Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
TYRKLAIMD
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgu nblaðið/Golli
FATNAÐUR til sölu og ösin var um tíma slík að starfsmenn
brugðu á það ráð að verðmerkja flikurnar undir berum himni.
Mannþröng á
birgðasölu tískuverslana
MIKIL örtröð hefur verið undan-
farið á birgðasölu Sautján, 4You,
Deres, Smash og fleiri tískuversl-
ana sem nú stendur sem hæst
að Hverfisgötu 105 í Reykjavik.
Salan hófst um síðustu helgi og
þá voru mannþrengslin slík að
starfsmenn brugðu á það ráð að
verðmerkja flíkurnar undir ber-
um himni og sem betur fer viðr-
aði vel til slíkra verka.
Að sögn Sigurðar Bollasonar
verslunarmanns hafa á stundum-
umlOO manns beðið færis á að
komast á útöluna og þvi hafi
verið gripið til þess ráðs að
hleypa væntanlegum kaupendum
inn i skömmtum.
A boðstólum er fatnaður fyrir
alla aldurshópa og nýjar vörur
berast daglega. „Miðað er við um
80% afslátt frá venjulegu búðar-
verði en hægt er að kaupa bux-
ur, peysur og jakka á um 200
krónur.“
Þetta er í fyrsta sinn sem
birðga sala á vegum þessara
verslana er haldin en sökum
góðra undirtekta hefur hún verið
framlengd um viku, til 3. maí.
Opið er alla daga nema sunnu-
dagafrákl. 13-18.
Lesendur spyija
Hvað skýrir hátt verðlag
á erlendum tímaritum?
ÞORSTEINN Ingason hringdi og
vildi gjaman fá skýringar á háu
verði á erlendum tímaritum. Hann
segist oft verða vitni að því að blöð-
in séu seld á jafnvel þreföldu verði
á við það sem þau kosta úti.
„Sem dæmi nefnir hann að tíma-
ritið Macformat kosti 4,99 pund eða
573 krónur í Bretlandi en hér á landi
kostar það 1.250 krónur. Þá kostar
Arkane 2,95 pund í
Bretlandi eða 342
krónur en 802 krón-
ur í bókabúð hér-
lendis. Hann segir
hins vegar að hann
hafi gerst áskrif-
andi að Macformat
og borgi nú ekkert
í líkingu við 1.25Ö
krónur fyrir hvert
blað. Fyrir það
fyrsta segist hann
hafa tekið sérstakt
áskrifendatilboð og
borgar 104 pund
eða 12.023 krónur
fyrir 24 blöð. Það
þýðir að hvert blað
kostar hann 501
krónu. Innifalin era
póstburðargjöld til
Islands. Þorsteinn
segist hvorki þurfa
að borga toll né
virðisaukaskatt af blaðinu sem berst
til hans reglulega í pósti.
„Kaupi fólk erlend tímarit reglulega
margborgar sig að gerast áskrif-
andi.“
Golftímaritið Inside the Tour
kostar í Bretlandi 2,95 pund eða
342 krónur en í bókabúðinni Ey-
mundsson, Kringlunni, kostar það
975 krónur.
Tímarit um alnetið er á 342 krón-
ur eða 2,95 pund í Bretlandi en
kostar hér 802 krónur.
Svar: Guðmundur Sigmundsson,
framkvæmdastjóri hjá Blaðadreif-
ingu, sem flytur inn megnið af þeim
erlendu blöðum og tímaritum sem
hér era fáanleg, segir skýringu á
háu verði vera fólgna í óhagstæðum
flutnings- og dreifikostnaði, auk
þess sem skilaréttur sé á því sem
ekki selst. „Við seljum sjaldnast
nema um 60% þess sem við kaupum
frá erlendum útgefendum, en borg-
um samt sem áður flutningskostnað
af öllu saman. Auk þess er það í
okkar verkahring að koma þeim
blöðum sem ekki seljast í eyðingu
og í sumum tilfellum skila þeim'til
útgefenda."
Að sögn Guðmundar eru bresk
og bandarísk blöð ódýrari í verslun-
um hérlendis en annars staðar á
Norðurlöndum.
„Flutningskostnað-
ur er samt sem áður
mun hagstæðari þar
meðal annars þar
sem magnið er
meira. Til dæmis í
Danmörku kostar
Macformat tímarit-
ið 129 danskar
krónur sem eru um
1.420 íslenskar
krónur sem er um
13,6% hærra en
tímaritið kostar hér
á landi.“
Guðmundur út-
skýrði verðmynd-
unina með því að
deila niður þeim
1.250 krónum sem
Macformat tímarit-
ið kostar. „Virðis-
aukaskatturinn er
12,28% eða 154
krónur og hiutur verslunarinnar er
26,3% eða 329 krónur. Þá er alltaf
gert ráð fyrir um 3,5% rýrnun á
blöðunum en Blaðdreifíng tekur
12,3% eða 154 kr. fyrir að flytja
blaðið inn, dreifa því og endursenda
ef með þarf. Flutningskostnaðurinn
er 119 kr. eða 9,5% og útgefandinn
fær 450 krónur eða 36% af útsölu-
verðinu."
Samkvæmt íslenskum lögum á
að borga virðisaukaskatt af blöðum
og bókum þótt þau séu keypt í
áskrift en að sögn Guðmundar er
því sjaldnast fylgt eftir af stjórn-
völdum. Hann segir jafnframt að
alltaf sé ódýrara að vera í áskrift
þar sem m.a. rýrnunin og dreifi-
kostnaðurinn er enginn.
Blaðdreifing flytur til landsins um
1.500 titla af blöðum og tímaritum
og af þeim er breska tímaritið Hello
vinsælast.
ERLEND tímarit eru oft
um þrefalt hærri hér-
lendis en í heimalandi.
GÖTUMYND frá Istambul.
Tekist á um
trú og skóla
Uggur er í mörgum í Tyrklandi um vaxandi
íslömsk áhrif vegna samsteypustjómar undir
*
forsæti Erbakans úr Islamska velferðar-
flokknum. Elín Pálmadóttir heyrði hvemig
skólamálin koma þar inn í, svo sem Kóran-
skólamir sem dætur Sophiu Hansen hafa
verið í. Sú eldri við að læra Kóraninn utan
bókar á 2 ámm, að sögn föður hennar.
Eftir að herinn sýndi klæmar telja þó flest-
ir hættuna hverfandi á að vikið verði
frá vestrænum gildum.
NDAN-
FARNAR
vikur hafa
verið póli-
tísk átök í Tyrklandi
og órói í Iofti. Við síð-
ustu kosningar hlaut
íslamski flokkurinn RF
21 % fylgi og neyddist
Tansu Ciller og flokk-
ur hennar DYB til að
mynda með honum
samsteypustjórn undir
forustu Necmettins
Erbakans. Sjálf er hún
utanríkisráðherra. Af
flokki forsætisráðherr-
ans er þó talið að ekki
sé nema helmingurinn
heittrúaðir múslimar
og töldu margir þetta því ekki svo
afleitt. Erbakan hafði lofað umbót-
um á stjórn landsins og talið að
hann gæti haldið róttæku öflunum
í skefjum.
Ýmis atvik hafa þó gerst undan-
farnar vikur, sem læddu að þeim
grun að hann hygðist sveigja kerf-
ið í átt til íslamsks ríkis. Fólk þótt-
ist sjá merki þess að trúarskólar
væru að eflast á kostnað fram-
haldsskóla til að verða uppeldis-
stöðvar fyrir bókstafstrúarmenn,
áróður væri uppi um að konur hyldu
höfuðið á opinberum stöðum, að
stjórnin lokaði augunum fyrir
vopnasölu til Irans og að heittrúuð-
um væri raðað í stöður hjá ríkinu.
Þessi uggur hefur orðið áberandi
og kröfur komu upp um að flokkur
Erbakans tæki afstöðu gegn þessu.
Orðrómurinn var orðinn útbreiddur
og af blaðaskrifum að dæma virð-
ist mikil ólga í báðum stjórnar-
flokkunum.
Herinn sýnir klærnar
Þetta varð til þess að 28. febr-
úar var þjóðlega öryggisráðið svo-
kallað, eða MGK, kallað saman á
fund, þar sem því var beint til ríkis-
stjórnarinnar að gangast fyrir til-
teknum andbókstafstrúar-aðgerð-
um í 18. liðum. í MGK eiga sæti
5 æðstu menn hersins og 5 æðstu
stjórnendur, forseti og ráðherrar.
Þessa sömu daga marseraði herinn
um göturnar og gerði sig mjög
sýnilegan. Fór ekki á milli mála
að þar var verið að leggja áherslu
á alvöru málsins, sem verður skilj-
anlegt þegar haft er í huga að á
árunum 1960-1980 velti herinn
þrisvar sinnum löglegum stjórnum
úr sessi. Hvað um það, báðir flokk-
ar ríkisstjómarinnar samþykktu að
taka tilskipanirnar til greina og
koma í framkvæmd því sem í þeim
fólst.
Forsetinn Suleiman Demirel lýsti
því yfir í blaðagrein að tyrkneska
lýðveldið sé nútímaríki. Þjóðin séu
múslimar, en ríkisvaldið veraldlegt.
Þar sé engin ríkistrú. Hann segir
að herinn hafi ekki áhyggjur af
styrkleika múslima í Tyrklandi,
heldur af því ef reynt sé að nota
íslamstrú í pólitískum tilgangi.
Lögin í landinu leyfi ekki misnotk-
un trúar, en nú hafi verið farið
yfir það strik. Fyrir einum áratug
hafi áhyggjur af slíku verið óþekkt-
ar.
Haft var eftir bæði Erbakan for-
sætisráðherra og utanríkisráðherr-
anum Tansu Ciller að ríkisstjórnin
væri ákveðin í að beijast gegn
ógnun trúarlegra öfgamanna. Og
var tilmælunum vísað til afgreiðslu
til menntamálaráðherrans og
innanríkisráðherrans. í blöðum
mátti þó sjá kvartanir um að lítið
bólaði á aðgerðum. En 15. apríl
bárust fréttir um fyrstu merkin um
að tyrkneski forsætisráðherrann
Necmettin Erbakan hefði látið und-
an þrýstingi hersins. Hann hefði
gefið fyrirmæli um að heittrúar-
embættismennirnir nýju yrðu látnir
hætta aftur hjá ríkinu. Þetta sé
fyrsta raunhæfa skrefið til að
stöðva framgang heittrúarmú-
slima.
Kóranskólar undir eftirlit
Einn liðurinn í fyrirmælunum frá
MGK var bann við öllum áróðri í
útvarpi og sjónvarpi um að konur
gangi með andlitsblæjur og auglýs-
ingum með fyrirskipun um klæðnað
múslimakvenna. En bann við að
konur í Tyrklandi gangi með and-
litsblæjur er komið allt frá dögum
Atatúrks um 1922 þótt því hafi
ekki verið stíft framfylgt. Nú var
farið fram á að banni við að konur
séu huldar á almannafæri yrði
framfylgt.
í einni greininni er þess líka kraf-
ist að takmarkaðar verði nýbygg-
ingar á moskum.
Um skólana var farið fram á að