Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 19 > > > I I i P I i » i LÍFEYRIR LAMDSMANMA Talsmenn VÍS og Sjóvár-Almennra Frumvarpid gengur gegn yfirlýsingum um aukið valfrelsi „SKYLDUAÐILD að lífeyrissjóð- um er jákvæð enda nauðsynlegt að allir launþegar leggi ákveðinn hiuta sinn til hliðar í slíkt kerfi. Hins vegar finnst mér hvorki sjálfsagt að allir greiði sömu pró- sentu af launum óháð því hver þau eru, né að menn hafi ekkert val um til hvaða sjóðs þeir greiða," sagði Axel Gíslason, for- stjóri Vátryggingafélags íslands. Axel sagði samtryggingu eðli- lega en upp að vissu marki. „Það eru gjarnan færð fram þau rök að koma þurfi í veg fyrir að menn verði háðir greiðslum frá almannatryggingum. Ef menn halda þessu fram ætti skylduaðild að samtryggingarkerfi að miða við þau mörk, að greiðslur al- mannatrygginga falli niður. Launþegar ættu þannig að tryggja sig upp að því marki, en ráða sjálfir hvað þeir gera við skyldulífeyrissparnað sinn um- fram það. Þetta mætti tryggja með því að miða greiðslur til sam- tryggingasjóða við ákveðna krónutölu." Axel sagði að sér þætti eðlilegt og sjálfsagt að fólk gæti valið um til hvaða sjóða það greiddi. „Þetta snýst um hag sjóðsfélaga en ekki hag lífeyrissjóðanna sjálfra. Eg hef þá trú að launþegar vilji vera í sjóðum sem gefa betri ávöxtun og þar með betri réttindi. Ef fólk gæti valið myndu þeir sjóðir efl- ast sem ná góðum árangri og það kemur lífeyrisþegum til góða. Þá myndu menn ávinna sér réttindi í samræmi við áhættuna sem fylg- ir þeim sem sjóðsfélögum, en það er þegar raunin. Þannig má nefna, að þar sem Lífeyrissjóður sjómanna greiðir hátt hlutfall af lífeyrisgreiðslum sínum í ör- orku-, barna- og makalífeyri, þá er ellilífeyrisréttur sjóðsfélaga rýrari en ella. Þeir þurfa nú þeg- ar að láta stærri hlut af sam- tryggingunni renna til þessara þátta.“ Um valfrelsi sagði Axel jafn- framt að nú væru bíleigendur skyldugir til að kaupa sér trygg- ingu og húseigendur yrðu að brunatryggja. „Það dettur hins vegar engum í hug lengur að binda í lög eða kjarasamninga hjá hvaða félagi eigi að tryggja." Axel kvaðst ósáttur við að ekki væri gert ráð fyrir því í frum- varpinu að líftryggingafélög gætu tekið þátt í að þjóna laun- þegum, sem gætu þá greitt skylduiðgjald sitt til þeirra. „Þetta er mjög miður og gengur þvert á yfirlýsingar ríkissljórnar- innar um aukið frelsi í lífeyris- sparnaði. Ég tel hins vegar að það líði ekki á löngu þar til hlut- fall sparnaðar verður aukið úr þeim 10% sem nú eru og frum- varpið gerir ráð fyrir að aðrir en samtryggingarsjóðir geti ávaxtað það sem umfram er. Það er hins vegar ekki hægt að Iíða þá einokun, sem kemur fram í frumvarpinu, þar sem kveðið er á um að láti launþegi ekki vita með hæfilegum fyrirvara skuli umframiðgjald hans renna til sameignarsjóðanna. Þetta finnst mér alveg fráleitt. Það getur ekki verið að lögvernduð einokun fái að keppa við frjálsa starfsemi með þessum hætti,“ sagði Axel Gíslason, forsljóri VÍS. Slys effrumvarpió verður samþykkt „Það á ekki að rasa um ráð fram og samþykkja þetta frum- varp. Það væri mikið slys. Okkur finnst að það vanti valfrelsi í frumvarpið og finnst mjög óheppilegt, þegar stofnað er til laga um lífeyrismál, að ekki skuli stigið lengra skref inn í framtíð- ina. Það hefur verið talað um aukið valfrelsi í lífeyrismálum, til dæmis í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þetta frum- varp gengur þvert á það,“ sagði Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra. Einar sagði að sér hefði þótt eðlilegt ef leitað hefði verið sam- starfs við frumvarpssmiðina við þá aðila, sem augljóslega myndu koma að þróun lífeyristrygginga. „Lífeyrismál eru mjög mikilvæg og eðlilegt að skapa þeim laga- ramma. Menn mega hins vegar ekki einblina á það kerfi sem hefur verið í uppbyggingu undan- farna áratugi. Samtryggingar- kerfið er ágætt, en nú eru eignir lífeyrissjóða 300 milljarðar og þeir verða ekki búnir að ná utan um allar skuldbindingar sínar fyrr en þeir ná 750 milljarða eign- um. Það er unnt að fara fleiri leiðir að sama marki, að tryggja lífeyrissparnað. Það þarf að skapa jafnstöðu milli samtrygg- ingar og fijáls sparnaðar, því þarfir einstaklinga eru misjafn- ar.“ Aðspurður um veikari trygg- ingaþátt séreignasjóða sagði Ein- ar að þeim hefði ekki verið gert kleift að kaupa tryggingar fyrir sína félaga nema i takmörkuðum mæli. „Ég get nefnt sem dæmi að Sameinaða líftryggingafélagið samdi við Aimenna lífeyrissjóð- inn hjá VÍB um tryggingar, sem gera stöðu sjóðsfélaga þar sam- bærilegar við stöðu sjóðsfélaga í sameignarsjóðum. Þeir geta til dæmis tryggt sér ævilífeyri. Með þessu móti er hægt að tryggja hag sjóðsfélaga í séreignasjóðun- um, en sjóðunum sjálfum er ekki heimilt að tryggja félaga sína. Þeir eru því ýmist skammaðir fyrir veikan tryggingaþátt, eða þeim gert ókleift að bæta þar úr.“ Einar sagði almenna sátt um að menn sæktu sin grunnlífeyris- réttindi í sameignarsjóð. „Þróun- in er hins vegar sú að skapa mönnum meira valfrelsi. Ef sú leið hefði verið farin í frumvarp- inu hefði verið hægt að bjóða fullkomnar lífeyristryggingar. Okkar vandi er hins vegar sá að við höfum ekki haft heimildir til að bjóða þær vegna skattalegrar mismununar, þær hafa ekki mátt koma í stað lífeyrissjóða, eins og við sóttum um fyrir nokkrum árum.“ Einar sagði að núverandi kerfi samtryggingar væri ósveigjan- legt. „Eina valið er um hvenær menn vilja byrja að taka lífeyri og hann skerðist ef þeir gerir það fyrir ákveðinn viðmiðunaraldur. Af hveiju mega menn ekki taka hærri lífeyri fyrstu árin, sem svo lækkar þegar aldur færist yfir? Þarfir sjóðsfélaga eiga að vera í fyrirrúmi.“ Verði frumvarpið samþykkt óbreytt þýðir það að trygging- arfélögin geta ekki sinnt lífeyris- sparnaði, að sögn Einars. „Hér á landi bjóða erlend tryggingarfé- lög lífeyrissparnað og skáskjóta sér í gegnum skattakerfið. Þetta frumvarp heldur íslensku trygg- ingarfélögunum frá þessum markaði og ég sé ekki hvernig þetta samrýmist gefnum yfirlýs- ingum um að skapa eigi jafnstöðu á markaðnum," sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra. Tcycta Ccrclla Hatchback á sérstöku tilbcðsverði núna! Við bjóðum hinn sívinsæla fjölskyldubíl, Toyota Corolla Hatchback 1600, árgerð 1997, á frábæru verði dagana 26. aprfl - 6. maí. Takmarkaður fjöldi bfla svo nú er að bregðast fljótt við. Aðeim 1-359-CCCkr. Toyota Corolla Hatchback 1600 5 dyra '97 • Þaulreyndur við íslenskar aðstæður • Lipur og skemmtilegur í akstri • Loftpúði fyrir ökumann og farþega • Vökva- og veltistýri • Samlæsingar á hurðum • Hvítir mælar • Rafmagnsrúður • Útvarp, segulband og 4 hátalarar Fjarstýrðir speglar • Snúningshraðamælir • Forstrekkjari á öryggisbeltum • Hæðarstilling á öryggisbeltum • 4 höfuðpúðar • Stillanleg bflstjóraseta • Styrktarbitar í hurðum • Samlitir speglar og hurðarhúnar • Samlitir stuðarar og hliðarlistar • Skott og bensínlok opnanleg innanfrá Tvöfaldir frípunhtar fram aá mánaðar- mótum. Þú færá 27.180 frípunhta viá kaup á Toyota~CorolIa Hatchback 1600 5 dyra '97. @ TOYOTA Tákn um gœði Nýbýlavegi 8, sími 563 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 93. tölublað (26.04.1997)
https://timarit.is/issue/129451

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

93. tölublað (26.04.1997)

Aðgerðir: