Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 9
FRÉTTIR
Breikkun
Gullinbrúar
verði flýtt
SJÁLFSTÆÐISMENN í skipu-
lagsnefnd lögðu til á fundi nefnd-
arinnar á mánudag að tryggt verði
að framkvæmdir við breikkun
Gullinbrúar frá Stórhöfða gegnum
gatnamót við Hallsveg hefjist á
þessu ári. Áætlað er að kostnaður
við það sé um 160 milljónir króna.
Leggja þeir til að Reykjavíkur-
borg fjármagni framkvæmdirnar
þar til fé fæst til þeirra samkvæmt
vegaáætlun. í greinargerð segir
að íbúar í Grafarvogi séu rúmlega
12.000, hverfið hafi byggst hratt
upp og innan skamms hefjist út-
hlutun lóða í Staðarhverfi. „Fá
mál eru jafn mikið til umræðu
meðal Grafarvogsbúa og umferð-
armál enda teppist umferð til og
frá hverfunum í Grafarvogi á
annatímum. Má segja að ófremd-
arástand ríki í þessum málum og
að út frá öryggissjónarmiðum sé
ástandið óviðunandi... Þess vegna
er forgangsmál að breikka Gullin-
brú og tryggja eðlilega aðkomu
að Grafarvogssvæðinu. Sam-
kvæmt vegaáætlun eiga fram-
kvæmdir við breikkun Gullinbrúar
ekki að hefjast fyrr en eftir tvö
ár. Reykvíkingar geta ekki sætt
sig við það,“ segir í greinargerð.
---------» ♦ ♦---
Þrjátíu flótta-
mönnum neit-
að um hæli
Á ÁRUNUM 1990-1996 báðu þijá-
tíu flóttamenn um hæli á Islandi
og var þeim öllum neitað. Tíu
þeirra fengu þó dvalarleyfi, en að
sögn Þorsteins Pálssonar dóms-
málaráðherra er munur á réttar-
stöðu þeirra sem fá dvalarleyfi og
pólitískt hæli óglöggur. Flótta-
mennirnir komu allir frá hinum
Norðurlöndunum og þeim sem
neitað var um dvöl hér var vísað
aftur þangað. Þetta kom fram í
svari ráðherrans við fyrirspurn
Rannveigar Guðmundsdóttur þing-
manns á Alþingi.
Með lagabreytingu frá árinu
1993 var lögfestur málskotsréttur
þeirra sem leita hér hælis. Þrír
flóttamannanna skutu úrskurði í
máli sínu til ráðherra. í tveimur
tilvikum var úrskurðurinn staðfest-
ur en í einu tilviki var honum breytt
og veitt var dvalarleyfi.
í máli dómsmálaráðherra kom
einnig fram að nú er unnið að
endurskoðun á lögum um eftirlit
með útlendingum. Við endurskoð-
unina er einkum tekið mið af nýjum
lögum hinna Norðurlandanna um
þessi efni.
Pelsfóðurskápur
á Kálfvirði
PELSINN
Kirkjuhvoli • sími 552 0160
Nissan Micra
kostar aðeins kr. 1.058.000.-
Bönaður Micra:
Skottlok opnað innan frá
Eldsneytislok opnað innan frá
Samlitir stuðarar
Hemlaljós í afturglugga
Styrktarbitar í hurðum
Aflstýri
Hæðarstiiling á stýri
Samlæsingar í hurðum
Stillanleg hæð öryggisbelta
Tvískipt aftursæti
NATS - þjófavöm
Stafræn klukka í mælaborði
Loftnet
Tveir hátalarar
Ingvar
Helgason hf.
UPPBOÐ
---•---
Uppboð verður á antikmunum, ekta teppum og öðrum verðmætum, svo
sem postulíni, silfri o.fl. dagana 3.-4. maí á Grand Hótel Reykjavík,
Sigtúni. Munirnir eru til sýnis á sama stað dagana 1. og 2. maí.
Við tökum á móti hlutum í umboðssölu og munum vera á Grand Hótel Reykjavík
dagana 26.-30. aprfl milli kl. 16 og 19.
Sé um stærri hluti að ræða, komum við gjarnan heim til yðar og metum þá án skuldbindinga og endurgjaldslaust.
Upplýsingar í síma 897 5523.
Glæsilegir sumarkjólar
ogjakkar
hj&Qý&zýhhiUi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka tlaga frá kl. 10.00-18.30, lauganlaga frá kl. 10.00-15.00.
Sértilboð til
Barcelona
frá kr.26.932
Með Heimsferðum getur þú tryggt þér flug og bíl eða
flug og hótel í Barcelona á einstökum kjörum. Hvort sem
þú vilt dvelja í hjarta Barcelona við Römbluna og Gotneska
hlutann, taka bíl á leigu og aka meðfram heillandi
strandbæjunum eða dvelja í viku í góðu yfirlæti í Sitges.
Heimsferðir bjóða þér besta aðbúnaðinn í Barcelona í
sumar.
Verð kr. 26.932 Verð kr. 43.510
Flug og bíll, m.v. hjón með 2 börn í viku, M.v. 2 í herbcrgi, Hotel Atlantis, flug og hótel
bílaleigubíl í 3 daga. m. morgunmat í viku. Skattar innifaldir.
Austurstræti 17,2. hæö • Sími 562 4600
OPIÐ
í DAG
KL. 10-16
□□□□□□
CDŒ
HUSGAGNAVERSLUN 3^ mán
Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
Skrifborð 140x64 m/4ra skúffu skáp
Bókahilla 80x202x29
Tölvuborð beyki frá
kr. 27.300 stgr.
kr. 14.950 stgr.
kr. 10.900 stgr.
Teg. Oslo 2 horn 3
2 horn 2
kr. 98.900 stgr.
kr. 93.900 stgr.