Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 30
30 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Starfslaunin og
styrkirnir
BRYNJA Benedikts-
dóttir sendi fram-
kvæmdastjórn leiklist-
arráðs sumarkveðju í
Morgunblaðinu sum-
ardaginn fyrsta og -
einsog rejmdar mátti
gera ráð fyrir - sættir
hún sig ekki við að
rangfærslur hennar
séu leiðréttar, heldur
vill hún áfram loka eyr-
um og augum og halda
sig við vitleysurnar því
þær eru undirstöðumar
sem málflutningur
hennar byggist á. Meg-
inrök hennar fyrir því
að Þjóðleikhúsið hafi
yfírráð yfir þeim peningum sem
úthlutað er til atvinnuleikhópa
(starfslaun og styrkir) eru þau, að
tveir af þremur stjómarmönnum í
framkvæmdastjórn ieiklistarráðs
séu jafnframt fastráðnir starfsmenn
Þjóðleikhússins.
í þriðja og síðasta sinn, Brynja
Benediktsdóttir; þetta er rangt hjá
þér. Undirritaður hefur ekki tekið
þátt í úthlutunum til
atvinnuleikhópa frá því
hann tók við starfi leik-
listarráðunautar heldur
hefur varamaður í
framkvæmdastjóm,
Hlín Gunnarsdóttir
leikmyndahönnuður,
tekið sæti hans og sinnt
þessu vanþakkláta
verkefni. Við úthlutun
ársins 1996 vék Þór-
hallur Sigurðsson
reyndar einnig sæti (af
persónulegum ástæð-
um) og þar með vom
báðir starfsmenn Þjóð-
leikhússins víðs íjarri
það árið.
Brynja Benediktsdóttir virðist
einnig telja það styðja krossferð sína
gegn þjóðleikhússtjóra að fram-
kvæmdastjórn Leiklistarráðs leið-
rétti vitleysurnar hjá henni og að
undirritaður ásamt Þórhalli Sigurðs-
syni sé að vetja þjóðleikhússtjóra
með því að sitja ekki undir því þegj-
andi að vera ásakaðir um hags-
munagæslu í störfum sínum fyrir
Hávar
Sigurjónsson
toa1
Tilboð 20% afsláttur
Verð frá kr. 2.450.
Sníðum þær í gluggann þinn.
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Ekki kvartaði Brynja
Benediktsdóttir í fyrra
þegar henni var úthlut-
að hálfri milljón króna
frá leiklistarráði, segir
Hávar Sigurjónsson,
eða á meðan hún naut
þriggja ára starfslauna
frá Listasjóði.
leiklistarráð. Undirritaður er ekki á
nokkurn hátt að halda uppi vörnum
fyrir þjóðleikhússtjóra heldur ein-
faldlega að bera af sér ávirðingar
og leiðrétta vitleysur sem eiga sér
greinilega uppsprettu í krossferð
Brynju Benediktsdóttur gegn Stef-
áni Baldurssyni og kemur undirrit-
uðum satt að segja ekkert við.
Nú virðist krossferðaáráttan hafa
blossað upp að nýju þegar fyrir ligg-
ur að Brynja Benediktsdóttir fær
ekki úthlutað starfslaunum eða
styrkjum til leiklistarstarfsemi í ár.
Ekki kvartaði Brynja Benedikts-
dóttir í fyrra þegar henni var úthlut-
að hálfri milljón króna frá leiklist-
arráði til leiklistarstarfsemi og ekki
kvartaði hún á árunum 1992-1995
meðan hún naut þriggja ára starfs-
launa til leiklistarstarfa frá Lista-
sjóði.
Núverandi framkvæmdastjórn
leiklistarráðs lýkur starfstíma sínum
í haust. Þá mun leiklistarráð kjósa
sér nýja framkvæmdastjórn til
þriggja ára. Þá lýkur vonandi þeirri
„spillingartíð" sem ríkt hefur und-
anfarið að mati Brynju Benedikts-
dóttur og við taka aðrir og betri
tímar.
Höfundur er formaður
leiklistarráðs.
SUMAR-TILBOÐ!
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
HÚSGÖGN —ANTIK — GJAFAVARA
RÝMUM FYRIR NÝJUMVÖRUM
HÚSGÖGN í AÐALSTRÆTI 6,20-70%AFSL.
GJAFAVARA, POSTULÍN OG FLEIRA ÍVERSLUN
OKKAR í KRINGLUNNI, I0-50%AFSL.
OPIÐ í DAG Á BÁÐUM STÖÐUM KL. 10.00-16.00
TILBOÐIÐ STENDURTIL I.MAÍ
ATHITÖKUM Á MÓTI MÁLVERKUM FYRIR
NÆSTA MÁLVERKAUPPBOÐ [ AÐALSTRÆTI 6.
ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM
GLEÐILEGS SUMARS!
Aðalstræti 6,
sími 552 421 I
Kringlunni
sími 581 1000
Háskóli fyrir
kennara- og
uppeldisnám
Á UNDANFÖRNUM mánuðum
hefur orðið nokkur umræða um
menntun kennara og gildi kennslu
fyrir árangur í skólastarfí. Hin al-
þjóðlega samanburðarkönnun á
þekkingu í stærðfræði og náttúru-
greinum hefur leitt í ljós, að vel
menntaðir kennarar, sem vekja
áhuga nemenda sinna, gegna lykil-
hlutverki til að góður
árangur náist. Raunar
þarf ekki slíka könnun
til að minna á þessa
staðreynd.
Með lögum frá 1971
var Kennaraskóla ís-
lands breytt í háskóla
og síðan hefur kenn-
aranám verið á há-
skólastigi. Háskólinn á
Akureyri stofnaði
kennaradeild árið 1993
og í vetur hefur þar í
fyrsta sinn hér á landi
verið boðið háskóla-
nám fyrir leikskóla-
kennara. Er ljóst, að á
Akureyri eru góðar
forsendur fyrir há-
skólanámi á þessum sviðum.
í frumvarpi til laga um Kennara-
og uppeldisháskóla íslands, sem ég
hef lagt fram á Alþingi og komið
er til menntamálanefndar þingsins
eftir fyrstu umræðu um frumvarpið
hinn 15. apríl síðastiiðinn, er mælt
fyrir um sameiningu fjögurra skóla
í einn. Þetta eru þrír skólar á fram-
haldsskólastigi; Fósturskóli íslands,
Sameining fjögurra
skóla í Kennara- og
uppeldisháskóla stuðlar
að meiri árangri í
skólastarfi. Björn
Rjarnason kynnir hér
frumvarp til laga um
hinn nýja skóla.
íþróttakennaraskóli _ íslands og
Þroskaþjálfaskóli _ íslands auk
Kennaraháskóla íslands.
Samhliða því sem þetta frumvarp
var lagt fram á þingi efndi ég hinn
9. apríl síðastliðinn til fundar með
starfsmönnum skólanna fjögurra
og kynnti þeim efni þess og áiita-
mál varðandi réttindi starfsmanna
skólanna. Hef ég falið sérstakri
verkefnisstjórn undir formennsku
Hauks Ingibergssonar, forstöðu-
manns Hagsýslu ríkisins, að vinna
að þeirri skipulags- og fram-
kvæmdahlið málsins, sem lýtur að
sameiningu þessara fjögurra stofn-
ana. Fullyrt hefur verið, að þetta
sé viðamesta sameining ríkisstofn-
ana, sem í hefur verið ráðist.
Otvíræð rök
Mörg og ótvíræð rök mæla með
sameiningu þessara fjögurra skóla
í einn. Meginrökin eru af tvennum
toga, þau eru annars vegar mennta-
pólitísk og hins vegar vísa þau til
aukinnar hagkvæmni og hagræðing-
ar. Þegar málið er skoðað ofan í
kjölinn, sést, að hin fyrrnefndu vega
þyngra. Þær stofnanir, sem ekki eru
á háskólastigi, eru alltof smáar til
að raunsætt sé að ætla, að þær
geti af eigin rammleik hlotið fullgild-
an sess sem háskólastofnanir.
Þeir, sem fá starfsréttindi í hin-
um nýja skóla, sinna kennslu, upp-
eldi og umönnun og vísar síðasta
hugtakið að sjálfsögu einkum til
þroskaþjálfa. Menntun kennara og
annarra uppeldis- og umönnunar-
stétta á margt sameiginlegt, sem
auðveldara er að efla og samhæfa
undir einni yfirstjórn. Á þetta við
um grunnmenntun, endurmenntun
og framhaldsnám.
Þess hefur verið krafist af nem-
endum skólanna þriggja, sem lagt
er til að færist á háskólastig, að
þeir hafi lokið stúdentsprófi. Rétt-
indi þeirra að loknu námi hefur hins
vegar ekki verið unnt að skilgreina
með vísan til háskóla-
gráðu. Með frumvarp-
inu er tekið af skarið
um inntak námsins.
Með því að sameina
skólana er lagður
grunnur að öflugri
rannsóknum í tengsl-
um við kennsluna, sem
á að gera starfsmennt-
unina markvissari.
Lengd náms
Samkvæmt lögum
um Kennaraháskóla
íslands á að veita þar
fjögurra ára nám, en
framkvæmd þessa
ákvæðis hefur verið
frestað til ársins 1998.
Við gerð frumvarpsins um Kenn-
ara- og uppeldisháskóla íslands var
eðlilega hugað að þessu máli. Sú
ákvörðun var síðan tekin í samræmi
við meginstefnu heildarlöggjafar
um háskólastigið, sem nú er til
meðferðar á Alþingi, að binda ára-
eða einingafjölda einstakra náms-
brauta ekki í lög.
Samkvæmt því verður það á valdi
stjórnar hins nýja skóla að ákveða
lengd námsins innan hans. Er ljóst,
að hún getur orðið mismunandi eft-
ir því, hvers konar nám er um að
ræða. Umfang skólastarfsins ræðst
síðan endanlega af fjárveitingum
úr ríkissjóði, en um þær skal samið
á forsendum árangursstjórnunar
með hliðsjón af nemendafjölda.
Aðsetur
íþróttakennaraskóli íslands er
starfræktur við góðar aðstæður á
Laugarvatni. Með sameiningu skól-
anna er alls ekki ætlunin að draga
úr eða hætta starfsemi þar, þvert
á móti er ég þeirrar skoðunar, að
það eigi eftir að verða hinum nýja
skóla til framdráttar og laða að
honum nemendur, að hann hafi
bæði aðsetur í Reykjavík og á Laug-
arvatni. Munu fleiri en þeir, sem
stunda íþróttafræði, vilja fá að
dveljast við Laugarvatn. í Reykja-
vík mun skólinn hafa aðsetur á
Rauðarárholti, þar sem Kennarahá-
skóli íslands er nú og Sjómanna-
skólinn.
Nýr skóli
Með lagafrumvarpinu um Kenn-
ara- og uppeldisháskóla er tekið af
skarið um, að hin nýja stofnun er
ekki rammi utan um fjóra starfandi
skóla, heldur nýr skóli með stjórn-
skipan í samræmi við kröfur heild-
arlöggjafarinnar um háskóla.
Hins vegar segir í bráðabirgða-
ákvæði, að í allt að tvö ár eftir stofn-
un skólans starfi háskólaráð skipað
fulltrúum skólanna, sem sameinast.
Ákvæðið stuðlar þannig að því, að
sérstakra hagsmuna þeirra skóla,
sem ekki eru lengur sjálfstæðar
stofnanir, sé gætt við mótun nýja
skólans.
Miklar væntingar eru bundnar
við hinn nýja skóla. Þær raddir
hafa heyrst, að ekki sé ástæða til
þess, að færa allt þetta nám á há-
skólastig. Ég er því ósammála. Góð
menntun kennara og öflugar rann-
sóknir á þessu mikilvæga sviði
bæta skólastarfið, menntun þjóðar-
innar og þar með gróandi þjóðlíf.
Höfundur er
menntamálaráðherra.
Björn
Bjarnason