Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 26. APRIL 1997
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Mikil hækkun á
verði hlutabréfa
HLUTABRÉFAVÍSITALA Verð-
bréfaþings íslands hækkaði um
2,15% í gær. Viðskipti dagsins námu
alls 69,6 m.kr, þar af 41,5 m.kr. í
sjávarútvegsfyrirtækjum.
Hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa fyrir 19,6 milljónir króna
skiptu um hendur og hækkuðu bréf-
in í verði um 7,29% frá síðustu við-
skiptum. Þá var verslað með hluta-
bréf í SR-mjöli fyrir 16,2 m.kr. og
í Þormóði ramma fyrir 5,7 milljónir
króna og verðið þar var 7,26% hærra
en síðast þegar bréf í því fyrirtæki
skiptu um eigendur.
Stefán Halldórsson, forstöðumað-
ur Verðbréfaþings íslands, sagði við
Morgunblaðið í gær að mestu ein-
stöku hækkanir sem orðið hefðu á
hlutabréfavísitölunni hafi verið í nám-
unda við 5% en hækkun um 2,15%
væri fátíð í seinni tíð. „Þetta er með
Sameinaði
lífeyrissjóðurinn
Lagttil
aðhækka
ellilífeyri
um 7,1%
Á AÐALFUNDI Sameinaða líf-
eyrissjóðsins á mánudag verður
lögð fram tillaga um að ellilíf-
eyrir sjóðfélaga hækki um 7,1%
frá 1. júlí næstkomandi. Sam-
kvæmt tryggingafræðilegri út-
tekt á sjóðnum í árslok 1996
nam núvirt eign hans til greiðslu
lífeyris 28,1 milljarði króna og
skuldbinding til greiðslu lífeyris
23,8 milljörðum króna. Eignir
umfram skuldbindingar voru því
4,3 milljarðar króna og því er
lagt til að ellilífeyririnn hækki,
auk þess sem einnig er lagt til
að örorkulífeyrir hækki.
Einn stærsti sjóður
landsins
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
er einn stærsti lífeyrissjóður
landsins með rúmlega 28 þús-
und sjóðfélaga í það heila tek-
ið. Hann var stofnaður árið
1992 með sameiningu tveggja
lífeyrissjóða málmiðnaðar-
manna og byggingariðnaðar-
manna, en á síðasta ári var
gengið endanlega frá samein-
ingu fimm lífeyrissjóða til við-
bótar við sjóðinn. Þar var um
að ræða aðra lífeyrissjóði iðn-
aðarmanna og verkstjóra.
Iðgjaldatekjur sjóðsins juk-
ust um 16%. Sjóðfélögum fjölg-
aði og greiddu 8.436 iðgjöld til
sjóðsins á árinu. Fjöldi þeirra
sem fengu greiddan lífeyri var
2.594. Raunávöxtun miðað við
vísitölu neysluverðs var 8,3%
og rekstrarkostnaður sem hlut-
fall af eignum var 0,23%.
Sjóðurinn byggir starfsemi
sína á fyrirfram skilgreindri
fjárfestingu. Samkvæmt henni
skulu 80 til 100% af eignum
vera í innlendum verðbréfum
og 0-20% vera í erlendum verð-
bréfum. Af innlendum verðbréf-
um skulu 40 til 60% vera í ríkis-
tryggðum skuldabréfum.
því mesta sem við höfum séð í lang-
an tíma. Vísitalan var viðkvæmari
fyrr á árum þegar það voru færri
bréf í henni og vægi einstakra félaga
var meira. Til þess að umtalsverð
hækkun geti orðið núna þurfa nokkur
tiltölulega stór félög að hækka í einu
eða eitthvert eitt stórt að hækka
mjög mikið,“ sagði hann.
Hann sagði að hins vegar hefði
vísitalan iðulega verið að hreyfast
um u.þ.b. 1% á dag.
32,5% hækkun frá áramótum
Hlutabréfavísitalan hefur hækkað
um 32,5% frá ármótum og sagði
Stefán að sú hækkun væri geysilega
mikil. „Það er óvanalegt að markað-
ur hreyfíst svo hratt, hvað þá í kjöl-
far þeirrar miklu hækkunar sem við
höfum séð alveg frá árinu 1994,“
sagði Stefán Halldórsson.
Beint samband
milli Eyja og
Bandaríkjanna
NOKKRIR íslenskir vísinda-
menn hafa í vetur ásamt fimm
nemendum í 10. bekk grunnskól-
ans í Vestmannaeyjum tekið þátt
í kennsluverkefni um náttúru-
fræði á alnetinu sem kostað er
af Jason-kennslustofnuninni í
Bandaríkjunum. Verða beinar
útsendingar frá Vestmannaeyj-
um í næstu viku og er talið að
750 þúsund ungir Bandaríkja-
menn kynnist Islandi á þennan
hátt. Lokaundirbúningur var í
gangi í Eyjum í gær og á mynd-
inni horfir einn bandarísku kvik-
myndatökumannanna gegnum
linsu sína á Bjarka Stein
Traustason, Gísla Óskarsson,
Davíð Egilsson og Jón Kristin
Sverrisson.
Stofnunin býður á hverjum
vetri upp á tvö viðfangsefni.
Heitir annað þeirra að þessu
sinni „Ur iðrum jarðar“ og er
fjallað þar um ýmislegt í nátt-
úrufari á íslandi og í Yellow-
stone i Bandaríkjunum, m.a.
jarðfræði, jarðhita og fuglalíf.
Geta nemendur í barna- og
gagnfræðaskólum verið í sam-
bandi við vísindamenn og fylgst
með framgangi verkefna
þeirra.
Fimm útsendingar verða á
hverjum degi, fræðsla um nátt-
úru og dýralíf í Eyjum og skotið
verður inn myndefni sem tekið
var víða hérlendis síðasta sumar.
Slóð verkefnisins á alnetinu er:
http://www.jasonproject.org.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Morgunblaðið/Ásdís
ÓLAFUR Davíðsson ráðu-
neytisstjóri virðir fyrir sér
gamla veggmynd sem fannst
í Stjórnarráðinu í gær.
Yeggmynd
finnst í
Stjórnar-
ráðinu
LEIFAR af gamalli veggmynd
fundust í gær í suðvesturenda
Stjórnarráðshússins, þar sem nú er
unnið að byggingarsögulegum
rannsóknum og endurbótum. Mynd-
in kom í ljós þegar fjarlægð höfðu
verið nokkur lög af veggfóðri,
spónaplötum og þess háttar.
„Myndin fannst á vegg þar sem
áður var stofa tugthúsmeistarans,"
sagði Þorsteinn Gunnarsson arki-
tekt. Hann segir myndina ekki
yngri en frá árinu 1819.
„Hún er dregin upp með kalklit
á kalkaðan flöt en miðbik myndar-
innar hefur verið eyðilagt gersam-
lega þegar brotið var gat á vegginn
veturinn 1819-20 og settar þar
dyr. Við leituðum til Listasafns ís-
lands og þaðan komu starfsmenn
og litu á hana. Okkur kom nú sam-
an um að þetta væri ekki mikið
listaverk en meira í ætt við veggja-
krot þess tíma. Myndarinnar er
ekki getið í úttekt sem gerð var á
húsinu 1819,“ sagði Þorsteinn, sem
telur hana hins vegar athyglisverða
vegna þess hve gömul hún er.
Könnun sýnir að 20% þeirra tekjulægri fresta að leita til læknis
Hátt í 7 þúsund manns eru
á biðlistum eftír aðgerðum
ÓLAFUR Ólafsson landlæknir varaði við frek-
ari hækkun þjónustugjalda í heilbrigðiskerfinu
í erindi sem hann flutti á þingi BSRB í gær.
Greindi hann frá niðurstöðum rannsóknar land-
læknisembættisins þar sem kemur í ljós að
meðal efnaminnstu barnafjölskyldna er allstór
hópur sem frestaði á síðasta ári eða hætti al-
veg við að leita sér læknismeðferðar og taka
út lyf vegna fjárekorts.
Fram kom í erindi landlæknis að nú eru
yfir 6.900 einstaklingar á biðlistum eftir að-
gerðum en voru um 4.100 til 4.650 á árunum
1991-1995. Talið er að í dag séu 4.000-4.500
manns í verulegri þörf fyrir þjónustu. Þá hefur
aðbúnaður sjúklinga á bráðadeildum versnað.
Ólafur segir að 500-700 milljóna viðbót-
arfjárveitingu þurfi til að koma biðlistum í
viðunandi horf og bæta aðstöðu á bráðadeild-
um.
Þjónustugjöldin of há
fyrir þá lægst launuðu
„Ekki virðist vera munur varðandi aðsókn
að aðgerðum á læknastofum en mikill munur
varðandi tannlæknameðferð, sem reyndar
hefur borið á áður. Flest bendir til þess að
rekja megi þetta ástand til hækkandi þjón-
ustugjalda síðastliðin átta ár. Allar götur eru
þjónustugjöldin of há fyrir þá lægst launuðu.
Hér hefur orðið grundvallarbreyting á, því að
fyrri rannsóknir benda ekki til misræmis í
aðgengi eftir stéttum og efnum,“ sagði Ólafur.
Skv. rannsókninni höfðu rösklega 20% full-
orðinna einstaklinga í barnafjölskyldum, sem
hafa undir 130 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur
á mánuði, frestað eða hætt við að leita læknis-
meðferðar á síðastliðnu ári og tæplega 20%
frestuðu eða hættu við að taka út lyf. Hlutfall-
ið lækkar síðan eftir því sem tekjurnar auk-
ast. Yfir 50% fólks sem er í lægsta tekjuhópn-
um frestaði eða hætti við tannlæknameðferð
á sam'a ári. 500 manns voru í hveijum tekju-
hópi í úrtaki könnunarinnar.
■ Tími jafnræðis/32