Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 21
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir alþjóðlegan efnavopnasamning
Mikilvægur sigur fyrir Clinton
Washington. Reuter.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings
samþykkti á fimmtudagskvöld al-
þjóðlegan samning um bann við
framleiðslu, geymslu og dreifmgu
efnavopna. Samþykktin er mikill
pólitískur sigur fyrir Bill Clinton
Bandaríkjaforseta, en repúblikanar
í öldungadeildinni höfðu um langt
skeið staðið í vegi fyrir henni.
Alls greiddu 74 þingmenn samn-
ingnum atkvæði sitt, sem er sjö
atkvæðum umfram þá tvo þriðju
hluta sem þurfti til að samningurinn
hlyti löglegt samþykki og gerir rík-
isstjórninni kleift að staðfesta hann
formlega áður en hann gengur í
gildi næstkomandi þriðjudag.
Clinton fagnaði niðurstöðunni og
lýsti „innilegu þakklæti" sínu í garð
öldungadeildarinnar fyrir að „þjóna
Bandaríkjunum vel“. „Við munum enda öld sem
hófst með hryllingi efnavopna í heimsstyijöldinni
fyrri mun nær takmarkinu um útrýmingu þessar-
ar tegundar vopna,“ sagði Clinton, fréttamönnum
í Hvíta húsinu.
ÁNÆGJA Bills Clintons
Bandaríkjaforseta með
samþykkt samningsins
leynir sér ekki.
Hollenzka ríkisstjórnin, sem fer
nú með forsæti í ráðherraráði Evr-
ópusambandsins, fagnaði í gær nið-
urstöðunni fyrir hönd ESB. Brezka
stjórnin lýsti ánægju sinni einnig,
og hvatti Rússland til að fylgja for-
dæmi Bandaríkjanna. Talsmenn
hinnar alþjóðlegu nefndar, sem hef-
ur umsjón með samningnum, sögðu
í Haag í gær, að staðfesting Banda-
ríkjanna á samningnum væri mjög
mikilvæg í þá átt að tryggja árang-
ursríka framkvæmd hans.
Repúblikanar létu
af andstöðu
Við lokaafgreiðslu samningsins í
öldungadeildinni gengu 29 repúbl-
ikanar, þeirra á meðal þingflokks-
leiðtoginn Trent Lott, til liðs við 45
öldungadeildarþingmenn demókrata, flokksbræð-
ur Clintons. Einungis 24 greiddu atkvæði á móti.
Þessi niðurstaða fékkst eftir að öldungadeildin
hafði strikað út fjögur skilyrði sem Jesse Helms
og fleiri repúblikanar höfðu viljað bæta við full-
gildingaryfirlýsinguna, en þessi skilyrði hefðu
sett aðild Bandaríkjanna að samningnum mjög
þröngar skorður.
Hinn alþjóðlegi samningur, sem upprunalega
var undirritaður í París 1993 að undangengnum
áralöngum samningaviðræðum, bannar fram-
leiðslu, geymslu, flutning og notkun efnavopna
hvar sem er í heiminum. 164 þjóðir hafa undirrit-
að samninginn, sem gengur í gildi 29. apríl. 74
þjóðir hafa hingað til staðfest hann. Af aðild-
arþjóðum Atlantshafsbandalagsins eiga einungis
Tyrkland og ísland eftir að staðfesta hann.
Fleiri erfið mál bíða
Staðfesting efnavopnasamningsins er þó aðeins
fyrsta erfíða málið af mörgum, sem demókratinn
Clinton þarf á komandi mánuðum að ná sam-
komulagi um við repúblikana. Meðal stærstu
málanna sem eru í sjónmáli eru stækkun NATO
til Austur-Evrópu, sem mun krefjast breytinga á
Norður-Atlantshafssamningnum, en þær verður
öldungadeildin að samþykkja. Og í sumar er gert
ráð fyrir að Clinton ákveði að endurnýja beztu-
kjarasamninga við Kína, en hún krefst líka sam-
þykkis öldungadeildarinnar.
Vinsældir Perúforseta aukast í kjölfar freisunar gíslanna
Sendiherra Japans
vissi af áhlaupinu
Lima, Osaka. Reuter.
Reuter
ALBERTO Fujimori, forseti Perú, virðir fyrir sér lík skæruliða-
leiðtogans Nestors Cerpa og eins félaga hans, sem voru skotnir
í stiga japanska sendiherrabústaðarins í Lima.
Borís Nemtsov
orkumálaráðherra
Yonar-
stjarna
rússneskra
stjórnmála
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skip-
aði á fimmtudag Borís Nemtsov
orkumálaráðherra en hann hefur
gegnt embætti
fyrsta aðstoðarfor-
sætisráðherra í rú-
man mánuð. Telja
stjórnmálaskýr-
endur skipun
Nemtsovs til
marks um að nú
eigi að hraða um-
bótum í Rússlandi,
og beina sjónum
einkum að orkufyrirtækjum.
Nemtsov er einn vinælasti stjórn-
málamaður Rússlands og er hann
af mörgum talinn líklegur eftirmað-
ur Jeltsíns, er hann lætur af völdum
árið 2000.
Nemtsov er 37 ára og er Jeltsín
tilkynnti um skipun hans, sagðist
hann vilja fá yngra fólk í ábyrgðar-
stöður, það væri besta tryggingin
fyrir efnahagslegum umbótum í
Rússlandi. Er þetta talin viðvörun
til Viktors Tsjernomyrdíns forsætis-
ráðherra sem hefur slakað mjög á
umbótastefnunni. Sjálfur hvatti
Nemtsov fyrr í vikunni ungt fólk til
að láta til sín taka í stjómmálum.
Efnilegur vísindamaður
Áður en Nemtsov tók við ráð-
herraembætti var hann borgarstjóri
í Nizhní Novgorod, áður Gorkí, sem
er 400 km austur af Moskvu. Stóð
Nemtsov að umfangsmiklum efna-
hags- og markaðsumbótum. Hann
er hins vegar fæddur í Sochi við
Svartahaf en lauk prófi í eðlisfræði
frá Gorkí-háskólanum árið 1981.
Hann þótti afar efnilegur vísinda-
maður en áhugi hans á stjórnmálum
kviknaði í kjölfar Tsjernóbyl-slyssins
árið 1986 og lét hann í fyrstu til sín
taka í umhverfismálum. Þegar Sov-
étríkin hmndu og Jeltsín komst til
valda, árið 1991, skipaði hann
Nemtsov borgarstjórna í Nizhní
Novgorod, auk þess sem hann tók
sæti í efri deild rússneska þingsins.
Nemtsov þykir myndarlegur mað-
ur, Rússar segja konurnar falla í
yfirlið hvar sem hann komi. Hann
hefur heillað almenning með æsku-
þrótti sínum, þykir hispurslaus og
kraftmikill. Sjálfur kallar hann sig
„dreifbýlismann", sem hafí ekki
flækst í spillingarvef stjórnmála.
SENDIHERRA Japans í Perú,
Morihisa Aioki, vissi af áætlunum
perúskra stjórnvalda um að gera
áhlaup í sendiherrabústaðinn og
með vísan til þess, bað hann sátta-
semjara í málinu að gera allt sem
í þeirra valdi stæði til að flýta við-
ræðum og reyna að ná samkomu-
lagi um lausn gíslanna. Ekkert
bendir hins vegar til þess að ósætti
sé á milli perúsku og japönsku
stjórnarinnar þrátt fyrir að Perú-
stjórn hafi gripið til aðgerða að
Japönum forspurðum. Vinsældir
Albertos Fujimoris, forseta Perú,
hafa aukist mikið síðustu daga,
fóru úr 38% og upp í 67%.
Fyrsti skæruliðinn úr hópi Tupac
Amaru, sem tók sendiherrabústað-
inn, var borinn til grafar í gær.
Það var Rolly Rojas, næstráðandi
Nestors Cerpa, pólitísks leiðtoga
samtakanna. Lík hinna skærulið-
anna eru enn í sendiráðinu. Fáir
voru við útför Rojas, sem fór fram
að næturlagi og þótti bera vitni
þeirri fátækt sem skæruliðarnir
bjuggu við og börðust gegn.
Talsmaður þeirra í Evrópu,
Norma Velazco, segir í viðtali sem
birtist á heimasíðu Tupac Amaru
á alnetinu, að barátta þeirra muni
halda áfram og að gerðar verði
árásir víðs vegar um Perú. „Við
töpuðum orrustunni en baráttan
heldur áfram,“ segir Velazco.
Flestir fræðingar virðast þó á
því að allur máttur sé úr samtök-
unum með dauða hins pólitíska
leiðtoga þeirra, Nestors Cerpa. Má
í því sambandi benda á mun stærri
perúsk hryðjuverkasamtök, Skín-
andi stíg, en þau hafa ekki verið
svipur hjá sjón frá því að fjölmarg-
ir meðlimir þeirra, þar á meðal
leiðtoginn Abimael Guzman, voru
handteknir árið 1992.
Skæruliðarnir fengu
„náðarskotið"
Velazco segir að líklega hafi ein-
hveijir skæruliðanna verið pyntað-
ir áður en þeir voru drepnir, en
færir engar sannanir fyrir máli
sínu. Ef marka má gíslana og
heimildarmenn úr hernum stenst
þetta ekki en skæruliðarnir voru
hins vegar skotnir, þrátt fyrir til-
raunir til að gefast upp. Tveimur
þeirra var skipað að standa upp
við vegg, þar sem þeir voru skotn-
ir. Cerpa var hins vegar skotinn í
stiganum sem liggur upp á efri
hæð hússins.
Landbúnaðarráðherra Perú,
Rodolfo Munante, neitaði í gær
fréttum sem hafðar voru eftir hon-
um um að skæruliði, sem kom inn
í herbergi þar sem nokkrir gíslar
sátu í þann mund sem ráðist var
til inngöngu í sendiráðið, hefði
gefist upp. Sagði Munante skæru-
liðann virst hafa ætlað að skjóta
hann en hætt við, vegna sérstaks
sambands, sem tekist hefði með
þeim.
Allir skæruliðarnir fengu náðar-
skotið í gagnaugað, sérsveitar-
mönnunum hafði verið fyrirskipað
að taka enga fanga.
Perúski herinn hefur verið gagn-
rýndur mjög fyrir að hafa of mikil
áhrif á stjóm landsis og að ganga
fram af hörku. Frelsun gíslanna
úr sendiherrabústaðnum hefur bætt
mjög imynd hans, auk þess sem
hún verður líklega til þess að
styrkja enn tak þeirra um valdatau-
mana að mati stjórnmálaskýrenda.
Upplýst var í gær að námu-
verkamenn úr Andesfjöllum voru
fengnir til að grafa göng undir
sendiherrabústaðinn og hófust þeir
handa í janúar. Tveir þeirra létu
lífið er göng, sem þeir voru í, féllu
saman.
Leikfimi, skák og
málakennsla
Einn japönsku gíslanna, sem
kom til síns heima í gær, Shigeru
Taki, yfirmaður útibús rafeinda-
fyrirtækis í Perú, sagist aðeins vilja
hvílast. Hann sagði að stöku sinn-
um hefði komið til hnippinga á
milli skæruliða og gísla, þegar
þeir fyrrnefndu slógu gíslana fyrir
að óhlýðnast skipunum. Að öðru
leyti voru þeir ekki beittir harð-
ræði. Dagurinn hófst á klukku-
stundar leikfimi og síðan tóku við
þrotlausir leikir og spil, skák o.fl.,
auk þess sem japönsku- og
spænskukennsla fór fram.
Japanskur geðlæknir, sem m.a.
skoðaði Taki við heimkomuna, spá-
ir því að gíslarnir muni þjást af
streitu og öðrum eftirköstum þess
að vera sífellt hræddir um líf sitt
næstu árin. Þeir megi eiga von á
alls kyns verkjum, ekki síst í maga
og skyndilegum ótta, sem hellist
yfir þá af litlu tilefni.
K^pB
Uppstokk-
un ekki á
döfinni
TALSMAÐUR þýsku ríkis-
stjórnarinnar vísaði í gær á
bug vangaveltum um að Helm-
ut Kohl, kanslari Þýskalands,
hygðist stokka upp í stjóm
sinni fyrir þingkosningar á
næsta ári. Hermann Otto
Solms, þingflokksformaður
kristilegra demókrata, flokks
Kohls, ýjaði að þessu í blaða-
viðtali. M.a. hefur verið talið
að Gunther Rexrodt efnahags-
málaráðherra verði látinn
fjúka.
Samgöngu-
truflanir í
Frakklandi
SAMGÖNGUR í lofti, á sjó og
landi, urðu fyrir verulegum
tmflunum í gær vegna verk-
falla sem sex verkalýðsfélög
boðuðu til. Fella varð niður
helming flugferða Air France
og miklar truflanir urðu á ferð-
um járnbrautarlesta er lestar-
stjórar ákváðu að framlengja
eins og hálfs sólarhrings verk-
fall sitt í gærmorgun.
Útiloka ekki
sprengjubrot
BANDAJRÍSKA alríkislögregl-
an (FBI) rannsakar ekki lengur
hvort glæpsamlegt atferli hafi
leitt til sprengingarinnar sem
grandaði farþegaþotu TWA-
flugfélagsins, í fyrrasumar.
Eini möguleikinn sem ekki hef-
ur verið útilokaður er að
sprengjubrot úr flugskeyti sem
hafl spmngið skammt frá vél-
inni, hafi lent á henni. Þetta
fullyrða samtök aðstandenda
Frakkanna sem um borð vom
og segja þau jafnframt að FBI
stefni að því að ljúka rannsókn-
inni innan þriggja mánaða.
Handtaka
í Belgíu
BELGÍSKA lögreglan hefur
handtekið karlmann í tengsl-
um við morð í borginni Mons,
en líkamsleifar nokkurra
kvenna hafa fundist í plast-
pokum. Kennsl hafa verið bor-
in á eitt líkið sem er af 21 árs
heimilislausri stúlku. Maður-
inn, sem var handtekinn í upp-
hafí vikunnar, er Belgi og
þekkti til hinnar myrtu.
Vilja stöðva
hvalveiðar
Japana
HÓPUR bandarískra þing-
manna hefur skorað á Bill
Clinton Bandaríkjaforseta að
beita Ryutaro Hashimoto, for-
sætisráðherra Japans, þrýst-
ingi til að fá Japani til að
stöðva hvalveiðar. Clinton og
Hashimoto hittust í Washing-
on í gær.
Hauskúpur á
Schiphol
SJÖ hauskúpur og lík barns
fundust í gámi á Schiphol-
flugvelli í Amsterdam sl.
sunnudag. Vom líkamsleifarn-
ar faldar á milli listmuna frá
Perú sem senda átti til Belgíu.