Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 25
11
ar nógu langvarandi til að skapa
samloðun og hópefli og verða í
besta faili skammvinnir og losara-
legir stuðningshópar, þar sem nýir
þátttakendur koma og aðrir fara.
Stuðningshópar ýmiss konar
geta þó verið mjög gagnlegir og
geta oft verið öflug aðferð til að
treysta aðlögun eða vinna að
ákveðnum markmiðum. Hópar AA-
samtakanna eru gott dæmi um ár-
angursríka stuðningshópa. Þar eru
hin sameiginlegu vandamál skýr
og samhjálpin í fyrirrúmi. Ýmsir
hópar af þessu tagi hafa myndast
á síðari árum, t.d. hópar fólks sem
orðið hefur fyrir sorg eða áföllum.
í slíkum hópum er samkenndin
mikil og í þeim myndast fljótt
nægilega virk tjáskipti og hópferli,
sem hjálpa þátttakendum til að
vinna úr reynslu sinni.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sál-
fræðinginn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spumingum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax 5691222.
AULINN Rincewind.
Skipuiag í æðinu
Discworld heitir vinsæl
ritröð bresks höfundar
og hafa verið gerðir
tölvuleikir byggðir á
henni. Árni Matthías-
son kynnti sér
Discworld II og fannst
vanta skipulag í æðið.
BRESKI rithöfundurinn
Terry Pratchett er geysi-
vinsæll í heimalandi sínu og
reyndar víða um heim fyrir
Discworld-bækur sínar, en af þeim
hefur komið út á þriðja tug. Per-
sónurnar sem þar koma fyrir sjón-
ir eru margar sérkenni- og kímileg-
ar og henta vel fyrir teiknimynda-
útfærslu og jafnvel tölvuleikja-
vinnslu. Fyrir tveimur árum eða
svo kom og út leikur sem hét ein-
faldlega Discworld og var um
margt afskaplega vel heppnaður,
svo vel heppnaður reyndar að
ástæða þótti til að gera annan slík-
an, sem kom út fyrir skemmstu og
heitir einfaldlega Discworld II:
Missing Presumed ... Discworld-
bækur Pratchetts eru ekki fyrir
alla, en þó leikirnir séu byggðir á
þeim að miklu leyti er fráleitt
skylda að hafa lesið bækurnar eða
hafa gaman af þeim yfirleitt til að
geta spreytt sig á leiknum. Ekki er
því þó að neita að þeir sem á ann-
að borð kunna að meta sérkenni-
lega breska kímni höfundarins eiga
eftir að kunna leikjunum betur en
þeir sem helst vilja hafa gaman-
semina í föstum skorðum.
Diseworld II hefst á því að dauð-
inn lendir í hremmingum; er
strandaglópur á fjarlægu astralplani
og hvorki getur né vill gegna skyld-
um sínum. Fyrir vikið deyr fólk lík-
amsdauða en sálin sitrn- föst sem er
vitanlega hið versta mál. I hlut
Rincewinds, sem er fremur klunna-
legur galdramaður og kunnugleg
persóna úr Discworld-bókunum,
kemur að leita uppi dauðann og
greiða úr flækjunni svo fólk fái að
deyja í friði. Ekki verður rakið hér
út í hörgul hvað þarf að gera, en
meðal annars þarf að safna saman
ýmsu smálegu til að geta kallað á
dauðann, telja hann á að snúa til
starfa með því að bæta ímynd hans,
og taka að sér hluta af verkefnum
hans tímabundið.
Leikurinn er í Jiremur hlutum á
tveimur geisladiskum og óhætt að
segja að grafíkin sé með því besta
sem sést hefur á þessu sviði síðustu
misseri. Myndefni er frábærlega af
hendi leyst, hreyfingar hæfilega
teiknimyndalegar og samræður yf-
irleitt skemmtilega geggjaðar. Ekki
spillir að leikaraval sér um að radd-
setja leikinn, þar á meðal Monty
Python-maðurinn Eric Idle sem fer
á kostum í hlutverki aulans
Rincewinds.
Leikurinn sjálfur er aftur á móti
ekki eins spennandi og þrautir í
honum sumar nánast óþolandi.
Bæði er að rökhugsun kemur að litl-
um notum og svo hitt að tíl að fram-
kvæma einfaldan hlut þarf að fara
um víðan völl, smella ótal sinnum og
gera aragrúa tilrauna, og ekki allar
rökréttar. Víst er þetta til þess fall-
ið að gera leikinn erfiðari, sem er
vitanlega hið besta mál, en það
verður að vera skipulag í æðinu,
eins og Pólóníus sagði forðum.
Reyndar farnast þeim best sem
þekkja vel til bókanna, sem tak-
markar leikinn nokkuð, en ókunn-
ugir geta eins leyst hann með
þrautseigju.
Discworld II: Missing Presumed
. . . krefst að minnsta kosti 100
MHz 80486-tölvu með 16 Mb innra
minni fyrir Windows 95, en 8 Mb
fyrir DOS, SVGA-skjákorts,
tveggja hraða geisladrifs og hljóð-
korts.
KAFfl&TE
DG flFÞREYIHG I EMl
STÍtRRI
Fjöldi verslana er í suðurhúsi
Kringlunnar...
...ásamt litlum og notalegum
veitingastöðum.
Á meðan fullorðna fólkið fer
í búðir getur unga fólkið skemmt sér
í leiktækjasalnum á 2. hæð
suðurhússins...
...og svo geta allir farið saman í
Kringlubíó eftir vel heppnaðan dag.
Byrjaðu í buðum, faðu þer
að borða og endaðu í bíó
- í enn stærri Kringlu!
KRINGMN
frd morgni til kvölds