Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
BBIPS
llmsjón Guómumlur Páll
Arnarson
BANDARÍSKI bridshöf-
undurinn Alfred Sheinwold
lést í nýlega, 85 ára að aldri.
Eftir Sheinwold liggja fjöl-
margar bridsbækur, sú vin-
sælasta er kennslubókin
„Five Weeks to Winning
Bridge“, sem hefur selst í
yfir milljón eintökum.
Sheinwold fékkst við ýmis-
legt annað en brids. Á tím-
um síðari heimsstyijaldar-
innar var hann dulmálssér-
fræðingur hjá hernum og
um tíma starfaði hann sem
söngvari. Á árunum 1934-
1963 var Sheinwold ritstjóri
The Bridge World, og það
var einmitt í því tímariti,
fyrir 50 árum, sem spilið
hér að neðan birtist fyrst.
Norður
♦ KG5
V DG
♦ ÁK6532
♦ 94
Austur
♦ D103
I ¥ 10942
111111 ♦ D1097
♦ G7
Suður
♦ Á76
V ÁK763
♦ 4
♦ ÁK53
Sheinwold var sagnhafi í
sex hjörtum og fékk út
tromp. Hvernig myndi les-
andinn spila?
Vandinn er að fríspila tíg-
ulinn án þess að upphefja
trompslag fyrir vörnina.
Sheinwold fann einfalda
lausn á þeim vanda: Hann
spilaði smáum tígli úr borð-
inu í öðrum slag! Notaði svo
innkomu blinds á hjarta til
að trompa tígul smátt. Tók
síðan trompin, fór inn í borð
á spaðakóng og henti þrem-
ur svörtum spilum niður í
frítígla.
Vestur
♦ 9842
♦ 85
♦ G8
♦ D10862
Pennavinir
ÞÝSKUR frímerkjasafn-
ari vill skiptast á merkjum
við íslenska safnara:
Gunther Petersen,
Legienstr. 13,
D-25348 Gliickstíidt,
Gerntany.
ELLEFU á_ra finnskur
piltur með íslandsáhuga
vill eignast pennavini:
Markus Lehtinen,
Ravikatu 27,
45160 Kouvola,
Finland.
Arnað heilla
Ljósm. Bonni
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. desember 1996
í Háteigskirkju af sr. Gísla
Kolbeinssyni Rósa Árna-
dóttir og Jakob Ingi Jak-
obsson. Heimili þeirra er
á Helgubraut 33, Kópa-
vogi.
Ljósmyndastofa Páls, Akureyri
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 27. desember 1996
í Glerárkirkju af sr. Gunn-
laugi Garðarssyni Hanna
Þórey Guðmundsdóttir
og Jóhann Þorsteinsson.
Heimili þeirra er að Hvassa-
leiti 95, Reykjavík.
OflÁRA afmæli. Átt-
O Vf ræður er í dag, laug-
ardaginn 26. apríl, Þorgeir
Ibsen, fyrrverandi skóla-
stjóri, Sævangi 31, Hafn-
arfirði. Hann er að heiman
á afmælisdaginn.
pT OÁRA afmæli. Fimm-
t) V/tugur er í dag, laug-
ardaginn 26. apríl, Sveinn
Áki Lúðvíksson, sölusljóri
og formaður íþróttasam-
bands fatlaðra, Hörgs-
lundi 10, Garðabæ. Eig-
inkona hans er Sigrún Jör-
undsdóttir. Þau hjónin
taka á móti gestum í Garða-
holti á Álftanesi kl. 17-19
á afmælisdaginn.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu nýlega til
styrktar sundlaugarbyggingu í Vík í Mýrdal og söfn-
uðu þær 4.000 krónum. Þær heita frá vinstri talið
Helena Smáradóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir og
Kolbrún Magga Matthíasdóttir.
Mannamót
l’élag austfirskra
kvenna í Reykjavík fer
í sitt árlega sumarferða-
lag á Skeiðarársand
laugardaginn 3. maí
ásamt leiðsögumanni.
Uppl. gefa Sigrún í s.
553-4789 og Hólmfríður
í s. 557-1322.
ITC-deildirnar Harpa
og Korpa há mælsku-
og rökræðukeppni í Hlé-
garði, Mosfellsbæ,
mánudaginn 28. apríl kl.
20. Ræðuefni: „Að ein-
ræktun manna verði
leyfð eigi síðar en árið
2000“. Harpa meðmælt,
Korpa andmælir. Allir
velkomnir.
MG-félag íslands held-
ur aðalfund sinn í dag
kl. 13.30 í Hátúni 10
Reykjavík, í kaffisal
Dagbók
ÖBf. Ólöf S. Eysteins-
dóttir talar um MG.
MG-félag íslands er fé-
lag sjúklinga með „My-
asthenia Gravis" (vöðv-
aslensfár) sjúkdóminn
svo og þeirra sem vilja
leggja málefninu lið.
Mosfellsprestakall. Dr.
Sigurbjörn Einarsson,
biskup, flytur erindi um
trúarlíf í safnaðarheimili
Lágafellssóknar, Þver-
holti 3, Mosfellsbæ, í dag
og laugardaginn 3. maí.
Erindin hefjast kl. 10.30
og að þeim loknum verð-
ur boðið upp á léttan
hádegisverð. Allir vel-
komnir.
Orlofsnefnd hús-
mæðra í Kópavogi fyr-
irhugar fjögurra daga
ferð til Grímseyjar 26.
júní. Fararstjórar Sigur-
björg s. 554-3774 og
Birna s. 554-2199. Enn-
fremur fyrirhugar or-
lofsnefndin orlofsdvöl að
Flúðum 10.-15. ágúst.
Fararstjóri Ólöf s.
554-0388.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgarsvæð-
inu heldur aðalfund sinn
kl. 14 í dag í Drangey,
Stakkahiíð 17.
Kirkjustarf
Digraneskirkja. Opið
hús fyrir aldraða þriðju-
daginn 29. apríl kl. 11.
Leikflmi og léttur máls-
verður. Sigrún Gísladótt-
ir sér um dagskrána.
Fella- og Hólakirkja.
Opið hús fyrir unglinga
í kvöld kl. 21.
Kefas, Dalvegi 24,
Kópavogi. Almenn sam-
koma í dag kl. 14 og eru
allir velkomnir.
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 53
STJÖBNUSPA
eftir Franecs Drake
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert orkubolti, fær í
flestan sjó oggefst aldrei
upp þótt á móti blási.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Gestir gætu komið í heim-
sókn á óheppilegum tíma í
dag en láttu það ekki slá þig
út af laginu. Kvöldið verður
rólegt heima.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (tfö
Þú ert að búa þig undir að
takast á við spennandi verk-
efni í vinnunni. I kvöld er
óhætt að slaka á og láta
ástvin ráða ferðinni.
Tvíburar
(21. maí- 20.júní)
Þú ættir að hluta vel á það
sem aðrir hafa að segja í
dag. Þér hentar betur að
eyða kvöldinu með fjölskyld-
unni en að fara út.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$§
Skapið mætti vera betra, en
samband ástvina er mjög
gott, og þið ættuð að fara
út og lyfta ykkur upp saman
þegar kvöldar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú nýtur þín í félagslífinu í
dag og færð góð ráð, sem
geta stuðlað að batnandi af-
komu. Breytingar eru í
vændum í vinnunni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Taktu það ekki nærri þér
þótt breytingar verði á fyrir-
ætlunum þínum í kvöld, því
þær verða til batnaðar og
draga úr útgjöldunum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú tekur mikilvæga ákvörð-
un í dag, sem á eftir að hafa
langvarandi áhrif til batnað-
ar á stöðu þína í vinnunni.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) mj0
Ástvinir vinna vel saman í
dag að því að tryggja sér
bjartari framtíð, og fara svo
út í kvöld að skemmta sér.
Bogmaöur
(22. nóv. -21. desember)
Þú einbeitir þér að því í dag
að ljúka verkefni, sem þú
hefur unnið að heima. Áð
því loknu bíður þín vinafund-
ur í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Þú gætir nýtt þér frídaginn
til að heintsækja góða vini.
Hikaðu ekki við að tjá ást-
vini tilfinningar þínar. Það
bætir sambandið.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Þig langar að hitta vini í
dag, en margt þarf að gera
áður en úr því verður. Þér
berast góðar fréttir í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Varastu náunga, sem reynir
að misnota sér góðvild þína
í dag. Þú ættir að njóta
kvöldsins í næði heima með
íjölskyldunni.
Stjörnuspárta á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
u v r\ r \l II i r /i4 o | i) \
i'i í (j >j '/ L LI 'j it) 11\ I'
KOMDU í FJÖLSKYLDU-OÚ
HÚSDÝRAGARÐINN í DAG
VK> BJÓÐUM
í ÞRJÚBÍÓ!
Fyrstu 200 barnamiöunum * í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinn í dagfylgja bíómiðar
fyrir tvo á forsýningu fjölskyldumyndar-
innarAmy og villigœsirnar í Stjörnubíói
þann 3. mai kl. þrjú.
Fjölskyldu-og húsdýragarðurinn býður
þennan sumarglaðning i samvinnu við
Stjörnubíó.
Gleðilegt sumar!
♦Barnamiði gildir íyrir 6-16 ára
FJOLSKYLDU-OG
HÚSDÝRAGARÐURINN
COLUHIIA PICTURES inn
uuinnni ]EfF DANIELS oc ANNAIAQUIN khet MARK liHAM
Verðsprengja
Benidorm
21. maí
frákr.
29.960
ðeins 8 íbúðir Tryggðu
þér síðustu sætin þann 21.
I tfOOl maí til Benidorm á sérstöku
tilboðsverði. Vistamar, einn okkar
vinsælasti gististaður, býður nú sértilboð þann 21. maí í 2
eða 3 vikur. Gott íbúðarhótel með móttöku, garði með
sundlaug, verslun, veitingastað og allar íbúðir með sjónvarpi,
síma, baði, svefnherbergi, stofu og svölum.
Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Verð kr.
Flugsæti með sköttum.
29.960
cöttum.
Verð kr. 39a93Z
Verð m.v. hjón, 2 börn, 2-11 ára, Vistamar,
2 vikur, 21. maí.
Verð kr.49*960
M.v. 2 í íbúð, 2 vikur, Vistamar, 21. maí.
Bókunarstaða
6. maí - 11 sæti
21. maí - 18 sæti
28. maí - 19 sæti
4. júní - uppselt
11. júní - 17 sæti
|pRj|
E TE
HEIMSFERÐIR
1992 C 1997,
w
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600