Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðalfundur Slippstöðvarinnar hf. Hagnaðurjókst um helming HAGNAÐUR Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri nam tæpum 48 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 6,1% af veltu félags- ins. Þetta er aukning um rúm 50% frá árinu 1995 en þá nam hagnað- ur félagsins tæpum 32 milljónum króna. Heildarvelta félagsins nam um 789,3 milljónum króna ogjókst hún um 193 milljónir króna á milli ára eða um 32,4%. Rekstrargjöld námu um 739 milljónum króna og hagn- aður af reglulegri starfsemi, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, nam um 50,8 milljónum króna. í frétt frá Slippstöðinni kemur fram að meginástæður tekjuaukn- ingarinnar eru þær að félaginu auðnaðist að halda góðri verkefna- stöðu allt árið og hægt var að brúa álagstoppa með tímabundinni ráðn- ingu pólskra járniðnaðarmanna. Þetta fyrirkomulag gerði m.a. mögulegt að vinna tvö stór verkefni sem að öðrum kosti hefðu ekki fengist. Góðar horfur fyrir yfirstandandi ár í fréttinni kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir stórvægilegum breytingum í rekstri Slippstöðvar- innar á yfirstandandi ári. Gert er ráð fyrir að meginstarfsemin verði sem fyrr almennar slipptökur og viðhald og viðgerðir fiskiskipa, ásamt smíði og uppsetningu fisk- vinnslubúnaðar. Fyrirsjáanlegt sé að verkefni fyrir erlenda aðila auk- ist frá því sem verið hefur vegna samnings um umfangsmiklar breytingar á tveimur rússneskum togurum og þess sé vænst að fram- hald geti orðið á þjónustu við rúss- nesk fyrirtæki á næstu árum. Ekki er þó gert ráð fyrir umtalsverðri veltuaukningu milli áranna 1996 og 1997 og markast það m.a. af því að skortur er á járniðnaðar- mönnum hér innanlands. Auk þess þurfi Slippstöðin að laga sig að nýjum reglum á vinnumarkaði, sem þýðir að yfirvinna verður að minnka. I ávarpi fráfarandi stjórnarfor- manns Slippstöðvarinnar, Birgis Ómars Haraldssonar, í ársskýrslu félagsins kemur m.a. fram að félag eins og Slippstöðin eigi fullt erindi á hlutabréfamarkað og myndi eflaust kæta markaðinn. „Markaðs- virði félagsins er verulegt ef tekið er mið af þeim kennitölum sem markaðurinn notar til að mæla verðmæti þess.“ I árslok voru hluthafar félagsins 14 talsins og áttu fjórir stærstu hluthafarnir; Burðarás hf., Jöklar hf., Málning ehf., og Marel hf., 24,84% hlut hver. Slippstoðin hf. Úr ársreikningi 1996 Rekstrarreikninqur 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 789,3 596,3 32,4% Rekstrargjöld 719,1 549,1 31,0% Hagnaður fyrir afskriftir 70,3 47,1 49,0% Fjármagnstekjur og (-gjöld) 0,4 (3,3) Skattar (2,8) (2,2) 26,1% Hagnaður ársins 48,0 31,7 51,6% Efnahagsreikningur 1996 1995 Breyt. 1Eignir Veltuf jármunir Milljónir króna Fastafjármunir 319,9 215,7 261,7 129,1 22,3% 67,0% Eignir samtals 535,6 390,8 37,0% 1 Skulclir on eigið fé: 1 Skammtímaskuidir 159,1 107,1 48,5% Langtímaskuidir 196,0 141,9 38,2% Eigið fé 180,5 141,9 27,2% Skuldir og eigið fé samtals 535,6 390,8 37,0% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 33,7% 36,3% Veltufjárhiutfall 2,01 2,44 Stefna félagsins er að eiga gott samstarf við önnur fyrirtæki í sömu grein og tengdum greinum þannig að í stað þess að fjölga eða fækka starfsmönnum í takt við skamm- vinnar sveiflur í verkefnastöðu, er haft samstarf við önnur fyrirtæki um ákveðin verkefni. Á árinu var mikið um slíkt samstarf við fyrir- tæki á Eyjafjarðarsvæðinu og á Húsavík og nokkuð við fyrirtæki í öðrum landshlutum, segir ennfrem- ur í frétt. Á aðalfundi Slippstöðvarinnar í gær voru þeir Geir A. Gunnlaugs- son, Valdimar Bergstað, Gylfi Þór Magnússon, Hjörleifur Jakobsson og Hólmsteinn Hólmsteinsson kjörnir í stjóm. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og var Geir kjörinn formaður og Valdimar varaformað- ur. Sameining Þormóðs ramma og Sæbergs Áætluð velta um 3,4 milljarðar AÐALFUNDUR Þormóðs ramma hf., sem haldinn var í gær á Siglu- firði, samþykkti sameiningu við Sæberg hf. á Ólafsfirði frá og með 1. janúar 1997. Nafni félagsins var jafnframt breytt í Þormóður rammi - Sæberg hf. Hið sameinaða félag verður eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu. Velta Þormóðs ramma - Sæbergs á þessu ári er áætluð 3,4 milljarðar. Áætlaður hagnaður er 322 milljónir. Samkvæmt samruna- efnahagsreikningi eru eignir 4,2 milljarðar. Eigið fé er 1,8 milljarðar og jireinar skuldir 1,3 milljarðar. Á fundinum kom fram að reikn- að er með því að áhrif af sameining- unni muni auka framlegð um 100 milljónir. Hið sameinaða félag á 9 togara, 5 frystitogara og 4 ísfisk- togara, og rekur rækjuverksmiðju og reykhús. Starfsmannafjöldi verður um 300. Framkvæmdastjórar verða Ólaf- ur Marteinsson og Gunnar Sig- valdason en gert er ráð fyrir því að Róbert Guðfinnsson verði starf- andi stjórnarformaður. Á fundinum var samþykkt að greiða 10% arð af nafnverði hluta- ijár. í stjórn voru kosnir: Marteinn Haraldsson, Gunnar Svavarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Þorvalds- son og Róbert Guðfinnsson. Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Svavarsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar, veitti verðlaununum viðtöku en með honum á myndinni eru Bragi Hannesson, sýórnarformaður Hampiðjunnar, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, og Pétur Bjarnason, sem hannaði verðlaunagripinn í ár. Nefnist verðlaunagripurinn Fang og er hugmynd að verkinu fengin frá framleiðsluvörum Hampiðjunnar. Hampiðjan hlýtur útflutningsverðlaun Alpan með 22 milljóna tap HAMPIÐJAN hf. hlaut Útflutn- ingsverðlaun forseta íslands 1997 sem afhent voru á sumar- daginn fyrsta við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum. Útflutningsverðlaun forseta íslands eru veitt í viðurkenning- arskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðar- innar. Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyr- irtækjum og einstaklingum, ís- lenskum eða erlendum, fyrir ár- angursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum og á þjónustu til annarra landa. Veiting verð- launanna tekur mið af verðmæt- isaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, mark- aðssetningu á nýjum mörkuðum, ásamt fleiru, segir í frétt. í ávarpi Páls Sigurjónssonar, formanns úthlutunarnefndar, kom m.a. fram að verðlaunin eru veitt Hampiðjunni fyrir frum- kvæði í útflutningi á ísienskum iðnvarningi í stöðugri sam- keppni við erlenda aðila, þar sem vöruvöndun og vöruþróun hafa skapað fyrirtækinu sér- stöðu á markaðnum. „Þá hóf Hampiðjan hf. fyrst íslenskra iðnfyrirtækja framleiðslu á vör- um sínum erlendis. Á síðari árum hefur Hampiðjan hf. mætt vaxandi samkeppni með því að auka þróunarstarf og fram- leiðslu á fullbúnum veiðarfær- um. Megináherslan hefur verið lögð á þróun stórra flottrolla og hafa þau tekið við af troilnetum sem helsti útflutningsvarningur- inn.“ Ennfremur kom fram í ræðu Páls að vörur fyrirtækisins eru seldar til fjölda landa um allan heim, frá Nýja-Sjálandi og Ástr- alíu í austri til Bandaríkjanna og Kanada I vestri, og frá Falk- landseyjum í suðri til Rússlands í norðri. „Hampiðjan er dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt þá þróun og þekkingu sem orðið hefur til í viðskiptum á heima- markaði til að stækka markað sinn langt út fyrir landsteinana. Reynsla Hampiðjunnar getur kennt okkur Islendingum að all- ur heimurinn er okkar markað- ur og það er nauðsynieg for- senda fyrir vaxandi hagsæld í landinu að íslenskum fyrirtækj- um sé gert kleift að keppa á heimsmarkaði á jafnréttis- grundvelli við aðra.“ TAP Alpan hf. nam um 22 milljón- um króna á síðasta ári en árið 1995 nam tap félagsins 6,5 milljón- um króna. I mars á síðasta ári missti fyrirtækið stærsta viðskipta- vin sinn og þar með 17% af veltu en velta þess var tæpum 80 milljón- um minni en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir, eða 276 milljónir króna á síðasta ári. í frétt frá Alpan kemur fram að á aðalfundi félagsins var samþykkt að færa niður nafnverð hlutaíjár um 35% til að skilja á milli fortíðar og framtíðar og gera félaginu kleift að vaxa eftir því sem aðstæður á mörkuðum þess gefa tilefni til. Einnig var samþykkt að heimila stjórn að auka hlutafé félagsins um 30 milljónir króna strax og um aðrar 30 milljónir síðar. Stjórn hef- ur ákveðið að nýta fyrri heimildina enda liggur þegar fyrir sölutrygg- ing á þeirri aukningu. Auk þess að tapa sínum stærsta viðskiptavini á síðasta ári gekk öðrum viðskiptavinum félagsins á þýskumælandi mörkuðum mjög illa m.a. vegna efnahagsástands þar, en Þýskalandsmarkaður var löng- um rúmlega helmingur af sölu fé- lagsins. Veltan áætluð 350 milljónir í ár Eftir heimilisvörusýninguna í Frankfurt í febrúar sl. sem Alpan tekur árlega þátt í, varð mönnum ljóst að eftirspurnin eftir vörum félagsins hafði stóraukist og gera rekstraráætlanir félagsins ráð fyrir um 350 milljóna króna veltu í ár en ljóst er að hún geti allt eins farið yfir 400 milljónir króna ef framleiðslugetan leyfir. Til þess að auka framleiðslugetu félagsins hafa því verið fest kaup á nýrri 340 tonna steypupressu með til- heyrandi útbúnaði, sem verður af- greidd í ágúst. „Hér er að skila sér árangur af markvissu markaðs- starfi undanfarin ár, auknum gæð- um vörunnar og sú staðreynd eftir okkar markaðshluta á eldunarvöru- markaði, þ.e. steyptum álílátum, er að hraðvaxa. Alpan selur orðið til 28 landa og er salan nú orðin mun dreifðari en áður sem minnkar áhættu vegna gengis- og efnahags- sveiflna í viðkomandi löndum,“ seg- ir í fréttinni. Framleiðsla Alpan var verðlaun- uð fyrir gæði, m.a. hjá Vár Bostad í Svíþjóð. Þó nokkur söluaukning var á flestum mörkuðum, þá sér- staklega á vörum undir vörumerk- inu Look, auk þess sem samningár náðust við tvö stórfyrirtæki um að framleiða inn í þeirra vörumerki, þ.e. Hackman í Noregi og Le Creus- et í Frakklandi. Félagið hóf einnig framleiðslu á frystipönnum fyrir sjálfvirkar frystivélasamstæður og seldi til Borgeyjar og Tanga hf. -----------»-»-♦----- Ferðamönn- um tjölgaði ERLENDIR ferðamenn sem komu til íslands fyrstu þijá mánuði ársins komu voru 28.519 talsins og fjölg- aði þeim um 11,5% frá sama tíma- bili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. Áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að ferðamönnum hafi fækk- að á milli ára á þessu tímabili og var þá stuðst við tölur frá Útlend- ingaeftirlitinu. Nú hefur komið í ljós að þær tölur voru ekki sambærileg- ar milli ára, þar sem hætt var að telja svonefnda „viðdvalarfarþega,, í heildarfjölda erlendra gesta 1. júní 1996. Viðdvalarfarþegar dvelja hér einungis hluta úr degi á leið sinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Að þeim frátöldum kom hingað til lands 22.701 farþegi fyrstu þijá mánuðina og er það sömuleiðis um 11,5% fjölg- un milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.