hafi keypt þau. Eina mögulega skýringin er að þessi bréf hafi leynst í dánabúinu, án þess þó að mig rámi i að svo hafi verið," segir hún. DAGSKRA 26.04. T.i'kniv.il Skoifunni kl. 10.30-11.30: Við kynnuni 3D Studio Max þrividdarhugbúnad T.vkniv.il Hafnnrfirði kl. 12.30-13.30: Við kynnum 3D Studio Max þrividdarhugbúnað I V’/vV) velkominJ Tæknival Skeifunni 17 108Reykjavík Slmi 550 4000 Netfang: mottakaOtaeknivíl.ís Reykjavíkurvegi 64 220 HafnarfirW Sfml 5504020 Netfang: fjordurOtaeknival.is Sumardagurinn fyrsti Morgunblaðið/Ásdís SKÁTAFÉLAGIÐ Ægisbúar og Lúðrasveit verkalýðsins gengu í fararbroddi fjölmennrar skrúðgöngu í vesturbæ Reykjavíkur sumardaginn fyrsta. SUMARDAGURINN fyrsti er einkum helgaður bömum. ÞESSAR hnátur fylgdust spenntar með skrúðgöngunni. Skrúðgöngur og skemmtamr SUMARDAGURINN fyrsti var haldinn hátíðlegur með skrúð- göngum og skemmtunum víða um land á fimmtudag, eins og lengi hefur tíðkast. I Sögu dag- anna eftir Árna Björnsson seg- ir að sumardagsins fyrsta sé þegar getið í elstu heimildum og að víða hafi verið messað sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar. Samkomur hófust í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamótin tengdust þær ungmennafélögunum, en frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börn- um með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarf- semi. í gömlum heimildum merkti sumardagurinn fyrsti aldrei að þá skyldi komin sumarblíða heldur blátt áfram að þá hæfist sumarmisseri. Veðurspáin fyrir daginn í dag, laugardag, gerir ráð fyrir suðaustan golu eða kalda og rigningu eða súld viðast hvar, einkum sunnan til. Hiti 4 til 9 stig. Borgarstjóri vegna flugslyssins við Reykiavíkurflugvöll Lenging brautarinnar hlýtur að verða skoðuð INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að lenging A/V flugbrautarinnar á Reykjavíkurflug- velli út í Skeijafjörð og lagning Suð- urgötunnar í stokk hljóti að koma til skoðunar núna vegna flugslyssins sem varð þar síðastliðinn mánudag. „Það er hins vegar fleira sem lýtur að öryggi við flugvöllinn sem þarf að skoða,“ segir hún. „Það sem við höfum lagt áherslu á,“ segir hún, „og er reyndar lagt til í nýsamþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, sem nú er auglýst, er í fyrsta lagi að leggja af NA/SV flugbrautina, því af þeirri braut er flogið yfir Landspítalann, og í öðru lagi að ferju- og kennslu- flug verði flutt annað því það muni draga úr umferð yfir borginni og lendingum og flugtaki. Við hljótum að fara yfir þessi mál með flugmála- yfirvöldum og yfirvöldum sam- göngumála," segir borgarstjóri en þó framkvæmdir á Reykjavíkur- flugvelli séu ekki á valdi Reykja- víkurborgar heldur flug- og sam- gönguyfirvalda, segir hún að borgin geti gert kröfur um skipulagsmálin þar. Spurð hvort hún muni beita sér sérstaklega fyrir því að flugbrautin verði lengd til vesturs og að Suður- gatan verði lögð í undirgöng segist hún fyrst vilja fara yfír málið með viðkomandi yfírvöldum áður en hún fullyrði nokkuð um það. „En mér fínnst að það hljóti að koma til skoð- unar í samstarfí við fyrrnefnda að- ila,“ segir hún. Ekki náðist í samgönguráðherra vegna þessa máls í gser, þar sem hann var erlendis. Hins vegar verður fyallað um þetta mál innan sam- gönguráðuneytisins eftir helgi þegar ráðherra kemur heim, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Flugmenn samþykktu FLUGMENN hjá Flugleiðum samningnum en 11% andvíg. samþykktu nýjan kjarasamning á Tóku 98 flugmenn þátt í atkvæða- fundi í Féiagi íslenskra atvinnu- greiðslunni eða um 60% flug- flugmanna að kvöldi sumardags- manna hjá Flugleiðum sem samn- ins fyrsta. ingurinn nær til. Eftir að samningurinn hafði I næstu viku er ráðgert að hefja verið kynntur og ræddur á fund- kjaraviðræður fulltrúa FlA við inum var gengið til atkvæða- fulltrúa íslandsflugs, Flugfélags greiðslu og voru 86% fylgjandi Norðurlands og flugskólanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.