Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Tommi og Jenni
Smáfólk
o & c UJHAT P ^ YOU PO THAT F0R7/J /i pidn’t N MEANTO.. IT U)A5 A ID06 THIN6.
(D ð © jr
I'
Af hverju gerð- Eg ætlaði ekki að
irðu þetta?! gera það ... þetta
var hundslegt...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
I fótspor
víkinganna!
Frá Óskari Eggerti Óskarssyni:
ÚT VIL ek, sagði einhver einhvern
tíma. Margir hafa sennilega sagt það
á undan honum, enn fleiri á eftir
honum - og nú er það klisja!
íslendingar hafa lengi þjáðst af
þeim kvilla að vilja vera að þvælast
út um allan heim. Á þeim öldum sem
við helst viljum kenna okkur við
voru þeir lítil karlmenni sem ekki
höfðu farið í víking og verið þar
nokkur ár, drepið slatta og rænt
hinu og þessu. Helst þurfti svo að
fá einhvern til að setja saman drápu
um öll afrekin, svo þau féllu ekki í
gleymsku. Það var ekki á hvers
manns færi að fara í víking. Til
þess þurfti hrausta menn og hugaða
sem tekist gátu á við framandi heim
og höfðu „manndóm“ til að höggva
mann og annan.
Það að fara af landi brott á okkar
tímum telst vart til afreka. Ferðin
er létt og umhverfið öruggt ef seðl-
unum er veifað á sérhönnuðum
ferðamannastöðum sem tryggja að
ekkert geti valdið ferðalangnum of
miklu hugarangri eða heilabrotum.
Þó er hægt að sigla í kjölfar vík-
inganna, upplifa nýja menningu og
nýjan heim, sem setur manni nýjar
kröfur og gefur manni nýja sýn á
lífið. Ein leið er að fara sem skipti-
nemi í sjálfboðavinnu. Hægt er að
fara og dveljast í öðru landi í sex
mánuði eða eitt ár og vinna sem
sjálfboðaliði. Til þess þarf ekki
„manndóm" til að höggva mann í
herðar niður. Það þarf meira. Það
þarf vilja til þess að hjálpa, leggja
hönd á plóg til að reyna að rækta
betra manniíf.
í Mið- og Suður-Ameríku er oft
unnið með götubörnum eða_ að nátt-
úruvernd (í þjóðgörðum). í Evrópu
er oft unnið með t.d fyrrum eitur-
lyfjaneytendum eða inni á elliheim-
ilum og barnaheimilum. í Asíu og
Afríku er m.a. unnið með fötluðum,
þroskaheftum, við enskukennslu
barna o.fl., o.fl. Störfm geta verið
fjölbreytt og misjöfn og ekki óal-
gengt að maður vinni á 2-3 stöðum
yfir árið.
Allt eru þetta störf sem hér hjá
okkur falla undir félagslega þjónustu
og ríki og sveitarfélög annast. Úti
í hinum stóra heimi er því ekki alls
staðar að heilsa að „hið opinbera“
annist þá sem minna mega sín. Þar
þurfa því að koma til utanaðkom-
andi aðilar, t.a.m. fijáls félagasam-
tök, og þau taka fegin á móti sjálf-
boðaliðum frá öðrum löndum. Skipti-
nemar í sjálfboðavinnu þurfa að vera
á aldrinum 18-30 ára og tilbúnir
að laga sig að breyttum aðstæðum,
upplifa nýtt þjóðskipulag - og vilj-
ugir að læra af heimamönnum án
þess að ætla að „bjarga heiminum".
Og það er ótrúlegt hversu mikið
maður lærir á einu ári; um önnur
lönd og menningu þeirra, um sitt
eigið heimaland - og síðast en ekki
síst um sjálfan sig.
ÓSKAR EGGERT ÓSKARSSON,
fv. skiptinemi í sjálfboðavinnu
í Honduras.
Opið bréf til Sálfræð-
ingafélags Islands
Frá Hirti Guðmundssyni:
í FORSJÁRDEILUM er bitbeinið
milli foreldra barnið. Ef foreldrar
geta ekki verið á eitt sáttir um for-
sjá og umgengni við barnið, kemur
til kasta úrskurðar dómsaðila. Oft
og tíðum má sjá mjög einkennilega
úrskurði varðandi umgengnisrétt og
efast maður um að hagur barnsins
sé hafður í huga. Mig langar að biðja
stjórn félags sálfræðinga að hlutast
til um að einn eða fleiri félagsmenn
þeirra svari eftirfarandi spurningum
á síðum blaðsins.
1. Hvað mælir gegn því að barn
dvelji hjá föður sínum að næturlagi
fram að tveggja ára aldri, eftir að
bijóstagjöf lýkur?
2. Er æskilegt að barn hafi sem
mest samneyti við föður sinn og
móður eftir skilnað?
3. Er hættara við að tilfinninga-
tengsl við forsjárlausa foreldrið rofni
ef samverustundir eru fáar og stutt-
ar?
4. Hvað getur talist eðlilegur
umgengnisréttur við forsjárlausa
foreldrið, út frá hagsmunum barns-
ins?
5. Hversu mikilvægt er það barn-
inu að það kynnist/tengist fjölskyldu
forsjárlausa foreldrisins?
6. Er bijóstagjöf mælikvarði um
tiifinningatengsl milli móður og
barns?
7. Getur faðir ekki myndað jafn
góð tilfinningatengsl við barn sitt
og móðir, þótt hann geti ekki haft
það á brjósti?
8. Er ekki eðlilegra að sálfræð-
ingar úrskurði um umgengnisrétt
foreldris við barn frekar en skrif-
stofumaður sem enga menntun hef-
ur í uppeldismálum?
9. Eru mannréttindi ekki brotin
á barni með því að hindra samvistir
þess við annað foreldrið?
10. í forsjárdeilu tekur allt mjög
langan tíma, kerfið er frekar þungla-
malegt og á meðan getur annað for-
eldrið haldið barninu frá hinu. Er
ekki æskilegt að stytta þennan tíma
með hag barnsins í huga?
11. Hafið þið skýringu á því af
hveiju félagsmenn ykkar skrifa ekki
meira opinberlega um jafn mikilvæg
málefni og forsjármál? Slík málefni
geta varla verið einkamál, heilu fjöl-
skyldurnar og samfélagið er undir-
lagt á einn eða annan hátt, allur
fróðleikur og umræða á opinberum
vettvangi hlýtur að vera af hinu
góða.
Eg geng út frá að foreldrar séu
jafn hæfir til að fara með forsjá
barnsins og vonast eftir svörum með
það í huga. Mér er ljóst að öðru
máli gegnir þegar sannað er að ann-
að foreldrið er einhverra hluta vegna
óhæft eða ekki treystandi fyrir barni
sínu. Með von um jákvæðar undir-
tektir og skjót svör.
HJÖRTUR GUÐMUNDSSON,
Vitastíg 16, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.