Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 26. APRlL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Forystumenn launþegasamtaka við setningu 38. þings BSRB
Ahersla lögð á víðtækt
samstarf eða sameiningii
Morgunblaðið/Ásdís
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, flytur setningarræðu
sína á 38. þingi BSRB.
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður
BSRB, og forystumenn launþega-
samtaka, sem ávörpuðu 38. þing
BSRB, sem hófst á fimmtudag,
lögðu áherslu á aukið samstarf og
jafnvel sameiningu launþegasam-
taka í máli sínu við setningu þings-
ins.
í setningarræðu sinni fjallaði
Ögmundur fyrst um þá áfanga sem
náðust í lífeyrisréttindum opinberra
starfsmanna með samkomulaginu
sem gert var við fjármálaráðherra
á síðastliðnu ári. Hann sagði að enn
ætti þó eftir að fá lausn varðandi
lífeyrisréttindi bæjarstarfsmanna
og sagði að ríkisstjórnin og stjórn
Pósts og síma hf. hefðu enn ekki
léð máls á að opna fyrir sjóðsaðild
nýráðinna starfsmanna.
Ögmundur sagði að samtök
launafólks stæðu nú á krossgötum.
Skipulagsform væru að breytast og
riðlast. Innan ASÍ væru þúsundir
starfsmanna ríkis og sveitarfélaga
og innan vébanda BSRB væri sívax-
andi fjöldi starfsmanna hlutafélaga.
Ögmundur sagði þjóðfélagið allt
standa á tímamótum. Á vettvangi
atvinnulífs og stjórnmála væri orð-
inn óhugnanlegur samhljómur. Pen-
ingahyggja og stjórnendahyggja
réði ferðinni. Við þær aðstæður
þyrfti launafólk á sterkri ver'kalýðs-
hreyfingu að halda. Því væri tvennt
mikilvægast:
„I fyrsta lagi að hefja undirbúning
að víðtæku samstarfi um hin breiðu
þjóðfélagsmál. Þetta er langtíma-
verkefni, í raun verk án enda. Við
verðum að koma í veg fyrir að fram-
hald verði á því sem gerst hefur á
liðnum árum, aftur og ítrekað, að
vegna þess að við höfum ekki sam-
einast um stefnu hefur atvinnnurek-
STARFSMANNAFÉLAG ríkis-
stofnana, SFR, undirritaði nýjan
kjarasamning við ríkið að morgni
sumardagsins fyrsta og felur hann
m.a. í sér breytt launakerfi sem
taka á gildi 1. apríl á næsta ári.
Samkvæmt því verða laun ekki ein-
skorðuð við starfsheitaskrá kjara-
samninga heldur verða búin til sér-
stök launaheiti í staðinn. Samning-
urinn gildir frá 1. apríl síðastliðnum
til Ioka október árið 2000 og hækka
laun á samningstímanum um sam-
tals 16,7% í áföngum.
Jens Andrésson, formaður SFR,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að í samningnum fælust nýjungar
í launakerfi starfsmanna ríkisstofn-
ana þar sem Iaunin væru tengd
stofnunum í ríkari mæli.
„Við erum að færa samstarfs-
nefndarþáttinn, sem fjallar um röð-
un einstakra starfsmanna, út í
stofnanirnar, og til þess að hafa
þennan flutning frá starfsmanna-
skrifstofu fjármálaráðuneytisins
markvissan setjum við upp aðlögun-
arnefnd á hverri stofnun, sem fer
yfir það hvernig þessi yfirfærsla
eigj að eiga sér stað. F'élagið kemur
þá að þessu með starfsmönnum við-
komandi stofnunar og þar á þessi
skilgreining að eiga sér stað. Ef
ekki næst sátt þar höfum við ákveð-
endum og ríkisvaldi tekist nánast
að umbylta þjóðfélaginu í þágu fjár-
magnsafla á kostnað launafólks.
Jafnhliða þurfum við að taka allt
okkar skipulag til gagngerrar endur-
skoðunar. í því starfi mega hvorki
fordómar né hefðir ráða ferðinni.
Markmiðið er að verkalýðshreyfíng-
in verði sem öflugast vopn í þágu
launafólks. Hér mun verða borin
fram tillaga um að hefja undirbúning
að sameiginlegu þingi, einskonar
allsheijarþingi verkalýðshreyfíngar-
innar á Islandi, þar sem skipulag
hennar og baráttumarkmið verði
tekin til skoðunar og endurmats,"
sagði Ögmundur.
Viðræður verði teknar
upp á næstu misserum
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
var meðal gesta þingsins og vék
einnig að aukinni samvinnu laun-
þegasamtakanna. „Ef ég reyni að
skyggnast þó ekki sé nema tiltölu-
lega skammt inn í framtíðina þá
sé ég fyrir mér að meginstarfsvett-
vangur verkalýðshreyfingarinnar
færist í tvær áttir samtímis: Hann
verður annars vegar almennari, þar
sem átakalínur þjóðfélagsins í heild
liggja hveiju sinni. Hins vegar verð-
ur hánn sértækari, nær hveijum
einstökum félagsmanni, inni á
hveijum vinnustað þar sem trúnað-
armenn og fulltrúar stéttarfélaga
starfa maður á mann í því að efla
starf stéttarfélaganna og tryggja
almenna virkni og þátttöku. Undir
þetta starf þarf íslensk verkalýðs-
hreyfing að búa sig. Við þurfum
að bæta menntun trúnaðarmanna
okkar og vinna ötullega að því að
efla félagslega vitund almennra fé-
lagsmanna," sagði hann.
inn úrskurðaraðila, og í framhaldi
af því samstarfsnefnd sem á að
viðhalda þessu og vera sá vettvang-
ur sem skoðar þetta og uppfærir
miðað við stöðuna hveiju sinni til
framtíðar litið,“ sagði Jens.
Samningurinn gildir til loka októ-
ber árið 2000 og hækka laun frá
1. apríl um 4,7%. Þann 1. janúar
1998 hækka launin um 4% og síðan
1,5% 1. maí sama ár, en yfirfærslan
„Við höfum séð dæmi þess að
heildarsamtök launafólks á íslandi
geta unnið saman með góðum ár-
angri. Skemmst er að minnast bar-
áttunnar gegn nýrri vinnulöggjöf.
Slíkt samstarf á einhveijum
ákveðnum sviðum gæti orðið vísir
að enn frekara samstarfi samtaka
okkar í framhaldinu. Því tel ég rétt
að á næstu misserum tökum við
upp viðræður um grundvöll fyrir
frekara samstarfi og jafnvel sam-
einingu þessara heildarsamtaka,“
sagði Grétar.
Láta vera að bítast
um félagsmenn
Marta Hjálmarsdóttir, formaður
Bandalags háskólamanna, sagði að
samkomulag hefði að undanförnu
verið milli bandalaganna að leggja
ágreiningsmál til hliðar og einbeita
í nýja launakerfið á að taka gildi
1. apríl 1998. í janúar 1999 kemur
svo 3% hækkun og aftur 3% hækk-
un í janúar árið 2000.
Samningurinn felur í sér að 9.
grein starfsmannalaganna sem tóku
gildi í júlí 1996, þar sem fjallað er
um viðbótarlaun sem forstöðumenn
stofnana geta veitt starfsmönnum,
kemur ekki til framkvæmda á með-
an á samningstímanum stendur.
sér að samstarfi. Sagðist hún von-
ast til að samstarfið ætti eftir að
blómstra.
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands íslands, tók í
ávarpi sínu undir nauðsyn þess að
auka samstarf stéttarfélaga. „Við
eigum að styrkja bönd okkar innan
einstakra stéttarfélaga og milli
stéttarfélaga. Við eigum að forðast
deilur milli stéttarfélaga og innan
þeirra. Við eigum að virða landa-
mæri stéttarfélaga og samningsum-
boð þeirra og láta þar af leiðandi
vera að bítast um félagsmenn. Ef
okkur tekst þetta munum við um
leið byggja upp enn sterkari stéttar-
félög en þau eru í dag, stéttarfélög
sem geta lært hvert af öðru, geta
stutt hvert annað, stéttarfélög sem
geta tekið höndum saman og þess
vegna sameinast," sagði hann.
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, sagði BSRB sem heildarsam-
tök ekki hafa komið nálægt þeim
samningum sem félög opinberra
starfsmanna hafa verið að gera upp
á síðkastið, og á þessu stigi vildi
hann ekki tjá sig um nýgerðan
samning SFR og ríkisins.
Aherslumunur
í samningum á milli félaga
„Við ákváðum það á sínum tíma
að félögin myndu semja hvert um
sig, og í samræmi við það mótuðu
þau sína stefnu í kjaramálum og
það mun án efa verða áherslumun-
ur í samningum á milli félaga. I
samræmi við þetta höfum við ekki
komið nálægt þessu, en við komum
að vísu að þessari umræðu um
launakerfisbreytingar. Þegar fjár-
málaráðherra féllst á að fresta
framkvæmd lagagreinar um svo-
kölluð viðbótarlaun, sem við höfum
nefnt geðþóttagreiðslur, og tryggja
félögunum betri og traustari að-
komu að launamyndun inni á vinnu-
stöðum, þá var af okkar hálfu á
sameiginlegum vettvangi BSRB
opnað á kjarasamninga. Síðan væri
það í valdi og samkvæmt mati hvers
félags um sig hvað það gerði,“ sagði
Ögmundur.
Sjópróf vegna
Hauks SF
Hugsan-
legtað
stálbiti
hafi losnað
SJÓPRÓF voru haldin í Hér-
aðsdómi Austurlands sl.
fimmtudag vegna Hauks SF
208, 17 brúttólesta eikarbáts,
sem sökk um 14 sjómílur suð-
ur frá Hornafírði 11. apríl sl.
Þremur mönnum af bátnum
var bjargað. Kristján Guð-
mundsson, hjá Rannsókna-
nefnd sjóslys, segir að komið
hafi fram við yfirheyrslur yfir
skipveijum að skömmu fyrir
slysið hafi verið gerðar breyt-
ingar á bátnum og stálbiti fest-
ur undir hann.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var byggt
ofan á bátinn skömmu fyrir
slysið. Við það minnkaði stöð-
ugleikinn. Til þess að vega upp
á móti því var stálbiti festur
á botn bátsins.
Báturinn hafði verið stöðug-
leikaprófaður skömmu áður en
honum var breytt en ekki eftir
breytingu. Við rannsókn slyss-
ins er m.a. litið til þess hvort
orsakir þess megi rekja til
þess að stálbitinn hafi losnað
eða stöðugleika hafi verið
áfátt eftir breytinguna á bátn-
um.
Rannsóknanefnd sjóslysa
fer með rannsókn málsins.
Margir að
veiðum
VEIÐIBANNI vegna hrygn-
ingar þorsks lauk klukkan 10
á miðvikudagsmorgun og um
hádegið hafði 671 skip gert
viðvart um ferðir sínar til Til-
kynningaskyldunnar. Fleiri
skip og bátar munu ekki hafa
verið að veiðum i einu það. sem
af er þessu ári.
Tveir handfærabátar voru
staðnir að ólögmætum veiðum
á miðvikudag, örstuttu áður
en veiðibanninu lauk. Annar
var á Breiðafirði en hinn við
suðurströndina og var bátun-
um vísað til hafnar og eru mál
þeirra í höndum sýslumanna í
heimahöfnum þeirra.
Samkvæmt uppiýsingum frá
Landhelgisgæslunni bárust
margar kvartanir og ábending-
ar, meðan á veiðibanninu stóð,
vegna ólögmætra veiða skipa
og báta, aðallega dagróðrabáta
fyrir Suður- og Vesturlandi þar
sem aðalbannsvæðið var á
grunnslóð. Ekki hafi hins veg-
ar tekist að hafa hendur í hári
þeirra sem bornir hafa verið
þessum sökum seinustu vikur.
Lög um skip-
strönd endur-
skoðuð
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef-
ur skipað nefnd sem ætlað er
að endurskoða lög um skip-
strönd og vogrek frá 1926 og
semja frumvarp til nýrra laga.
í kjölfarið á strandi Víkar-
tinds hafa lög þessi verið til
umfjöllunar í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu. í ljósi feng-
innar reynslu þykir heildarend-
urskoðun laganna nauðsynleg
enda mörg ákvæði þeirra ekki
sniðin að nútíma aðstæðum, að
því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá ráðuneytinu.
Formaður nefndarinnar er
Þorgeir Örlygsson, prófessor í
lögum.
Samningar hafa tekist milli Starfsmannafélags ríkisstofnana og ríkisins
Breytt launakerfi tekur
gildi 1. apríl á næsta ári
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ undirritun nýs kjarasamnings Starfsmannafélags ríkis-
stofnana og ríkisins að morgni sumardagsins fyrsta.