Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 35
ERLEIMD HLUTABRÉF
Dow Jones, 25. apríl.
VERÐ HREYF.
NEW YORK
Dow Jones Ind 6735,3 J 1,1%
S&P Composite 766,5 1 0.9%
Allied Signal Inc 70,4 l 1,6%
AluminCoof Amer... 69,4 1 0,4%
Amer Express Co 63,1 t 3.9%
AT & T Corp 31,3 t 1,2%
Bethlehem Steel 8,3 t 3,1%
Boeing Co 101,4 1 0.6%
Caterpillar Inc 87,4 i 2,1%
Chevron Corp 65,5 J 2.1%
Coca Cola Co 59,6 i 1,4%
Walt Disney Co 77,8 i 1,0%
Du Pont 102,6 i 0,4%
Eastman KodakCo... 78,6 i 1,4%
Exxon Corp 53,1 i 3,8%
Gen Electric Co 105,6 i 0,7%
Gen Motors Corp 55,1 í 1,8%
Goodyear 52,1 t 0,7%
Intl Bus Machine 151,5 t 0.2%
Intl Paper 41,4 i 1,5%
McDonalds Corp 61,1 i 1,0%
Merck & Co Inc 87,5 t 0.3%
Minnesota Mining .... 85,5 i 1.4%
MorganJ P&Co 95,8 i 0,3%
Philip Morris 38,6 J 7,2%
Procter&Gamble 120.1 i 2,9%
Sears Roebuck 47.3 J 1,8%
Texaco Inc 102,8 J 1,8%
Union Carbide Cp 47,3 i 1,3%
United Tech 75,0 i 1,3%
Westinghouse Elec.. 17.8 J 0,7%
Woolworth Corp 19.9 t 0,6%
AppleComputer 2210,0 t 0,5%
CompaqComputer.. 79,1 i 0,5%
Chase Manhattan .... 85,4 ; 1.3%
ChryslerCorp 29,6 i 1,7%
Citicorp 104,0 i 0,8%
Digital Equipment 28,9 i 2,9%
Ford MotorCo 34,4 J 0,4%
Hewlett Packard 49,4 i 1,5%
LONDON
FTSE 100 Index 0,0 - 100%
Barclays Bank 1088,5 J 1,7%
British Airways 694,0 t 0,3%
British Petroleum 66,5 J 0.7%
British Telecom 914.0 i 2,8%
Glaxo Wellcome 1143,5 i 1.1%
Grand Metrop 507,5 - 0,0%
Marks & Spencer 498,5 i 1,0%
Pearson 709,0 i 0,4%
Royal&Sun All 458,5 i 1,3%
ShellTran&Trad 1072,0 J 0,1%
EMI Group 1223,5 t 1.4%
Unilever 1623,5 J 0,6%
frankfurt
DT Aktien Index 3379,0 i 0.5%
Adidas AG 177,0 t 1.1%
Allianz AG hldg 3260,0 l 0,4%
BASFAG 66,0 J 1,7%
Bay Mot Werke 1410,0 t 1,1%
Commerzbank AG.... 46,4 J 1,1%
Daimler-Benz 127,5 J 0,7%
Deutsche Bank AG... 89,6 J 1,4%
DresdnerBank 55,0 J 0,5%
FPB Holdings AG 322,0 - 0,0%
Hoechst AG 66,2 í 2.9%
Karstadt AG 521,0 t 0,6%
Lufthansa 23,6 t 1,5%
MAN AG 495,5 t 0,5%
Mannesmann 670,0 t 0.4%
IG Farben Liquid 1,9 0,0%
Preussag LW 435,5 i 0,2%
Schering 161.1 1 1.0%
Siemens AG 90,1 1 0.1%
Thyssen AG 379,0 i 0,5%
Veba AG 91,3 i 2,0%
Viag AG 769,0 t 0.2%
Volkswagen AG 1085,5 0,0%
TOKYO
Nikkei 225 Index 18612,9 J 0,5%
AsahiGlass 1110,0 0,0%
Tky-Mitsub. bank 1990,0 1 2,0%
Canon 2950,0 ? 0,7%
Dai-lchi Kangyo 1330,0 J 2,2%
Hitachi 1130,0 J 2.6%
Japan Airlines 481,0 J 3,2%
Matsushita E IND 2010,0 t 0,5%
Mitsubishi HVY 850,0 ) 1,0%
Mitsui 934,0 0,0%
Nec 1530,0 J 0,6%
Nikon 1780.0 i 1,1%
Pioneer Elect 2190,0 0.0%
Sanyo l'lec 464,0 i 1,5%
Sharp 1630,0 1 0,6%
Sony 9140,0 1 0,7%
Sumitomo Bank 1400,0 J 2,1%
ToyotaMotor 3590,0 t 1,7%
KAUPMANNAHÖFN
Bourse Index 156,7 0,0%
Novo Nordisk 661,2 0,0%
FinansGefion 139,0 0,0%
Den Danske Bank.... 570.0 0,0%
Sophus Berend B 812,0 0,0%
ISS Int.Serv.Syst 215,6 0,0%
Danisco 390,9 0,0%
Unidanmark 331,0 0,0%
DS Svendborg 294000,0 0,0%
Carlsberg A 400,2 0,0%
DS1912B 209000,0 0,0%
Jyske Bank 525,0 0,0%
OSLÓ
OsloTotal Index 1084,5 0,8%
Norsk Hydro 342,0 1,4%
Bergesen B 144,0 0,3%
Hafslund B 39,0 , 1,3%
Kvaerner A 351,0 , 1,4%
Saga Petroleum B.... 111,0 0.0%
Orkla B 546,0 0,7%
Elkem 135,0 , 2,9%
STOKKHÓLMUR
Stokkholm Index 2612,7 1.0%
Astra AB 308,0 1,0%
Electrolux 90,5 0,0%
EricsonTelefon 67.5 0,7%
abbaba 92,5 1,6%
Sandvik A 25,9 0.0%
Volvo A 25 SEK 48,0 4,0%
Svensk Handelsb .... 55,5 0.0%
Stora Kopparberg.... 105,0 1,4%
Verð allra markaða er í dollurum. VERÐ: Verð
hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verð-
breyting frá deginum áður.
Heimild: DowJones
Strengur hf« 1
L
Þjóðarráð
bahá’ía 25 ára
Prófessorar
á villigötum
NÚ UM helgina
verður þess minnst að
25 ár eru liðin frá því
að andlegt þjóðarráð
bahá’ía á íslandi var
fyrst kosið. Þjóðarráð-
ið er æðsta stjórn-
stofnun trúarinnar
hér á landi. í því sitja
níu meðlimir sem
kosnir eru til eins árs
í senn á landsþingi
bahá’ía.
Aðdragandinn
Bahá’í (framber
bahæ) trúin á sér
langa sögu hér á
landi. Upphafsmanns
trúarinnar, Bahá’u’lláh, var fyrst
getið á prenti hér á landi árið
1908, er Þórhallur Bjarnason, síð-
ar biskup, fór um hann svofelldum
orðum:
„Fyrir fjörutíu árum reis upp
dýrlegur kennimaður og guðsvott-
ur í Persalandi, og hét hann Baha
Ullah. Eins og við mátti búast, dó
hann píslarvættisdauða - andaðist
í tyrkneskri prísund 1892. Margir
Bahá’í samfélagið,
segir Halldór Þor-
geirsson, er rótgróið í
íslensku samfélagi
fylgjendur hans hafa látið lífíð
fyrir trúarskoðanir sínar, en þær
breiðast því betur út. Kenningar
hans eru að mörgu leyti svipaðar
kenningum kristindómsins eins og
mannúðlegast og göfugast er með
þær farið.“
(„Persneskur Messías", Nýja
Kirkjublaðið, 3. tbl., 3. árg.)
Árið 1924 kom bahá’íi frá
Bandaríkjunum í stutta heimsókn
til landsins og kynntist þá Hólm-
fríði Árnadóttur. Hólmfríður var
um langt skeið safnvörður í Lista-
safni Einars Jónssonar. Hún þýddi
og undirbjó útgáfu fyrstu bahá’í
bókarinnar á íslensku um bahá’í
trú og var fyrsti bahá’íinn á Ís-
landi. Tólf árum síðar, hófust
fyrstu opinberu kynningarnar á
bahá’í trúnni hérlendis með fyrir-
lestri í Háskólanum, viðtali í út-
varpi og greinum í blöðum.
Svæðisráð bahá’ía í Reykjavík
var fyrst kosið 1965. Bahá’í hjóna-
vígslur fengu löggildingu og fyrstu
bahá’íarnir giftu sig hérlendis
1967. Árið 1975 fékk bahá’í trúin
formlega viðurkenningu dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins sam-
kvæmt lögum um trúfélög utan
þjóðkirkjunnar sem samþykkt
voru það ár. Síðar fékkst viður-
kenning menntamálaráðuneytisins
á bahá’í helgidögum fyrir skóla-
nema.
Átak í kynningu
Upp úr 1970 var gert átak í
kynningu bahá’í trúarinnar hér á
landi og í september 1971 var
haldin alþjóðleg bahá’í ráðstefna
í Reykjavík, sem sótt var af rúm-
lega 800 manns frá 36 þjóðlönd-
um. Þessu kynningarstarfi hefur
verið haldið áfram síðan og mikið
af kynningarefni gefíð út á ís-
lensku.
Þess er vandlega gætt að
þröngva boðskap trúarinnar ekki
upp á fólk en því gefið tækifæri
til að kynna sér innihaldið
þvingunarlaust. Það er m.a. í þess-
um anda sem bahá’í samfélagið
hefur nýtt sér alnetið til kynningar
trúnni og framtíðarsýn hennar.
Bahá’íar eru um 400 talsins í
dag bæði hér á höfuðborgarsvæð-
inu og á landsbyggðinni.
Skógrækt og land
undir tilbeiðsluhús
Starf bahá’ía að
skógrækt í landi
Skóga í Þorskafirði
hefur vakið nokkra
athygli. Það hófst með
starfi Jochums Egg-
ertssonar sem var einn
af brautryðjendum
skógræktar hér á
landi og meðal fyrstu
bahá’íanna. Starfi
hans hefur verið hald-
ið áfram og meira land
friðað fyrir beit á
þessum sögufræga
stað. Nú er unnið að
því að bæta aðgengi almennings
að skóginum.
Það vakti ekki síður athygli
þegar bahá’í samfélagið festi 1971
kaup á landi undir tilbeiðsluhús á
Nónhæð í Kópavogi. Ekki hefur
verið ákveðið hvenær hafist verður
handa við framkvæmdir en unnið
er að fegrun landsins sem nú er
umlukt íbúðarbyggð sem skipu-
lögð var með tilliti til væntanlegs
tilbeiðsluhúss.
Andlegt þjóðarráð hefur nú að-
setur að Álfabakka 12, Reykjavík.
Þar eru m.a. skrifstofa þjóðarráðs-
ins, bóksala og fundarsalur. Fjár
til allrar bahá’í starfsemi er aflað
með frjálsum, leynilegum framlög-
um og geta engir aðrir en bahá’íar
gefið í sjóði trúarinnar.
Ríó, Kaupmannahöfn
og Peking
Bahá’í samfélagið hefur tekið
virkan þátt í umræðu um málefni
framtíðar á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Fulltrúar íslenska ba-
há’í samfélagsins sóttu ráðstefnur
SÞ um umhverfi og þróun í Ríó
1992, um félagslega þróun í Kaup-
mannahöfn 1995 og um málefni
kvenna í Peking sama ár. Samfé-
lagið hefur einnig tekið þátt í
umræðu hér á landi í tengslum
við ár SÞ. Á ári fjölskyldunnar var
t.d. lögð fram yfirlýsing um mikil-
vægi fjölskyldunnar í þjóðfélaginu.
Gefnar hafa verið út á íslensku
bahá’í yfirlýsingar um friðarmál,
jafnrétti kynjanna, hagsæld mann-
kyns og framtíðarþróun Samein-
uðu þjóðanna.
Ofsótt í íran
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að bahá’íar í íran hafa um
langt skeið verið ofsóttir af þar-
lendum yfirvöldum vegna trúar
sinnar og hafa um 300 verið líf-
látnir frá islömsku byltingunni.
Nokkuð hefur dregið úr hörku
ofsóknanna undanfarið þó íranskir
bahá’íar séu enn réttindalausir í
eigin landi. Áhyggjur vekur að
nýlega voru tveir bahá’íar dæmdir
til dauða og hefur annar þeirra
verið skilgreindur sem samvisku-
fangi af Ámnesty International á
þeirri forsendu að honum sé ein-
göngu haldið af trúarástæðum.
Islensk stjórnvöld hafa ávallt stutt
ályktunartillögur á vettvangi SÞ
um mannréttinaabrot í íran þar
sem bahá’ía er sérstaklega getið.
Slíkur alþjóðlegur þrýstingur er
ómetanlegur.
Framtíðin
Bahá’í samfélagið er rótgróið
í íslensku samfélagi og hefur átt
gott samstarf við fjölmörg samtök
og einstaklinga sem vinna að því
að b'æta íslenskt samfélag og
vinna að heill íbúanna. Á þessum
tímamótum líta bahá’íar hér á
landi björtum augum til framtíð-
arinnar.
Höfundur er mcðliniur í
þjóðarrádi bahá ’ía á íslandi.
í ÞESSARI viku
varð ég þess heiðurs
aðnjótandi að tveir
prófessorar gerðu
verk mín á fréttastofu
Sjónvarps að umtals-
efni á síðum Morgun-
blaðsins, en umtalið
var þó ekki ætlað mér
til heiðurs. Annar
prófessorinn, Vé-
steinn Ólason, varð
undir í rektorskjöri og
á honum er helst að
skilja að það sé mér
eða fréttastofu Sjón-
varps að kenna. Það
er eins og álit um-
boðsmanns Alþingis
um ólögmæta uppsögn háskóla-
kennara, sem fréttin snerist um,
sé aukaatriði eða að ég hafi kveð-
Skilningi prófessoranna
á eðli fréttamennsku
virðist ábótavant. Krist-
ín Þorsteinsdóttir
frábiður sér dylgjur um
ófagleg vinnubrögð.
ið upp úrskurðinn. Hinn prófess-
orinn, Sigurður Líndal, fárast yfir
því að Sjónvarpið hafi birt frétt
um að einn styrkþegi Rannsókn-
arráðs íslands hafi fengið 150
prósent hærri styrk en reglur
gera ráð fyrir.
Hvað sem líður skýringum Sig-
urðar Líndals, forseta Hins ís-
lenska bókmenntafélags, á styrk-
veitingu Rannsóknarráðs íslands
til Jóhannesar Nordals, vegna
útgáfu á verkum föður styrkþeg-
ans hjá Hinu íslenska bókmennt-
afélagi, er það frétt þegar einum
styrkþega er veitt meira en tvö-
föld sú upphæð, sem úthlutunar-
reglur Rannís gera ráð fyrir. Þeg-
ar fréttamaður leitar skýringa á
slíkri úthlutun og hann fær þau
svör hjá framkvæmdastjóra
Rannís, að styrkþeginn, Jóhannes
Nordal, hafi verðskuldað styrkinn
fyrir stuðning hans við menningu
og vísindi á undangengnum árum,
liggur málið ljóst fyrir. Eða þarf
frekari vitnanna við? Undirrituð
gerði engar tilraunir
til að túlka svör fram-
kvæmdastjórans enda
voru þau skýr og
greinargóð.
Það er verðugt
umfjöllunarefni í
fréttatíma Sjónvarps
þegar umboðsmaður
Alþingis kemst að
þeirri niðurstöðu að
háskólakennara hafi
verið sagt upp með
ólögmætum hætti eft-
ir fjórtán ára starf
hvort sem Vélsteini
Ólasyni líkar betur
eða verr. Það er líka
eðlilegt að leita skýr-
inga hjá þeim aðila í Háskólanum
sem formlega ber ábyrgð á upp-
sögninni. Sé hann ekki reiðubúinn
að svara er það hans mál. Fólki
sem er í forsvari fyrir stærstu og
virðulegustu stofnanir landsins
og stefnir hærra á ekki að vera
vorkunn að svara fyrir sig í fjöl-
miðlum þótt fyrirvarinn sé stutt-
ur.
Skilningi prófessoranna á eðli
fréttamennsku virðist ábótavant.
Þeir átta sig ekki á að það er
hlutverk fréttamanna að greina
frá staðreyndum og leita skýringa
á þeim. Þegar staðreyndirnar og
skýringarnar eru einhverjum
óþægilegar, er það ekki frétta-
manninum að kenna. Hann er ein-
ungis boðberi tíðindanna.
Menn geta endalaust deilt um
fréttamat en almennasta skil- ■£_
greiningin á því hvað sé frétt er
þessi: Frétt er frávik frá hinu
venjulega. Það eru frávik frá hinu
venjulega þegar einn styrkþegi
opinbers sjóðs fær 150 prósent
hærri styrk en úthlutunarreglur
gera ráð fyrir. Það eru líka frávik
þegar umboðsmaður Alþingis
kemst að því að ólöglega hafi
verið staðið að uppsögn háskóla-
kennara.
Ég frábið mér allar dylgjur um
ófagleg vinnubrögð af minni hálfu
í þessum málum. Getsakir um að
ég noti fréttatíma Sjónvarpsins
til að ganga erinda manna úti í
bæ eru lágkúrulegar. , .
Höfundur er fréttamaður á
Sjónvarpinu.
Fossvogur! Til sölu raðhús á þessum eftirsótta stað við Kúrland. Húsið er 221 fm ásamt 25,6 fm bílskúr. Ekkert áhvíl- andi. Getur losnað fljótlega. Verð 13,9 millj. Upplýsingar í síma 565 9116 Sigrún eða í síma 567 1633 Erla eftir kl. 18.00.
Wf Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Blað allra landsmanna! -kjarui málsins! V
Halldór
Þorgeirsson
Kristín
Þorsteinsdóttir